Morgunblaðið - 24.03.1988, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.03.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1988 23 / Þórir S. Gröndal skrifar frá Flórída: Byssur og bombur Ríkin 50, sem mynda Bandaríki Norður-Ameríku, búa við allmikið sjálfstæði og státa af löggjafar- samkundum, þar sem löglega kosnir fulltrúar sitja kófsveittir við að semja ijárlög og aðra laga- bálka. Skattaálagningar eru all mismunandi milli ríkja, og er t.d. Flórída með þeim ríkjum þar sem álögumar eru hvað minnstar. Aðal skattheimtan kemur þó auð- vitað frá Washington, en sam- bandsþingið ákveður hana, og sitja þar allir landsmenn við sama borð, hvar svo sem þeir búa. Áhugi almennings á innanríkis- stjómmálum er almennt af skom- um skammti, og þátttaka í kosn- ingum yfírleitt léleg. Þess vegna er sagt vera erfítt að fá góða og gegna menn til að gefa sig í slag- inn. Hinn almenni Flórída-borgari virðist ekki hafa allt of mikið álit á löggjöfunum, sem sitja $ höfuð- borginni, Tallahassee. Ríkisþingin um öll Bandaríkin hafa látið frá sér fara margan skringilegan lagabálkinn. Því furðulegasta hefir verið safnað saman í bók og er þar að fínna mikið af stórundarlegum laga- ákvæðum. Ekki verður farið út í upptalningu að þessu sinni, en látið nægja að geta laga, sem samþykkt vom í Aiabama fyrir mörgum ámm. Þar er kveðið á um, að bannað sé að hengja nær- föt kvenna og karla saman á úti^ snúmr! Ekki er hægt að brosa í kamp- inn yfír öllum lagaboðunum, sem út ganga frá þinghúsum ríkjanna. Þannig hefír Flórída heiðurinn af því að hafa nýlega samþykkt frjálslyndustu og veikustu byssu- lögin í öllu landinu. Næstum allir geta nú keypt sér byssu eða byss- ur, allt frá minnstu skammbyssum upp í UZI-hríðskotabyssur. Og nú er byssuhöfum heimilt að ganga með morðtólin innan klæða eða hafa þau með sér i bílum sínum. Reynt var að koma inn í lögin biðtíma, til þess að hægt væri að athuga, hvort verðandi byssu- kaupandi værí á sakaskrá. Bið- tfminn var lfka ætlaður til þess, að fólk í geðshræringu eða reiði- kasti gæti ekki keypt sér vopn til þess að ná fram rétti sínum eða hefndum á samborgurunum. Ekki tókst þetta, meðal annars vegna þess, að félag byssueigenda (National Rifle Association), sem er feikilega sterkur og áhrifamik- ill félagsskapar, barðist á móti því með kjafti og klóm. í stjómar- skrá Bandaríkjanna eru ákvæði, sem leyfa borgurunum að eiga og bera vopn, og er það eina málið á stefnuskrá byssueigenda- félagsins að sjá til Jjess, að réttur þessi sé ekki skertur. Þetta er meginástæðan fyrir bysssufárinu héma í henni Ameríku. Þegar verðfallið mikla var í Wall Street í haust er leið, gerði einn eigandi verðbréfa í Miami sér lftið fyrir og skaut verðbréfasala sinn til dauða fyrir að gefa sér léleg ráð í fjárfestingarmálum. Byssuna hafði hann keypt sama dag. Fyrir rúmri viku var ungur maður skotinn til bana, þá er hann ók bíl sfnum á hraðbrautinni hér skammt frá. Vitni segja, að ungi maðurinn hafi „svínað“ á bláum sendiferðabíl, og varð sá að hægja örlftið á sér. Bílstjóri þess bíls lét ekki bjóða sér svona