Morgunblaðið - 19.05.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.05.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1988 Opið bréf til Einars Bjömssonar í Mýnesi - í tilefni 75 ára afmælis hans Einhvers staðar hef ég lesið að innri rómi sé orða vant er mikil- mennum er lýst, — en mig grunar í upphafi að þetta verði afar stutt afmæliskveðja til þín, Einar minn,. — þú ert svo fjandi stórkostlegur að jafnvel mestu listmálarar gætu ekki fundið réttan lit, eða tónskáld réttan hljóm til að lýsa þér. — Hvemig dettur þá svona teknokrata það viðfangsefni í hug? — Ég get ekki svarað þessari spumingu öðruvísi en svo að mér er einhvem veginn svo mikið niðri fyrir og ég á þér mikið að launa fyrir ógleym- anlegar stundir að ég get ekki orða bundist, þótt erfitt sé að finna þau. Ég man eftir því að vinur okkar, Sveinn á Egilsstöðum, sagði mér einu sinni, að hefðirðu farið á þing, þá hefðirðu orðið ráðherra um leið. Hafi ég efast þá, að ráðherrafrakki hefði passað þér, geri ég það ekki meir, ég efast bara að nokkur þeirra hafí verið nógu stór fyrir þig. Mikið er íslensk þjóð rík að hafa átt og eiga bændamenningu sem fóstrar syni og dætur sem em í beinu sambandi við íslenska mold, og drekka í sig með móðurmjólk- inni þjóðlegan fróðleik og þekkingu á menniningararfi liðinna kynslóða, um leið og þroskuð er félagsleg vitund og félagsleg samhjálp. Þú ert einn þeirra, Einar minn, sem fékkst stóran skammt af öllu þessu og kannski of mikið af ein- stökum þáttum, því oftar en ekki er félagslegt framtak illa launað, og misjafnlega metið. Nú ert þú orðinn 75 ára og fyrir löngu löggilt gamalmenni, engu að síður ert þú enn að, á fullum dampi, við að reyna að koma vitinu fyrir þingmenn og aðra ráðamenn þjóðarinnar hvað varðar utanríkis- mál, landbúnaðarmál, sjávarút- vegsmál, já og Guð má vita hvað. Eg hef oft spurt sjálfan mig hvaðan allur þessi fídonskraftur kemur sem þér hefur áskotnast, — oft hefur verið sagt, sennilega eftir þér, að kraftur og atorka Sverris Hermannssonar sé frá hvalspiki og lýsi sem hann var alinn á við ísa- flarðardjúpið, en hvað var það eigin- lega sem þú fékkst í Eiðaþing- hánni? Ég held svosem að ég viti svarið, — það er líklega meira virði að andlegt uppfóstur sé framreitt ríkulega þótt líkaminn þurfí sitt, því lengi getur skrokkurinn gengið til leiksins, ef upplyfting andans er til æðra plans, — það er að minnsta kosti sagt að menn þurfí að vera verulega svangir til að geta skrifað sæmilega læsilega bók. Fyrir okkur hina, þessa meðal- menn, fínnst varla á Héraði, — já og þó víðar væri leitað, fegurri yfír- sýn yfír sköpunarverk skapara náttúrunnar en frá holtinu ofan Mýness. Langt í suðvestri rís tígu- legt Snæfellið, í austrí hin fögru Austíjarðafjöll, í vestri Smjörfjöllin, já og í norðri er opin víðátta út á hafíð, bláa hafíð, en mitt í allri þessari dýr liggur Lögurinn sem Lagarfljótið líður lyngt fram úr á leið sinni til að hitta vinkonu sina Jöklu norður í Hérðassöndunum. Allt þetta sjáum við frá Mýnes- ásnum, en það nægði þér ekki, þú sást þaðan allan heiminn. Stundum var þó eins og þú hefð- ir skinskjól við vanga og horfðir meir til austurs en