Morgunblaðið - 27.04.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.04.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1988 Markaðsskráning á gengi og umbætur í peningamálum Nýskipan gjaldeyris mála eftir Vilhjálm Egilsson Nauðsynlegt er að færa gengis- skráninguna frá Seðlabanka ís- lands til þeirra bankastofnunar sem e.t.v. annarra aðila sem versla með erlendan gjaldeyri. Á sama tíma verður að takmarka erlendar lán- tökur með beinni eða óbeinni ríkis- ábyrgð stórlega þannig að ekki sé haldið uppi falskri eyðslugetu með þeim hætti. Markaðsskráning á gengi Hlutverk Seðlabankans ætti fyrst og fremst að vera að hafa stjóm á peningamagni í umferð með kaup- um og sölu á ríkisskuldabréfum og ríkisvíxlum. Leggja ætti niður bindiskyldu á innlánsstofnanir og ekki ættr að nota almennar við- skiptalegar kröfur til bankastofn- ana sem hagstjómartæki. Skipta ætti á kröfum á ríkissjóð á móti þeim kröfum sem innlánsstofnanir eiga nú á Seðlabankann. Ennfrem- ur ætti Seðlabankinn að þjóna sem millibankamarkaður í bankakerf- inu. Verslun með erlendan gjaldeyri ætti ekki að vera háð takmörkunum og engin bönd ættu að vera á gjald- eyrisskilum eða á gjaldeyrisnotkun útflytjenda sem tengjast starfsemi þeirra á erlendri gmnd. Gengis- skráningin sjálf ætti að vera í hönd- um þeirra aðila sem versla með gjaldeyri sem geta verið viðskipta- bankar, sparisjóðir, fjárfestingar- lánasjóðir eða hver sem er. Gengis- skráningin ætti að vera þannig að verð á erlendum gjaldeyri gæti hreyfst upp og niður eftir markaðs- aðstæðum. Opinberar fjármála- stofnanir verði hlutafélög Erlendar lántökur með beinni og óbeinni ríkisábyrgð verður að tak- marka. Sé það gert koma af sjálfu sér bönd á lántökur einkaaðila á eigin ábyrgð. Meginatriðið er að saman fari frelsi og ábyrgð á eigin gerðum. Ennfremur verður að hindra að unnt sé að gefa ríkis- ábyrgðir út sjálfkrafa af opinberum sjóðum eða ríkisbönkum. Líklega er nauðsjmlegt að gera ríkisbank- ana að hlutafélögum og takmarka ábyrgð ríkisins á skuldbindingum þeirra með þeim hætti. Það sama þarf í raun að gera við fjárfesting- arlánasjóðina. Æskilegt væri í framhaldinu að þessar stofnanir færðust úr ríkiseign enda sífellt flaggað við erlenda lánadrottna að ríkið standi á bak við þær og beri a.m.k. siðferðilega ef ekki lagalega ábyrgð á gerðum þeirra. Raunverulegur gjald- eyrismarkaður í raun myndi fijáls gengisskrán ing ganga þannig fyrir sig að hver viðskiptabanki hefði sinn eigin gjaldeyrisvarasjóð til þess að jafna út daglegar sveiflur á gengisskrán- ingunni, en breytingar á genginu færu eftir mati á því hvemig horfði með innstreymi og útstreymi af gjaldeyri. Væntanlega yrði stærsti bankinn að mestu ráðandi um hina daglegu gengisskráninu og í tengsl- um við hann mætti vænta þess að upp kæmi raunverulegur gjaldeyris- markaður. Eina raunverulega hættan sam- fara markaðsskráningu á gengi og frelsi í gjaldeyrisviðskiptum tengist opinberum aðilum. Ef opinberir að- ilar, þ.e.a.s. ríkið, ríkisstofnanir, opinberir sjóðir og ríkisbankar hafa hemil á sláttugleðinni og ábyrgða- veitingum verður frelsi í þessum málum til góðs. Með frelsi í gjaldeyrisviðskiptum er erlendum aðilum heimilt að koma með ijármagn til landsins og lána ríkinu í íslenskum krónum. Halli á ríkisrekstrinum mun því hafa áhrif á gengisskráninguna. Stærsti hluti millirílqavið- skipta með fljótandi gengi Oft heyrist í umræðum um gjald- eyrismál íjallað um að einungis fáar þjóðir búi við markaðsskráningu á gengi. En þær þjóðir sem búa við slíkt form á gengisskráningu eru þó stærstu viðskiptaheildimar í heiminum, þ.e.a.s. Bandaríkin, Jap- an, Bretland og svo eru þjóðimar í EMS-kerfinu með fljótandi gengi gagnvart umheiminum. Af þeim þjóðum sem eru með sitt gengi bundið eða tengt ákveðnum gjald- miðlum eru