Morgunblaðið - 20.03.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.03.1988, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1988 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ÁgústlngiJónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakið. Stríðið við eiturlyfjasalana Síðustu vikur hefur staðið yfír hörð barátta milli bandarískra stjómvalda og helzta valdamanns Panama, en Bandaríkjamenn telja sann- að, að hann hafí greitt fyrir eiturljrfjaflutningum um Pan- ama til Bandaríkjanna. Senni- lega er þetta í fyrsta sinn, sem gerð er ákveðin tilraun til að velta valdamanni úr sessi af þessum sökum. En jafnframt má segja, að stríðið við eitur- ljrflasalana, sem geisað hefur í áratugi, sé komið á nýtt stig. Hið óhugnanlega við þetta stríð er, að styrkur eiturlyfja- salana virðist hafa vaxið. Nú er svo komið, að þeir eru að ná í sínar hendur yfírstjóm einstakra ríkja í Mið- og Suð- ur-Ameríku. Lengi hefur það orð legið á, að eiturlyflasalam- ir ráði í Kolumbíu. Samkvæmt fréttum sem þaðan berast virð- ist það ekki lengur vera álita- mál. Stjómmálamenn, dómar- ar og aðrir verða að sitja og standa eins og eiturlyfjasölum þóknast. Þar í landi virðist ekkert afl vera sterkara en eiturlyfjasalamir. Enda hefur Kolumbia um nokkurt árabil verið miðstöð eiturlyfjasölu í þeim heimshluta. Síðustu árin hafa umsvif eiturlyflasalanna breiðst út frá Kolumbíu til Bahamaeyja, ýmissa eyja í Karabíska hafínu og m.a. til Panama. Áhrif þeirra eru svo mikil og þar með fjárhagslegt bolmagn, að þeir hafa keypt sér aðstöðu í þessum ríkjum, sem jafnast á við það, að þeir séu ríki í ríkinu. Frá þessum miðstöðvum, svo og frá Asíu, berast eitur- lyfín til velmegunarþjóðfélag- anna í Evrópu og Norður- Ameríku og þ. á m. hingað til íslands. Þegar fylgzt er með fréttum frá Panama þessa dagana vaknar hins vegar sú spuming, hvaða aðili sé nægi- lega öflugur til þess að takast á við eiturlyflasalana og steypa þeim af stóli. Það sýnist aug- ljóst, að innan Panama t.d. hefur andstaðan við valda- manninn ekki verið nægilega sterk til þess, að Panama-búar gætu af sjálfsdáðum komið í veg fyrir, að land þeirra yrði að miðstöð fyrir eiturlyfja- smyglara. Ekki er hægt að sjá, að nokkur alþjóðasamtök hafí þann styrk til að bera, að þau geti tekizt á við þessi illu öfl. Líklega verða menn að horf- ast í augu við það, að eins og nú standa sakir eru Banda- rílgamenn þeir einu sem hafa afl og vilja til að takast á við eiturlyij asmyglara, sem eru í þann veginn að hertaka nokk- ur ríki í Mið- og Suður- Ameríku. Stundum hefur verið sagt af öðru tilefni, að enginn hafi afhent Bandaríkjamönn- um lögregluvald yfír heims- byggðinni. En ekki er óíklegt, að þeir muni njóta stuðnings fólks um allan heim við að velta eiturlyflakóngunum úr sessi. Nýir tímar í A-Evrópu? Gorbatsjov, leiðtogi Sov- étríkjanna, hefur verið í heimsókn í Júgóslavíu undan- fama daga. Við lok heimsókn- ar hans þar var því lýst yfír, að Sovétríkin muni virða rétt annarra kommúnistaríkja til þess að fara eigin leiðir. Þótt Júgóslavar hafí farið sínar eig- in leiðir í flóra áratugi, hafa Sovétmenn hvað eftir annað komið í veg fyrir, að önnur kommúnistaríki í A-Evrópu gerðu hið sama og beitt til þess hervaldi. Nú er yfírlýsingin í Júgó- slavíu túlkuð á þann veg, að Gorbatsjov hafí numið úr gildi Brezhnev-kenninguna svo- nefndu. Það getur komið í ljós innan tíðar, hvort þessar stað- hæfíngar eru á rökum reistar. Ef svo er, á ekkert að vera því til fyrirstöðu, að kommún- istaflokkurínn í Póllandi