Morgunblaðið - 24.03.1988, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.03.1988, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1988 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1988 39 Útgefandi, Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakið. Átök í Austur- löndum og Asíu Heimshlutinn frá íran að botni Miðjarðarhafs er samfellt átakasvæði. Raunar má fara enn austar í Asíu og líta á stríðið í Afganistan, róstumar í Pakistan og Ind- landi og borgarastyijöldina á Sri Lanka og segja sem svo, að þama ríki alls staðar eins- konar styijaldarástand. Síðan kemur Bangladesh með sínum hörmungum og er þá tiltölulega skammt yfír til þeirra landa, sem eiga í stríði við hemaðarsinnana í Víetnam. Og nú er ólgan að færast norður í Sovétríkin eins og sjá má í Armeníu og Azerbajdzan. Tíbetar hafa einnig tekið til við að spoma gegn kínverskum yfirráðum í landi sínu. Líkur á að skjót lausn fínn- ist á þeim deilum, sem valda átökum á þessum svæðum, em ekki miklar. Þráteflið í viðræðunum um frið í Afgan- istan bendir ekki til þess að Sovétmenn ætli sér að draga innrásarher sinn til baka og láta Afgana sjálfa ákveða framtíð sína og stjómar- hætti. Flest bendir til þess að Sovétmenn vilji láta Afg- ana kaupa friðinn því verði, að í Kabúl sitji stjóm þóknan- leg og undirgefín Kremlveij- um. Á laugardaginn rennur út fjögurra vikna umþóttun- artíminn, sem Míkhaíl Gorb- atsjov tók sér til að íhuga óskir Armena, er urðu tileftii mótmælagöngu milljóna manna þar um síðustu mán- aðamót. Þeir sem gerst þekkja nota orðið púðurtunna til að lýsa ástandinu í Jer- evan, höfuðborg Armeníu. Búa menn sig undir að þar geti allt gerst. Engin lausn virðist í sjón- máli, sem gæti stuðlað að vopnahléi í stríði írana og íraka. Þvert á móti gerast stríðsaðilar æ grimmdarlegri í átökunum. Ohugnanlegar fréttir um mikið mannfall í eitureftiahemaði íraka ber- ast. Beiting eiturvopna er hryllileg ráðstöfun og ber vott um að átök hafí þróast út fyrir það, sem unnt er með góðu móti að kenna við mannlega skynsemi. Þá hafa þessar nágrannaþjóðir að undanfömu skipst á að senda eldflaugar hlaðnar öflugum sprengjum á saklausa borg- ara í höfuðborgunum Bagdað og Teheran. Átök araba og ísraela hafa nú færst inn fyrir landamæri ísraels. Þarf ekki að fara mörgum orðum um þau dap- urlegu tíðindi, sem berast dag eftir dag frá ísrael og hafa spillt áliti þess ríkis meðal þeirra, er áður studdu það af einlægni og ein- drægni. Óteljandi tilraunir til að koma á friði milli ísraela og araba hafa borið takmark- aðan árangur og átökin á herteknu svæðunum grafa undan friðarsamningnum milli Egyptalands og ísraels. Hryðjuverkum hefur löngum verið beitt gegn ísraelum og engum er betur ljóst en þeim til hvers þau geta leitt. Við hér á norðurhveli jarð- ar, sem höfum búið við frið í meira en 40 ár, getum ekki sett okkur í spor þeirra þjóða, sem eru á þessum spennu- og átakasvæðum. Friðartal ýmissa hér hlýtur að hljóma eins og óráðshjal í eyrum flestra íbúa þessara ríkja. Þeir eru margir sem hafa reynt að stilla til friðar í fyrr- greindum átökum. Enn hefur engum