Morgunblaðið - 26.05.1988, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 26.05.1988, Blaðsíða 72
72 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 1988 HANDKNATTLEIKUR / HEIMSMEISTARAKEPPNIN 1993 „Svíar munu halda Heimsmeistara- keppnina 1993" SAAB-eigendur Við flytjum starfsemi okkar frá Bíldshöfða 16. Vegna flutninganna verða SAAB-varahluta- verslun og SAAB-verkstæðið lokuð frá og með föstudeginum 27. maí nk. Opnað verður aftur að Lágmúla 5 miðvikudaginn 1. júni nk. Við bjóðum SAAB-eigendur velkomna til nýrra höfuðstöðva SAAB á íslandi og vonum að þessi 3ja daga röskun á starfseminni valdi þeim sem minnstum óþægindum. - segir Arne Ellefsson, framkvæmdastjóri Handknattleiks- sambands Svía. „Útiloka ekki þriðju þjóðina" Sigurður Qunnarsson og sænski markvörðurinn, Claes Hállgren, takast hér í hendur. En þeir léku saman með Tres de Mayo á Spáni 1986. TVÆR þjóðir hafa nú lýst yfir áhuga á að fá að halda heims- meistarakeppnina íhandknatl leik 1993, ísland og Svíþjóð. Endanleg ákvörðun um hvaða þjóð heldur keppnina verður tekin í Seoul í september. Áður en að því kemur munu þjóðirn- ar vinna að því að fá stuðning sem flestra aðildarríkja alþjóða handknattleikssambandsins, IHF. Jón Hjaltalín Magnússon, form- aður HSÍ, hefur sagt að íslend- ingar hafi fengi stuðning frá mun fleiri þjóðum en Svíar og standi betur í baráttunni fyrir að fá að halda keppnina. Svíar eru hinsvegar á öðru máli og Arne Ellefsson, framkvæmdastjóri Handknattleiks- sambands Svíþjóðar, sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær að Svíar hefðu stuðning frá fjölmörgum þjóðum. „Það er alls ekki rétt að við höfum aðeins stuðning frá Norðurlanda- þjóðum. Þrátt fyrir að við höfum ekki Ieitað eftir loforðum, þá vitum við af mörgum þjóðum sem munu styðja umsókn okkar. Við höfum frekar lagt okkur fram við að kynna Svíþjóð, en að fá ein- hver ákveðin loforð. Við búum yfir mikilli reynslu og betri aðstöðu og ég held að það eigi eftir að vega þungt þegar lokaákvörðun verður tekin. Hinsvegar er mikil vinna framund- an og ef íslendingar halda rétt á spilunum þá mun ég ekki gera lítið úr möguleika þeirra. Þeir hafa stað- , sig mjög vel í að kynna ísland og hafa verið duglegir við að koma sínum málum á framfæri." Slæmt að báóar þjóðimar skuli sækja um keppnina Koin umsókn íslands þér á óvart? „Ég get nú ekki sagt það. íslending- ar hafa verið á uppleið og hafa sýnt að þeir eru ein af fremstu þjóð- um heims í handknattleik. Kannski var kominn tími til að þeir reyndu að fá keppni sem þessa, en það er mjög slæmt að báðar þjóðimar skuli sækja um sömu keppnina." Heldur þú að Islendingar séu ekki tilbúnir til að halda slíka keppni? „Þvf miður verð ég að segja að ég get ekki séð að þeir séu tilbúnir. Eg hef komið til Islands og veit að þar eru fá stór íþróttahús. Við erum hinsvegar með hús í Stokkhólmi sem rúmar 15.000 áhorfendur, í Gautaborg erum við með hús fyrir 12.000 áhorfendur og svo fjölmörg hús sem taka 6-8.000 áhorfendur. Við höfum gífurlega reynslu í skipu- lagningu. Við höfum tvívegis haldið keppnina áður, séð um úrslitaleik Davis-keppninnar í tennis og heims- meistaramót í ísknattleik, knatt- spymu og borðtennis. Það mun án efa koma okkur til góða." Ekkl pressa frá Svíum varð- andihús Nú setti IHF fram þá kröfu að þeir sem héldu keppnina yrðu að geta boðið upp á hús sem rúmaði 7.000 áhorfendur. Kom þessi krafa frá ykkur? „Það er af og frá að við höfum beitt IHF einhverri pressu. Við höf- um ekki trú á að eitt hús breyti öllu í þessu máli." Hvað með ykkar menn i stjórn IHF. Munu þeir beita áhrifum sínum þegar gengið verður til atkvæða? „Við eigum tvo menn í stjóm IHF, en þeir munu vera fullkomlega hlut- lausir, því get ég lofað. Þeir hafa til dæmis ekki verið með í undirbún- ingi okkar og ekki setið í nefndum sem gætu haft áhrif á hvaða land verður fyrir valinu.“ Finnst þér eðlilegt að Svíar haldi keppnina í þriðja sinn? „Af hvetju ekki? Það hefur það aðeins í för með sér að við erum betur undirbúnir. Það eru engin takmörk fyrir því hve oft hægt er að halda keppnina í sama landinu. Það gæti verið íslendingum í hag að við höfum tvívegis fengið keppn- ina og þeir hafa verið duglegir við að benda á það. Við sáum um keppnina 1954 og 1967 og því yrðu liðin 25 ár frá því að við héldum hana síðast." Útiloka ekkl þriöja landiö Átt þú von á því að fleirí þjóðir sæki um keppnina, t.d. Vestur- Þýskaland? „Það gæti vel farið svo, en það kæmi mér á óvart ef Vestur-Þjóð- veijar myndu sækja um keppnina. Það er þó alls ekki hægt að útiloka það. í B-keppninni síðustu var Aust- urríki eina þjóðin sem sótt hafði um, en á þinginu kom fram umsókn frá Frökkum og hún var samþykkt. Það gæti því gerst að einhver þjóð legði fram umsókn á þinginu sjálfu." Svíarfó HM-93 Hvar heldur þú að heimsmeist- arakeppnin 1993 verði haldin? „Ég efast ekki uma ð Svíar muni halda keppnina. Annars væri ég ekki að vinna að þessum málum.“ Hveija telur þú möguleika ís- lendinga og Svía á Ólympíuleik- unum í Seoul? „Ég tel að Sovétríkin og Jugóslavía séu með sterkustu liðin í riðlinum, en bæði ísland og Svíþjóð geta sigr- að þessar þjóðir. Ég vona að íslend- ingum gangi vel, en það er ekki gott að spá. Liðin gætu leikið um 3. sætið, en fara ekki neðar en í 8. sæti. Að sjálfsgöðu vona ég að Svíar sigri íslendinga, en ég óska íslendingum alls hins besta. Lið þeirra er sterkt og það væri gaman að sjá þá ofar- lega. Þó ekki ofar en Svía!" Globus? Símar 35408 og 83033 AUSTURBÆR Stórholt Stangarholt Meðalholt Óðinsgata KOPAVOGUR Hraunbraut 18-47 |Kiorö»tiMaíít?>
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.