Morgunblaðið - 13.09.1988, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 13.09.1988, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER W88 39 Morgunblaðið/Einar Falur i 50 ár iiðin frá þvi að hann tók og Steinunn Aradóttir, þá Sigfús ígslll hann kennslu við Háskóla íslands og var skipaður dósent þar árið 1944 og prófessor við guðfræði- deildina árið 1949. Sigurbjöm var vígður biskup árið 1959 en lét af því embætti árið 1981. fram í ríkisstjórn: i beðið þriggja og hann vill ekki spá neinu á hvom veginn sem er um undir- tektir hinna við þeim. Steingrímur Hermannsson ut- anríkisráðherra sagði eftir ríkis- stjómarfundinn að framsóknar- menn hefðu fallist á að skoða tillög- ur Þorsteins. Hann sagði að stjóm- in væri komin í mikla tímapressu en þeir myndu koma með viðbætur við tillögur Þorsteins og eftir væri að sjá hvort samstaða næðist um þær. Aðspurður um hvað gerðist ef viðbótartillögum Framsóknar- flokksins yrði vísað á bug svarði Steingrímur á dönsku og sagði: „Den tid, den sorg.“ Jón Baldvin Hannibalsson fjár- málaráðherra vildi ekkert tjá sig um tillögur Þorsteins eða fundinn en vísaði til þeirra tillagna sem Alþýðuflokkurinn hefði lagt fram um helgina. ðbæingar 7 íbúðir áhuga. Ekki er vitað hversu margir það eru fyrr en greiðsla stofngjalda hefst, upp úr miðjum september. Á fimmta hundrað manns yfir sextugu búa í Garðabæ og sagði Einar enga vanþörf á húsnæði sem þessu. Hefðu undirtektir íbúanna verið mjög góðar en engin aldurstak- mörk eru fyrir félaga. Ekki er á döfinni þjónusta innanhúss þar sem stutt er í Kirkjuhvol, safnaðarheim- ili Garðbæinga, þar sem félagsstarf aldraðra er til húsa. Pálmar Ólafs- son og Einar Ingimarsson teiknuðu íbúðimar, sem verða fyrir einstakl- inga og hjón. AF INNLENDUM VETTVANGI eftir AGNESIBRAGADÓTTUR Lítið samkomulags- hljóð í sljómarliðum JARÐHRÆRINGAR í landslagi stjórnmálanna voru með minna móti um liðna helgi, miðað við það sem á undan var gengið, en það væru þó ýkjur að segja að engrar skjálftavirkni hafi gætt á skjálftamælin- um. Engra stórslgálfta er von næstu daga og ef um slíkan skjálfta verður að ræða er líklegast að hann riði yfir á miðsljórnarfundi Fram- sóknarflokksins næstkomandi laugardag. Foiystumenn Sjálfstæðisflokks og ráð fyrir að meðalbreyting verðlags Alþýðuflokks, þeir Þorsteinn Pálsson og Friðrik Sóphusson, og nafnamir Jón Baldvin Hannibalsson og Jón Sigurðsson hittust á fundi sl. laugar- dag, þar sem andrúmsloftið var hreinsað að einhveiju leyti og fallist á að hætta ásökunum um óheilindi og skemmdarverkastarfsemi. Þá ræddust þeir Steingrímur Her- mannsson og Þorsteinn Pálsson við á sunnudagskvöld. Fundur forystu- manna Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- flokks var haldinn í framhaldi af yfirlýsingum forsætisráðherra í DV á föstudag og í viðtali við Stöð 2 á föstudagskvöld, en í viðtölum við þessa ijölmiðla taldi Þorsteinn Páls- son, að forystumenn Alþýðuflokks og Framsóknarflokks hefðu unnið markvisst að því vikum saman að eyðileggja ríkisstjómina. Þessar yfirlýsingar forsætisráðherra ollu miklu umróti