tekist það. Um þessar mundir eru vonir helst bundnar við einhvers konar sáttargjörð í Afganistan, en þar hefur verið barist í rúm átta ár. Eins og fyrr er stað- an flóknust í Israel. Upp á síðkastið hefur George Shultz, utanríkisráðherra Bandarílganna, beitt sér fyrir framgangi friðaráætlunar þar og hefur íslenska ríkis- stjómin stutt það framtak til þessa. Það er fráleitt að ætla, að bein afskipti íslenskra stjómvalda af málunum fyrir botni Miðjarðarhafs breyti nokkru um gang mála þar, þau gætu hins vegar kallað vandræði yfír okkur sjálfa. Þörfnumst við þeirra? Armando Valladares: Hjarta mitt er fullt ég hata engan „Eins og þú sérð þá þarf þessi fangi ekki að hafa neinar áhyggjur af lífinu,“ sagði Valladares kald- hæðnislega um myndina úr kúbönsku fangelsi sem hann heldur á. af ást, „ÉG HATA hvorki Castró né þá sem pyntuðu mig. Ég er að verða 51 árs og mér líður vel. Þegar ég er spurður hvemig á því standi að ég líti vel út eftir allar þjáningarnar sem ég mátti þola í fangavistinni þá svara ég að það sé vegna þess að það býr ekki hatur í brjósti mér. Hatur er niðurdrepandi, það eyðilegg- ur. Hjarta mitt er fullt af ást, ég hata engan. Ég sef rótt og vel. Það er ástæðan fyrir því að útlit mitt ber ekki vitni um hörm- ungarnar sem ég lifði.“ Armando Valladares, sendiherra Bandaríkjanna á nýloknu ársþingi Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna í Genf og fyrrverandi fangi í kúbönskum fangelsum og þrælkunarbúðum, er grannur með- almaður á hæð með stingandi, kol- brún augu. Hann er vingjamlegur en öruggur í framgöngu. Hann ber með sér að hann er fastur fyrir. Þeir sem hafa lesið bók hans Gegn allri von Against all Hope vita hvílíkum viljastyrk hann býr yfir. Þar lýsir hann hroðalegri meðferð á pólitískum föngum á „herragarði Castrós", eins og einn franskur, fyrrverandi aðdáandi byltingarinn- ar kallaði Kúbu eftir að hann kynnt- ist lífinu þar af eigin raun. Það er kraftaverki næst að nokk- ur komist lifandi úr slíkri prísund sem Valladares lýsir í bókinni. Hann og aðrir pólitískir fangar voru barð- ir, lokaðir inni í einangrunarklefum og settir í þrælkunarvinnu. Það var skvett á þá hlandi og saur, þeim var neitað um læknisaðstoð, vatn og hreinlætistæki. Rottur nöguðu fingurgóma Valladares til blóðs. Fangamir reyndu að knýja fram betri meðferð með því að fara í hungurverkföll en kvalarar þeirra sneru vopnunum í höndunum á þeim og sveltu þá til að bijóta niður vilja- styrk þeirra og fá þá til að lýsa yfir stuðningi við kommúnismann. Valladares er sanntrúaður kaþól- ikki og fór ekki leynt með andúð sína á kommúnisma eftir bylting- Kúbanska skáldið og fanginn fyrr- verandi ræddi við Morgunblaðið um baráttu sína fyrir mannréttindum una 1959. Hann starfaði í sam- göngumálaráðuneytinu í Havana. Ein af syndum hans var að neita að hafa skilti á skrifborðinu hjá sér þar sem á stóð: „Ef Fidel er komm- únisti setjið mig þá á listann. Hann hefur réttu hugmyndina.