Morgunblaðið - 19.05.1988, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 19.05.1988, Blaðsíða 67
67 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1988 Minning: Einar Tómasson íAuðsholti Þann 2. apríl síðastliðinn var móðurbróðir minn, Einar Tómas- son, bóndi í Auðsholti, til moldar borinn í Skálholti og var fjölmenni við útför hans. Einar var sonur hjónanna Vilborgar Jónsdóttur frá Syðra-Seli í Hrunamannahrepp og Tómasar Tómassonar, bónda í Auðsholti. Þeim varð 9 barna auðið og var Einar það fimmta í röðinni. Auðsholt er falleg jörð. í suðri blas- ir Vörðufellið við, Hvítá rennur á hægri hönd og fer í tígulegri bugðu hjá Laugarási. Þar er fagur himin- hringur með útsýni til Langjökuls og Heklu. Austan til er jörð þessi mýrlend og var þetta mýrlendi oft illt yfirferðar, þar til vegasamband komst á við Hrunamannahrepp á árunum fyrir 1960. Því má segja að þeir Auðshyltingar hafi búið við töluverða einangrun. En hjá þeim ríkti glaðværð og notalegur grann- skapur var jafnan milli bæjanna, en þar var þríbýli. Þau hjónin Vilborg og Tómas söfnuðu ekki veraldarauði, enda var búskapur í Auðsholti fyrirhafnar- samur. Það var lögfeija lengi og þurfti oft að feija bæði ferðamenn og sjúklinga, sem voru að leita sér lækninga hjá héraðslækninum í Laugarási; ekki er mér kunnugt um að feijumennskan hafi gefið mikið í aðra hönd. í þessu fallega umhverfi og í stór- Fæddur 20. október 1895 Dáinn 6. mars 1988 Hann hét Eyjólfur Stefánsson, fæddist að Kleifum í Gilsfirði þann 20. október 1895. Sonur hjónanna Stefáns Eyjólfssonar og konu hans Önnu Eggertsdóttur. Afi var elstur tólf systkina en upp komust aðeins níu. Afí ólst upp á Kleifum og var hann einn vetur á Hjarðarholts- skóla. Svo kom að því að hann lang- aði að reyna eitthvað nýtt. Afi lagði því land undir fót og ferðaðist til Vesturheims, Kanada. Þar vann hann öll möguleg og ómöguleg störf. Hann fiskaði á Manitóba- vatni, rak nautgripahjarðir og vann auk þess venjulega verkamanna- vinnu svo eitthvað sé nefnt. Fyrst og fremst vann hann þó við hesta og með hestum, því hestar áttu hug hans allan. Afí dvaldi erlendis í þrettán ár, heim kom hann sfðan árið 1925. Fædd 21. október 1965 Dáin 20. apríl 1988 Mig langar að segja í stórum dráttum hvemig persóna Linda heitin var, hún var hlý og lífsglöð manneskja, og var alltaf til staðar til þess að hlusta á og ráðleggja mér ef mér leið illa, hún var við- kvæm persóna og það var auðveld- lega hægt að særa hana þó að maður meinti ekkert með því Linda var vinsæl átti fullt af vinum, þess vegna fer maður að hugsa af hveiju hún, af hveiju manneskja í blóma lífsins, sem var vinsæl og öllum þótti vænt um sem þekktu hana? Þá segi ég: missirinn er mikill hjá okkur öllum og sorgin mikil en lífið heldur áfram og ég vona að henni líði vel þar sem hún er. Því vildi ég að lokum þakka um glaðværum bamahópi ólst Einar Tómasson upp. Skólavist hans var stutt; farskóli parta úr vetri. Eins og ungra bændasona var siður fór Einar 18 ára gamall til sjóróðra. Hann var 12 vertíðir í Njarðvíkum hjá>.útgerð Magnúsar í Höskuldar- koti. Eftir heimsstyijöldina síðari færðist fjörkippur í búskaparumsvif í íslenskum sveitum. Þá vom Einar Tómasson og bræður hans í blóma lífsins og þá var aldeilis tekið til hendinni. Sem smábarn var ég upp með mér af þessum frændum mínum; þeir vom fríðir og fönguleg- ir, sterkir og höfðu ráð undir rifi hveiju. Einar var grannur og spengilegur með dökkt liðað hár og móbrún augu. Þau Auðsholtssystk- inin vom nokkuð suðræn í útliti miðað við hina norðlægu breidd- argráðu föðurlandsins. I stríðslokin keypti Einar sér grænan vömbíl af gerðinni Intem- ational og vann nokkur ár við áburðarflutninga og aðra flutninga, sem til féllu. Þeir bræður Einar og Tómas keyptu og öndvegis traktor af sömu gerð og nú var hafin sókn tii efnalegra framfara og mikið verk framundan. Það sem í bams- augunum virtist fyrirhafnarlaust var í raun hið mesta þrekvirki, — strit frá morgni til kvölds, misjafnt tíðarfar og lágt búvömverð. I minn- Árið 1936 verða svo tímamót í lífi hans þegar hann kvænist