leyfí starfsemi Samstöðu á ný. Fyr- ir nokkrum dögum gengu þús- undir andófsmanna um götur Búdapest. Ef mark er takandi á yfírlýsingu Sovétmanna í Júgóslavíu á ekkert að vera því til fyrirstöðu, að tekið ver- ið tillit til sjónarmiða andófs- manna í Ungveijalandi. Áður en mikíð verður gert með yfirlýsingu Sovétmanna í Júgóslavíu fer bezt á því, að kommúnistaflokkamir í A- Evrópu láti verkin tala. Umræður um afstöðuna til Evrópubandalagsins fara vaxandi, bæði hér á landi, á öðrum Norð- urlöndum og hjá þeim Evrópuríkjum, sem enn eru utan banda- lagsins. Slíkar umræð- ur settu svip sinn á þing Norðurlandaráðs á dögunum og þær móta mjög samskipti ríkja innan EFTA. Hérlendis blossuðu þær upp fyrir skömmu í kjölfar ræðu, sem Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðu- flokksins, flutti á fundi leiðtoga jafnaðar- manna á Norðurlöndum í Stokkhólmi. í ræðu, sem Þorsteinn Pálsson, forsætis- ráðherra, flutti á þingi Norðurlandaráðs, ræddi hann m.a. afstöðu íslands til Evr- ópubandalagsins og sagði: „í þessu sam- bandi koma auðvitað upp í hugann hin mismunandi samskipti þjóða okkar við Evrópubandalagið og þær breytingar, sem verða kunna á aðstöðu okkar, þegar og ef tekst að koma á laggimar hinum sam- eiginlega innri markaði bandalagsins. í þvi eftii er eðlilegt, að Norðurlöndin hafí nokk- urt samráð um að vemda sameiginlega hagsmuni, þótt hvert ríki verði auðvitað að gæta sinna sérhagsmuna. Aðild íslands að bandalaginu er ekki á dagskrá. ísland mun ekki og getur ekki gefíð þumlung eftir af fískveiðiréttindum sínum. ísland getur heldur ekki án takmarkana gerzt aðili að sameiginlegum vinnumarkaði Evr- ópu. En hér má bæta við til fróðleiks, að tölur um utanríkisviðskipti íslands bera það með sér, að mikilvægi Evrópubanda- lagsins og Japana í utanríkisviðskiptum okkar eykst hraðfluga á kostnað EFTA- landanna, Bandaríkjanna og Austur-Evr- ópu.“ Þessi ummæli forsætisráðherra eru af- dráttarlaus. Hann segir, að aðild sé ekki á dagskrá og ísland muni ekki og geti ekki gefíð eftir nein réttindi innan físk- veiðilögsögunnar. Það má hins vegar spyija, hvort ræða Matthíasar Á. Mathie- sen, samgönguráðherra, á sama vettvangi um sama mál, sé vísbending um einhvem skoðanamun innan forystusveitar Sjálf- stæðisflokksins og innan ríkisstjómarinn- ar. í ræðu sinni á þingi Norðurlandaráðs sagði samgönguráðherra m.a.: „Gagnvart okkur, sem fyrir utan stöndum, hlýtur spumingin að vera þessi: Mun markaður- inn standa okkur opinn eða munu ríkin 12 herða stefnu sína gagnvart „útilegu- þjóðunum" og heimta aðgang að auðlind- um í skiptum fyrir verzlunarfríðindi? Vitað er, að ýmsar þjóðir EB vilja harða afstöðu gagnvart utanaðkomandi ríkjum og einnig er vitað, að ýmsar þjóðir EB vilja beita viðskiptasamningum af meirí hörku en norðlægari þjóðir EB, sem flestar hafa aðhyllzt frelsi í milliríkjaviðskiptum um langan aldur. Spuming er hvaða sjónar- mið ná yfírhöndinni, þegar fram í sækir. í mínum huga er sú ósk heitust, að frelsið verði höftunum yfírsterkara." Síðan sagði Matthías Á. Mathiesen: „Má ég varpa fram þeirri spumingu, hvort ekki sé tímabært að velta fyrir sér kostum aðildar og ókostum með opnu hugarfari og án fyrirfram gefínnar niðurstöðu og vinna síðan út frá þeirri forsendu, sem fæst eftir slíka skoðun? Væri það ekki sú nálgun við viðfangsefnið, sem bezt tryggði að hlutskipti útlagans byði okkar ekki? Yrði niðurstaðan sú, að kostir aðildar væru þyngri á metaskálunum væri lítið um það að segja, en kæmi í ljós, að ókost- imir væru fleiri við