vesturs, — þang- að sem bolsamir voru að skapa þjóðfélag stýrt af alræði öreiganna að fyrirsögn Marx, undir leiðsögn Lenins, — og síðarmeir, á þinum vitundartíma, undir framkvæmda- stjóm Stalíns, — þér til mikillar gremju síðar meir eins og mörgum öðrum stórmennum af þinni stærð. Litla kommaklíkan í Eiðaþinghá hefur sennilega verið stórveldi. Gaman væri ef félagi Ámi.Halldórs- son stórskribent skrifaði heimildar- sögu um þennan merka félagskap og þátt sr. Gunnars Ben. í komma- trúboði þama í sveit þinni. Það er svo undarlegt, Einar, að margir halda að 68 kynslóðin sé eitthvað sérstök og gleymir því gjaman að kynslóðimar á undan vom að sjálfsögðu að leita leiða að þúsundáraríki fullnægðar og rétt- lætis með miklu meiri erfíðleikum og fómum en nútímafólk oftast gerir sér grein fyrir. Þetta sama var kommaklíkan í Eiðaþinghá að gera, eins og flestar aðrar komma- klíkur um heim allan, en það sem brást var að trúnaður fólksins var fótum troðinn af fomstuliði sem komst til valda með hjálp nytsamra sakleysingja og grimmdarverka, alræði öreiganna varð að blóðugu eim-æði. En eins og fyrir tijágróðurinn sem vex best þín megin Lagar- fljóts, í skjóli austuríjallanna og í geislum vestur-sólarinnar, unnu vesturgeislamir á kuldahrolli þínum vegna pínsla öreiganna í Rússíá af völdum félaga Stalíns. Eitthvað mun Lúðvík Jósepsson hafa ýtt við þér, það er nú önnur saga, — þótt ljóst sé að það væri nærri útilokað Eyrarbakkavegur: HJÁ Vegagerð ríkisins hafa að undanförnu verið opnuð tilboð í fjölda vega fyrir sumarið. Eitt stærsta og eftirsóttasta verkið er lagning Eyrarbakkavegar frá Hraunskeiði að Þorlákshafnar- vegi. Lægsta tilboðið var frá Sveinbirni Runólfssyni hf., 9,9 miRjónir kr., sem er 71,6% af kostnaðaráætlun, en hún hljóðaði upp á 13,8 miiyónir. Umræddur vegur er 4,5 km að lengd og á að ljúka við verkið fyrir 1. ágúst. Aðeins tvö gild tilboð bámst í lagningu 3,2 km vegar f Súganda- firði. Lægra tilboðið var 11,9 millj- ónir, sem er 5,7% yfir áætlun Vega- gerðarinnar, en hún var 11,3 millj- ónir kr. Þrjú fyrirtæki börðust um klæð- ingar í Reykjanesumdæmi f sumar og önnur þijú um malbikun. Loft- að þið gætuð, tvö slík andans stór- menni, verið til friðs saman á einum framboðslista. Síðan hefur þú verið einn af ötul- ustu Jtalsmönnum vesturvaldsips hér á íslandi og krafíst þess að ís- lendingar stæðu þétt með Ameríku- mönnum í að veijast allri vá og voða úr austurátt. í ótalmörgum blaðagreinum hefur þú verið óþreytandi í að benda okkur, sinnu- lausum almenningi, á að hér á landi dygði engin Skandinaviuismi. Otalmargir hér á landi hafa fylgst með, en ég er líka sannfærð- ur um að þú átt marga lesendur í Kreml og Pentagon. En samhliða öllum þessum al- heimsverkjum hefur þú verið ötull talsmaður samvinnu og félaglegs framtaks bænda á Héraði, hugsaðir og gerðir stórt í þeim efnum. Mig grunar jafnvel að þú hafír oftar kosið Framsókn en góðu hófí gegndi, — en það er mér ekki undr- unarefni fremur en annað í þínu fari. Mat þitt markast nefnilega ævin- lega af því, með hvaða hætti lóð þitt vegur uppá móti sundrung, fé- Einar Björnsson lagslegri upplausn og hættu- ástandi. Þú ert nefnilega íhaldssam- ari