Morgunblaðið - 23.08.1988, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 23.08.1988, Blaðsíða 39
39 MORGUNBLAÐIÐ, vœsKipn/AiviNNUiir ÞRIÐJUDAGUR 23. AGUST 1988 EB Odýrast að skipta gjaldeyri íDanmörku Kaupmannahöfn, frá Grími Friðgeirssyni ÓTRÚLEGUR kostnaður fylgir því fyrir ferðamenn að skipta gjaldeyri, en af Efna- hagsbandalagslöndum Evrópu er hagkvæmast að skipta gjald- eyri í Danmörku. Ef heimsóttar eru 10 höfuðborgir EBE-ríkja og þar skipt gjaldeyri, hverfur nær helmingur gjaldeyrisins í kostnað. Þessar upplýsingar koma fram hjá neytendasamtökum Evrópu BEUC. Stofnunin gerði skipulagða könnun á þessu nýlega. Ferðast var á milli 10 Efnahagsbanda- ttaritara Morgunblaðsins. lagsríkja og farið var af stað með 40.000 belgíska franka. Verslað var við samskonar bankastofnanir og gjaldeyrinum skipt í hveiju landi. Þegar heim til Brussel var komið áttu þeir leiðangursmenn aðeins 21.300 belgíska franka eft- ir. Það skal tekið fram að af þess- ari upphæð var ekkert tekið til framfærslu, 47% af gjaldeyrinum hafði sama sem verið tekin í kostn- að. Minnsta tanið í leiðangrinum reyndist tapið minnst í Kaupmannahöfn. Þegar skipt var þýskum mörkum í dan- skar krónur fór 0,95% í kostnað. Dæmið lítur heldur verr út ef skipta skal grjskum drökmum í þýsk mörk, því að vesalings ferða- maðurinn missir 21,46% af gjald- eyri sínum. Að meðaltali er kostn- aðurinn þegar skipt' er á milli 2,5 og 3%. BEUC bendir á að kostnaðurinn gæti verið meiri eða minni eftir því hvaða ferðaleið er valin, en kostnaðurinn er það mikill, að fram hjá honum er ekki hægt að líta. Hvaðkostar dýrasta fyrirtæki heims? LISTI yfir eitt þúsund stærstu fyrirtæki heims birtist í júlí- hefti tímaritsins Business Week. Þegar hann er skoðaður kemur margt forvitnilegt í ljós, ekki síst liversu mikla yfirburði jap- önsk fyrirtæki hafa gagnvart annarra landa fyrirtækjum j efstu sætum listans. Fyrirtækjunum er raðað niður eftir markaðsverði þeirra, og er þá notað verð hlutabréfa í þeirn þann 31. maí sl., og það svo marg- faldað með nýjustu upplýsingum um fjölda hlutabréfa. Japönsk fyr- irtæki skipa langflest af efstu sætum listans, og af tíu dýrustu fyrirtækjum heims eru átta jap- önsk, en hin tvö bandarísk. Það eru IBM sem er í 3. sæti og Ex- xon/Esso í 6. sæti. Það er hins vegar Nippon símafyrirtækið sem prýðir efsta sætið, markaðsverð þess er talið vera litlir 295,66 milljarðar dollara, sem mun vera jafnvirði 13600,36 milljarða íslenskra króna. Verðmæti næstu tveggja fyrirtækja, Sumitomo bankans og IBM er hins vegar svipað, samtals um helmingur verðmætis Nippon símafyrirtækis- ins. Evrópsk fyrirtæki eru ekki fyrirferðarmikil á efri hluta list- ans, reyndar er bresk-hollenska olíufyrirtækið Royal Dutsch/Shell group í 12. sæti, en síðan sést ekki evrópskt fyrirtæki fyrr enn í sætum númer 64 og 65, sem Un- ilever hið hollenska og Daimler- Benz hið þýska verma. Fast á hæla þeirra í 66. er svo Coka- Cola, en höfuðandstæðingur þess, Pepsico, er í 122. sæti. 18 skandinavísk fyrirtæki eru á listanum, þar af eru 16 sænsk. Alls eru 310 japönsk fyrirtæki á þessum lista, en 345 bandarísk, þannig að ljóst má vera að banda- rískum fyrirtækjum fjölgar eftir því sem neðar kemur á listann. mikilvægt að aðilarnir héldu ein- hvetjum tengslum sín á milli.