svo ýmsar sem nota slíka tengingu til þess að koma í veg fyrir hækkun viðkomandi gjald- miðla. í þeim hópi era t.d. nýiðn- væddu þjóðir Asíu. Hjá mjög mörg- um þjóðum sem búa við stjóm- valdsákvarðaða gengisskráningu era allskyns sigformúlur í gangi, sums staðar er gjaldeyrisskömmtun og svartamarkaðsbrask við lýði og enn annars staðar er stjómlyndið alls ráðandi. En hvemig sem gengi er form- lega ákveðið hefur engri þjóð tekist að halda gengi uppi með handafli nema um mjög takmarkað skeið. Gengi gjaldmiðla í heiminum hefur í tímans rás breyst eftir efnahags- legum forsendum sama hversu ákaft einhveijar ríkisstjómir hafa þverskallast við staðreyndum. Litlir en með gífurlega aðlögunarhæf ni Meginspumingin sem við þurfum að svara þegar við skoðum okkar mál í alþjóðlegu samhengi er hvort íslenska efnahagsheildin sé svo lítil að hún beri ekki sjálfstæða mynt. Þeirri spurningu vil ég svara þann- ig að hvergi hefur tekist að sýna fram á það að smæð eða stærð markaðar skipti máli um það hvort verðmyndun á honum eigi að vera fijáls og ráðast af markaðsaðstæð- um eða hvort stjómvöld eigi að skrá verðið. Ég vil líka halda því fram að ekki skipti máli fyrir hagvöxt eða lífskjör hvort að efnahagsheild er stór eða lítil. Það sem skiptir mestu máli er að viðskipti séu sem greið- ust og að hver efnahagsheild hafí sem besta möguleika til sérhæfíng- ar og aðlögunar. Það getur jafnvel verið betra að vera Iítill alveg eins og lítil fyrirtæki geta hentað betur á sumum sviðum en öðram. Jafnvel Vilhjálmur Egilsson „Jafnvel má halda því fram að lífskjörin á ís- landi séu svo góð sem raun ber vitni einmitt vegna þess að landið er lítið og sjálfstæð efna- hagsleg eining með gífurlega aðlögunar- hæfni. Allt tal um að leggja niður krónuna eða geimegla hana fasta við ECU, Banda- ríkjadollara eða eitt- hvað annað er þvi nán- ast fráleitt.“ má halda því fram að lífskjörin á íslandi séu svo góð sem raun ber vitni einmitt vegna þess að landið er lítið og sjálfstæð efnahagsleg eining með gífurlega aðlögunar- Bjarni Ölafsson skrifar frá Holstebro, Danmörku Menntun kennara í valgreinum Ég er sannfærður um að vald uppeldis- og sálfræðinga hefur verið of mikill þáttur í mótun kennaramenntunar undanfarin ár. Fyrri hluti Alltaf er verið að skamma bless- aðan „löggjafann" og ráðherramir fá sinn skammt af hnútukasti. Ekki er það furða að við ónotumst við þetta fólk. Fólk sem er önnum kaf- ið við að stjóma okkur, láta okkur líða vel og hugsa fyrir okkur. Þar við bætist að öll umhyggjan kostar ærið fé og aukast þá áhyggjur þeirra við að finna nýjar leiðir til að ná inn sköttum, því að ekki vex krónan okkar að verðgildi. Við vor- um fljót að ná aftur í þessi tvö núil sem tekin vora af þúsund krón- unum svo að þær urðu bara tíu krónur. Nú era þær svo sannarleg- ar orðnar þúsund krónur aftur! Og alltaf tekst einhveijum að græða mikið. Mér fínnst að lagasmiðir okkar ættu stundum að sýna meiri hag- leik við smíðar. Þegar verið er að smíða ný lög er eins og illa liggi í viðnum og full mikið sé af kvistum, til þess að smiðimir í þeirri smiðju ráði við verkefnið. Oft á tíðum fara þeir líka í smiðju til annarra, svo sem góðra verkmanna er siður. Það reynist stundum afbragðsvel, en stundum miður, eins og gengur. Síðastliðið haust var allmikið ritað og rætt um nýleg lög um réttindi kennara, starfsheitið og hvaða próf-, um þeir skuli ljúka til að mega bera starfsheitið kennari. Lögin komu illa niður á fram- haldskólum og ýmsum æðri skólum. Um sinn leit út fyrir að þama væri komin rótarhnyðja í skólakerfí okk- ar, sem valdið gæti stöðvun margra bráðnauðsynlegra framhaldsskóla okkar. Skóla, sem fram að þessum nýju lögum höfðu verið til sóma í skólakerfí landsins, skipaðir af- bragsgóðum kennurum, sem nú voru ekki kennarar lengur. Einu