aðild fyrir eitt ríki eða fleiri, væri þó ekki annað um það sagt, en að rannsókn hafí farið fram og menn orðið sáttir um þá niðurstöðu." Það fer tæpast á milli mála, að Þor- steinn Pálsson, forsætisráðherra, kveður fastar að orði en Matthías Á. Mathiesen, samgönguráðherra. Hins vegar þarf eng- um að koma á óvart, þótt skoðanamunur sé í svo mikilsverðu míLli, enda umræður um hin nýju viðhorf nánast á byijunarstigi. Sjónarmið þingmanna Tveir af þingmönnum Sjálfstæðisflokks- ins, þeir Guðmundur H. Garðarsson og Eyjólfur Konráð Jónsson, hafa nýlega tjáð sig opinberlega um afstöðuna til Evrópu- bandalagsins. Þannig sagði Guðmundur H. Garðarsson nýlega í grein í Morgun- blaðinu: „Að mati höfundar væri það því óráð að opna landið erlendum aðilum með aðild að EB eða öðrum ríkjasamsteypum. Undir niðri eru EB-ríkin mjög ósamstæð. í stjómmálum geta Evrópumenn verið mjög hvérflyndir, svo sem sagan sannar. Það hentar ekki íslenzku eðli eða lundar- fari að eiga hagsmuni sína undir slíku stjómarfari. fslendingar vilja stöðugleika samfara miklu frelsi til athafna. Skipulags- hyggja gömlu nýlenduveldanna er íslend- ingum ekki að skapi. Aðild íslands að EB mundi í reynd þýða það, að landið yrði hjálenda þessara gömlu ríkja, sem bera takmarkaða virðingu fyrir smáríkjum. Miklar pólitískar sviptingar vinstri og hægri flokkanna í Evrópu setja leiðtogum þeirra takmörk í auðsýnd umburðarlyndis Evart hinum smáa. Þetta er staðreynd. d getur aldrei sameinast slíkri ríkja- heild. Hugsanlegur efnahagslegur ávinn- ingur er smáræði borið saman við þau þjóðarverðmæti, sem fómað yrði með að- ild að EB.“ í umræðum, sem fram fóm á Alþingi fyrir nokkm um utanríkismál, sagði Eyj- ólfur Konráð Jónsson, formaður utanríkis- málanefndar, m.a.: „Ég held, að það sé alrangt, að nokkrar raddir heyrist héðan frá íslandi um, að við séum að sækjast eftir inngöngu í Efnahagsbandalagið. Eng- in rödd hefur heyrzt um það t.d. í utanrík- ismálanefnd, þar sem þetta er margrætt. Ég held, að þar séu allir sammála um, að það komi alls ekki til greina, að við fömm að sækja um inngöngu í Evrópubandalag- ið. Og hvers vegna? Ekki bara vegna þess, að við getum ekki leyft neinar fiskveiðar í okkar landhelgi og getum heldur ekki leyft ótakmarkaða fólksflutninga o.sv. frv. Það er ekki það eina. Hitt er kannski meira atriði, að ef við segðum, að við væmm á leið inn í bandalagið, væm þeir auðvitað ekki til viðræðna um neina nýja samninga við okkur. Þeir segðu bara: Gerið þið svo vel. — Það er mitt mat. Þó að þeir leggi megináherzlu á núna að styrkja sitt innra skipulag, held ég að þeir mundu geta ósköp vel sagt bara: Gerið þið svo vel, og kannski gefíð okkur allar mögulegar undantekningar í fyrsta umgangi. En ég er hræddur um, að það mundi breytast, þegar fram í sækti. En ég hef fulla ástæðu til og get rökstutt það, að segja hér, og hvar sem er, að ég er sannfærður um það, eftir þessa dvöl þama úti, að við eigum þar að mæta mjög miklum velvilja og við þurfum engu því að fóma til að ná hagstæðum samningum við Evrópubandalagið, sem menn nú ótt- ast og eru að hafa á orði.