Morgunblaðið - 23.08.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.08.1988, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1988 Keuter Kappsigling yfir Atlantshafið í gær hófst kappsigling frá borginni Quebec í Kanada yfir Atl- antshafið til fiskibæjarins St. Malo á norðurströnd Frakklands. Keppnisskúturnar voru ræstar á St. Lawrence-ánni og var mynd- in tekin er sú fyrsta lagði af stað. Fráfall forseta Pakistans: Hluti flaksins flutt- ur til Bandaríkjanna 700 manns hafa verið yfirheyrðir vegna flugslyssins Islamabad, Moskvu. Reuter. BANDARÍSKIR sérfræðingar hófu á sunnudag rannsókn á flaki flug- vélar Zia-ul-Haqs, fyrrum forseta Pakistans, en að sögn embættis- manna munu nokkrir dagar liða áður en unnt verður að kveða upp um orsakir flugslyssins á miðvikudag. Hluti flaksins verður sendur til Bandaríkjanna en bæði vestrænir og pakistanskir embættismenn segjamjög ólíklegt að flugvélin hafi hrapað vegna bilunar í tækjabún- aði. Útför Zia-ul-Haqs fór fram á laugardag og fylgdu þúsundir manna honum til grafar. Að minnsta kosti 700 manns hafa verið yfirheyrðir vegna rann- sóknar á tildrögum flugslyssins en grunur Ieikur á um að sprengju hafi verið komið fyrir um borð eða að flugvélinni hafi verið grandað með eldflaug. 20 bandarískir sér- fræðingar eru komnir til Pakistans og áforma þeir að flytja hluta flaks- ins til Bandarílq'anna. „Ég vona að þeir finni vísbendingar og geti sagt nákvæmlega til um hvað gerðist," sagði Gulham Ishaq Khan, starf- andi forseti landsins, á blaðamanna- fundi á sunnudag en 30 manns fór- ust í slysinu þeirra á meðal sendi- herra Bandaríkjanna í Pakistan. Að sögn ónefndra stjómarerind- reka hafa 80 menn verið hand- teknir og munu flestir þeirra vera öryggisverðir og hleðslumenn á flugvellinum í Bahawalpur en flug- vél forsetans fórst skömmu eftir flugtak frá borginni. Þúsundir stjómarhermanna eru á þessum slóðum og hafa þeir kannað skilríki íbúanna. Þusundir manna fylgdu Zia-ul- Haq til grafar á laugardag og fjöldi erlendra sendimanna var viðstaddur útförina. Fulltrúar afganskra skæruliða kváðust sannfærðir um að sovéskir og afganskir leyniþjón- ustumenn hefðu myrt forsetann. Þessu hafa stjómvöld í Afganistan þegar vísað á bug. Pravda, málgagn sovéska kommúnistaflokksins, veittist í gær harkalega að Lund- únablaðinu The Times en í forystu- grein blaðsins þann 18. þessa mán- aðar sagði að grunurinn hlyti að beinast að flugumönnum stjóm- valda í Afganistan og Sovétríkjun- um ef í ljós kæmi að flugvél forset- ans hefði verið grandað. í grein Prövdu í gær sagði að það væri mjög sérkennilegt að „virt“ dagblað birti slíkar ásakanir. Annaðhvort væm starfsmenn blaðsins einfald- lega óhæfír eða tilgangurinn væri sá að spilla því andrúmslofti sem ríkt hefði eftir að samningurinn um brottför sovéska herliðsins frá Afg- anistan var undirritaður í Genf í aprílmánuði. Ritstjórar Prövdu kváðust heldur hallast að hinu síðamefnda og vitnuðu til skrifa annarra breskra blaða þar sem get- um var að því leitt að ráðamenn innan herafla Pakistans hefðu stað- ið að baki ódæðinu. Sovéskir andófsmenn minnast innrásarinnar: Mótmæli brotin á bak aftur af mikilli hörku Hundruð öryggisvarða handtóku tæplega 100 manns í miðborg Moskvu Moskvu. Reuter. SEX félagar í samtökum sovéskra andófsmanna, sem nefnast Lýð- ræðisbandalagið, hafa verið dæmdir i allt að 15 daga fangelsi vegna mótmæla sem samtökin stóðu fyrir í Moskvu á sunnudag er þess var minnst að 20 ár voru liðin frá innrásinni í Tékkóslóvakíu. 