Morgunblaðið - 23.08.1988, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 23.08.1988, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1988 St)örnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson LykilorÖ — 1 f dag ætla ég að hefja ura- föllun um stjömumerkin tólf. dag og á morgun verður birt- ur listi yfir lýkilorð sem eiga við stjömumerkin og síðan fylgja tólf greinar, eða ein fyrir hvert merki á dag. Þó lýsingar á merkjunum hafa birst áður, má reikna með að einhveijar þeirra hafl farið framhjá einstökum lesendum og því rétt að birta þær allar saman. HiÖ dæmigeröa merki Eins og áður er rétt að hafa í huga að einungis er verið að ræða um hið dæmigerða merki. í raun er staðreyndin síðan sú að hver maður á sér nokkur merki, sem öll spila saman og hafa áhrif á hvert annað. Hrútur(20. mars-19. apríl) Orkumikill, tilfinningaríkur, sjálfstæður, einstaklings- hyggjumaður, opinskár, hreinn og beinn, einlægur, skapandi, gerandi, ákveðinn, lifandi, kappsfullur, snöggur, örgeðja, brautryðjandi, fer eigin leiðir, forystusauður, tekur frumkvæði, vill breyt- ingar, líf og skapandi athafn- ir. Neikvæðar hliðar: Óþolin- móður, árásargjam, upp- stökkur, eigingjam, fljótfær, úthaldslítill, hleypur frá hálfn- uðu verki. Naut (20. apríl-20. maí) Staðfast, hagsýnt, jarðbundið, hlédrægt, þolinmótt, rólegt, fast fyrir, úthaldsmikið, traust, íhaldssamt, vemdandi, náttúmunnandi, hefur við- skiptahæflleika, skipulagt, friðsamt. Nautið vill sjá áþreif- anlegan árangur og fást við gagnleg og uppbyggileg mál. Neikvæðar hliðar: Þijóskt, latt, þungt, þröngsýnt, nautnasjúkt, staðnað, þræll efnishyggju. Tvíburi (21. maí-20. júní) Fjölhæfur, félagslyndur, hress, málgeflhn, forvitinn, glaðlyndur, strfðinn, léttlynd- ur, bjartsýnn, vingjarnlegur, fijálslyndur, þarf frelsi og hreyflngu, hefur ríka tjáning- arþörf, merki tjáskipta, miðlar (upplýsingum). Tvíbura leiðist vanabinding og þarf tilbreyt- ingu og nýjungar, þarf félags- lega og hugmyndalega lifandi umhverfi. Neikvæðar hliðar: Eirðarlaus, ábyrgðarlaus, yflr- borðslegur, lofar upp í ermina á sér, reikull. Krabbi (21.júní-22. júlt) Tilfínningamikill, næmur, við- kvæmur, hlédrægur, um- hýggjusamur, vemdandi, að- haldsmaður, séður, íhaldssam- ur, minnisgóður, með sterkt fmyndunarafl, hagsýnn, þarf öryggi, heimakær, mikill pabbi/mamma, fjölskyldu- maður, seigur, náttúruunn- andi, dýravinur. Krabbi þarf að dvelja í mannúðlegu, til- flnningalega lifandi og nátt- úrulegu umhverfl. Neikvæðar hliðar: Feiminn, þunglyndur, mislyndur, sveiflukenndur, nískur, sjálfsvorkunnsamur. Ljón (23.júlí-23.ág- úst) Lifandi, skapandi, gerandi, stjómsamt, orkumikið, sjálf- stætt, opið, einlægt, traust, fast fyrir, hlýtt, hresst, gjöf- ult, stórhuga, hugsjónamikið, listrænt, vill vera í miðju. Ljó- nið er ákveðið og skoðanafast, vill breytingar, líf og skapandi athafnir. Neikvæðar hliðar: Ráðríkt, eigingjamt, nautna- sjúkt, latt, sjálfsupptekið, til- ætlunarsamt, hlustar ekki á aðra. GRETTIR DYRAGLENS \/£ISTU HVAÐ ,£>ÚÞÚ 'F. þó AND/Viet-IR ÖLLU SB/H EG SEG/ / /Vt^ UOSKA FERDINAND SMAFOLK 600P EVENIN6, 5IR..UJ0ULP VOU CARE10 LOOK ATOUR MENU?y Gott kvöld, herra. Viltu líta á matseðilinn okkar? OUR 5PECIALT0NI6HT 15 "CRI5P POTATO JACKET5ÍÍ IF VOU'RE NOT E5PECIALLV HUN6RV, YOU CAN JU5T EATTHE 5LEEVES! HA HA ^ ^ HAHA FUNNY WAITER5 \ SHOULPN T BE ] ALLOWEPOUT OF> THE KITCHEN../ X— ——^ © æ b i 3i Æ I /—»IWÍjÍmo ( c 1 vR>/ L " ' J / * ar kartöflur í hýði. Ef þú ert ekki mjög svangur get- urðu bara borðað hýðið! Það ætti ekki að hleypa fyndnum kokkum út úr eldhúsinu. Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Norður fékk ofbirtu í augun þegar hann tók upp spilin sín og steig upp í sjöunda himin áður en hann vissi af. Það var eins gott að makker hans stóð fast í báða fætur á jörðinni. Norður gefur; NS á hættu. Norður ♦ AKDIO VAD93 ♦ AKG75 *- Vestur Austur ♦ 542 ♦ 76 V 865 II VK72 ♦ 842 ♦ 103 ♦ D542 ♦ AK10963 Suður ♦ G983 VG104 ♦ D96 ♦ G87 Vestur Norður Austur Suður Vestur Norður Austur Suður - 2 lauf 3 lauf Pass Pass 4 lauf Pass 4 spaðar Pass Pass 7 spaðar dobl Pass Pass Utspil: lauffjarki. Eftir alkröfuopnun og inná- komu austurs, pínir norður fé- laga sinn til að velja lit og gösl- ast svo í alslemmu, þótt suður hafl ekki lofað einu einasta mannspili. Dobl austurs er varla skynsamlegt, en 'kannski byggt á fyrri reynslu af sögnum norð- urs. Þrátt fyrir allt, lumar suður á nokkmm lykilspilum og al- slemman er ekki verri en svíning fyrir hjartakónginn. Suður hafn- aði þó þeirri leið á grundvelli dobls austurs. Hann trompaði útspilið hátt í blindum og spilaði tígli galvaskur á níuna! Þegar hún hélt var hálfur sigur unn- inn. Nú var samgangur til að trompa lauf tvisvar hátt í borð- inu og yfirtaka svo spaðatíuna til að taka trompin. 13 slagir: 7 á tromp, 1 á hjarta og 5 í tígul. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson í úrslitakeppni Evrópukeppni skákfélaga í júlí kom þessi staða upp í skák alþjóðlega meistarans Khalifman (CSKA, Moskvu,) sem hafði hvítt og átti leik, og v-þýska stórmeistarans Lau, (Solingen.) 22. Rf5+! - gxf5 23. De3 - Dc6 24. Dg5+ - Dg5+ — Dg6 25. Dxe7 og svartur gafst upp, því hann á enga viðunandi vöm við hótuninni 26. Df8 mát. CSKA varð Evrópumeistari með 20 vinn- inga af 36 mögulegum. Honved Búdapest hlaut 18 v., Volmac Rotterdam 17*/2 v. og Solingen rak lestina með I6V2 v.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.