Morgunblaðið - 09.10.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.10.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1988 Smábátahöfn, drög að skipulagi 'Núverandi fjöruborð 34/36 14/16 18/20 Jsskán var á Tjörninni I Reykjavík í gœrmorgun. Morgunblaðið/Þorkell Hægviðri o g svalt áfram FREKAR svalt verður á landinu öllu ■ dag og má búast við tölu- verðu næturfrosti í nótt. Seinni- part nætur fer að þykkna upp, einkum vestanlands og er útlit fyrir mildara veður á morgun. Hjá Veðurstofunni fengust þær upplýsingar að dagurinn í dag yiði væntanlega sá kaldasti í bili, en svalt yrði áfram. Hægviðri og breytileg átt með næturfrosti en hitastigi í kringum frostmark að deginum yrði ríkjandi fram eftir vikunni. Umferð í Reykjavík; Framkvæmd aðal- skipulags feekkar slysum um 20% UMFERÐARSLYS í Reylgavík væru allt að 20% færri en nú ef gatna- skipulag aðalskipulags frá 1962 til 1983 hefði komist í framkvæmd að fullii. Þetta kom fram í erindi Þórarins Hjaltasonar yfirverk- fræðings umferðardeildar Reykjavíkurborgar á ráðstefiiu Verk- fræðingafélags íslands . Að sögn Þórarins hefði þetta í for með sér að slysakostnaður lækkaði um 2-300 miiyónir króna á ári. Allar mikilvægustu framkvæmdir er að finna á nýstaðfestu aðalskipu- Iagi borgarinnar. Mikilvægast er að sögn Þórarins að endurbæta stofnbrautir og leggja áherslu á mislæg gatnamót í stað ljósastýrðra. Endurbætt stofnbrautakerfi hafi einnig óbein áhrif tillækkunar með því að hættu- legur gegnumakstur færist að veru- legu leyti úr íbúðahverfum yfír á stofnbrautir. Mikilvægt sé að draga úr mikilli umferð um tengibrautir, svo sem Bústaðaveg þar sem mikil umferð gangandi og strætisvagna skapi óþarfa slysahættu. Fossvogs- braut myndi minnka umferð um Bústaðaveg um meir en helming. Þá sagði Þórarinn að þótt nú væru umferðarljós á 44 gatnamót- umí borginni, vanti þau enn á allt að 30 gatnamót miðað við vinnu- regiur nágrannalanda. Umferðar- ljós eru talin fækka slysum um 30-50% þar sem þau eru sett upp. Hringtorg séu jafnvel enn hag- kvæmari frá öryggissjónarmiði en þau komi að mestu gagni á um- ferðarminni stofnbrautum og tengi- brautum. hluta lóðum, sem að sögn Kristj- áns Guðmundssonar bæjar- stjóra eru síðustu sjávarlóðirn- ar sem til úthlutunar koma i bænum. Þegar hefur nokkrum lóðum verið úthlutað sem bótalóðum, en eftir eru 7 einbýlishúsalóðir og tvær tvíbýlishúsalóðir. Þá kom til úthlutunar lóðir undir 11 parhús, en einni íbúð í parhúsi hefur þegar verið ráðstafað. Fylla þarf fram í go vegna þessarar byggðar. Kristján sagði áð framkvæmdir á svæðinu hæfust í vetur og yrði byijað á götustæðum og holræsa- lögnum, áður en ráðist yrði í upp- fyllingu. Lóðimar eiga að vera til- búnar næsta vor. Gatnagerðar- gjöld hafa verið ákveðin rúm 1 milljón og 156 þúsund fyrir ein- býlishús, rúmar 719 þúsund krón- ur fyrir parhús og rúm 1 milljón og 573 þúsund fyrir tvíbýlishús. Umsóknarfrestur um lóðimar er til næsta fimmtudags, 13. október. Á aðalskipulagi bæjarins er gert ráð fyrir smábátahöfn fyrir neðan þessa nýju byggð, en Kristján sagði að enn væri ekki víst hvort ráðist yrði í gerð hennar. Síðustu sjávarlóðum í Kópavogi úthlutað NORÐAN Huldubrautar í Kópavogi er fyrirhugað að út- Verð á vetr- ardekkjum svipað ogí fyrra VETRARDEKK eru nú seld á svipuðu verði og í fyrra, að sögn Sigurðar Ingvasonar hjá Barðan- um hf. og Gunnars Haraldssonar hjá Sólningu hf. „Verð á algengu sóluðu fólksbíladekki er 2.300 krónur en það kostaði 1.970 krónur í október 1985. Verðið lækkaði um 10 tO 15% vegna tollabreytinga um síðastliðin ára- mót en það hækkaði aftur vegna gengisfellinga, “ sagði Gunnar Haraldsson í samtali við Morgun- blaðið. „Verð á algengu sóluðu fólks- bfladekki er 2.230 krónur sem er sama verð og eftir síðustu áramót. Við erum búnir að selja dálítið af vetrardekkjum að undanfömu. Við höfum bæði selt úr gömlum birgð- um og dekk sem við keyptum ný- lega,“ sagði Sigurður Ingvarsson. Samkvæmt lögum um framleng- ingu á verðstöðvun til 28. febrúar næstkomandi er'heimilt að hækka verð á innfluttum vörum, til dæmis hjólbörðum, í samræmi við hækkun innkaupsverðs, þar með talið vegna breytinga á gengi. Álagning í heild- sölu og smásölu skal þó ekki vera hærri að krónutölu