Morgunblaðið - 14.12.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.12.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1988 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst IngiJónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 70 kr. eintakið. Kreppa eða ekki kreppa? Frumvarp um tekju- og eignaskatt einstaklinga og fyrirtækja: Tekjuskatturinn á að hækka úr 28,5% í 30,5% Skilar ríkissjóði alls um 2,3-2,4 milljörðum í aukatekjur Menn greinir mjög á um það, hvort þjóðin er að sigla inn í alvarlega kreppu eða ekki. Skoðanamunur um þetta kemur mjög fram í umræðum. Sumir halda því fram, að við séum að sigla inn í alvarlegustu kreppu, sem að okkur hefur steðjað í tvo áratugi. Steingrímur Hermannsson, forsætisráð- herra, er augljóslega í þeim hópi, en hann hefur jafnvel talað um þjóðargjaldþrot, eins og frægt er orðið. Aðrir eru þeirrar skoðun- ar, að samdrátturinn, sem nú setur svip á þjóðlífið, sé heimatilbúinn af stjórnniála- mönnum og fjölmiðlum. Þessir aðilar hafi búið til kreppuandrúm, sem nærist af sjálfu sér. Talsmenn þess- arar skoðunar benda á, að afli er mikill og verðlag er hátt, þótt það sé ekki eins hátt og á síðasta ári og fari nú hækkandi. Þeir hinir sömu segja, að á íslandi geti ekki orðið raunveruleg kreppa nema aflabrestur verði eða verðhrun á mörk- uðum erlendis og hvorugt hafi gerzt. Það er auðvitað ljóst, að grundvöllur þjóðarbúsins hefur ekki haggast. Afli er mikill og verðlag fer hækk- andi. Hitt fer ekki á milli mála, að mjög hefur þrengt að sjávarútvegi og fisk- vinnslu á síðustu misserum en hægt er að færa rök fyr- ir því, að ástæðan sé fyrst og fremst hátt gengi krón- unnar. Það skiptir auðvitað miklu, að grundvöllur undir- stöðuatvinnuveganna hefur ekki brostið. Og þótt mikið hafí verið rætt um erfiða stöðu sjávarútvegsins kann að vera rétt, að erfiðleikar og samdráttur séu ekki síður á ferðinni í viðskiptum og þjónustu. Mikil fjárfesting hefur verið í þeim atvinnu- greinum á undanfömum árum, einmitt á sama tíma og vextir hafa hækkað mjög. Vaxandi samkeppni í smá- söluverzlun á höfuðborgar- svæðinu hefur augljóslega þrengt mjög að verzluninni. Stór fyrirtæki í matvöru- verzlun hafa orðið gjaldþrota og staða annarra er erfið. Þá hafa miklir erfiðleikar komið upp í þjónustugrein- um eins og hótelrekstri og gjaldþrot orðið á þeim vett- vangi. Raunar er það athygl- isvert, að gjaldþrot verða í verzlun og þjónustu en þau hafa ekki orðið að nokkru marki í sjávarútvegi — þrátt fyrir allt. Þess vegna er hægt að færa rök fyrir því, að raun- veruleg kreppa sé ekki að skella á, þar sem hún geti ekkrorðið nema aflabrestur verði eða verðhrun á mörk- uðum. Hins vegar er mikill efnahagslegur samdráttur augljóslega á ferðinni vegna margvíslegra erfiðleika í við- skiptum og þjónustu. Þessi samdráttur kemur líka fram í byggingariðnaði. Afleiðing- in af þessum samdrætti í viðskiptum og þjónustu get- ur vel orðið umtalsvert at- vinnuleysi á næsta ári, þótt ekki sé hægt að tala um nokkurt atvinnuleysi, sem máli skiptir enn sem komið er. Það er mikilvægt, að fjöl- miðlar og stjórnmálamenn geri ekki of mikið úr þessum vanda í opinberum umræð- um um leið og nauðsynlegt er, að við gerum okkur grein fyrir hver vandinn er og hversu mikill hann er. Allir voru sammála um það fyrri hluta þessa árs, að þenslan í efnahagslífinu