“ Þegar út í viðræður Flugleiða- manna við fulltrúa hinna erlendu barika og Qármálafyrirtækja var komið, reyndist raunar hin skatta- lega fjármögnun ekki sá kostur sem ætlað hafði verið í byijun, þar sem japönsk stjórnvöld höfðu þá tekið fyrir það að miklu leyti að fjár- magnseigendur þar í landi gætu lagt fé í fjármögnunarpakka af þessu tagi gegn skattalegu hagræði heima fyrir. „Niðurstaðan varð því sú að við ákváðum að ganga til samninga við Bank of America, einn af stærstu bönkum Bandaríkjanna, og með þeim banka standa Banque Nati- onale de Paris og Tokai Bank í Japan að þessari fjármögnun," seg- ir Sigurður Helgason einnig. „Þar með má segja að fjármögnun beggja Boeing 737 vélanna liggi fyrir, en hins vegar erum við ekki búnir að loka samningnum ennþá. Með öðrum orðum við vitum hvar við ætlum að taka lánið en höldum ýmsum leiðum opnum varðandi kjörin og um hugsanlegar breyting- ar þar á. í því efni er reyndar ýmis- legt á döfinni sem gæti tryggt okk- ur lægri vexti en við erum að tala um á þessu andartaki, en að öðrum kosti göngum við endanlega frá samningi okkar við Bank of Amer- ica í byijun næsta ár, ef ekkert annað hagstæðara verður þá komið fram.“ Mikill sveigjanleiki Fjármögnunin sem þeir Flug- leiðamenn eru nú með í höndunum, er eins og áður segir í formi láns til 17 ára og með breytilegum vöxt- um — innan við 1/2% ofan á LI- BOR, þ.e. millibankavexti í London. Félagið hefur hins vegar möguleika á því að festa vextina og vera með fasta vexti einhver 5-7 ár Í einu á samningatímanum, ef forsvars- menn félagsins telja það koma bet- ur út. Þar sem markaðsverð flug- véla er yfírleitt mælt í dollurum er gert ráð fyrir að lánið verði í dollur- um. Sigurður segir þó, að þeir Flug- leiðamenn hafi einnig möguleika á að breyta láninu í aðra mynt eða myntkörfu. Tekjur félagsins hafa verið að breytast síðustu misseri þannig að það dregur úr vægi doll- ars í rekstrartekjunum en hlutur ýmissa Evrópumynta eykst að sama skapi. „Það getur því verið skyn- samlegt að miða lánið við evrópska myntkörfu sem endurspeglaði rekstrartekjur félagsins og draga á þann hátt úr gengisáhættu," segir Sigurður. „Við myndum til dæmis aldrei taka lán I japönskum yenum, þar sem félagið er ekki með neinar tekjur að marki í þeim gjaldmiðli.“ Flugleiðir hafa sem kunnugt er tryggt sér afgreiðslusæti hjá Bo- eing-verksmiðjunum fyrir 2 Boeing 757 flugvélum, sem Flugleiðamenn telja koma mjög til álita til að leysa af hólmi DC-8 vélar félagsins á N-Atlantshafsleiðinni og lengri leiguflugsleiðum. Verði af kaupum á þessum vélum segir Sigurður hins vegar líklegast að í því tilfelli verði farinn sú fjármögnunarleið að fá fjármögnunarleigufyrirtæki, sem sérhæfir sig á þessu tiltekna sviði, til að festa kaup á vélunum og leigja þær síðan félaginu aftur gegn kaup- rétti á ákveðnum tímabilum. Fjár- magnskostnaðurinn við þessa leið er auðvitað talsvert mikill en Sig- urður Helgason bendir á að sá markaður sem 757-vélarnar eiga að þjóna sé mun áhættusamari heldur en Evrópumarkaðurinn fyrir Flugleiðir um þessar mundir, og þar af leiðandi sé skynsamlegast fyrir Flugleiðir að hafa vissan sveigjan- leika i þessum flugrekstri, t.d. ef félagið jþyrfti að losa sig enn frekar út úr Ameríkufluginu vegna breyttra viðhorfa f rá því sem nú er. Fjármögnunarþjónusta við flug- félög vegna flugvélakaupa og meiri- háttar ljárfestinga á öðrum sviðum, er mjög þróuð grein í alþjóðlegum fjármálaheimi. Svo sem Sigurður nefndi eru flestir helstu bankar heims sem sérstakar deildir innan sinna veggja sem sinna þessu sviði eingöngu. Til eru fagtímarit sem helga sig þessum málaflokki, og loks er mikið og náið upplýsinga- streymi um samninga og kjör á þessum markaði milli flugfélaganna sjálfra í gegnum ýmiss samtök þeirra. „Það er þess vegna fremur auðvelt að afla sér upplýsinga og fá samanburð á þessum markaði, þótt það sé að sjálfsögðu talsverð vinna að fá þá yfírsýn sem nauðsyn- leg er,“ segir Sigurður Helgason. TILBOÐSVERÐ Á JARNHILLUM FYRIR LAGERINN, GEYMSLUNA, SKRIFSTOFUNA. Tvær uppistöður með sex hillum kr. 5.385,- - viðbótaruppistaða kr. 630,- - viðbótarhilla kr. 630,- GRAFELDUR Borgartúni 28. sími 62 32 22. AUSTURBÆR Háteigsvegur Laugarvegur Bankastræti Glaðheimar Vogahverfi Samtún Drekavogur Stigahlíð 49-97 Svarthamrar Vegghamrar Krosshamrar UTHVERFI Hraunbær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.