Morgunblaðið - 26.05.1988, Síða 70

Morgunblaðið - 26.05.1988, Síða 70
I augiýsingunni stóð að sjá mætti til sjávar. - Þarna hefurðu það. Ónæði af flugnmferð Kæri Velvakandi Fyrir nokkru var greint frá því í sjónvarpsfréttum að í athugun væri að byggja flugvöll fyrir ofan Straumsvík til að létta flugumferð af Reykjavíkurflugvelli. FVam kom að einkaflugvélar sem staðsettar eru á Reykjavíkurflugvelli eru nú um hundrað. Þegar áætlunarflugið bætist við þarf engann að undra þótt mikil umferð sé um flugvöllinn og mikið gangi þar á frá morgni til kvölds. Hin aukna flugumferð yfír borginni er líka orðin pálga. Mikill hávaði fylgir öllum þessum vélum sem oft fljúga mjög lágt inn yfír borgina til lendingar. Það væri því mikið til bóta að beina hluta þeirra annað. Á sínum tíma var talað um að leggja Reykjavíkurflugvöll niður þar sem byggð væri orðin of mikil í kring um hann. Er sú umræða alveg úr sögunni? Væri ekki hugs- anlegt að byggja vandaðan flugvöll fyrir ofan Straumsvík og beina allri flugumferðinni þangað? íbúi í Skeijafirði ErListahátíð tónlístar- hátíð? Til Velvakanda. Mig langar til að bera fram eina spumingu. Ég er búinn að hlusta á þijár kynningar frá Listahátíð þar sem rætt er við framkvæmdastjóra Listahátiðar og fyrir skömmu var frétt í útvarpi þar sem hoggið var í sama knérunn. Eins og þetta kemur mér fyrir sjónir er þetta tónlistar- hátíð en ekki listahátíð, a.m.k. sam- kvæmt þessum fréttaflutningi. Og að lokum. Ég er hér með dagskrá Listahátíðar fyrir framan mig, þar er tónlist í átján sætum en myndlist og leiklist í aðeins þijátíu og þrem. Er þetta hægt? Listaunnandi Njótið blómanna En tinið þau ekki Kæri Velvakandi. Nú fer sumarið í hönd. Eftir lang- an og strangan vetur og kalt vor tekur gróðurinn við sér og blómum flölgar dag frá degi. Blómskrúð náttúrunnar er hið fegursta listaverk sem mannshöndin fær ekki betrum- bætt. En blómin þjóna líka hagnýtum tilgangi. Þar verða fræin til. Það er því ákaflega slæmur ósiður sem sumt fólk hefur að tína blóm, slíta þau upp og raða í vendi. Þannig lifa blóm- in aðeins í fáeinar klukkustundir og öll fræin sem annars myndu lífga moldina fara forgörðum. Þar sem mikið er af blómum sömu tegundar ætti að vísu að vera óhætt að taka nokkur á víð og dreif. Hitt er afleitt þegar fólk slítur upp sjald- gæf blóm, og hefur þetta hindrað útbreiðslu margra fallegra jurta. Fólk ætti að temja sér að njóta náttú- runnar sjálfrar og blómanna þar sem þau eru í faðmi hennar. í þessu sambandi minnist ég frem- ur leiðinlegs atviks sem varð í ná- grenni þorps úti á landi. Gamall maður sem ég kunni deili á tók það fyrir í ellinni að rækta fógur blóm á fremur fáfömum stað á landareign sinni. Blómaræktin gekk vel og hafði gamli maðurinn mikið yndi af bló- munum. Þá var það að kona í þorp- inu fór að tala um það við vinkonur sínar að hún hefði fundið svo yndis- fögur blóm skammt fyrir utan þorp- ið. Hún hafði þegar lagt til atlögu og slitið upp hvert einasta bóm, og var þar með allt ræktunarstarf gamla mannsins fyrir bí. Fáir eru sem betur fer svona til- fínningalausir gagnvart blómum og gróðri. Hér á landi stendur gróðurinn höllum fæti vegna rysjótts veðurfars, hann þolir ekki skemmdarstarfsemi en þarfnast aðhlynningar og stuðn- ings. Njótið blómanna en tínið þau ekki. J.N. HÖGNI HREKKVlSI / u / „ er fisk/f^la öt ör. KeTnNtJAf Þinum?. - ■" Víkveiji skrifar Gróðri hefur fleygt fram undan- fama daga. Úrkoman um síðustu helgi, þótt hún hafí valdið ferðafólki vonbrigðum, var ná- kvæmlega það sem gróðurinn þurfti á að halda. Nú er svo komið að garðeigendur þurfa að huga að fyrsta slætti og má þá segja að sumarið sé komið. Garðsláttuvél- arnar em nú famar að ijúfa kvöld- kyrrðina, og hvort sem það nú heyr- ir undir hávaðamengun eða ekki — minnir það á að sumarið sé komið. XXX ilungsveiði er hafín fyrir nokkru. Fyrst mátti renna fyrir silung 1. apríl síðastliðinn og marg- ir nota nú blíðviðrið til til þess ama og til að æfa köst. Víða í nágrenni höfuðborgarinnar em skemmtileg vötn, sem hægt er að renna í án mikils tilkostnaðar. Þar getur verið unaðslegt á síðkvöldum að njóta útiveru og náttúm. Til þess að veiðistund við vatn verði fullkomin, þarf hver veiðimað- ur að eiga sitt litla næði. Á þessu verður oft misbrestur. Víkveiji þekkir til þess að veiðimaður, sem var að fá’ann, hafí orðið fyrir mik- illi tmflun samborgara sinna. Þeir þyrptust að, óðu veiðistaðinn þvers og kmss, fleiri en einn og fleiri en tveir, jafnvel með hrópum og köll- um, köstuðu þvert yfír línu þess sem var í físki, komu alveg upp að hon- um til þess að spyija um agnið og kröfðust þess að fá að sjá það. Oft em þetta menn, sem náð hafa hinu fullkomna kasti, eiga fínustu tól og tæki, en gleyma í hita leiksins hin- um ómetanlega eiginleika hins sanna veiðimanns — tillitsseminni við náungann og veiðistaðinn. Það er ekki tilviljun, að Bretar hafa kallað fluguveiði hina göfugu veiði- aðferð. Með þessu háttalagi verður hún bæði ruddaleg og ljót. Menn, sem umgangast veiðistað með slíkum hætti ættu, frekar heima á togara. Þar er hópveiði sjálfsögð og eðlileg. Þegar fegurðarsamkeppni ís- lands var að hefjast að kvöldi annars í hvítasunnu, kom kynnir fram í sjónvarpinu og vitnaði í ævintýrið um Mjallhvíti og sagði: „Spegill, spegill, herm þú mér, hver á landi fegurst er.“ Víkveiji vill halda því fram, að skáldið hafí haft þetta með öðmm hætti, nefnilega „Spegill, spegill, herm þú hver, hér á landi fegurst er“. í framhaldi af Víkveija um dag- inn, þar sem rætt var um málfar í íþróttafréttum, má nefna það, sem Helgi Hálfdanarson hefur bent á um Þymirósarkvæðið, þar sem seg- ir: „þá var kátt í hárri höll", en hefur orðið á síðari ámm: „þá var kátt í höllinni“(I). Helgi vill kenna því um að þegar íþróttafréttaritarar segja frá svokölluðum ,,góðum“(!) sigmm íslendinga yfír andstæðing- um sínum í Laugardalshöll, vitni þeir til kvæðisins og hin hátimbraða höll er bara orðin að höll.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.