Morgunblaðið - 20.03.1988, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 20.03.1988, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1988 53 Ingibjörg Sigurgeirs- dóttir - Minning Fædd 1. apríl 1919 Dáin 11. mars 1988 Kveðja frá Húsmæðrafélagi Reykjavíkur Hún Ingibjörg okkar er látin. Hún lést 11. mars sl. Við félagskon- ur í Húsmæðrafélagi Reykjavíkur minnumst hennar sem einstakrar félagskonu. Ingibjörg var vinur vina sinna, hún var samviskusöm og vandvirk svo af bar. Ingibjörg starfaði um árabil með okkur í félaginu. Með okkur störf- uðu einnig tvær systur hennar, Katrín Bergrós og Þórunn, sem látnar eru fyrir nokkrum árum. Þær systur voru allar einstaklega mynd- arlegar hannyrðakonur. Þórunn systir Ingibjargar rak hannyrða- verslunina Refil við Aðalstræti um árabil. Þær systur voru einstaklega örlátar á efni og garn til félags- kvenna til þess að vinna úr fyrir basar félagsins. Með þeim systrum komu einnig á fundi til okkar fjöld vinkvenna og náinna skyldmenna. Reyndust allar þessar konur félag- inu vel. Sólargeislinn í lífi Ingibjargar var Katrín, einkadóttir hennar. Katrín er gift Sigurði Svavarssyni og héldu þau heimili saman. Katrín og Sig- urður eiga 3 börn og er okkur fé- lagskonum ógleymanleg gleði Ingi- bjargar þegar fyrsta langömmu- bamið faeddist, og var Ingibjörg svo lánsöm að hafa heilsu til þess að gæta bamsins meðan móðirin lauk námi. Við félagskonur eigum ógleym- anlegar minningar um margar skemmtiferðimar sem famar hafa verið á vegum félagsins og síðast en ekki síst frá dvöl þeirra mæðgna, Ingibjargar og Katrínar með okkur I orlofsbúðum í Danmörku vorið 1983. Ingibjörg vann allan sinn starfs- aldur í Sundhöll Reykjavíkur og em því ekki ófáir sundhallargestir sem minnast hennar frá þeim tíma. Fé- lagskonur í Húsmæðrafélagi Reykjavíkur hittast eftir hádegi á hveijum mánudegi og dvelja þar saman með handavinnu og gerð basarmuna. Ingibjörg var ein þess- ara kvenna sem aldrei lét sig vanta í hópinn. Dapurlegt verður því að sjá stólinn hennar auðan. En við konumar vitum að hún dvelur með okkur þessa dagstund eins og áður, ,og er það huggun í harmi. Við félagskonur í Húsmæðrafé- lagi Reykjavíkur sendum Katrínu og fjölskyldu hennar okkar innileg- ustu samúðarkveðjur með þakklæti fyrir góðar stundir með Ingibjörgu og við biðjum Guð að blessa ykkur öll. Félagskonur MENNT ER MÁTTUR Byrjendanámskeið á PC tölvur Kjörið tækifæri fyrir þá, sem vilja kynnast hinum frábæru kostum PC- tölvanna, hvort heldur sem er, í leik eða starfi. Leiðbeinandi DAGSKRÁ * Grundvallaratriði við notkun PC-tölva. * Stýrikerfið MS-DOS. * Ritvinnslukerfið WordPerfect. * Töflureiknirinn Multiplan. * Umræður og fyrirspurnir. Logi Ragnarsson tölvunarfræðingur. Tími: 22., 24., 29., og 30. mars TÖLVUFRÆÐSLAN Borgartúni 28. kl. 20-23 Upplýsingar og innritun í símum 687590 og 686790 VR og BSRB styðja sína félaga til þátttöku í námskeiðinu Birting afmælis- og minningargreina. Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. 1 ■Bl :LAR IX UÓSRITUNARVÉ Ml( 2RÖSOI HUGBÚNAÐUR FT GÆÐADYNUR IB I Mölle Fyrirliggjandi í eftirtöldum stærðufn: Teg. Standard 105 x 200cm -kr.11.500.- Teg. Melle 80 x 200 cm - kr. 13.300.- 90x200cm -kr. 13.600,- 105X200cm -kr. 18.300,- 120x200cm -kr.22.600,- - ’ 160X200cm -kr. 31.300.- Teg. Uni-lux 90x200cm -kr. 19.100.- 105x200cm -kr. 22.800.- 120x200 cm -kr. 27.000.- 160X200cm -kr. 37.700.- Nokkrar tegundir af höfða- göflum og tilheyrandi lappir eða bogar fyrirliggjandi. HÖNNUNl • GÆÐI • ÞJÓNUSTA !■■■ KRISTJÁN SIGGEIRSSON HF. Húsgagnadeild - Laugavegi 13 - Sími 625870 SACCO hrúgöldin f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.