15 manns var gert að greiða allt að 100 rúblna sekt (um 7.300 ísl. kr.). Hundruð þjóðvarðliða og lögreglumanna auk sérsveita öryggislög- reglunnar, KGB, komu i veg fyrir mótmæli á Púshkín-torgi í mið- borg Moskvu og beittu mikilli hörku er andófsmennirnir voru hand- teknir. TASS, fréttastofan hafði í gær eftir Lev Belyjanskíj, aðstoðarlög- regiustjóra Moskvu-borgar, að 96 manns hefðu verið handteknir í mótmælunum á Púshkín-torgi. Ekki var greint frá þvi hversu margir væru enn í haldi. Kvöldblaðið Vetsj- emyaja Moskva skýrði frá því í gær að Valería Novodvorskaja, einn helsti leiðtogi Lýðræðisbandalags- ins, hefði verið dæmd til 15 daga fangelsisvistar auk manns eins sem ekki var nefndur á nafn. Aðrir tveir félagar samtakanna hefðu verið dæmdir í fímm daga fangelsi og tveimur til viðbótar hefði verið gert að dvelja tvo daga innan fangelsis- múra. Talið er að um 500 manns hafí tekið þátt í mótmælunum á Púsh- kín-torgi en stjómvöld í Moskvu höfðu áður lagt bann við þeim. Um það bil sem fundahöldin áttu að hefjast birtust hundruð lögreglu- manna og þjóðvarðliða auk KGB- manna. Fólkinu var tilkynnt að samkunda þessi væri ólögleg og létu öryggissveitimar þegar til skarar skríða. Öryggisverðimir mynduðu keðju og þröngvuðu fólk- inu af torginu. Að sögn sjónarvotta voru þeir sem sýndu mótspymu beittir mikilli hörku. Margir voru dregnir á hárinu yfír torgið að þremur langferðabifreiðum sem biðu í nágrenninu. Aðrir .fengu að kenna á kylfum lögreglumannanna, sem einnig spörkuðu í andófsmenn- ina sýndu þeir minnsta mótþróa. Einn mannanna reyndi að hefja fána með áletmn á loft en öryggis- verðir þeyttu honum til jarðar og hrifsuðu hann af honum. Annar reyndi að lesa yfírlýsingu upp fyrir vestræna fréttamenn sem fylgdust með en var handtekinn. „Nú sjáið þið hvemig kommúnistaflokkur okkar starfar," sagði einn vegfar- andi er hann fylgdist með því þegar fímm andófsmenn voru dregnir á brott. Vegfarendur gerðu hróp að lögreglumönnunum er þeir brutu mótmælin á bak aftur sem tók þá um 20 mínútur. Að sögn Vetsjernyaja Moskva töldu yfirvöld í Moskvu sýnt að mótmælin ógnuðu röð og reglu í borginni. í frétt blaðsins sagði að Lýðræðisbandalagið hefði verið stofnað til að grafa undan valdi sovéska kommúnistaflokksins. Meðlimir bandalagsins hefðu reynt að sverta stefnu stjómvalda og haft í frammi „ögrandi athæfí". Lýðræðisbandalagið var stofnað í ■ maímánuði og er yfírlýstur tilgang- ur samtakanna sá að skapa nýtt stjómmálafl í Sovétríkjunum til mótvægis við kommúnistaflokkinn. Reuter Fána Tékkóslóvakíu haldið á lofti við Wenceslas-torg i miðborg Prag á sunnudag en þá voru 20 ár liðin frá innrásinni í Tékkóslóvakíu. Innrásarinnar