“ Þrír vopnaðir menn gerðu húsleit á heimili hans 28. desember 1960. Hann var handtekinn, þá 23ja ára gamall, en leitarmennimir fóru ann- ars tómhentir af heimilinu. Hann var dæmdur í 30 ára fangelsi hinn 15. janúar 1961 fyrir að vinna spell- virki á opinberum eignum. Honum var aldrei sagt hvaða eignir þetta voru og engin sönnunargögn gegn honum vom lögð fram í réttinum. Stjórnmálaskoðun pyntarans skiptir ekki máli Trúin á guð hjálpaði Valladares að lifa þjáningarárin af. Hann gift- ist dóttur eins samfanga síns og hún hóf baráttu fyrir frelsi hans út um allan heim. Hann missti mátt úr fótleggjunum af næringar- og hreyfingarskorti. Bókin Ur hjólastólnum (From my Wheelcha- ir), sem er safn ljóða sem honum tókst að senda eftir flóknum leiðum úr fangelsisvistinni, vakti aukna athygli á honum og smátt og smátt jókst þrýstingur mannréttinda- hreyfinga eins og Amnesty Inter- national á stjómvöld á Kúbu um að sleppa Valladares úr haldi. Hann var loks látinn laus og sendur frá Kúbu í október 1982 eftir að Fran- cois Mitterand, Frakklandsforseti, krafðist frelsis hans persónulega. Valladares var veittur banda- rískur ríkisborgararéttur en hann settist að í Madrid með eiginkonu sinni og þau eiga tvær dætur. Hann talar litla ensku. Hann stundar rit- störf, vinnur nú að bók um Kúbu, og tekur virkan þátt í baráttu fyrir auknum mannréttindum í heimin- um. „Ég ávarpaði Mannréttinda- nefnd Sameinuðu þjóðanna fyrst í mars 1983. Ég hafði aðeins verið laus úr fangelsi í nokkra mánuði en ég fordæmdi mannréttindabrot í Chile, Argentínu, þá var herstjóm við völd þar, Mið-Ameríku og Suð- ur-Afríku áður en ég mótmælti ástandinu í mínu eigin heimalandi. Ég hef skrifað undir fjölda mót- mælayfirlýsinga gegn mannrétt- indabrotum og hef barist fyrir auknum mannréttindum í Paragu- ay. Það lítur kannski út fyrir að Bandaríkjamenn hafí viljað leika klókan, pólitískan leik með því að skipa mig sendiherra í sendinefnd þeirra. En svo er ekki. Mannlegt líf skiptir mig meira máli en stjóm- málahugmyndafræði. Mannrétt- indanefnd Sameinuðu þjóðanna ætti að starfa í þeim anda en gerir það því miður ekki. Hana skortir oft tilfinninganæmi. Þegar pynting- um er lýst spyrja margir fyrst hvaða stjómmálaskoðanir kvalaramir hafa. Það skiptir mig engu máli. Ég hef varið kommúnista sem var misrétti beittur opinberlega. Það hafa ekki allir sömu afstöðu og ég til þessara mála í Mannréttinda- nefndinni." Valladares nefnir nokkmm sinn- um í bók sinni að pólitísku fangam- ir á Kúbu og ættingjar þeirra og vinir hafi ítrekað reynt að vekja athygli Sameinuðu þjóðanna á mannréttindabrotum á Kúbu. Það bar aldrei árangur. 43 ríki eiga sæti í Mannréttindanefndinni. Hún á að fylgjast með að Mannréttinda- sáttmála Sameinuðu þjóðanna sé framfylgt og vegur og metur hvort ástæða sé til að kanna sérstaklega ástandið í einstökum ríkjum. Bandaríkin hafa löngum vakið at- hygli á mannréttindabrotum á Kúbu en þau hafa aldrei verið tekin til formlegrar umfjöllunnar. Valladar- es átti sæti í sendinefnd Banda- ríkjanna á ársþinginu í fyrra. Mál Kúbu þokaðist þá áfram þótt nefnd- in samþykkti hvorki að kanna ástandið þar sérstaklega né taka Kúbu inn á umfjöllunarskrá fyrir þingið í ár. Ronald Reagan, Banda- ríkjaforseti, heyrði af dugnaði