en jafnvel sjálfum þér geðjast að, en hvemig má heldur annað vera með mann sem hefur dmkkið í sig heimsbókmenntimar jafnt með sögu íslenskrar þjóðar, og orðið uppfullur af hrifningu af alls konar „ismurn", — slíkir fyllast jafnan innst inni ótta við allar afleiðingar byltinga, samanber Alþýðubanda- lagið í stjómaraðstöðu og vamar- málin. En Framsókn hefur líka ver- ið svo mögnuð að hafa upp á mönn- um eins og Halldóri Ásgrímssyni yngra og þar með gert þér erfítt fyrir að fara framhjá B á atkvæða- seðjinum. Ég hef verið með þér, Einar, bæði í sorg og gleði, þá hef ég skynjað hve djúpt mannlegt innsæi þér er gefíð og hve sönn þfn yfírsýn er sem mannþekkjari. Það er sem þú skynjir það fiókna sköpunarverk manninn, af meiri næmni en ég hef áður kynnst. En ólfkt Friðrik mikla sem elsk- aði hundinn sinn meira eftir því sem hann kynntist mönnunum betur ert þú mannelskur og berð virðingu fyrir mönnum eins og þeir eru, sér- staklega þeim sem hugsa í öðrum sviðum og plönum en fólkið flest. Undir oft hijúfu yfirbragði þínu, skörpu andlitsfalli og hreinu ótta- lausu augnaráði býr hugur og hjarta réttlætis og mannelsku, ásamt óþijótandi orku til að leggja þitt af mörkum til að tína steina af götu íslenskrar þjóðar á vegferð hennar í samfélagi þjóða og bættu innra þjóðfélagi. Nú hefur þú, Einar Björnsson í Mýnesi, fyllt þrjá fjórðu aldar á vegferð þinni. A þeim tíma hefur margt breyst í íslensku þjóðfélagi, flest til betri vegar — þó er enn mikið haf á milli skútu og strandar. Þú hefur verið einn þeirra sem hefur blásið í seglin í langan tíma, — oft svo um munaði. Hefðir þú verið við stýrið er ég sannfærður um að þú hefðir beitt seglum á þann hátt að enn lengra væri náð. Engan veginn er starfí þínu lok- ið, mundu það, í Kfna værir þú rétt orðinn hæfur til að sitja við fokkuna á þjóðarskútunni. Eg kveð þig nú vinur og óska þér alls hins besta, en vona að þú látir með krafti skvettast af báru enn um sinn. Með innilegum en síðbúnum hamingjuóskum og kveðjum. Erling G. Jónasson 73 íslenskar konur fagna afmæli forseta íslands Sveinbjörn Runólfsson hf. með lægsta tilboðið orka bauð lægst í malbikun 200 þúsund fermetra, 23,8 milljónir, sem er 90,7% af kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar. Klæðning hf. átti lægasta tilboðið í 70 þúsund fer- metra klæðingar, 18,5 milljónir, sem er 88,2% af áætlun. Fimm verktakar buðu í lagningu 2,3 km á Hólmavíkurvegi (Stiku- háls). Lægst var tilboð Hattar sf, 6,5 milljónir kr., sem er 74,7% af kostnaðaráætlun. Vélar og kraftur hf átti lægsta tilboðið f 2,6 km á Vesturlandsvegi um Bjarteyjarsand í Hvalfirði. Tilboð fyrirtækisins var tæpar 3 milljónir kr., sem er 74,8% af kostnaðaráætlun. Þá hafa einnig verið opnuð tilboð í efnisvinnslu á Vesturlandi. Tak hf. í Búðardal átti lægsta tilboðið, 10,8 milljónir, sem er 13,7% yfír markaðsspá Vegagerðarinnar. Washington, fri Sigurborgu Ragnars-dóttur. Sá óvenjulegi atburður átti sér stað 15. apríl sfðastliðinn að 73 íslenskar konur voru samankomnar í sendiráði íslands í Washington til að fagna afmæli forseta Islands, Vigdísar Finnbogadóttur. Frú Hólmfríður G. Jónsdóttir, sendi- herrafrú íslands í