væri of mik- il. Samdráttur frá því háa þenslustigi var því æskileg- ur. Aðlögun að þeim sam- drætti getur hins vegar orðið erfíð fyrir mörg fyrirtæki, sem eru því ekki vön að þurfa að draga saman seglin. Öll athygli núverandi ríkisstjómar hefur beinzt að því að ná tökum á fjármálum ríkisins og það liggur engan veginn ljóst fyrir hvort það tekst. Hingað til hefur mál- efnum atvinnuveganna lítið verið sinnt, en óhjákvæmi- legt að það verði gert þegar á næstu vikum. Þá er nauð- synlegt að menn skilgreini vandann rétt. TEKJUSKATTUR hækkar úr 28,5% í 30,5% á næsta ári, verði frumvarp sem lagt var fram á Alþingi í gær að lögum. Hins vegar mun skattbyrði lægri tekna haldast óbreytt vegna þess að persónuafsláttur og barna- bætur hækka nokkuð umfram áætlaða launa- og verðlagsþróun á næsta ári. Fallið hefur verið frá því að taka upp sérstakt há- tekjuskattþrep að þessu sinni. Tekjuskattur fyrirtækja hækkar einnig um 2%, og eignarskattur hækkar um 0,25% eða úr 0,95% í 1,2%, auk þess sem tekið verður upp 1,5% stóreignaskattþrep. Samkvæmt frumvarpinu eiga tekjuskattar einstaklinga að skila ríkissjóði um 900 milljónum í aukn- ar tekjur. Vegna hækkunar per- sónuafláttar munu skattar einstakl- inga standa í stað eða minnka af 60 þúsund króna mánaðartekjum eða minna. Þá munu skattar hjóna með tvö böm og allt að 130 þúsund króna tekjur standa í stað eða lækka og skattar einstæðra foreldra með allt að 110 þúsund króna mán- aðarlaun munu standa í stað eða lækka. Á fréttamannafundi með ijármálaráðherra og fulltrúum fjár- málaráðuneytisins kom fram að þegar allir einstæðir foreldrar eru teknir saman, fá þeir samanlagt greiddar út 25 milljónir króna í bamabætur og bamabótaauka þeg- ar búið væri að gera upp tekju- skatta og útsvör þeirra. Tekjuskattur hækkar hins vegar nokkuð hjá öllum hópum þegar tekj- umar hækka, sérstaklega þegar komið er upp fyrir 100 þúsund króna mánaðarlaun hjá einstakling- um og 200 þúsund króna laun á hjón. Er þá miðað við óbreytta skattbyrði frá þessu ári og þær launa- og verðlagsforsendur sem fjárlagafrumvarp næsta árs miðar við. Persónuafsláttur 17.700 krónur í tekjuskattsfrumvarpinu er gert ráð fyrir að persónuafsláttur verði 212.100 krónur eða um 17.700 krónur á mánuði. í gildandi lögum er þessi afsláttur 158.820 krónur og hefur hann tvívegis verið upp- færður miðað við lánskjaravísitölu, fyrst um síðustu áramót og síðan um mitt árið eins og lögin gera ráð ENDURSKOÐUN reglna um inn- heimtu söluskatts er hafin í fjár- málaráðuneytinu og er þar m.a. skoðað hvort setja eigi tryggingu fyrir söluskattgreiðslum áður en fyrirtæki eru stofnuð. Einnig er kannað hvernig eigi að koma í veg fyrir að hægt sé að stofna ný fyrirtæki til að sleppa við að greiða söluskatt, eða selja fyrir- tæki áður en kemur að sölu- skattsuppgjöri. Á ríkisstjómarfundi í gær var ákveðið að skipa nefnd fulltrúa fjár- málaráðherra, viðskiptaráðherra og dómsmálaráðherra, sem komi með tillögur um breytta framkvæmd á innheimtu söluskatts, eða laga- breytingar ef þurfa þykir. Að sögn Ólafs Ragnars Grímssonar fjármálaráðherra er al- veg Ijóst að fjölmargir aðilar em famir að nota sér smugur í núver- andi söluskattskerfi, til að skjótast fyrir. Ef núverandi persónuafslátt- ur, sem er 16.092 krónur á mán- uði, væri uppreiknaður um áramót samkvæmt lánskjaravísitölu, yrði hann