Valladares og ákvað að skipa hann sendiherra Bandaríkjanna hjá Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna. Castró knúinn til að bjóða rannsóknarnefnd til Kúbu „Ef forsetinn hefði boðið mér einhveija aðra stöðu þá hefði ég ekki þegið hana. Ég hefði þá ekki getað haldið baráttu minni fyrir mannréttindum áfram. Forsetinn ákvað að skipa mig í þetta emb- ætti af því að hann vildi að árs- þingið samþykkti að kanna ástand- ið á Kúbu sérstaklega. Okkur tókst að koma því í gegn og þess vegna held ég að hann hafí valið rétta manninn," sagði Valladares og brosti breitt. „Castró sagði fyrir nokkrum vik- um í viðtali við bandaríska sjón- varpsstöð að hann myndi aldrei hleypa nefnd á vegum Mannrétt- indanefndar Sameinuðu þjóðanna inn í Kúbu. Hann hefur nú boðið rannsóknamefnd á hennar vegum til landsins og við höfum unnið stór- an sigur. Það leit út fyrir að tillaga okkar um umfjöllun um Kúbu á næsta ári yrði samþykkt. Það hefði orðið auðmýkjandi fyrir Castró að bíða slíkan ósigur fyrir Bandaríkja- mönnum. Kúbumenn tilkynntu því fulltrúum Kólombíu, Mexíkó og Perú að Castró vildi bjóða forseta Mannréttindanefndarinnar til Kúbu til að líta á fangelsi. Þeir lögðu þetta fram í nefndinni og við sætt- umst strax á þessa lausn. Okkar takmarki, að nefndin taki mann- réttindabrot á Kúbu til athugunar, var náð. Hingað til hefur hún alltaf látið eins og þau séu ekki fyrir hendi. Stuðningsmenn Kúbú létu eins og Castró hefði opnað hliðin sjálf- viljugur og skotið Bandaríkjamönn- um ref fyrir rass með því að bjóða fulltrúum nefndarinnar til sín. En það er mesti misskilningur. Hann vissi að við myndum halda áfram að knýja á dyr þangað til hliðin opnuðust og ljósi yrði varpað á mannréttindabrot sem eiga sér stað í landinu. Hann kaus því auðveld- ustu leiðina til að komast hjá frek- ari niðurlægingu. Kúbanska stjómin setti sem skil- yrði fyrir boðinu að fulltrúamir myndu aðeins heimsækja fangelsi og tala við opinbera starfsmenn. Við vildum ekki sættast á þetta. Við vildum ekki að heimsóknin yrði opinber ferðamannaheimsókn. Við heimtuðum að hún yrði farin í anda reglugerða Menningarmálanefnd- arinnar og Sameinuðu þjóðirnar borguðu fyrir hana. Það tók langan tíma að fá þetta samþykkt en það tókst á endanum. En þetta er ekki bara sigur fyrir Bandaríkjastjórn heldur fyrst og fremst fyrir fólkið í dýflissunum á Kúbu.“ Um leið og hann sagði þetta opnaði Valladares ítalskt tímarit, sem hann var með með sér, og sýndi mér stóra litmynd af skítugri hurð á fangaklefa. Hurðin nær ekki al- veg niður á gólf og handleggir fanga koma út undan henni. Fang- inn heldur á upprúlluðu dagblaði í annarri- hendinni og teflir skák með hinni. Vatnsglas og brauðbiti standa hjá. „Þetta er fólkið sem á það skilið að Mannréttindanefndin fy'alli um örlög þess á Kúbu. Myndinni var ekki smyglað þaðan. Kúbönsk stjórnvöld lögðu blessun sína yfir hana og henni er ætlað að afsanna fullyrðingar um illa meðferð á föng- um. Hún á að sýna að þeir fái að lesa dagblöð, tefla skák — þótt þeir hafi engan til að tefla við — og fái næga næringu. Eins og þú sérð þá þarf þessi fangi