Morgunblaðið - 13.09.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.09.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1988 HANDKNATTI FIKUR: Að skynja hinn hreina tón í afmælisboði ræddu nokkrir ungir menn um erlenda íþrótta- menn og afrek þeirra af miklum alvöruþunga, enda orðnir tólf ára gamlir, og sú hugmynd fædd- ist að sennilega gætu þeir eftir allt saman náð sama árangri og þessir karlar. Einn þessara yng- issveina tók sig til og gerði hug- myndina að veruleika. Það var Einar Vilhjálmsson spjótkastari. „Hugsunin um að komast á Ólympíuleika kom sennilega fyrst upp í hugann í þessu afmælishófi, en þar bar okkur strákunum saman um það að spjótkastarar væru í raun engir risar og að það væri sennilega hægt að kasta langt eins og þeir. Fljótlega eftir þessar umræður fékk ég kvennaspjót í hendumar og hóf að kasta. En þá fékk ég í olnbogann og hugsaði með mér, að þetta gengi ekki! í umfjöllun um Ólympíuleikana 1972 kom það fram að íþróttamenn austantjaldslandanna fengju þjálf- un frá unga aldrei, en sú umræða hefur sennilega orðið til þess að ég spurði kennarann minn að því hvort hann héldi að ég væri orðinn of seinn til velja mér íþróttagrein." Einar varð ekki of seinn, og lét ekki heldur „olnbogaskotið" aftra sér frá spjótkastinu, vann marga glæsta sigra landsmönnum til ómældrar ánægju. En spjótinu var breytt árið 1986. Þyngdarpunkturinn var færður fram um 4 sentimetra þannig að hlutfoll átakaferils og útkastshoms breyttust. „Tæknin sem ég hafði við gamla spjótið átti ekki við hið nýja. Það var kannski frekar dapurt því ég var búinn að leggja á mig fjögur ár til að ná þessari tækni, en það má segja að allir sem köstuðu langt með gamla spjótinu töpuðu hlut- fallslega mest. Ég féll úr 5. sæti niður í 24. sæti árið 1986, kastaði þá 80,28 metra." — Nú segja menn að þú hafír náð mjög góðri tækni með nýja spjótið? Einar kinkar bara kolli hugsi og segir að svo virðist vera, en vill ekki hafa fleiri orð um það. En hann komst í 13. sæti á heimsmeist- aramótinu 1987, kastaði lengst 82,96 metra það árið, en er nú í 4. sæti á heimslistanum með 84,66 metra kast. Við ræðum um muninn á hópíþróttum og einstaklingsíþrótt- um og Einar segir að sjónarhomið verði einhæft og einbeitingarsviðið afmarkað hjá þeim síðamefndu. „í raun einangrar maður sig, og það á við mig því ég hef verið mik- ill gerandi sjálfur hvað varðar upp- byggingu og áætlanagerð, þótt ég hafí auðvitað notið aðstoðar góðra manna." — Einar, stuttu áður en þú hleypur af stað með spjótið, þá verð- ur þú svo hátíðlegur í framan. Hvað ertu að hugsa þá? „Tæming. Algjör tæming." Bætir svo við hlæjandi: „Bara gröfín! Nei, á þessu augnabliki verða menn að geta útilokað umhverfíð, þrengt sjónarhomið og skynjað hreina tóninn." — Svo er það augnablikið þegar þú kastar. Það kemur svo skrýtinn snúningur á líkamann. „Þetta er ónáttúruleg hreyfíng. Mikil þensla og yfírspenna á líkam- ann, þar sem kúnstin felst í því að nýta sér til fullnustu lögmál mið- flóttaaflsins og hins hreyfifræðilega hleklq'alögmáls. Ef kastið er vel útfært tæknilega, þá hefur maður á tilfínningunni að hafa ekki tekið eins vel á og hugsanlega er mögu- legt, því kastið virkar átakalaust." Síðan 1982 hefur Einar stundað nám við háskólann i Austin í Tex- as, Iauk BS-prófí í lífeðlisfræði og vinnur nú að BA-gráðu í stjóm- A LEIÐ TIL SEOUL Jakob Sigurðsson Ekki laust við að maður þroskist Á ljósmyndum sem teknar eru í hita leiks virkar Jakob Sigurðs- son svo árásargjam, að maður setur ósjálfrátt í herðaraar og býr sig undir harða orðahríð. En svo birtist hann, þetta ljúfmenni, sem gengur á fjöll í frístundum og hlustar á klassíska músik. „Draumurinn er að komast upp á Snæfellsjökul," segir Jakob, sem gengur upp á Esjuna og hleypur upp á Helgafell. En hann er mikið fyrir útilíf og notar hvert tækifæri til gönguferða. — Nú eru margir félagar þínir í golfi, „smitið" þið ekki hver annan?" „Nei, ég held það velti á upplagi hvers og eins hvað hann velur sér og kemst í kynni við. Ég hef líka mikinn áhuga á ljósmyndun, og hef aðallega tekið „macro“-myndir, en það em svona nærmyndir af blóm- um og þess háttar, og svo lands- lagsmyndir. En annars er lítill tími fyrir tómstundir eins og nú stend- ur.