“ Af þessum tilvitnunum má marka, að Eyjólfur Konráð Jónsson er bjartsýnni en ýmsir aðrir á, að við getum náð hagstæð- um samningum við Evrópubandalagið. Það á svo eftir að koma í ljós, hvort sú bjart- sýni er á rökum reist. Það fer hins vegar ekki á milli mála, að afstaðan til EB er mörgum umhugsunarefni. Mestu skiptir á þessu stigi málsins, að sem fyllstar upplýs- ingar komi fram opinberlega um skipulag Evrópubandalagsins og starfshætti, þann- ig, að þjóðinni verði ljóst, um hvað er að tefla. Uppreisn lands- byggðarinnar Með nokkrum hætti má segja, að þjóðin standi nú frammi fyrir því, sem kalla mætti „uppreisn" landsbyggðarinnar. Eitt dæmi um þá „uppreisn", er sú ríka áherzla, sem verkaíýðsfélögin fyrir austan og norð- an lögðu á, að samningafundir yrðu ekki einungis haldnir í Reykjavík, heldur einnig fyrir norðan og austan. Morgunblaðið lýsti þeirri skoðun í forystugrein, að sú ósk landsbyggðarmanna væri sanngjöm. Um annað dæmi má lesa í frétt hér í Morgun- blaðinu í gær, föstudag, en þar sagði m.a. um borgarafund f Neskaupstað, sem hald- inn var undir kjörorðinu: „Sækjum valdið suður“: „Takmarkið með fundinum var, MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1988 33 REYKJAYÍKURBRÉF Laugardagur 19. mars að þetta yrði fyrsta skrefíð í að þjappa bæjarbúum svo og öðrum Austfírðingum og um leið allri landsbyggðinni saman um það takmark að sækja valdið suður, svo að landsbyggðarfólk fái að njóta réttláts afraksturs vinnu sinnar og njóta sömu tækifæra og íbúar höfuðborgarsvæðisins. Það er von fundarboðenda, að aðrir taki svo við keflinu og haldi áfram, svo að samtakamáttur landsbyggðarinnar verði sem mestur." Það hefur stundum verið sagt hér á þessum vettvangi, að það sem fólki fínnst vera, getur haft jafn mikla pólitíska þýð- ingu og það, sem er. Ef það er sannfæring landsbyggðarfólks, að það fari halloka í samkeppni við höfuðborgarsvæðið, er sú tilfinning pólitískur veruleiki, sem horfast verður í augu við. Þótt því verði ekki hald- ið fram með rökum, að það ríki afkomu- kreppa á landsbyggðinni, er ljóst, að þar ríkir annars konar kreppa. Það er komið að uppgjöri á svo mörgum vígstöðvum, þar sem hagsmunir landsbyggðarinnar eru í húfí. Fyrst má nefna þá byltingu, sem nú stendur yfír f landbúnaði. Smátt og smátt er sú'þróun að verða, að bændum fækk- ar. Búskapur leggst niður á mörgum jörð- um og jafnvel f stórum landshlutum. Þetta þýðir ekki, að landbúnaðarframleiðsla muni dragast saman að ráði frá því, sem nú er, heldur einfaldlega, að hún verður á höndum færri einstaklinga. Þessi um- skipti í landbúnaðarframleiðslu hafa margvísleg áhrif á landsbyggðina, þar sém öflugar þjónustumiðstöðvar hafa byggzt upp á undanfömum áratugum í kringum þjónustu við landbúnaðinn. Þessir þétt- býliskjamar standa nú frammi fyrir því, að tilveru þeirra er ógnað. í annan stað og í tengslum við breyting- ar í landbúnaði, er að verða meiriháttar breyting í landsbyggðarverzlun. Til marks um það er sú staðreynd, að nú er rætt um sameiningu fjögurra kaupfélaga á Suðurlandi. Hvers vegna stendur lands- byggðarverzlun svo höllum fæti? Til þess liggja margar ástæður. Ein er sú, sem fram kemur í ummælum Emils Gíslason- ar, kaupfélagsstjóra hjá Kaupfélaginu Þór á Hellu, í samtali við Morgunblaðið í gær, föstudag. Hann segir: „Hjá okkur hefúr orðið 10% samdráttur að undanfömu bæði vegna þess, að verzlun virðist vera að flytj- ast f auknum mæli til höfuðborgarsvæðis- ins og þó einkum vegna þess, að nánast allar framkvæmdir hjá bændum hafa stöðvast vegna mikils samdráttar í land- búnaði." Örlög landbúnaðar og sveitaverzl- unar fara því að nokkm leyti saman en til viðbótar kemur, að þeir íbúar lands- byggðarinnar, sem eiga þess kost, fara til Reykjavíkur í innkaupaferð væntanlega vegna þess, að vömúrval er meira og verð- lag lægra og batnandi samgöngur gera fólki auðveldara að ferðast á milli. í þriðja lagi er augljóst, eins og marg- oft hefur verið vikið að hér á