en hún var við upphaf verðstöðvunar 27. ágúst síðastliðinn. Hálka á Húsavík MIKIL hálka hefiir veríð á Húsavik og í nágrenni bæjarins nnHanfama daga og hafa nokkur óhöpp orðið af völdum hennar. Þegar var orðið hált á föstudag og ultu þá tvær bifreiðar, önnur á Hólasandi en hin rétt sunnan við bæinn. í öðru tilvikinu varð að flytja ökumann á sjúkrahús, en.meiðsii hans munu ekki vera alvarleg. Allir sluppu ómeiddir úr hinni veltunni. Ráðuneytið sker ekki úr um eignarhald á ráðhúslóð Félagsmálaráðuneytið telur að ekki séu efiii til að taka afstöðu til krafha lóðareigenda við Tjarnargötu í Reykjavík á grundvelli þess vafa sem þeir telja vera um eignarhald á þeim rúmlega þijú þúsund fermetrum sem bætt hefur veríð við lóðina Tjamargötu 11, þar sem ráðhús Reykjavíkur á að rísa. Telur ráðuneytið að úr ágrein- ingi um eignarhald á svæðinu verði ekki skoríð nema í eignardóms- máli. Eins og skýrt hefur verið frá í Morgunblaðinu sendu lóðareigend- ur við Tjamargötu Jóhönnu Sigurð- ardóttur félagsmálaráðherra bréf í lok júlí sl., þar sem þeir kærðu þá ákvörðun bygginganefridar Reykjavíkur að stækka lóðina ’ljamargötu 11 um 342% og úthlut- un neftidarinnar á því viðbótar- svæði til Reykj avíkurborgar. í greinargerð lóðareigenda kom fram, að þeir telja engan veginn einhlítt að umrætt land geti talist til borgarlands og að bygginga- neftid hafí þannig úthlutað lóð sem ekki væri sannanlega í eigu borgar- innar. Ekki sé vitað um neinar skráðar eignarheimildir á Reykjavflcurtjöm, en hins vegar al- kunna, að eigendur húsa við Tjam- argötu hafi ávallt verið taldir eiga land að Tjöminni og allan rétt sem því fylgdi. Varðandi veitingu byggingar- leyfís vísuðu lóðareigendur í bygg- ingarreglugerð þar sem segir að ekki geti aðrir lagt fram umsókn um byggingarleyfí en eigandi, lóð- arhafí, eða fullgildur umboðsmaður hans og skuli hann undirrita um- sóknina eigin hendi. Sögðu lóðar- eigendur, að ef Reykjavíkurborg gæti ekki ótvírætt sannað eignar- rétt sinn á umræddu viðbótarlands- svæði væru lagalega brostnar for- sendur fyrir útgáfu byggingarleyf- isins og bæri ráðherra því skylda til að fella það úr gildi. í svari ráðuneytisins kemur fr am, að kæra lóðareigendanna var send byggingamefnd Reykjavíkur og skipulagsstjóm ríkisins til umsagn- ar. í umsögn byggingamefndar segir m.a., að lóðareigendur við Tjamargötu eigi ekki annað land en það sem afsöl fyrir lóðunum til- greini. Þinglýsing eignarheimilda breyti út af fyrir sig ekki eigna- rétti og kærendur hafí engan eigna- rétt öðlast yfír Ijöminni. Skipulags- stjóm taldi hins vegar að um væri að ræða spumingu um eignarhald á landi, sem aðrir en skipulags- stjóm verði að svara eða skera úr um. Niðurstaða ráðuneytisins er því sú, að úr ágreiningi um eignarhald á því svæði sem um væri að ræða, yrði ekki skorið nema í eignardóms- máli. Verk- eða valdsvið ráðuneytis- ins nái ekki til þess að kanna eða sanna eignarétt yfír löndum og lóð- um í Reykjavík. Grænlendingar leigja Árna Friðriksson: Engin loðna við Austur- Grænland GRÆNLENDINGAR leigðu Árna Fríðríksson, skip Ha- fraimsóknastofiiunar, til loðnu- leitar við Austur-Grænland 7. til 25. september sl. en fimdu enga loðnu, að sögn Hjálmars Vilhjálmssonar fiskifræðings. „Flestir telja að loðna hrygni í smáum stfl við Angmagssalik og hún sé ekki stór hluti af loðnustofiiinum á íslands- og Austur-Grænlandssvæðinu. Sjórinn var hins vegar tiltölu- lega hlýr og það getur verið skýringin á þvi að ekki fánnst loðna," sagði Hjálmar. Grænlendingar halda því fram að sérstakur loðnustofn hrygni við Austur-Grænland og því krafíst stærri hluta af loðnukvótanum en íslendingar og Norðmenn hafa viljað sætta sig við. Grænlending- ar veiða enga loðnu sjálfír en Færeyingar fá að veíða 65 þúsund tonn af loðnu við Austur-Græn- land á þessari vertíð. 13 Ú □ kársnesbraut ★ Þessum lóöum hefur þegar verið úthlutaö v°gur ro gur Morgunblaðið/GÓI Hér sjást síðustu sjávarlóðimar, sem úthlutað verður I Kópavogi. Þær lóðir, sem liggja niður að sjó, eru undir einbýlishús, en næsta röð lóða, frá 54/56 til 18/20, er undir parhús. Neðst tfl hægrí á kortinu eru lóðir númer 3 og 5, sem eru ætlaðar fyrir tvíbýlishús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.