Bandaríkjunum, hafði boðið öllum fslenskum konum búsettum í Washington DC og ná- grenni til hádegisverðar. Þegar prúðbúnar konur mættu við sendiráðið blakti íslenski fáninn við hún. Það var þjóðlegt utan og innan dyra. Sendiherrafrúin skart- aði íslenskum handpijónuðum ullar- kjól, þar sem hún stóð og tók á móti gestum. Safnast var saman á neðri hæð sendiráðsins, þar sem greið leið var að útisundlaug bústaðarins. Þrátt fyrir sólskin í lofti og hjörtum kvennanna stakk sér engin til sunds, enda vart tími til þess, þar sem um nóg var að ræða á meðan sopið var á gómsætu kampavíns- punsi. Þama hittust margar kon- umar í fyrsta sinn, sumar eftir langa búsetu á Washington-svæð- inu og aðrar eftir mun skemmri dvöl. Þrátt fyrir að boðsgestir tak- mörkuðust við höfuðborgarsvæðið töldu tvær vinkonur sendiherrafrú- arinnar frá hennar fyrri árum hér í Washington ekki eftir sér að fljúga frá Arizona og Wisconsin til að fagna á þessum degi. Meðan á §ör- ugum samræðum stóð gekk ein kvennanna með hatt fullan af mið- um og bauð gestum að draga sér miða. Á miðunum voru nöfnin ís- land, Hrísey, Flatey, ásamt fleiri eyjanöfrum við strendur íslands. Skyndilega heyrðist klingja í glasi úti við sundlaugarbarm. Sendiherrafrúin bað alla viðstadda að lyfta glasi fyrir forseta íslands og síðan var hrópað ferfalt húrra. Að þessu loknu var gestum boðið að ganga til stofu. Þar hafði hring- borðum verið haganlega komið fyr- ir. Ifyrir miðju blasti við borð ræki- lega merkt Island og skreytt brúðu f fslenskum búningi eins og reyndar önnur borð eða aðrar eyjar allt f kring. Mikil vinna hafði augsýnilega verið lögð í að flytja öll húsgögn úr stofu, þannig að hringborðum yrði komið fyrir á sem haganlegast- an hátt. Frá borði merkt ísland. Sendiherrafrúin lengst til vinstri. Sigrún Tryggvadóttir Rockmaker flytur frumsamda drápu. Hádegisverðurinn var þjóðlegur eins og annað þennan dag, íslensk- ar fískafurðir framreiddar á ýmsa vegu að hætti Gísla Vilhjálmssonar, matreiðslumanns sendiráðsins. Það skapaði skemmtilegt and- rúmsloft að konumar drógu miða til að fínna sína eyju, andstætt við það sem oft vill verða að þeir sem þekkjast hrúgast saman. Undir borðum flutti Sigrún Tryggvadóttir Rockmaker, fslenskukennari við „Foreign Service Institute" (sem er skóli rekinn af bandaríska Utanrík- isráðuneytinu), frumsamda drápu í tilefni dagsins og var ákaft fagnað. Boðið endaði jafn hressilega og það byijaði. Konumar fóm að dæmi sendiherrafrúarinnar og rem á milli eyjanna og mátti víða heyra glað- værar samræður, Seint verður sagt um kvenþjóðina að hún sé orðfá. Hádegisverðarboð Hólmfríðar G. Jónsdóttur sendiherrafrúar er merkis framtak og vom allir sam- mála að því loknu, að hér væri um einstakan atburð að ræða, þar sem öllum er gert jaftit undir höfði, jafnt háum sem lágum. Það var þvf ekki að undra þótt brúnin lyftist á margri fslenskri konunni er fréttist að reynt yrði að gera afmælisdag forseta íslands að nokkurs konar degi fslenskra kvenna f höfuðborg Bandarfkjanna, með því að halda hann hátfðlegan á svipaðan hátt aftur. Við emm allar famar að hlakka til 15. apríl 1989!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.