Guðlaugu Guðlaugsdóttur frá Fagradal. Afi og amma eignuðust þijá syni, þá Stefán, Sturlaug Jóhann og Guð- laug Veigar. Framan af búskap- artíð sinni fluttu þau oft búferlum en settust að lokum að á Efri- Bmnná í Saurbæ. Við búi þeirra á Efri-Bmnná tók sonur þeirra, Stur- laugur, og kona hans Bima. Þá byggðu afi og amma sér lítið hús í landi Efri-Bmnnár. Þar dvöldu þau lengi allt til þess er þau fengu inni á dvalarheimilinu Silfurtúni í Búð- ardal síðastliðið haust. Fyrstu minningar mínar um afa og með afa em um Dinka Dink, gamla dráttarvél sem afi notaði til að koma heim til okkar á Efri- Bmnná að ná í mjólk og til að fara að versla. Ég man að ég og Helga systir vomm settar í kassa aftan á vélinni og bundnar þar svo að við dyttum ekki, svo litlar höfum við Lindu fyrir allt sem hún gaf mér og ég mun ætíð minnast hennar. María Magnúsdóttir ingunni er mikil heiðríkja og bjart- sýni yfir mannlífi þessara tíma. Einar vann um tíma við garð- yrkjustörf í Laugarási. Mér er mjög minnistætt, þegar hann braut nokk- ur vínber af grein til þess að gefa litlu frænku sinni. Það var ekki amalegt að búa á íslandi á þessum tímum, þar sem meira að segja spmttu vínber. Einar var sólbrúnn í köflóttri skyrtu, sem Heiða hafði saumað á hann, en um þetta leyti, nánar tiltekið þann 8. des. 1950 gekk hann að eiga eftirlifandi konu sína, Ragnheiði Guðmundsdóttur úr Önundarfírði. Þau eignuðust 5 böm, en einn sonur dó í fmm- bemsku. Er ekki ofmælt, að Einar sá ekki sólina fyrir fjölskyldu sinni og sparaði enga fyrirhöfn að henni mætti líða sem best. Hann reyndist einnig sumarbömum sínum vel, sem komu til þeirra hjóna sumar eftir sumar. Einar var í eðli sínu mildur maður og unni fögm mannlífi. Hann kunni þá list að tala við bömin þannig að sjálfstraust þeirra óx og smáfólkið tók framfömm. I byijun búskapar reistu þau hjónin mjmdarlegt steinhús að þeirra tíma mælikvarða. Um miðjan 6. áratuginn réðust þeir bræður, Einar og Tómas í að byggja nytískulegt fjós, sem gerði þeim kleift að auka kúastofninn um ríflega helming. Síðar komu hlöðu og fjárhúsbyggingar til. Einar var natinn skepnuhirðir og minnist ég með ánægju þeirra sumra, þegar ég var í íjósamennsku hjá honum. En ég er viss um að eitt var það, sem honum líkaði ekki í hlutskipti bóndans; það var að farga skepnum. Meðan á mjöltum stóð gafst tækifæri að hlusta á útvarp og var Einar ólatur við að spjalla við okkur verið. Þá var aðalfjörið að ferðast með afa á Dinka Dink. Þegar afi lagði af stað niður veginn lögðum við af stað á móti honum til að fá að sitja í síðasta spölinn. Afi og amma voru alltaf til stað- ar, þau buggu aðeins um hálfan kílómetra frá okkur og það var ósjaldan að farið var til þeirra og gist þar, sníktir snúðar hjá ömmu og hlustað á sögur hjá afa, sögur frá Kanada. Afi hafði alltaf frá mörgu að segja. Sögur frá Kanada aðallega, sögur um indíána sem hann kynntist úti, um svertingja og um hvíta menn að ógleymdum hestunum. Þau sýndu okkur mjmd- ir frá framandi stöðum, frá skógi- vöxnu landi, af hestvögnum, fólki í skrítnum fötum og fullt fullt af öðrum framandi hlutum. Ég held að ég hafi aldrei gert mér grein fyrir því hve mikill heims- maður afi raunverulega var. Hve víðsýnn og veraldarvanur miðað við sína kjmslóð og jafnvel aðrar kyn- slóðir líka. Han hafði reynt meira, séð meira og kannað meira en nokk- ur annar sem ég þekkti og þekki. Það var líka voðalega gaman að eiga afa sem gat talað og lesið út- lensku. Nú er afi minn farinn frá okkur hér, en hann er ekki glejmidur. Ég þakka honum fyrir að hafa verið hér til staðar allt mitt líf og fyrir að hafa lejrft okkur að kjmnast sér. Blessuð sé minning hans. