Morgunblaðið - 27.04.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 27.04.1988, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MEÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1988 töm FOLX ■ BRYNJAR Kvaran, sem þjálfaði og lék með KA frá Akur- eyri í vetur, hefur ákveðið að þjálfa Hauka í 2. deild íslandsmótsins í handknattleik næsta vetur. ■ LANDSLWIÐ hefur bæki- stöðvar í smábænum Zeddam, sem er fyrir austan Amhem. „Hér er rólegt og fagurt. Allar aðstæður til æfínga mjög góðar," sagði Sigi Held, landsliðsþjálfari, þegar Morg- unblaðið heimsótti landsiiðshópinn í gær. Leikurinn gegn Hollandi fer fram í Doectinchem, sem er stutt frá Zeddam. Það er reiknað með að aðeins um 1.000 áhorfendur sjái leikinn, sem fer fram á keppnisvelli 2. deildarliðsins Graafschap. Völl- urinn, sem er góður, að sögn Guð- mundar Steinssonar, tekur 12 þús. áhorfendur þéttsetinn. Áhug- inn fyrir landsleiknum er því ekki mikill. ■ ENSKI maraþonhlauparinn David Long hefur mótmælt vali bresku ólympíunefndarinnar á keppendum i maraþonhlaupi. Long var 3. Bretinn sem kom í mark í London-maraþonhlaupinu og hefði því átt að vera valinn sjálf- krafa í lið Breta fyrir leikana í Seoul. En f hans stað var Charlie Spedding valinn, en hann hafnaði í 8. sæti af Bretunum sem kepptu í hlaupinu. „Ég er búinn að fá nóg af þessu. Ég var á undan Spedding og það er ekki nokkur leið til að réttlæta þetta val,“ sagði Long. ■ ÁSKORENDAMOTIÐ í sundi sem fram átti að fara í lok maí hefur verið frestað til haust- sins. Mót þetta fór fram f fyrsta sinn á síðasta ári og þótti takast vel. Þá skoruðu Vestfirðingar á Reykjavík og landið, en nú á að breyta þessu og verður keppnin milli Ungmennafélaganna og ÍSÍ og verða fjórir keppendur frá hveij- um aðiia í hverri grein. ■ SOVÉTMENN hafa fengið mikinn áhuga á hafnabolta undan- farin ár og nú ætla þeir að byggja fyrsta völlinn sem nota á fyrir hafnaboltaleiki og fengu Japana til að teikna hann. Það var háskólinn við Tokai sem sá um að teikna völlinn. Þessi völlur á að rísa á Lenin-hæðum sem eru í úthverfí Moskvu og mun rúma 2.000 áhorf- endur. ■ JÓHANN Björgvinsson hef- ur verið lqörmn formaður fijálsí- þróttadeildar ÍR. Hafði hann hlut- verkaskipti við fráfarandi formann, Sigurð Erlingsson, sem verður varaformaður._ Aðrir stjómarmenn em Oddný Arnadóttir, Heimir Svavarsson og Ágúst Björnsson. í varastjóm em Jónas Egilsson og Bryndis Hólm. É JÓNAS Egilsson hefur veríð lqorinn formaður Fijálsíþróttar- áðs Reykjavíkur (FIRR). Reynt verður að endurreisa ráðið og til þess verks hafa valist með Jónasi þau Geirlaug Geirlaugsdóttir, Einar Þ. Einarsson, Oddný Árna- dóttir og Gunnar Páll Jóakims- son. É BLACKBURN og Swindon gerðu markalaust jafntefli í ensku 2. deildarkeppninni í fyrra kvöld. É ALAIN Giresse, franski landsliðsmaðurinn í knattspymu, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir þetta keppnistímabil. Giresse er 35 ára og hefur tvíveg- is leikið í úrslitum heimsmeistara- keppninnar fyrir Frakka. Hann leikur nú með Marseille í frönsku 1. deildinni, en lék áður með Borde- aux. É HALLDÓR Pálsson, fyrrum markvörður KR, hefur gengið til liðs við Gróttu. Halldór lék með Þrótti Neskaupstað síðustu tvö keppnistímabil, en æfði ekki með liðinu heldur flaug í leiki og er orð- inn þreyttur á fluginu austur. Hávörn Einar Falur Ingólfsson, ljósmyndari Morgunblaðsins, sigraði ( keppni um körfuboltamynd ársins sem Körfuknattleikssambands íslands stóð fyrir. Einar hlaut helgarferð til London fyrir tvo, f verðlaun. Verðlaunamyndin, hér að ofan, sýnir hávöm eins og hún gerist best. Það er Valur Ingimundarson, UMFN, sem „blokkerar" skot Leifs Harðarsonar, Val, í leik liðanna að Hlíðarenda í úrslitakeppninni. FRJÁLSARÍÞRÓTTIR „Helga er til alls líkleg“ „HELGA er í talsvert betri œf- ingu en í fyrra og hún er til alls líkleg,“ sagöi Þorvaldur Þórsson, íslandsmethafi í 110 og 400 metra gríndahlaupi, í samtali við Morgunblaðið, en hann hefur fylgst með œfingum og keppni Helgu Halldórsdótt- ur, KR, í San Jose í Kaliforníu. Helga hefur keppt tvisvar upp á síðkastið og náð góðum ár- angri. Hún hljóp á 13,92 sek. í 100 metra grindahlaupi og 58,63 sek. í 400 metra grind á móti í Fresnó í Kalifomíu um síðustu helgi. Helg- ina áður náði hún 13,91 og 58,30 sekúndum í sömu greinum á móti í San Jose. „Helga vann yfirburðasigur og hljóp án nokkurrar keppni í lengri hlaupunum en varð önnur í 100 metmm á báðum mótum. Hún æfír mikið og er mjög sterk. Hún hvíldi sig ekkert fyrir mótin og æfði meir að segja að morgni seinna móts- ins,“ sagði Þorvaldur. Að sögn Þorvalds hyggst Helga draga úr æfíngum seinni partinn í maí og keppa þá á stórmótum í Bandaríkjunum. „Ég býst við að hún stórbæti íslandsmetin, einkum í lengra hlaupinu," sagði hann. Helga er stutt frá ólympíulágmark- inu í 400 metra grindhlaupi, en það er 57,90 sekúndur. Hún hljóp marg- sinnis undir lágmarkinu ( fyrra, náði bezt 57,53 sek. er hún vrða í sjötta sæti í úrslitahlaupinu á Heimsmeistaramóti stúdenta í Júgóslavíu. Helga Halldórsdóttlr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.