ekki að hafa neinar áhyggjur af lífinu,“ sagði Valladares kaldhæðnislega. „Get bara vonað að borgararéttindi aukist á Kúbu“ Besti vinur Valladares í fangelsi, andófsmaðurinn Pedro Luis Boitel, lést 24. maí 1972 eftir 53ja daga hungurverkfall. Fréttir af hungur- verkfallinu bárust út rúmum hálfum mánuði áður. „Þekktir menn og samtök landflótta fólks sendu fjölda skeyta til Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna og Alþjóða rauða krossins og báðu þessar stofnanir að skerast í leikinn og reyna að bjarga lífi Boitels. Samein- uðu þjóðimar þögðu þunnu hljóði, hljóði samsektarinnar," segir í Gegn allri von. Valladares nefndi þetta dæmi þegar ég spurði hann um gagn Mannréttindanefndarinnar. „Nefndin gerði aldrei neitt fyrir mig. Hún hefur hingað til aldrei viljað hafa nein afskipti af Kúbu. En ég held að hún geti hjálpað. Hún hefði getað bjargað lífi besta vinar míns ef hún hefði viljað. Ég er mjög ánægður að nefndin mun nú í fyrsta skipti í sögu bylt- ingarinnar senda til Kúbu rann- sóknamefnd, sem á að hafa fijálsan aðgang að öllum stöðum og geta aflað sér upplýsinga óháð stjóm- völdum. Hún mun semja skýrslu og leggja hana fram á næsta árs- þingi. Þetta mun þröngva stjóm- völdum á Kúbu til að sleppa föngum og draga úr pyntingum og mis- þyrmingum. En ég get bara vonað að borgararéttindi þegnanna aukist einhvem tímann á Kúbu. Ég á ekki von á að þessi sendinefnd leiði til þess að Castró leyfí fijálsa fjöl- miðla, stjómarandstöðu, kosningar eða trúfrelsi eftir 29 ára einræði. En þetta er fyrsta skrefíð." Rógurinn um Valladares Óvægin barátta Valladares fyrir mannréttindum á Kúbu hefur farið fyrir bijóstið á mörgum. Kúbustjóm fullyrðir að hann hafi verið hand- tekinn fyrir hryðjuverkastarfsemi; að hann hafi verið meðlimur í leyni- lögreglusveit Batista; að hann hafi þóst vera lamaður; og hann hafi * ekki skrifað Gegn allri von heldur hafi rithöfundar CIA, leyniþjónustu Bandaríkjanna, skrifað bókina. Valladares er orðinn langþreyttur á þessiim rógburði. „Ég hef sannað fyrir dómstólum í Grikklandi og Frakklandi að þetta em hreinar dylgjur," sagði hann. Hann hefur sýnt fram á að skilríki sem Kúbustjóm segir að sanni að hann hafi verið í leynilögreglusveit Batista sé falsað; hann var 'ekki dæmdur í fangelsi fyrir hryðjuverk; og yfírlæknir á Kúbu, sem var góð- ur kommúnisti, úrskurðaði að hann væri lamaður vegna næringarskorts árið 1978. Valladares telur að ævintýra- ljóminn sé óðum að fara af Castró og menntamenn sjái hann nú í réttu ljósi. „Hann naut enn virðingar í hópi menntamanna fyrir fjórum árum en þú getur varla nefnt fleiri en einn sem hann höfðar enn þá til. Menntamenn styðja stjóm sandinista í Nicaragua af sömu ástæðum og þeir studdu Castró áður. En þeir eiga eftir að sjá að sér. Vinstrisinnar em þeirrar skoðun- ar að það sé hægt að vinna bug á hungri og vesæld fátækra þjóða með því að takmarka frelsi borgar- anna. Það er ástæðan fyrir því að þeir styðja sandinistana og höfðu trú á Castró. Ef brot á sjálfsögðum mannréttindum era réttlætanleg á þennan hátt þá verður einnig að réttlæta stjómarfar Hitlers