í öllum stjómarflokk- unum. Innan Sjálfstæðisflokksins vom mjög skiptar skoðanir um þessi ummæli. Sumir töldu hörku Þor- steins Pálssonar gagnvart sam- starfsflokkum aðdáunarverða, aðrir töldu yfirlýsingar hans fráleitar og að hann hefði skaðað sjálfan sig og flokk sinn með þeim. Forystumenn samstarfsflokkanna bmgðust reiðir við og töldu þessar yfírlýsingar sýna, að forsætisráðherra ætlaði að slíta stjómarsamstarfinu þá þegar. Sjálf- ur mun Þorsteinn Pálsson hafa litið svo á, að hann væri að svara linnu- lausum árásum forystumanna sam- starfsflokkanna á sig og Sjálfstæðis- flokkinn. Tortryggni eytt í bili Þótt mikillar reiði gætti meðai alþýðuflokksmanna vom þeir samt tilbúnir til þess að ræða við forsætis- ráðherra. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins tókst að eyða tor- tryggni á milli manna á þessum fundi — a.m.k. í bili. Jafnframt var farið ofan í saumana á mismunandi hugmyndum að efnahagsúrlausnum flokkanna. Þar mun hafa komið á daginn að enn ber mikið í milli, en margir munu telja að bilið sé ekki óbrúanlegt. Þó munu aðrir telja, einkum úr röðum krata, að ef tillög- ur Þorsteins Pálssonar em úrslita- kostir verði líf þessarar ríkisstjómar skammvinnt, að ekki sé meira sagt. Ríkisstjómarfundur var haldinn kl. 16.30 í gær eftir að forystumenn stjómarflokkanna höfðu verið á fundum hver í sínu lagi framan af degi. Á fundinum lagði Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra fram út- reikninga og útfærslu á þeim leiðum sem hann hefur lagt til að famar verði í efnahagsmálunum.. Auk þess lagði forsætisáðherra fram útreikninga Þjóðhagsstofnunar á efnahagsáhrifum þeim sem þær hefðu ef farið yrði að tillögum hans. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins gera útreikningar Þjóð- hagsstofnunar ráð fyrir að tillögur þær sem Þorsteinn Pálsson kynnti í gær og í fyrrakvöld, en þær eru í formi bráðabirgðalaga og stefnuyfir- lýsingar, að verðbólga á mælikvarða framfærsluvísitölu verði 23% frá upphafi til loka þes'sa árs. Gert er milli áranna 1987 og ’88 verði 27%. Þjóðhagsstofnun reiknar út að verð- bólguhraði frá 1. október í ár til 1. janúar 1989 verði 15% miðað við heilt ár, samkvæmt tillögum Þor- steins. Gert er ráð fyrir 3 mánaða breytingu á framfærsluvísitölu og loks er gert ráð fyrir að verðbólga fram í desember verði um eða yfír 20%. Kratar vilja örari hjöðnun verðbólgu Alþýðuflokksmenn hafa borið þessa útreikninga saman við sínar tillögur. Þeir segja að verði þeirra ieið farin mælist verðbólguhraði í árslok um 6% og frá október til des- ember verði verðbólguhraðinn innan við 10%. Alþýðuflokksmenn eru þeirrar skoðunar að verðbólguhraði samkvæmt tillögum forsætisráð- herra verði of mikill og þeir benda á að slíkt samiýmist ekki þeirri lækkun nafnvaxta sem boðuð sé, né heldur skapi slíkt forsendur fyrir lækkun raunvaxta. Þörsteinn Pálsson bíður nú við- bótartillagna og/eða breytingartil- lagna frá samstarfsflokkum sínum og væntir hann þeirra f dag. Hann sagðist í gærkvöldi ekki myndu opin- bera útreikninga Þjóðhagsstofnunar og útfærslu á sínum tillögum