Morgunblaðið - 14.12.1988, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 14.12.1988, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐŒ) IÞROTHR MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1988 55 Júlíus Ingólfsson Júlíus Ingólfs- son til ÍA Júlíus Ingólfsson hefur ákveðið að leika með Skagamönnum í 1. deild næsta keppnistímabil. Jú- líus er ekki ókunnugur á Akranesi því hann lék með Skagamönnum á árunum 1981 til 1986. Síðasta árið vann hann sér fast sæti í liðinu og kvaridi sem bikarmeistari. Síðan hefur Júlíus þjálfað og leik- ið með UMFG í 3. deild, en heldur nú aftur á fomar slóðir að lokinni vertíðinni á sjónum. ÍÞfémR FOLK ■ RINAT Dassajev, sem er tal- inn einn besti knattspyrnumark- vörður heims, skrifaði nýlega undir samning við lið Sevilla á Spáni. Konan hans er einnig þekkt í íþróttaheiminum og hefur líkt og hann verið talin best á sínu sviði. Það er Nelli Kim sem vann gull- verðlaun fyrir fimleika á Ólympíu- leikunum í Montreal fyrir 12 árum. Þegar Dassajev skrifaði undir samninginn við Sevilla fylgdi með í kaupunum fullkominn fímleikasal- ur fyrir Nelli Kim. HANDBOLTI Valur sigraði Val A-lið Vals sigraði B-lið Vals næsta örugglega í bikar- keppni HSI í gærkvöldi, lokatölur urðu 38:25, eftir að staðan í hálfleik var 17:7. Það var aðeins í byijun að jafnræði var með liðunum, en síðan kafsigldi A-liðið B-liðið með fjölbreytilegu markaregni. Þegar skyldi á milli var leikurinn Ieikinn átakalítið og menn spör- uðu kraftana fyrir stóra slaginn gegn KR í kvöld. I 1. deild kvenna áttu ÍBV og FH að leika í Eyjum, en leikn- um var frestað þar sem FH- stúlkumar komust ekki til Vest- mannaeyja. FÉLAGSMÁL AðalfundurGR Aðalfundur Golfklúbbs Reykjavíkur verður haldinn í kvöld, miðvikudaginn 14. desember, og hefst hann klukkan 20 í golf- skálanum í Grafarholti. KNATTSPYRNA / 1. DEILD Guðmundur Valur í FH „ÉG hef ákveðið að koma mér og fjölskyldu minni fyrir í Hafnarfirðinum, þar sem við eigum íbúð, og FH stendur mér næst i 1. deild,“ sagði Guðmundur Valur Sigurðs- son í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi, en hann hefur skipt úr Þór í FH. Guðmundur Valur, sem verður 28 ára á næsta ári, Iék tvö undanfarin tímabii með Þór, en áður með UBK í eitt ár, UMFN í 3 ár og Haukum í 4 ár. „Mér líkaði mjög vel fyrir norðan, en Guðmundur Valur Sigurðsson það er erfitt að standa í stöðugum flutningum með þrjú böm. FH er. efhilegt og á uppleið og það er ánægjulegt að fá tækifæri til að ljúka ferlinum með Ólafi Jóhann- essyni, en við byijuðum saman í IIaukum,“ sagði miðvallarleik- maðurinn. FH sígraði í 2. deild á síðasta keppnistímabili og að sögn Þóris Jónssonar, formanns knatt- spymudeildar FH, eru Hafnfirð- ingar mjög ánægðir með að hafa fengið Guðmund Val í sínar raðir. „Hann var einn jafnbesti maður Þórs, er leíkmaður sem leggur sig allan fram og kemur til með að styrkja okkur mikið," sagði Þórir. ISI / IÞROTTAMENN ARSINS 1988 Morgunblaðið/Ámi Sæberg Hinir útnefndu