og Stalíns. Þeir byggðu einnig skóla og sjúkrahús. Somoza byggði sjúkrahús og Pinochet hefur byggt §ölda sjúkrahúsa á undanfömum ámm. Nei, einræði og takmörkun frelsis þegnanna er ekki unnt að réttlæta. Ekkert getur réttlætt slíka stjómarhætti. Ég neita því ekki að einstakling- ar í Bandaríkjunum geta orðið að sæta mannréttindabrotum. En slík meðferð er ekki reglan í þjóðfélag- inu og henni er ekki haldið uppi með vilja stjómvalda. Þeir sem verða fyrir mannréttindabrotum í hinum fijálsa heimi geta vakið at- hygli á því í fjölmiðlum og fyrir dómstólum. Þeim er ekki hegnt fyr- ir að mótmæla óréttlætinu í þjóð- félaginu. Það er munurinn á ein- ræðisríkjum og ríkjum þar sem frelsi þegnanna er virt.“ Texti og myndir: Anna Bjamadóttir Leikmannastefna Þjóðkirkjunnar: Veiting prestakaJla og biskupskjör - helstu málin ásamt mörkun starfsviðs stefnunnar ÖNNUR leikmannastefna Þjóðkirkjunnar var haldin i Reykjavík um helgina. Sóttu hana fulltrúar úr öllum prófastsdæmum landsins. Gerð var samþykkt um starfsvið og form leikmannastefnu framtí- ðarinnar og fjallað um veitingu prestakalla og biskupskjör. Hugmyndin um leikmannastefnu kirkjunnar kom fyrst fram í áliti Starfsháttanefndar Þjóðkirkjunnar sem prestastefna samþykkti árið 1977. Prófastafundur áréttaði síðan þessa tillögu og Pétur Sigurgeirs- son biskup hefur fylgt henni eftir. Fyrsta leikmannastefnan var haldin í fyrra. Þar var kjörin nefnd til að gera tillögur um störf og skipulag slíkrar stefnu. Formaður neftidar- innar var Bima Friðriksdóttir. f samþykkt leikmannastefnunnar nú um helgina kemur fram, að stefnan skuli vinna að eflingu leik- mannastarfs innan kirlqunnar með margvíslegum hætti. Stefnuna skuli sækja tveir fulltrúar úr hveiju próf- astsdæmi nema þrír úr Reykjavík. Kosið skuli leikmannaráð sem ann- ist framkvæmdir stefnunnar. Til þess vom kjörin Helgi Hjálmsson formaður, Bima Friðriksdóttir og Guðný Guðnadóttir. Ný lög um veitingu prestakalla 1990 Leikmannastefnan fjallaði um tvö mál, sem vísað var til hennar frá Kirkjuþingi; um veitingu pre- stakalla og um biskupskjör. I álykt- un Ieikmannastefnunnar um veit- ingu prestakalla segir m.a. að á meðan gildandi lög hafa ekki verið endurskoðuð hlutist Kirkjuráð og biskup til þess, að kirkjumálaráð- herra kveði nánar á um framkvæmd laganna eða einstakra greina þeirra. Þá er sagt, að ekki sé rétt að fella lögin alveg úr gildi og taka upp beina veitingu biskups eða ráð- herra að fenginni umsögn biskups. Þá er óskað umsagna sóknanefnda um gildandi lög og æskilegar breyt- ingar og lagt til að eigi síðar en á Kirkjuþingi 1990 liggi fyrirfullmót- aðar tillögur um hugsanlegar breyt- ingar á lögunum. í umræðum um biskupskjör kom fram, að eðlilegt væri að leikmenn ættu beina aðild að kosningu bisk- ups, en tiyggja þyrfti, að sú kynn- ing færi fram á biskupsefnum, að það kjör gæti farið fram með ábyrg- um hætti. Leikmannastefnan samþykkti til- mæli til Kirkjuráðs um að það hlut- ist til um, í samráði við prófasta, að fræðslufundir um störf starfs- manna kirkna og áhugafólks um safnaðarkirkju og leikmannastörf verði haldin sem