fyrr en Alþýðuflokkur og Framsóknar- flokkur hefðu kynnt honum sínar tillögur. Alþýðuflokksmenn segja að tillög- ur forsætisráðherra séu einskonar endurtekning á mafaðgerðunum frá í vor. Segja þeir að hugmyndir Þor- steins séu blönduð leið gengisfelling- ar og millifærslu. Alþýðuflokksmenn séu gengisfellingu algjörlega andvígir. Auk þess vilji forsætisráð- herra afnema verðstöðvun 1. október næstkomandi, en Alþýðuflokkurinn vilji tvímælalaust framlengja verð- stöðvun. Segja þeir að afleiðingar af gengisfellingu sem fari beint inn í verðlag með afnámi verðstöðvunar sem þýði ekkert annað en verð- hækkunarskriðu verði þær að verð- bólguhjöðnun verði miklum mun minni í tillögum forsætisráðherra en Alþýðuflokks. Þá eru alþýðuflokksmenn ekki sáttir við hátt þann sem forsætisráð- herra vill hafa á millifærslu, til að- stoðar fiskvinnslunni. Segja þeir að tillögur Þorsteins gangi út á að um óafturkræft lán úr ríkissjóði verði að ræða, en alþýðuflokksmenn vilji endurreisa verðjöfnunarsjóð fiskiðn- aðarins, og ekki hvika frá þeirri meginreglu að um endurgreiðslur verði að ræða, þegar úr rætist. Framsóknarmenn munu ekki vera himinlifandi yfir tillögum forsætis- ráðherra og segja sömuleiðis að hér sé einfaldlega um endurtekningu maíaðgerðanna að ræða, sem engan veginn dugi til. Að afloknum ríkisstjómarfundi í gær hittust forystumenn Framsókn- arflokks á fundi þar sem þeir hugð- ust gera gagntillögur við tillögur forsætisráðherra. Sögðust þeir í gærkvöldi ætla að reyna að kynna. forsætisráðherra tillögur sínar í dag. Það var ekki að heyra á máli fram- Hér hafa stjómarliðar fundað linnulítið að undanfömu í þeirri von, að viðunandi lausn fyrir alla aðila finnist á efnahagsvandanum, en enn er niðurstöðunnar beðið. sóknarmanna í gærkvöldi að þeir teldu þríhliða samkomulag stjómar- flokkanna í augsýn. Viðmælendur mínir voru misjafn- lega svartsýnir á framhald mála í gær. Sumir töldu að hægt yrði að komast að einhvers konar málamiðl- unarsamkomulagi, en aðrir töldu að framsóknarmenn myndu blása þetta stjómarsamstarf af á miðstjómar- fundinum á laugardag. Möguleiki á minnihlutastjórn Hvað tæki við, ef svo yrði, voru menn ekki á eitt sáttir um. Einn möguleiki er sá, að Sjálfstæðisflokk- ur og Alþýðuflokkur sitji eftir í minnihlutastjóm, sem setji bráða- birgðalög, ijúfi þing og efni til kosn- inga. Ólíklegt er talið, að Alþýðu- flokkurinn mundi telja það fýsilegan kost eftir það, sem á undan er geng- ið. Önnur leið er sú, að Sjálfstæðis- flokkur silji einn eftir í minnihluta- stjóm, setji bráðabirgðalög, ijúfí þing og eftii til kosninga. Hvorug leiðin er líkleg einfaldlega vegna þess, að fari núverandi ríkisstjóm frá án þess að til þingrofs komi hlýt- ur forseti að kanna möguleika á myndun meirihlutastjómar í þing- inu. Þá er auðvitað hugsanlegt, að Steingrímur Hermannsson og Jón Baldvin næðu samkomulagi um myndun fjögurra flokka vinstri stjómar með Kvennalista og Al- þýðubandalagi. Annar kostur á meirihlutastjóm er sá, að Sjálfstæð- isflokkur og Borgaraflokkur leggi niður deilur sínar, sameinist og myndi