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, háfðu þökk fyrir allt og allt. (V. Br.) Sólveig Sturlaugsdóttir krakkana um menn og málefni. Á þessum árum gegndi ríkisútvarpið miklu menningar og fræðsluhlut- verki í sveitum landsins, fyrir nú utan þann lúxus, að það gerði á vissum tímum dags hlé á útsend- ingu, svo mönnum gæfist tóm til að hugsa um og ræða efni þess sín á milli. Þetta voru nefnilega tímar skrafsins. Ég hygg, að Einar frændi minn hafi jaftian lesið töluvert; hann hafði ágætan bókmennta- smekk og hafði gaman af velsömd- um spennusögum. Þegar sakamála- leikritið „Hver er Gregory" var flutt einhvemtímann á 6. áratugnum, tók Einar með sér útvarpstæki út á engjar. Þegar hið áhrifamikla kjmningarlag þessa leikrits hljóm- aði, settist Einar með kaupafólki sínu undir heysátu og þama hlýdd- um við í kvöldkyrrðinni á lygilega atburði úr myrkviðum stórborgar- innar, sem var svo órafjarri veru- leika hins íslenska sumarkvölds um sláttinn. Eins og ég gat um í upphafi var Auðsholt óhæg bújörð. Bændur þar urðu vetur sem sumar að feija mjólkurbrúsa sína jrfir ána í veg fyrir mjólkurbílinn áður en hinn langþráði vegur kom. Þetta var oft kalsamt og alltaf erfitt, enda slitn- uðu Auðsholtsbændur um aldur fram og fengu slæmsku í bak og liðamót. Það var Einar engin und- antekning. Einhvem tíman á seinni árum stóðum við í hlaðvarpanum og virtum fyrir okkur spegilslétta ána.Ég spurði frænda minn, hvtrrt honum fyndist ekki áin falleg. „Æ, ég veit það ekki,“ svaraði hann, „ég vildi að hún væri farin." Honum fór sem öðrum bændum, að honum leiddist öll mærð um náttúrufegurð, sem staðið hafði búskap hans fyrir þrifum og valdið honum heilsutjóni. Eng^i að síður taldi hann sitt hlut- skipti gott að fá að yrkja jörð feðra sinna og vera samvistum við fjöl- skyldu sína og vini. Og ævinlega sagðist hann hafa hlakkað til að fara á fjall. Þótt fjallferðir væru vissulega erfiðar, þá seiddu öræfin hann og félagsskapurinn við sveit- ungana. Annar þáttur ævistarfs Einars voru uppeldismál. Á tímabili ráku þau hjónin bamaheimili á sumrin fyrir kaupstaðarböm og er ég þess fullviss, að dvölin hjá þeim er ljós í bemskuminningum margra þeirra. Síðustu ár ævi sinnar var Einar þrotinn að heilsu og var ellin honum þungbær. En hann naut umönnunar konu sinnar og bömin og bama- bömin gerðu honum þessa raun léttbærari. Síðast þegar fundum okkar bar saman var Einar þungt haldinn. En það lýsir þessum frænda mínum vel, að hann fór sárveikur á fætur til þess að dást að nýfæddum dreng, sem vinkona jmgstu dóttur hans var komin með til að sýna honum. Hann fagnaði þessum unga manni til þess lífs, sem hann hlaut brátt sjálfur að hverfa frá. Að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa mátt vera samferða Einari og fjölskyldu hans spöl og spöl og sendi Heiðu og bömunum samúðarkveðjur. Þau geyma minningu um vammlausan mann og góðan dreng. Vilborg Auður ísleifsdóttir t Sonur okkar og bróðir, GUÐMUNDUR STEFÁNSSON, Skóla, Seltjarnarnesi, verður jarðsunginn frá Neskirkju fimmtudaginn 19. maí kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð. Þeim sem vildu minn- ast hins látna er vinsamlegast bent á kirkjubyggingarsjóð kven- félags Seltjarnarness. Guðrún Kristjánsdóttir, Stefán Guðmundsson, Anna Stefánsdóttir, Kristjana Stefánsdóttir, Elfsabet Stefánsdóttir, Unnur Vigfúsdóttir Duch. t Útför HJÖRLEIFS SIGURBERGSSONAR ferfram frá Hallgrímskirkju, föstudaginn 20. maí kl. 13.30. Greftr- að verður í Kotstrandarkirkjugarði. Þeir sem vildu minnast hans, láti Hallgrímskirkju njóta þess. Ingveldur Ámundadóttir, Hulda Hjörleifsdóttir, Sveinbjöm Einarsson, Guörún Hjörleifsdóttir, Sigurður Guðmundsson, Steindór Hjörlelfsson, Unnur Hjartardóttir, Ingibjörg Hjörieifsdóttlr, Bergný Hjörleifsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarþel við útför móður minnar, tengdamóður, systur og ömmu, GUÐBJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR frá Skiphyl, Leifsgötu 7. Guðmundur Þorgilsson, Lilja Jóhannsdóttir, systkin og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðar- för móður okkar, tengdamóður og ömmu, BRÍETAR ÓLAFSDÓTTUR, Hólmgarði 21. Guöbjörg Lilja Guðmundsdóttir, Kristján Sigfússon, Margrót Erla Guðmundsdóttir, Ólafur Egilsson, Guðrún Hanna Guðmundsdóttir, Árni Magnússon, Jóhann ingi Guðmundsson, Sigmundur Birgir Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Eyjólfur Stefáns- son - Minning Linda Björk Bjarna- dóttir - Kveðja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.