allra fyrst í próf- astsdæmum landsins. Leíkmannaskóli Á leikmannastefnunni flutti Ragnheiður Sverrisdóttir djákni er- indi um störf leikmanna og þátt þeirra í innra sem ytra lífi kirkjunn- ar. Benti hún m.a. á þörfina fyrir leikmannaskóla, þar sem væntan- legt starfsfólk saJEhaða gæti fengið sérmenntun til starfa sinna. Hún sagði ekkert kirkjulegt starf vera leikmanninum óviðkomandi, en þó afmarkast af starfsviði vígðra þjóna kirkjunnar, þar sem þeir hafa sérs- takt hlutverk varðandi sakrament- in. Hún sagði leikmannastarf mikil- vægt og ef kirkjuna vantaði það, þá væri hún ekki kirkja. Ragn- heiður hvatti til aukins starfs kirkj- unnar, og þá fyrst og fremst leik- manna, að dagvistun, sem skapaði eðlilegan farveg fyrir skímar- fræðslu kirkjunnar. Leikmannastefnu var slitið í Biskupsgarði og fagnaði biskup í ræðu sinni þar tilurð og starfi stefn- unnar sem hann sagði vera tjáningu á nýjum viðhorfum innan kirlqunn- ar. Næsta leikmannastefna verður haldin í mars að ári. Morgunblaðið/Þorkell Fulltrúar á annarri leikmannastefnu Þjóðkirkjunnar. Fremri röð frá vinstri: Birna Friðriksdóttir Reykjavíkurprófastsdæmi; biskup herra Pétur Sigurgeirsson; Margrét Lárusdóttir Þingeyjarprófasts- dæmi. Aftari röð frá vinstri: Gunnlaugur Finnsson frá Kirkjuráði; Sigrún Gísladóttir Austfjarðaprófasts- dæmi; Jón Oddgeir Guðmundsson Eyjafjarðarprófastsdæmi; Árdís Björnsdóttir Skagafjarðarprófasts- dæmi; Emil Hjartarson ísafjarðarprófastsdæmi; Guðrún Guðmundsdóttir Húnavatnsprófastsdæmi; Magn- ús B. Jónsson Borgarfjarðarprófastsdæmi; Guðný Guðnadóttir Skaftafellsprófastsdæmi; Halldór finnsson Snæf.- og Dalaprófastsdæmi; Magnús Einarsson Múlaprófastsdæmi; Haraldur Júlíusson Rangárvallapróf- astsdæmi; Kristján Þorgeirsson frá Kirkjuráði; Helgi K. Hjálmsson Kjalamesprófastsdæmi. Á myndina vantar Óla Þ. Guðbjartsson Arnesprófastsdæmi og Gisla H. Arnason Reykjavíkurprófastsdæmi. Leikmannastefna orðin föst í sessi Morgunblaðið ræddi við einn full- trúa á leikmannastefnunni, Gunn- laug Finnsson frá Kirkjuráði. og spurði hann um tilurð og hlutverk stefnunnar. Gunnlaugur sagði að töluverð umræða hefði átt sér stað innan kirkjunnar um þátttöku leik- manna í starfí hennar. „Fyrsti vísir- inn að því að breyta þessu var þeg- ar sett vom lög um Kirkjuþing þar sem kveðið var á um þátttöku lærðra og leikra. Þróunin er í þá átt að leikmenn komi meira inn í störf kirkjunnar, ekki síst í bama- og unglingastarfi og með öldmðum. Leikmannastefnan hefur nú fundið sér farveg eftir að starfsvið hennar var markað. Þetta er frjáls sam- koma, ekki lögbundin og ég tel að með þessari leikmannastefnu sé búið að festa í sessi, að þessi sam- tök muni hafa hlutverki að gegna í framtíðinni. Nú var vísað málum til leikmannastefnu til umsagnar, það er í fyrsta sinn sem slíkt ger- ist. Leikmannastefna er vettvangur umræðna og þær umræður em afl- vaki fyrir fulltrúana um mál, sem þeir geta síðan farið með heim í hérað og kynnt þar fyrir heima- mönnum," sagði Gunnlaugur Finns- son, fulltrúi á leikmannastefnu Þjóðkirkjunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.