“ Jakob ólst upp í Eyjum „í beinum tengslum við náttúruna og atvinnu- lífíð" eins og hann segir, en það var nú einmitt náttúran sjálf sem orsakaði það að hann fór að spila handknattleik. „Ef gosið í Eyjum hefði ekki átt sér stað þá hefði ég sjálfsagt ekki farið í handbolta. En ég flutti í Hlíðamar í Reykjavík og þá lá bein- ast við að fara í Val. Eg spilaði einnig fótbolta en komst fyrr í meistaraflokkinn í handboltanum. Síðan hef ég verið í Val og líkar mjög vel þar. Félagsskapurinn er stór hluti af handboltanum og þar hef ég eignast vini og kunningja, og verið með sumum frá 12 ára aldri." — Er ekkert leiðinlegt að vera háður getu annarra eins og gerist í hópíþróttum? „Það er kannski ekkert gaman að eiga stórleik þegar liðið tapar, þá hverfur eigin geta í skuggann. En næsti leikur getur bætt það upp F.kki beinlinis árennilegur. þegar mér gengur illa, en liðið sigr- ar! Gengi manns veitur á þeirra getu, það sem þú gerir er háð því hvað meðspilarinn gerir. En það er nú einmitt samvinnan sem gefur þessu gildi!“ Jakob er 24 ára gamall og stund- ar nám í efnafræði við háskólann. Handboltinn hefur óneitanlega tafið nám hans þar sem hann hefurþurft að taka sér frí um stundarsakir, en stefnir nú að því að ljúka námi næsta vor. „Ég hef mætt miklum skilningi í skólanum, en það er ekkert sjálf- gefíð. Ég fer í skólann á fullu að Olympíuleikunum loknum, en ég Morgunblaðið/Bjami Eiríksson kem þó til með að missa mikið úr verklega náminu. Ég neita því ekki, að það fer í taugamar á mér hvað námið hefur setið á hakanum, en ég hef reynt að hugga mig við það, að ég hef rúman tíma til að læra, en þessi tími í íþróttunum kemur aldrei aftur. Og svo gleymist allt erinðið þegar frá líður.“ Nú eru stórátökin framundan, en Jakob er ekkert kvíðinn, segist frekar hlakka til. „Ef þú ferð vel lesinn í próf, þá hefurðu engar áhyggjur. Þetta er álíka tilfinning. Eftir þennan gífur- lega undirbúning þá ætti þetta að ganga vel. Það er líka ánægjulegt sýslu og hagfræði. Þau hjónin kunna vel við sig í Austin, sem er þægileg borg og laus við alla stór- borgarös, og munu halda út aftur í janúar nk. Ég spyr Einar hvort hann verði ekki bara stjómmála- maður eftir þetta allt saman? „Ég er það. Ég er alltaf að stjóma sjálfum mér.“ Hann segir að það sé raunhæfur möguleiki að fara á ólympíuleikana ’92 í Barcelona, en dregur ekki dul á það, að hann sé farinn að méta aðra þætti í lífinu. „Þetta er spuming um „tæki- færiskostnað", þ.e. hvað viltu fóma miklu fyrir hlutina. Það hefur ýmis- legt setið á hakanum vegna íþrótt- anna. Ég vil gjaman fara að skapa ijölskyldunni traustari grunn. Þessu hefur fylgt ákveðið rótleysi, við höfum meðal annars þurft að beij- ast á leigumarkaðinum, nú og svo vill maður fara að huga að sínu lifí- brauði." Einar hefur glfmt við fleira en spjótið í gegnum tíðina. Spilaði jafn- vel eitt sinn handbolta og náði því að komast í unglingalandsliðið 1978. Hvað kom til að hann gaf „boltann" upp á bátinn? „Ætli „tækifæriskostnaðurinn" hafí ekki verið of hár! Við getum sagt að ég hafí ekki verið sáttur við að gefa jafnmikið fyrir hand- boltann, þegar óregla í félögum mínum gat komið í veg fyrir að ég næði langt. Ég held ég hafí líka áttað mig á því að ég var betri spjótkastari heldur en handbolta- maður!" — Svo ert þú músíkalskur mað- ur, Einar, spilaðir á gítar í sjón- varpssal. Hann hlær þegar hann rifjar það upp: „Já, þetta er smit úr föður- húsum. Pabba fannst gaman að syngja og spila á kvöldin fyrir okk- ur. Svæfði okkur stundum með vísnasöng. Ég sem stundum lög við ljóð og finn ró og afslöppun í því.“ — Nú ert þú sonur afreksmanns og ert afreksmaður sjálfur. Muntu undirbúa dóttur þína fyrir það sama? „Undirbúa hana fyrir geðveik- ina?“ spyr hann snöggt og brosir. „Ég held ég hafi sama háttinn á og faðir minn við okkur, leyfði okk- ur að velja. Hann gaf okkur tæki- færi til að taka þátt í íþróttum, en lagði ekki áherslu á að gera okkur að afreksmönnum. Hann sjálfur hirti lítt um sín verðlaun og flíkaði aldrei afrekum sínum. Það var í gegnum annað fólk sem við kynnt- umst þeim. Ég man að eitt sinn er við sátum að kvöldverði segi ég við hann, að ég sé ákveðinn í að fara á Ólympíu- leikana ’84. Þá byijaði hann strax að slá af, sagði að það ætti ekki að vera yfírmarkmið í lífinu, og að ég skyldi ekki spenna bogann of hátt. Hvað dóttur mína varðar, sem er nú bara þriggja ára, þá ætla ég ekki að ýta neitt á hana, krakkar eiga að finna þetta sjálfir. En hún er farin að koma á æfíngar með mér, svo kannski er hugmyndin óbeint komin inn!“ KM „Ég er farínn að meta aðra þætti í lífinu.“ f silungsveiði með dóttur sinni Gerði Rut. Morgunblaðið/Kristján Pétur Guðnason. Einar: „í raun einangrar maður sig.“ SPJÓTKAST: Einar Vilhjálmsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.