Morgunblaðið - 19.05.1988, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.05.1988, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1988 Ætluðu að myrða Jackson St. Louis, Reuter. UNG hjón, sem eru í samtökum sem vilja takmarka réttindi blökkumanna, hafa verið ákærð fyrir samsæri gegn Jesse Jack- son öðru forsetaframbjóðenda- efni Demókrataflokksins. Hjónin sem eru frá Washington í Misso- uri-ríki, voru ákærð i St. Louis fyrir að ógna manni og fyrir að hafa í fórum sinum skotvopn án leyfís. Hjónin voru handtekin á föstudag í síðustu viku en málinu var haldið leyndu þar til í gær meðan yfirvöld rannsökuðu það nánar. Starfsmað- ur leyniþjónustunnar bar fyrir rétti að leyniþjónustan hefði hljóðritað samtal karlsins við óþekktan mann þar sem hann sagði að samtökin „Sáttmálinn, sverðið og hersveitir Guðs“ ætluðu að myrða Jesse Jack- son á þjóðhátíðardegi Banda- ríkjanna 4. júlí. Einnig fann leyni- þjónustan riffíl sem var í eigu hjón- anna. Leyniþjónustan, sem ber ábyrgð á öryggi frambjóðendanna, rann- sakar nú hvort einhveijir aðrir eru viðriðnir samsærið. Jesse Jackson sagði á þriðjudag að þetta mál hefði engin áhrif á áframhald kosninga- baráttu hans. Jesse Jackson á fundi með fötluðum í Los Angeles. Reuter Portland í Oregon. Reuter. FÁIR tóku þátt í forkosningun- um sem fram fóru í Oregon-ríki á þriðjudag. Michael Dukakis bar sigurorð af keppinaut sínum, Jesse Jackson, hlaut 56% at- kvæða, þrátt fyrir að hann hafi aðeins eytt fáeinum klukku- stundum í kynningarfundi i Oregon. Kosið var um 45 fulltrúa á flokks- þing Demókrataflokksins sem fram fer í sumar þar sem skorið verður úr hver verði forsetaframbjóðandi flokksins í kosningunum í nóvemb- er. Aðeins um helmingur kjósenda tók þátt í forkosningunum á þriðju- dag. Dukakis, sem eyddi litlum tíma í atkvæðaöflun í Oregon og er sagð- ur vera að undirbúa næstu forkosn- ingar sem fram fara í Kalifomíu, sigraði Jesse Jackson með 18 pró- senta mun. Jackson hlaut 38% at- kvæða en Dukakis 56%. Samkvæmt fréttum NBC-sjón- varpstöðvarinnar hefur Dukakis nú tryggt sér stuðning 1.642 fulltrúa af þeim 2.081 sem þarf til að hljóta útnefningu flokksins á flokksþing- inu sem haldið verður í Atlanta í júlí. Jackson hefur tryggt sér fylgi 976 fulltrúa. Síðastu forkosning- amar fara fram 7. júní í Kalifomíu, New Jersey, Montana og Nýju Mexíkó. George Bush varaforseti, sem var eini frambjóðandi flokks síns í for- kosningunum í Oregon er sagður hafa 10% minna fylgi í Kalifomíu en Dukakis, samkvæmt nýlegum skoðanakönnunum. Talið er að bar- áttan í Kalifomíu verði eins konar forsmekkur að eiginlegu kosninga- baráttunni sem hefst eftir að flokks- þingin hafa valið frambjóðanda. Gallup-stofnunin gerði könnun á því hvert fylgi Dukakis og Bush yrði ef þeir myndu etja kappi sam- an í forsetakosningunum 8. nóv- ember. Samkvæmt þeirri könnun fengi Dukakis 54% atkvæða en hlutur Bush yrði 38 af hundraði. í annarri skoðanakönnun, sem birt var á mánudag, kemur fram að Dukakis hefyr töluvert meira fylgi en Bush. í könnuninni, sem gerð var á vegum CBS sjónvarps- stöðvarinnar og dagblaðsins New York Times, sögðust 49% styðja Dukakis en 39% styðja Bush. Samkvæmt könnun sem gerð var af Louis Harris-stofnuninni nýtur Dukakis meira fylgis í öllum ríkjum nema Suðurríkjunum. Ef tekið er vegið meðaltal yfír allt landið hlýtur Dukakis 50% atkvæða og Bush 43% atkvæða samkvæmt könnun stofn- unarinnar. Sovétríkin og Kína: Hernaðarsérfræðing- ar ræða landamæra- deilur eftir 20 ára hlé Peking, Reuter. KÍNVERSKIR