meirihlutastjóm með Alþýðu- flokki. Fullvíst má telja, að ein- hveijar þreifingar hafi átt sér stað á milli minni spámanna í þessum efnum á undanfömum mánuðum. Þær hafa þó ekki leitt til eins eða annars en talið er að innan Borgara- flokksins sé viss áhugi á einhvers konar samstarfi við Sjálfstæðis- flokkinn. Líklegt má telja, að Albert Guðmundsson sé þó ekki tilbúinn til þess nema með skilyrðum, sem flokksforysta Sjálfstæðisflokksins mundi líta á sem afarkosti. Ef gengið hefði verið úr skugga um, að ekki væri grundvöllur fyrir myndun meirihlutastjómar mundi forseti sennilega kanna möguleika á minnihlutastjóm. Þá er spuming, hvort forseti mundi líta svo á, að hugsanleg minnihlutastjóm Fram- sóknar- og Alþýðuflokks væri eðli- legri kostur, þar sem hún hefði stuðning fleiri þingmanna en minni- hlutastjóm Sjálfstæðisflokks. í þeirri stjómmálakreppu, sem nú ríkir er heldur ekki hægt að útiloka utanþingsstjóm. í stjómarkreppunni haustið 1979 var Kristján Eldjám nánast tilbúinn með utanþingsstjóm. Hann hafði þá ákveðið að fela dr. Jóhannesi Nordal myndun slíkrar stjómar. Sennilega hafði dr. Jóhann- es þá þegar ákveðnar hugmyndir um skipan slíkrar stjómar. Það var sú ákvörðun þingflokks sjálfstæðis- manna að styðja minnihlutastjóm Alþýðuflokksins, sem kom í veg fyr- ir myndun utanþingsstjómar þá. Kosningar ekki fýsilegur kostur Kosningar eru ekki fysilegur kost- ur fyrir Sjálfstæðisflokk, Alþýðu- flokk, Alþýðubandalag og Borgara- flokk. Fyrstnefndu flokkamir tveir munu því leggja áherzlu á að kom- ast hjá kosningum nú. Stjómarliðar úr röðum Alþýðu- flokks og Sjálfstæðisflokks benda á að ólíklegt sé að Framsóknarflokk- urinn taki þá ákvörðun að lúka lífí þessarar ríkisstjómar með því að stökkva. Þessir sömu eru þeirrar skoðunar að það eigi að vera hægt að finna málamiðlunarleið sem verð- ur til þess að halda stjóminni saman og muni jafnframt taka á þeim vanda sem við blasir. Segja þeir að á þeim tíma sem lokun og gjaldþrot blasi við hjá fjöl- mörgum fiskvinnslufyrirtælqum um land allt muni framsóknarmenn hugsa sig um tvisvar áður en þeir ákveði að etja þjóðinni út í óviss- utímabil kosningabaráttu og aðgerð- arleysi, þegar þörfin á aðgerðum er eins brýn og raun ber vitni. Verð á freðfiski í heild, miðað við það sem var í fyrra, hafi fallið um 10%. Fryst- ar þorskafurðir hafi á sama tíma fallið í verði á bilinu 15 til 20%. Fallið frá ársbyijun sé raunar meira, þar sem fískafiirðir hafi hækkað framundir lok ársins í fyrra. Því sé það afar brýnt að tekið verði á þess- um afmarkaða vanda, og það fyrr en síðar. Sjálfstæðismenn og al- þýðuflokksmenn segjast eiga eftir að sjá það að framsóknarmenn ákveði brotthlaup úr ríkisstjóm við þessar aðstæður. Telja þeir að með slíkri ákvörðun væru þeir að axla meiri ábyrgð en þeir væru menn til þess að rísa undir. Ef að líkum lætur halda stjómar- liðar þófinu áfram fram eftir viku, en það er allt eins líklegt að engin niðurstaða liggi fyrir fyrr en að afloknum miðstjómarfundi Fram- sóknarflokksins næsta laugardag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.