Morgunblaðið - 31.03.1988, Page 34

Morgunblaðið - 31.03.1988, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR'31. MARZ-1988 Nagorno-Karabakh: Reynt að telja um fyr- ir verkfallsmönnum Moskvu. Reuter. FULLTRÚAR komúnistaflokks- ins hafa síðustu daga sótt heim verkfallsmenn í Nagorno-Kara- bakh og reynt að fá þá til að snúa aftur til vinnu sinnar. Var frá þessu sagt í sovéskum dag- blöðum í gær. Danmörk: Tjæreborg býður ódýr- ar Kínaferðir Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. DANSKA ferðaskrifstofan Tjæreborg býður nú upp á Kína- ferðir frá Danmörku ásamt viku hóteldvöl fyrir um það bil 3500 danskar krónur (um 21.000 ísl. kr.). Tjæreborg hefur áður boðið ódýrar Bandaríkjaferðir i sam- vinnu við flugfélagið Tower Air. Varðandi Kínafet-ðimar segir Tjæreborg þó, að við verðið bætist svo kostnaður vegna aðalmáltíða, skoðunarferða o.fl., svo að ferðin muni í heild kosta frá 7-10.000 d. kr. Gífurlegur áhugi hefur verið fyrir þessum ferðum í Danmörku, og eru öll sæti þegar upppöntuð. Ferðafélagið tengir flugferðina við áætlunarferðir milli Kaup- mannahafnar og Austur-Berlínar, þar sem Kínafaramir flytja sig yfir í vélar frá sovéska flugfélaginu Aeroflot, sem fljúga til Peking með viðkomu í Moskvu. Heimleiðin frá Peking til Kaupmannahafnar er öll farin með vélum frá Aeroflot. Hins vegar hafa Tjæreborg og Tower Air orðið að hætta við lágfar- gjalda-áætlunina milli Billund-flug- vallar á Jótlandi og New York, sem átti að hefjast í sumar. Sú skipan fer í bága við loftferðasamning Danmerkur og Bandaríkjanna. Samkvæmt samningnum verða Bandaríkjaferðir frá Danmörku að hefjast á Kastmp-flUgvelli. Nóbels- verðlaun hækkuð Stokkhólmi. Reuter. Nóbelsverðlaunin hafa verið hækkuð um 15% frá i fyrra og við afhendingu verðlaunanna næsta vetur fær hver verðlaunahafi 2,5 milljónir sænskra króna, eða jafnvirði 16,5 milljóna islenzkra. Að sögn talsmanna Nóbels- stofnunarinnar er stefnt að því að árið 2001 verði verðlaunaféð orðið jafnt fyrstu verðiaunun- um að verðmæti. Nóbelsverð- launin voru veitt í fyrsta sinn árið 1901 og nam upphæðin þá 150 þúsund sænskra króna. Eignir Nóbels-stofnunarinn- ar eru metnar á 1,29 milljarði sænskra króna, eða 8,5 millj- arða íslenzkra. Nam verðmæta- aukningin 58% milli ára. Hreinn hagnaður stofnunarinnar nam 34 miljónum sænskra króna í fyrra, eða jafnvirði 218 milljóna íslenzkra króna. Nóbelsverðlaunin eru veitt árlega við hátíðlega athöfn í Osló og Stokkhólmi 10. des- ember. Tilkynnt er um hina útvöldu í október. Verðlaunin eru veitt fyrir afrek á sviði eðl- isfræði, efnafræði,' læknis- fræði, bókmennta, friðarmála og hagfræði. Verkföllin hófust í síðustu viku þegar sovéska æðstaráðið gerði það lýðum ljóst, að Nagorno-Karabakh, sem hefur tilheyrt Azerbajdzhan frá 1923, yrði ekki fært aftur undir Armeníu. í tvéimur blöðum, Trúd, málgagni verkalýðshreyfingarinn- ar, og Sovjetskaja Rossíja, voru fréttir 'um að fulltrúar flokksins hefðu reynt að telja verkfallsmönn- um hughvarf en það hefur ekki oft gerst, að sovésk blöð segi frá verk- föllum í landinu. Pravda, málgagn kommúnista- flokksins, skýrði frá því í gær, að útgöngubanni hefði nú verið aflétt í borginni Sumgajt í Azerbajdzhan en 28. febrúar sl. kom þar til mik- illa átaka, sem lauk ekki fyrr en 32 menn lágu í valnum, aðallega Armenar. Vikublaðið Moskvutíðindi birti í gær bréf frá Andrei Sakharov þar sem hann lætur í ljós mikla óánægju með afstöðu æðstaráðsins. Sagði hann, að vilji mikils meirihluta íbúa í Nagomo-Karabakh ætti að vega þyngst við lausn málsins og kvaðst vona, að æðstaráðið hefði ekki sagt sitt síðasta orð um það. Friðarviðræðum miðarfram Reuter Leiðtogar kontraskæruliða I Nicaragua og stjómarinnar í Managua sögðu í gær að viðræð- ur þeirra um framgang vopnahléssamkomulags- ins, sem náðist í síðustu viku, gengju vel. Hefði náðst samkomulag um mörk fimm vopnahlés- svæða af sjö. Fundum hefur verið frestað fram á þriðjudag vegna páskanna. Á myndinni em samningamenn stjórnarinnar í Managua að yfir- gefa fundarstað í bænum Sapoa á landamærum Nicaragua og Costa Rica. Frönsku forsetakosningarnar: Barre reynir að hleypa nýju lífi í kosningabaráttu sína RAYMOND Barre, 63 ára gamall hagfræðiprófessor og fyrrver- andi forsætisráðherra, var lengi talinn sigurstranglegastur hægrimanna