og sovéskir hershöfðingjar hittust til að ræða landa- mæradeilur ríkjanna, að sögn heimildarmanna í Sovétríkjunum í gær. Þetta er í fyrsta sinn, svo vitað sé, sem hemaðarsérfræðingar þess- ara þjóða ræðast við síðan til átaka kom á landamærum ríkjanna áríð 1969. Hershöfðingjarair og háttsettir yfirmenn landamæraher- deildanna hittust í Peking í aprílmánuði til þess að ræða tæknileg atríði varðandi samskipti á landamærum ríkjanna. er að verða breyting. Kínveijar eru bjartsýnir vegna brottflutnings sov- éska herliðsins frá Afganistan. Þess- ar viðræður hershöfðingjanna gæti verið fyrsta tilraunin til að takast á við hindranimar sem Klnveijar setja fyrir sig,“ sagði sendimaðurinn jafri- framt. Sovétmenn og Kínveijar hafa átt í stöðugum viðræðum um efnahags- og menningartengsl ríkjanna sem hafa aukist mikið hin síðari ár. Enn er þó langt í land að sögn vestrænna sendimanna. Einnig hefur verið fun- dað um bætt stjómmálasamband og næsti fundur um það verður væntan- Iega haldinn í Moskvu í júní. Forkosningarnar í Bandaríkjunum: Dukakís nýtur stuðnings helmings þjóðarinnar Aðeins helmingnr kjósenda tók þátt í forkosningnm í Oregon Sovéskur heimildarmaður sagði að rætt hefði verið um lágmarks flug- hæð flugvéla við kortlagningu austan landamæranna. Og hversu langt op- inberir sendimenn mættu fara er þeir könnuðu aðstæður við landa- mærin. Samband milli Kína og Sovétríkj- anna rofnaði algjörlega snemma á sjöunda áratugnum í kjölfar þess sló í biýnu við landamærín. Bardagamir náðu hámarki árið 1969, það ár skráðu sovésk yfírvöld 500 árekstra heija ríkjanna á landamæmnum. „Þetta em fyrstu viðræður milli yfír- manna í herliði Kínveija og Sovét- manna frá því þeir hittust fyrir nær 20 ámm til að ræða bardagana við Ussuri-fljót,“ sagði austur-evrópskur sendimaður í samtali við Reuters- fréttastofuna. Rfkisstjómir ríkjanna tóku upp viðræður um landamæradeilumar eftir níu ára hlé í febrúar árið 1987. Aðstoðamtanríkisráðherrar beggja hafa tekið þátt í þeim viðræðum. „Sovétmenn hafa lengi reynt að fá Kínveija til að samþykkja að hemað- arsérfræðingar tækju þátt í viðræð- unum en þeir hafa jafnan neitað. Þeir virðast vera að gera tilslakan- ir,“ sagði annar austur-evrópskur heimildarmaður. Sovéski heimildar- maðurinn, sem neitaði að gefa upp hveijir hershöfðingajmir væm sem þátt taka í viðræðunum sagði að það væri eðlilegt að hemaðarsérfræðing- ar tækju þátt í þeim. „Það er verið að Qalla um hemaðartækni," sagði hann. Vamarmálaráðuneyti ríkjanna tveggja neituðu að láta nokkuð uppi varðandi viðræðumar. Vestrænir sendimenn segja að líta megi á þessar viðræður sem fyrsta skrefíð í átt að samkomulagi. „Sam- komulag milli þessara tveggja er ekki í augsýn en báðir aðilar hafa nú viðurkennt að það er sóun á her- afla að halda slíkum liðssöfnuði við landamærin eins og nú er,“ sagði vestrænn sendimaður. „Kínveijar em hættir að óttast það að Rússar streymi yfír landamærin, þó þeir líti enn á Sovétríkin sem stærstu ógnun við öiyggi landsins," bætti hann við. Sovéska herliðið sem staðsett er meðfram kínversku landamæmnum er ein þriggja hindrana sem Kínveij- ar telja að standi í veginum fyrir eðlilegum samskiptum við sovésk stjómvöld. Hin tvö em herliðið I Afganistan og stuðningurinn við stjóm Vfetnama í Kampútsea. „Það 20 norsk skíp í Persaflóa: Hagnast á flutningum fyrir Irani Ósló. Frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgunbladsins. NORSKIR útgerðannenn hagn- ast um þessar mundir vel á þvi að flytja olíu fyrir