þessum vett- vangi, að sjávarútvegur og frystiiðnaður standa frammi fyrir meiriháttar breyting- um, sem óhjákvæmilega hafa áhrif á stöðu landsbyggðarinnar. Hér skal ekki endur- tekið það, sem nýlega hefur verið sagt um þessi mál í Reykjavfkurbréfi, en einnig á þessu sviði verða menn að horfast í augu við uppgjör milli þess gamla og hins nýja. Loks má nefna, að eftir því sem fjöl- breytni eykst í menningarlífi á höfuð- borgarsvaéðinu, verður sóknin þangað meiri. Staðreynd er, að lífið í Reykjavík og nágrannabyggðum er mun fíölbreyttara og hefur upp á meira að bjóða en var fyr- ir einum áratug. Þetta á áreiðanlega ein- hvem þátt í því, að fólk sækir suður. Hver eru ráð lands- byggðarmanna? Auðvitað kemur fleira við sögu, en hér hefur verið nefnt, en sjálfsagt geta menn verið sammála um, að þessi fíögur atriði eru veigamikill þáttur í kreppu lands- byggðarinnar. Þá vaknar spumingin um það, hvemig við eigi að bregðast. í þeim efnum verðum við ekki sízt að hlusta á sjónarmið landsbyggðarmanna. Það dugar nefnilega ekki, að þeir bregði á það ráð að halda fundi og gera samþykktir um kröfur á hendur ríkisvaldinu. Þeir verða að tjá sig um það, hvemig eigi að bregð- ast við þeirri byggðaröskun, sem er að verða vegna óhjákvæmilegra breytinga í landbúnaði. Þeir verða að tjá sig um það, hvemig eigi að taka á vandamálum lands- byggðarverzlunar, sem m.a. eru til komin vegna þess, að íbúar landsbyggðarinnar vilja heldur fara í innkaupaferðir til þétt- býlisstaða eins og Reykjavíkur og Akur- eyrar. Þeir verða líka að fjaila um stöðu frystiiðnaðarins á annan veg en þann að segja það eitt, að lækka verði gengið. Ríkisvaldið eitt út af fyrir sig leysir ekki kreppu landsbyggðarinnar. Þar verð- ur fleira til að koma. En auðvitað er þetta ekki einangrað vandamál þeirra, sem á landsbyggðinni búa. Það er einfaldléga óhugsandi og má ekki verða, að öll þjóðin safnist saman hér á suðvesturhomið. Það á að verða metnaður okkar, að byggja landið allt. En við verðum að vinna að því markmiði með því að aðlaga okkur breytt- um aðstæðum, en ekki með því að vinna gegn því, sem er óhjákvæmilegt. Fólkið á landsbyggðinni, verður að hafa foiystu um þá lausn á kreppu dreifbýlis- ins, sem vænlegust er, en það er efling byggðakjama í hinum ýmsu landshlutum. Það er ljóst, að Akureyri t.d. og Eyjafjarð- arsvæðið hafa fest sig í sessi, sem öflug- asta mótvægið gagnvart þéttbýlinu á suð- vesturhominu. Þar er blómleg atvinnu- starfsemi, sem dregur að sér margvíslega athafnasemi. Nú eru uppi hugmyndir um jarðgöng til þess að tengja saman byggð- ir. Mörgum fínnst það dýr kostur og hið mesta óráð. Engu að síður er það um- hugsunarefni, hvort ekki sé skynsamlegt að leggja flármuni í slíka samgöngubót til þess að greiða fyrir eflingu þeirra byggðakjama, sem geta treyst byggðina úti á landi. í því sambandi má minna á, að á tímum atvinnuleysis og kreppu fyrir síðustu alda- mót, þegar fólk flutti af landi brott, komu margir til Reykjavíkur til þess að fara í skip til útlanda. Margt af því fólki stöðvað- ist hins vegar í því þéttbýli, sem þá var að myndast í Reykjavík og fór ekki. Hið sama getur gerzt nú úti á landi með efl- ingu byggðakjama þar. „Það fer hins veg- ar ekki á milli mála, að afstaðan til EB er mörgum umhugsunarefni. Mestu skiptir á þessu stigi máls- ins, að sem fyllst- ar upplýsingar komi fram opin- berlega um skipu- lag Evrópubanda- lagsins og starfs- hætti, þannig, að þjóðinni verði ljóst, um hvað er að tefla.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.