Bjarni Ólafsson „Ég- er sannfærður um að vald uppeldis- og sálfræðinga hefur ver- ið of mikill þáttur í mótun kennaramennt- unar á undanförnum árum. Svo ég noti líkingamálið aftur, þá hafa þeir ekki kunnað að beita öxum, sögum éða heflum af nægjan- legri leikni. Lögin og reglugerðimar era að mestu unnin af fræði- mönnum þessara greina. sinni var talið að góður kennari þjrrfti að kunna vel þær greinar sem hann kenndi. Nú er áhersla lögð á önnur atriði og sýnist sitt hveijum um hvemig áhersluatriðum er rað- að. Þar eð nú hafa verið til umræðu á Alþingi lög um kennaramenntun og Kennaraháskólann vil ég leggja orð í belg. Mér er efst í huga mennt- un list- og verkgreina kennara, sem ætla til starfa við skóla skyldu- námsins, bama- og unglingaskóla og suma framhaldsskóla. List og verkgreinar kallast: Handavinna, smíðar, myndgerð, vefnaður, hús- stjóm, tónmennt og íþróttir. Jón Pálsson, rektor Kennarahá- skóla íslands, hefur varla haldið svo ræðu við skólann, að hann hafi ekki lagt áherslu á mikilvægi þess að efla þurfí hlut list- og verkgreina í kennaranáminu. Orð eru til alls fyrst, en hugur þarf að fylgja máli, svo og framkvæmd. Smíðakennarar nema grein sína við Kennaraháskóla íslands, Af því að sú grein er mín grein kýs ég að taka hana sem dæmi og fjalla mest um hana. Um fímmtíu ár era liðin síðan Lúðvíg Guðmundsson stofnsetti Handíða- og myndlistaskólann. Við þann skóla var deild fyrir smíða- kennara. Var megináhersla lögð á að kenna ýmsar verkgreinar, sem nauðsjmlegar þóttu til verkkennslu í bamaskólum. Kennaraefnin komu allvel undirbúin inn í skólann. Höfðu flestir lært töluvert að smíða. Þetta var upphaf sérmenntunar smíða- kennara hér á landi. Við þennan skóla hlutu mjmdlistarkennarar og vefnaðarkennarar einnig menntun sína og síðar handavinnukennarar. Hver nemandi sótti þá ekki færri en 1536 stundir í verklegu námi og átti þess kost að auka við stunda- fjöldann. Síðar þegar Kennaraskóli Islands hafði tekið að sér að mennta kennara í sérgreinum, handavinnu og smíðum, var kennslustundum í verkgreinum fækkaði um einn fjórða og taldist þá vera 45 eining- ar í stað 60 áður. Fyrir níu áram minnkaði svo hlutur verknámsins enn, úr 45 einingum í 30. Um leið hefur sú þróun orðið að undirbún- ingsþekking og kunnátta kennara- nema er sáralítil í valgreinunum. Þeir eiga engan kost á að afla sér slíkrar menntunar til undirbúnings. Kennaraháskóli íslands hefur reynt að bæta úr þeirri vöntun með því að koma á undirbúningsdeildum í sumum valgreinum. Þar fá kenn- araefni 12 kennslustundir í 22 vikur í viðkomandi valgrein. Áríðandi er að kennuram, sem kjósa einhveija af hinum stóra valgreinum list- og verkgreina, verði veitt kennsla heil- an vetur í valgreininni, til viðbótar því sem nú er. Síðastliðið haust tók til starfa valgrein fyrir mynlistarkennara við Kennaraháskólann. En mýndlistar- fólk hafði lengi staðið gegn því að slík deild væri stofnuð við Kennara- háskólann. Ástæða þeirrar and- stöðu var fyrst og fremst sá naumi stundaijöldi sem handlistirnar hafa. Þar hefur verið skorið niður um helming, kennslumagn í valgrein- unum, og er óefnilegt. Auk þess eru stúdentar almennt afar lítið menntaðir í list- og verkgreinum. Ég er sannfærður um að vald uppeldis- og sálfræðinga hefur ver- ið of mikill þáttur í mótun kennara- menntunar á undanfömum áram. Svo ég noti líkingamálið aftur, þá hafa þeir ekki kunnað að beita öx- um, sögum eða heflum af nægjan- legri leikni. Lögin og reglugerðimar eru að mestu unnin af fræðimönn- um þessara greina. Með þessum orðum er ég ekki að kasta rýrð á þessa stétt, heldur að benda á að lagasmiðir hafa treyst um of á þekkingu og hagleik þeirra til að smíða svo einhliða lög og reglur. Ég útskýri þetta álit mitt með

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.