klerkastjórn- ína í íran. Eru nú 20 norsk skip við olíuflutninga frá Kharg-eyju og út um Hormuz-sund, helming- urinn olíuskip en hin dráttarbát- ar og birgðaskip. Mikil áhætta fylgir þessum flutn- ingum og hefur til þessa verið ráð- ist á 21 norskt skip í Persaflóa, ýmist þegar þau vom í olíuflutning- um fyrir írani eða með farm til annarra ríkja við flóann. Útgerðarmennirnir, sem hér eiga hlut að máli, era fímm talsins og ekki í neinu uppáhaldi hjá öðmm norskum útgerðarmönnum, sem lengi hafa reynt að fá norsku stjóm- ina til að senda herskip inn í Persa- flóa. Þeirri málaleitan hefúr ávallt verið hafnað. Á flestum norsku skipanna í fló- anum em yfírmennimir norskir en áhöfnin að öðm leyti útlendingar. Af þeim sökum hafa fáir Norðmenn látið lífíð vegna átaka íraka og ír- ana en á mánudag fómst þó þrír norskir sjómenn, yfírmenn á norska dráttarbátnum Scan Partner. Frakkar taka upp stjóra- málasamband víð írani París. Reuter. FRANSKA stjórnin ætlar að taka aftur upp stjórnmálasamband við íran en því var slitið fyrír niu mánuðum. Var um þetta samið þegar alðustu frönsku gísJarnir voru leystir úr haldi f Líbanon fyrr i mánuðinum. Michel Rocard forsætisráðherra sagði, að Francois Mitterrand forseti hefði beðið hann að sjá til, að Frakk- ar stæðu við þau heit, sem fyrrver- andi ríkisstjóm hefði gefíð írönskum stjómvöldum. Frakkar slitu stjóm- málasambandi við írani í júlí í fyrra vegna þess, að franska sendiráðið í París vildi ekki láta af hendi mann, sem gmnaður var um að hafa staðið fyrir mörgum sprerigjutilræðum í borginni. Sfðan hafa ftalir gætt hags- muna Frakka I tran og Pakistanar hagsmuna írana í Frakklandi. Talsmaður bandaríska utanríkis- ráðuneytisins vildi ekkert segja um þessa ákvörðun frönsku stjómarinn- ar en á mánudag birtust um það fréttir í kúvæsku dagblaði, að banda- rískir og íranskir embættismenn hefðu hist á iaun f Alsír til að ræð- ast við um 10 bandaríska gisla, sem ýmsir hópar, sumir hlynntir írönum, hafa í haidi í Lfbanon. Moskovskaja Pravda: Stalín lagði spilin i hendur nasistum Moskvu, Reuter. SOVÉSKUR útgefandi og fyrr- verandi sendimaður f Lundún- um segir f grein f dagblaðinu Moskovskaja Pravda að griða- sáttmáli Jósefs Stalíns og Adolfs Hitlers, sem gerður var árið 1939, hafi verið glæpsam- legur og næstum leitt til hruns SovétríJyanna. Grein Semíjons Rostovskíjs brýtur í bága við hina opinbem söguskoðun sem lýsir samningn- um sem snilldarlegu herbragði af hálfu Stalíns til að bægja frá þýsku hættunni. „Það vom gróf mistök að gera samninginn og í raun glæpsamleg sem leiddu til þess árið 1941 og síðar að tilvist Sovétríkjanna var í hættu," segir í greininni sem birtist undir duln- efninu Emst Henri. „Þessu getum við ekki gleymt né fyrirgefið það. í raun skildi Stalín alls ekki hvað var á seyði og lagði spilin þar með upp í hendumar á fasistum." Stalín hafí látið viðvaranir vina erlendis og sovéskra njósnara um að leiftursókn Þjóðveija væri í vændum sem vind um eyru þjóta. Þó hreinsanir Stalíns á fjórða áratugnum og síðari hluta fimmta áratugarins hafí verið opinberlega fordæmdar undanfarið í Sov- étríkjunum þá hefur ekki fyrr verið hróflað svo sem nú við orðstír hans sem úrræðagóðum leiðtoga í stríði. Margir af eldri kynslóðinni segja að Jámvilji" Jósef Stalín. hans hafí bjargað þjóðinni úr hör- mungum heimsstyijaldarinnar. „Hver annar var svo ákveðinn og þolgóður?" spurði ofursti, kominn til ára sinna, í sovéska sjónvarpinu fyrr í vikunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.