í fyrri umferð frönsku forsetakosninganna. Síðustu tvö árin hefur hann haft nokkuð ömgga forystu í skoð- anakönnunum yfir helsta keppi- nauti sinum meðal hægri manna Jacques Chirac, forsætisráð- herra. Dæmið virðist nú hafa snúist við og Barre hefur að undanförnu þurft að sjá á eftir vemlegu fylgi yfir til Chirac. Samkvæmt skoðanakönnunum hefur fylgi hans dalað úr 25% i 16% á nokkram mánuðum. Hin „bandaríska" kosningabarátta forsætisráðherrans hefur verið mjög kraftmikil og Barre liggur nú undir nokkurri gagnrýni eigin fylgismanna um að hann geri sér ekki fyllilega grein fyrir mikil- vægi útvarps og sjónvarps í nútíma kosningabaráttu. Hann hefur því á undanförnum dögum reynt að hleypa nýju lífi í kosn- ingabaráttu sína. Barre og Chirac beijast um svip- að fylgi í kosningabaráttunni en sá þeirra sem nær betri árangri í fyrri umferð kosninganna 24. apríl næst- komandi mætir að öllum líkindum frambjóðanda sósíalista, Francois Mitterand, Frakklandsforseta, í síðari umferðinni 8. maí. Chirac og Barre hafa báðir lýst því yfir ao þeir muni styðja sigurvegarann í fyrri umferðinni í þeirri síðari. Kosningavél Chiracs Chirac hefur það fram fyrir Barre að á bak við hann stendur einhuga einn besta kosningavél Frakklands, flokkur nýgaullista, Rassemble- ment pour la République (RPR), sem er stærsti flokkurinn á hægri vængnum með 158 þingmenn. Þó Barre sé sjálfur óflokksbundinn er hann studdur af flokkabandalaginu Union pour la Démocratie Francaise (UDF) sem hefur 131 þingmann á franska þinginu og sex ráðherra af fjórtán í ríkisstjóm Chiracs. UDF er bandalag margra flokka og er sá stærsti Repúblikanaflokkurinn (PR)- Nýtt líf í kosningabaráttuna Barre reynir nú að hleypa nýju lífi í kosningabaráttu sína vegna þessarar gagmýni eigin stuðnings- manna. Hann hefur bætt nýjum mönnum í kosningalið sitt, m.a. reynslumiklum mönnum á borð við Jean Francois-Poncet, fyrrverandi utanríkisráðherra. Phillippe de Villi- ers, fyrrverandi aðstoðarmenning- armálaráðherra, hefur einnig verið fenginn í }ið Barre til þess að reyna að auka stuðning frambjóðandans meðal ungra kjósenda. Barre ætlar því að halda ótrauður áfram og segist ekki hafa miklar áhyggjur af minnkandi stuðningi í skoðana- könnunum. „Þetta heldur ekkert fyrir mér vöku,“ sagði hann á blaða- mannafundi fýrr í vikunni. Reuter Raymond Barre ásamt hinni ungversku eiginkonu sinni Eve Barre skömmu fyrir útsendingu á sjónvarpsstöðinni La cinq, eða fimmtu rásinni. Ágreiningnr innan UDF Forysta Repúblikanaflokksins er skipuð ungum fijálshyggjumönnum og eiga þeir oft meiri samleið með RPR flokki Chiracs en kristilegum mið-demókrötum í Demókrata- flokknum (CDS) sem mynda vinstri væng UDF. Stuðningur þeirra við Barre hefur því á stundum verið án mikilla tilþrifa. Grein í dagblað- inu Le Monde 18. mars sl., eftir Edouard Balladur, fjármálaráð- herra, þar sem lagt var til að hægri- flokkamir sameinuðust hefur líka vakið upp gamlar grunsemdir með- al miðjumanna í UDF um að repú- blikanaarmur flokksins sé að stíga í vænginn við Chirac. Tveir ráðherrar Repúblikana- flokksins, Gerard Longuet, fjar- skiptamálaráðherra, og Alain Mad- elin, iðnaðarráðherra, gagnrýndu fyrr í vikunni frambjóðanda sinn fyrir að skorta hörku. Madelin sagði meðal annars í viðtali við franska útvarpsstöð að Barre væra að beij- ast við rangan andstæðing þegar hann beindi spjótum sínum að ár- angri ríkisstjómar Chiracs. „Sá sem splundrar meirihlutanum getur átt von á ósigri," sagði Madelin. Eystrasalt: Ekkigrund- völlur fyr- ir meiri þorskveiði Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. DANSKIR fiskifræðingar telja, að þorskstofninn í Eystrasalti þoli ekki aukna veiði á komandi áram. Hafrannsóknaskipið Dana er nýkomið úr árlegum Eystra- saltsleiðangri. Ole Bagge, odd- viti fiskifræðinganna, segir í við- tali við Ritzau-fréttastofuna, að árgangamir frá 1986 og 87 séu litlir, en árgangurinn frá 85 að- eins stærri. Það merkir, að í heild er þorskstofninn í Eystra- salti svipaður og hann var um miðjan áttunda áratuginn. Með tilliti til þessa telur Ole Bagge af og frá, að fiskifræðing- ar mæli með þv(, að þorskveiði verði aukin á næsta ári. „Það er ekki líffræðilegur grundvöllur fyrir aukningu veiðanna," segir hann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.