í Tékkóslóvakíu minnst í miðborg Prag: Hvað hræðist þið - Við segj- um satt, þið sigið hundunum! - hrópaði fólkið að sveitum öryggisvarða Prag. Reuter. TALIÐ er að um 10.000 manns hafi tekið þátt í göngu um miðborg Prag á sunnudag en þá voru 20 ár liðin frá því herafli Varsjárbanda- lagsins réðist inn í Tékkóslóvakíu til að bijóta á bak aftur umbóta- stefnu Alexanders Dubceks, þáverandi leiðtoga tékkneska komm’uni- staflokksins. Líkt og fyrir 20 árum safnaðist fólkið saman á Wen- ceslas-torgi til að mótmæla hernáminu. Rúmum tveimur klukkustund- um síðar dreifðu lögreglumenn mannfjöldanum og beittu til þess kylfum og tárgasi. Þetta eru fjölmennustu mótmæli í Tékkóslóvakíu frá árinu 1969 og þykja þau marka tímamót í flestu tilliti. „Lengi lifi Dubcek,“ hrópaði fólk- ið í kór er það gekk um miðborgina en Dubcek var handtekinn og flutt- ur til Moskvu er herafli Varsjár- bandalagsins hafði brotið á bak aftur „Vorið í Prag," eins og tíma- skeið þetta í sögu Tékkóslóvakíu er jafnan nefnt. Við Wenceslas-torg var þjóðsöngur landsins sunginn en síðan hélt gangan af stað. „Rússar, farið heirn" hrópaði fólkið en aðrir sungu í kór: „Sannleikurinn mun sigra að lokum". Gangan hélt eftir bökkum Vltava-árinnar en lög- reglumenn höfðu lokað brúm sem liggja yfír hana. „Hvað 'hræðist þið?“ hrópuðu göngumenn að lög- reglusveitunum. „Við segjum satt! Þið sigið hundunum!". Að lokum fór svo að flestir göngumanna sneru við en óeirðalögreglumenn girtu um 1.000 manns af fyrir framan Þjóð- leikhúsið. Er fólkið hugðist snúa aftur til Wenceslas-torgs réðust öryggissveitimar að því og dreifðu mannfjöldanum. Torginu var síðan lokað af og fylgst var náið með ferðum manna í nágrenninu. Ceteka, hin opinbera fréttastofa landsins, sagði um 4.000 manns hafa tekið þátt í mótmælunum. „í þessum hópi var að fínna æsinga- menn og athæfí þeirra gat af sér villimennsku," sagði í einni tilkynn- ingu fréttastofunnar. Þetta eru fjölmennustu mótmæli í Tékkóslóvakíu frá árinu 1969 er landsmenn minntust eins árs af- mælis innrásarinnar. Vestrænir embættismenn og leiðtogar andófs- manna kváðust i gær vera undrandi á því hversu margir hefðu tekið þátt í mótmælunum á sunnudag og kváðu þau marka tímamót. Menn hefðu almennt verið teknir að hall- ast að því að 20 ára alræði harðlínu- manna hefði gert það að verkum að almenningur áræddi ekki að taka þátt í fjöldafundum sem þessum. Kváðust menn vænta þess að þetta yrði til að treysta stöðu andófs- manna og samtaka þeirra, sem barist hafa fyrir því að grundavall- arréttindi manna verði virt í Tékkó- slóvakíu. „Það sem ef til vill er stór- kostlegast er sú staðreynd að 90 prósent þeirra sem þátt tóku í göngunni voru ungt fólk sem hefur alla sína ævi búið við þetta kerfi,“ sagði andófsmaður einn í samtali við fréttamann Reuters á mánudag. „Þetta er mjög mikilvægur atburð- ur,“ sagði andófsmaðurinn Vaclav Maly. „Það er mikilvægt að fólk hafði í frammi mótmæli og nánast ekkert gerðist. Þetta mun verða því hvatning til þess að mótmæla á ný,“ sagði hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.