Morgunblaðið - 13.09.1988, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 13.09.1988, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1988 45 atkvæði mitt nema hann undir- gangist það að segja af sér öðru því sem hann kann að hafa tekið sér fyrir hendur." Sverrir segir, að ef fyrirtækið eigi áfram að vera homsteinn sjáv- arútvegs á Akureyri, megi það ekki lenda í pólitískum ólgusjó, því þá líði ekki mörg ár þangað til halla fari undan aftur. Auglýstum eftir manni með reynslu og menntun Halldór Jónsson segist vilja láta fagleg sjónarmið ráða við val á nýjum framkvæmdastjóra. „Við auglýstum eftir manni með reynslu og menntun, en í auglýsingunn var ekkert kveðið á um pólitíska liti,„ segir hann. „ Ef ætlunin hefði verið að úti- loka einhveija ákveðria menn frá starfinu, þá hefði átt að taka það fram í auglýsingunni. Þar sem svo var ekki, hlýtur stjómin að þurfa að meta ummsækjendur á grund- velli reynslu og menntunar. Ég vona að faglega verði tekið á málum og ekkert sjálfgefið að stjómin klofni upp í afstöðu sinni með tilliti til þeirra flokka sem stjómarmennimir eru tilnefndir af. Sjálfur met ég það mikils að hafa fengið frið við eigið mat á umsækjendum". Umsækjendur á að meta á fag- legum grundvelli Pétur Bjamason segist ekki taka undir sjónarmið Gísla Konráðssonar um að framkvæmdastjóramir eigi að vera af sitthvorum pólitíska vængnum. „Starfið er fyrst og fremst fyrirtækjarekstur og á ekki að ræða önnur sjónarmið en það að ráðinn verði hæfur maður og að mínu mati skiptir engu máli hvaða pólitíska lit hann hefur," seg- ir Pétur. „Ég hef því hug á að meta umsækjendur á faglegum gmndvelli, en ekki pólitískum. Ég þekki ekki til neins samkomulags um stólana. Hafi það verið hafa menn eflaust fundið ákveðinn hag í því í gamla daga. En núna em fyrirtæki rekin öðmvísi. Og ég held að ég taki undir það sem Guðjón B. Olafsson sagði þegar SÍS var að reyna að kaupa Utvegsbankann, að hann tryði því ekki að menn væm enn svo vitlausir að blanda saman pólitík og fyrirtækjarekstri." Ekki úr sama flokki Sigurður Jóhannesson segir það sitt álit, að þegar annar fram- kvæmdastjóri hafi verið ráðinn hafi enginn vafí leikið á því í hugum sjálfstæðismanna að með því væri verið að auka pólitíska breidd í stjómun ÚA. „Ég tek mjög undir þau sjónar- mið Gísla að í félaginu eigi að vera tveir framkvæmdastjórar og að þeir eigi ekki að vera úr sama pólitíska flokki," segir Sigurður. Vantar mann sem þorir.getur og vill Þóra Hjaltadóttir segir nokkra umsækjendur koma til greina að sínu mati, menn sem bæði hafi menntun oggóða starfsreynslu. „Þó svo einhveijir tveir pólitískir flokkar hafi gert með sér samkomulag fyr- ir 30 ámm þá gildir það ekki nú,“ segir hún' „ Ég tel að við verðum að ráða mann eftir hæfileikum og pólitískt litaraft hans skiptir mig ekki máli. Ég gæti hugsað mér mann á aldrinum 35 til 45 ára, sem þorir getur og vill stjóma fyrirtæk- inu eins og þarf í dag.“ Þóra vildi ekki gefa upp nafn þess umsækjanda, sem hún vildi ráða í framkvæmdastjórastöðuna, en sagðist minna á, að umsækjendur væm 14 talsins. Eins og áður sagði kemur stjóm ÚA saman til fundar kl. 15.00 í dag. Ekki er þó búist við endan- legri niðurstöðu af þeim fundi, en ætla má að ákvörðun verði tekin um nýjan framkvæmdastjóra Út- gerðarfélags Akureyringa síðar í vikunni. Nýr framkvæmdastjóri tekur formlega við um áramót, en Gísli Konráðsson ætlar að fylgja reikningum ársins á næsta aðal- fundi félagsins i maí nk. Fjölbrautaskóli Suðurnesja: Busarnir voru bað- aðir í fiskikari í ár Um 600 umsóknir bárust um skólavist Keflavik. , NEMENDUR dagskóla í Fjöl- brautaskóla Suðurnesja á haust- önn verða um 600 og eru það heldur fleiri nemendur en á síðasta ári. Tvær nýjar náms- brautir verða að öllum líkindum kenndar við skólann i vetur, sjúkraliðabraut og skipstjórnar- braut. Kennsla hófst i síðustu viku og fengu busarnir sína