um 17.800 krónur. Á fréttamannafundinum kom hins vegar fram, að forsendur pers- ónuafsláttar og bamabóta em að jafnaði endurskoðaðar árlega við gerð Qárlaga, og ef miðað er við óbreytta skattbyrði á næsta ári og óbreytta skattprósentu ætti per- sónuafsláttur að vera í kringum 16.800 krónur. Ekki verða send út Eftirfarandi töflur eru byggðar á upplýsingum frá hagdeild fjár- málaráðuneytisins. Dæmin sýna mánaðarlega tekjuskatta ýms- issa hópa, fyrir og eftir breyt- ingu, en ekki er reiknað með útsvari, sem er að jafnaði 6,7% undan því að greiða opinber gjöld. „Mér er sagt m.a. að hér í Reykjavík leiki sömu aðilamir þann leik að stofna ný og ný fyrirtæki en greiði ekkert til hins opinbera af gömlu fyrirtækjunum. Og ég las það fyrir SÉRSTÖK nefnd fúlltrúa forsæt- isráðuneytis, Qármálaráðuneyt- is, viðskiptaráðuneytis, og Seðla- banka, verður skipuð til að semja drög að frumvarpi um skattlagn- ingu Qármagnstekna. Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra segir að unnin hafi verið talsverð undirbúningsvinna í Qármálaráðuneytinu fyrir samn- ný skattkort þótt upphæð persónu- afsláttar breytist heldur verður við- miðunartalan auglýst. Í fmmvarpinu er gert ráð fyrir að barnabætur með fyrsta barni séu 20.900 krónur á ári en 31.300 með hveiju bami umfram eitt. Þá em barnabætur fyrir böm yngri en sjö ára 20.900 krónum hærri en fram- angreindar upphæðir og bamabæt- ur með börnum einstæðra foreldra em tvöfalt hærri, að lágmarki 62.600 krónur. Húsnæðisbætur verða 47.400 samkvæmt fmm- varpinu. af tekjum til viðbótar í stað- greiðslu. Tölur eru á meðalverð- lagi ársins 1989 og eru barnabæt- ur og persónuafsláttur innifalin. I fjárhæðum með neikvæðu for- merki felst endurgreiðsla barna- bóta og barnabótaauka. stuttu í Morgunblaðinu að þegar loka átti yfir 100 fyrirtækjum vegna söluskattsvanskila vom komnir að þeim nýir eigendur. Þetta verður að stöðva,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson. ingu þessa frumvarps, m.a. hafí verið ráðuneytið kynnt sér slíka lagasetningu í Bretlandi, Banda- ríkjunum, á Norðurlöndunum og víðar. Þá muni nefndin ræða við fjölmarga aðila í þjóðfélaginu um efnisþætti og form slíkra laga. Fjár- málaráðherra sagði þó ekki Ijóst hvenær slíkt frumvarp geti orðið að lögum. Skattar hjóna með 2 börn, annað yngra en 7 ára, þar sem bæði hjón hafa sömu tekjur Áhrif skattbr. Tekjuskattur Tekjuskattur á mánaðargreiðslur Mánaðarlaun f. breytingu e. breytingu tekjuskatts kr. kr. kr. 80.000 -s-13.200 + 13.800 +600 90.000 h-12.000 + 12.600 +600 100.000 -s-10.800 +11.400 +600 120.000 +7.700 +8.300 +600 150.000 3.400 3.700 300 200.000 17.600 18.900 1.300 250.000 31.900 34.200 2.300 300.000 46.100 49.400 3.300 Skattar hjóna með tvö börn, annað yngra en 7 ára, þar sem annað hjónanna aflar tekna Áhrif skattbreytinga tekjuskattur Telguskattur á mánaðargreiðslur Mánaðar- laun lyrir breytingu eftir breytingu tekjuskatts kr. kr. kr. 80.000 + 13.200 + 13.800 +600 90.00 +12.000 + 12.600 +600 100.000 +10.800 +11.400 +600 120.000 +4.300 +4.700 +400 150.000 6.700 7.300 600 200.000 21.000 22.500 1.500 250.000 35.200 37.800 2.600 300.000 49.500 53.000 3.500 Endurskoðun reglna um inn heimtu söluskatts er hafín Dæmi um tekjuskatta samkvæmt frumvarpinu Skattlagning raun- vaxta undirbúin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.