lagað, herti á ferðinni, ók upp að bfl unga mannsins og skaut hann til bana. Þetta gerðist þegar báð- ir bflamir og margir aðrir bflar allt í kring voru á 85—90 km hraða! Iðulega má sjá í blöðunum hér fréttir um það, að böm og unglingar fínna hlaðnar byssur foreldra sinna á heimilunum og skjóta systkini sín, leikfélaga eða sjálf sig. Þótt löggjafamir hafí svona glæsilega varið rétt borgarana fíl að bera vopn, og ættu að vera ánægðir með það, hve vel og mik- ið vopnin em notuð, er ekki þar með sagt, að þeir beri fullt og óskorað traust til kjósenda sinna. Þeir treysta þeim til að höndla skotvopnin, en vilja vemda þá fyrir ýmsum öðmm hættum, sem að þeim geta steðjað. Þannig álíta þeir, að flugeldar og ára- mótabombur séu alltof hættuleg tæki til þess að hægt sé að treysta almenningi til þess að meiða sig ekki á þeim. Þess vegna em slík morðtól bönnuð hér! Flugeldasýningar em leyfðar með undanþágum og þær fram- kvæmdar af sérfræðingum á afg- irtum svæðum undir ströngu eftir- liti lögreglu og slökkviliðs. Hinn almenni borgari má þar hvergi koma nálægt. Hann má bara glápa. Hér líður því hvert gaml- árskvöldið af öðm án þess, að himinninn sé upplýstur af fögrum flugeldum og bombur dynji við. Á stangli má heyra eitt og eitt byssuskot. Þið megið alls ekki taka það svo, að ég sé að gagnrýna þetta ástand. Síður en svo. Þetta er heldur ekkert einsdæmi í henni veröld. Mér skilst þannig, að í einu litlu ríki á norðurhveli jarðar leyfi landsfeðumir íbúunum að drekka allt það brennivín sem þá lystir, en banni þeim að njóta bjórs___ Höfundur er ræðismaður ís- landa í Suður-Flórída ogfram- kvæmdastjóri íyá fiskaölufyrir- tæki á Miami. Bæjarstjórn Stykkishólms: Raforkuverð verði lækkað Stykkishólmi. HÆKKUN raforkuverðs miðað við kostnað við olíukyndingu var nýlega rædd á fundi f bæjar- stjórn Stykkishólms og eftir nokkrar umræður var svofelld ályktun samþykkt og send þing- mönnum kjördæmisins: „Bæjarstjóm Stykkishólms skor- ar á stjómvöld að gera ráðstafanir til þess að lækka raforkuverð. Orkukostnaður er mjög mikill hluti útgjalda hjá fyrirtækjum og heimilum. Nær eingöngu raforka er notuð til hitunar í Stykkishólmi. • Hækkun raforkuverðs kemur því mjög hart niður á neytendum. Bæjarstjóm skorar á þingmenn kjördæmisins að beita sér fyrir úr- bótum í þessu mikilvæga hags- munamáli." Og nú er eftir að vita hvað gerist. - Árni Fróðleikur og skemmtun fyrirháa semlága! Harðplast parket þetta sterka SÖLUDEILD HÁTEIGSVEGI7 S: 21220 0)0) BMMWIÍ. PASKAMYNDIIM 1988 * V nsælasta mynd arsins OG BARN MENIM ÞRIR • „Three Men And A Baby" er vinsælasta myndin í Bandaríkjunum í dag. • „Three Men and a Baby" ervinsælasta myndin íÁstralíu í dag. • „Three Men and a Baby" Evrópufrumsýnd á íslandi. Okkur hjá Bíóhölllnnl og Bíóborglnnl or sýndur mlklll holður moð því að fá að Evrópufrum- sýna „ Throo Mon and a Babyu, som or að komast íhóp most sóttu kvlkmynda allra tíma í Bandaríkjunum. Vlð þðkkum Touchstono og Warnor Bros. fyrlr. FRUMSÝNDIDAQ SAMTÍMIS íBÍOHÖLLINNIOQ BÍÓBORQINNI KL. 6-7-9-11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.