yfir- halningu á föstudaginn. Að þessu sinni voru busarnir baðaðir í fiskikari og þóttu sleppa vel mið- að við atgang fyrri ára. Ægir Sigurðsson aðstoðarskóla- meistari sagði í samtali við Morgun- blaðið að nákvæm tala nemenda lægi ekki fyrir, en reikna mætti með að fjöldi þeirra yrði rétt innan við 600 í dagskólanum og yrði það líklega á milli 20 og 30 fleiri nem- endur en í fyrra. Umsóknir nýnema væru um 190 og dreifðust þessir nemendur á flestar kennslubrautir, en flestir færu á bóknámsbraut. Ægir sagði að kennsla við tvær nýjar brautir væri nú í burðarliðn- um, sjúkraliða- og skipstjómar- braut. Bókleg kennsla á sjúkraliða- braut færi fram í skólanum, en verklega kennslan færi fram á Sjúkrahúsinu og á öldmnarheimil- um. Ekki væri eins víst með skip- stjómamámið, þar væri spumingin hvort þeir sem sóttu um ætluðu sér í námið eða ekki. Auk þess er kennt við öldunga- deild í skólanum og er það kvöld- nám, þar hafa 135 sótt um, en að sögn Ægis er nokkur misbrestur á að umsækjendur skili sér og enn vanti á milli 20 og 30 nemendur til að kennsla geti orðið með eðlileg- um hætti. Auk þessa hefur verið hægt að stunda starfsnám við Fjöl- Féll af svölum MAÐUR féll niður af svölum á 2. hæð húss i Hafnarfirði á laug- ardag og slasaðist nokkuð. Slysið varð um kl. 18.30. Maður- inn var að vinna við að koma fyrir handriði á svölunum, þegar hann missti jafnvægið og féll fram af þeim. Hann var fluttur á slysadeild, talinn fótbrotinn. brautaskólann, námsflokkar hafa verið starfræktir og á síðastliðið vor var hafin kennsla við tölvuskóla þar sem boðið er uppá stutt námskeið. Ægir sagði að ágæt aðsókn hefði verið að byijendanámskeiðum og yrði kennslan með svipuðu sniði og í vor. BB Morgunblaðið/Silli Kolbrún Pétursdóttir og Guð- mundur Valdimarsson í Fata- hreinsun Húsavíkur. Fatahreins- un á Húsavík NÝTT fyrirtæki, Fatahreinsun Húsavíkur, tók til starfa á Húsavík hinn 1. þessa mánaðar og er til húsa í Brúnagerði 5. Kaupfélag Þingeyinga rak hér fatahreinsun í 30 ár en hætti þeim rekstri um síðustu áramót. Ung hjón, Kolbrún Pétursdóttir og Guðmundur Valdimarsson, sem búsett hafa verið í Reykjavík und- anfarin 5 ár, tóku sig til og fluttu aftur til Húsavíkur og settu á stofn þetta þarfa fyrirtæki með nýjum og fullkomnum vélakosti. Vonandi gengur þetta vel hjá þeim því langt er að sækja þessa þjónustu til Akur- eyrar. Á Húsavík eru fleiri starfsgreinar ómannaðar, hér er enginn skósmið- ur, enginn klæðskeri, eflginn bók- bindari og enginn úrsmiður en þess- ar greinar voru allar mannaðar fyr- ir 30 árum. - Fréttaritari Canon Ljósritunarvélar FC-3 kr. 43.600 stgr. FC-5 kr. 46.300 stgr. Skrifvélin, sími 685277 Stundum þurfti að beita kröftum, en allt fór þó friðsamlega fram. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Busarnir í Fjölbrautaskóla Suðurnesja voru baðaðir í fiskikari að þessu sinni og var vatnið fengið úr næsta brunahana. Þóttu þeir sleppa vel að þessu sinni miðað við atgang fyrri ára. BAÐSÖNGVARAR! BLÖNDUNARTÆKIN SEM FULLKOMNA ÁNÆGJUNA! Danfoss baðblöndunartækin eru hitastillt. Þú ákveður hitastigið og skrúfar frá - Dan- foss heldur hitanum stöðugum. Danfoss blöndunartækin eru stílhrein og þau er auðvelt að þrífa. Danfoss fæst í helstu byggingavöruversl- unum um allt land. = HÉÐINN = SEUAVEGI 2, SÍMI 624260 LAGER-SÉRRANTANIR-ÞUÓNUSTA HANN UFIR A IDFnNU ÞESSI Hjá Landvélum færð þú loftstrokka og mikið úrval stýribúnaðar frá Mecman, svo og alla fyígihluti. Eigum til á lager flestar staðlaðar stærðir strokka. Afgreiðum samdægurs strokka eftir máli. Vara- hlutir ávallt til á lager. Mecman: Tæki sem leysa mannshöndina af hólmi viö þung, hættuleg og einhæf störf og auka M EC M R N þar með framleiðnina og jafna framleiðslugæðin. Veitum tæknilega aöstoö og allar upplýsingar IANDVEIARHF SMIDJIÆGI66, PÓSTHÓLF20, 202KÓPAVOGI, S. 9776600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.