afreksmenn, þ.e.a.s. þeir sem mættir voru. Þama eru enn fremur fulltrúar þeirra sem fjarverandi voru og nokkur böm sem fengu bókargjöf í tilefni dagsins. Bjami Friðriksson júdó- maður ársins í 10. sinn ÍÞRÓTTASAMBAND íslands útnefndi í gærkvöldi íþrótta- menn ársins í hinum ýmsu greinum innan sambandsins, en það er árlegur viðburður á þeim bæ. Bar einna hæst, að Bjarni Á. Friðriksson júdómað- ur var sæmdur titlinum júdó- maður ársins í tíunda sinn. Badmintonmaður ársins var lg'örinn Broddi Kristjánsson úr TBR. Blakmaður ársins var kjörinn Haukur Valtýsson úr KA og fim- leikamaður ársins var kjörin Fjóla Ólafsdóttir úr Ármanni. Einar Vil- hjálmsson spjótkastari úr ÚÍA var kjörinn fijáls íþróttamaður ársins og Bjami Friðriksson júdómaður ársins eins og fram hefur komið. Glímumaður ársins var kjörinn Ólafur Haukur Ólafsson og Harald- ur Ólafsson lyftingarmaður ársins. Haukur Gunnarsson var kjörinn íþróttamaður ársins hjá íþróttasam- bandi Fatlaðra og Sævar Jónsson knattspymumaður ársins. Skot- maður ársins var útnefndur Víglundur Jónsson og þeir Gunn- laugur Jónasson og Isleifur Frið- riksson deildu útnefningunni sigl- ingarmaður ársins. Eðvarð Þór Eð- varðsson var kjörinn sundmaður ársins, ekki í fyrsta sinn, og Úlfar Jónsson golfmaður ársins. Tennis- samband íslands útnefndi Úlfar Þorbjömsson sinn mann ársins og Skíðasambandið Guðrúnu H. Kristj- ánsdóttur. KKÍ kaus Val Ingimund- arson körfuknattleiksmann ársins og Siguijón Gunnsteinsson var kjör- inn karatemaður ársins. Valsmað- urinn sterki, Geir Sveinsson var kjörinn handknattleiksmaður ársins og síðast en ekki síst var Kjartan Briem kjörinn borðtennismaður árs- ins. KNATTSPYRNA / ENGLAND Thorstvedt til Spurs NORSKI landsliðsmarkvörður- inn Erik Thorstvedt hefur skrif- að undir samning við Totten- ham. Thorstvedt, sem hefur leikið með sænska liðinu IFK Gautaborg, tók tilboði Totten- ham í fyrrakvöld sem var um 350.000 pund. Gunnar Larsson, formaður IFK, sagði í gær að Terry Venables hafi farið aftur til Englands frá Svíþjóð með samninginn. Nú þurfi hann aðeins að leggja hann fyrir stjómina og það sé aðeins formsat- riði. Thorstvedt lék áður með Mönc- hengladbach í V-Þýskalandi áður en hann fór til Gautaborgar. Thorstvedt, sem er 26 ára og hefur leikið hefur 51 landsleik fyrir Noreg, mun koma í stað Bobby Mimms sem hefur fengið á sig 27 mörk í 15 deildarleikjum Tottenham í vetur. Erik Thorstvedt horfir á eftir knettinum í netið, er Pétur Pétursson jafnaði 1:1 fyrir Ísland gegn Noregi í fyrra, en íslenska liðið vann 2:1. Thorstvedt hefur nú gengið til liðs við Tottenham og mun ef að líkum lætur leika þar með Guðna Bergssyni á næstunni. ÍHémR FOLK ■ MANCHESTER United hef- ur tapað rúmum tveimur milljónum punda (um 170 millj. ísi. kr.) á síðustu 12 mánuðum. Þetta kom fram í ' ársskýrslu FráBob félagsins sem var Hennessy kynnt í gær. Mestur .England! h,utj þessara tveggja milljóna er tilkominn vegna keyptra leik- — manna, en United keypti leikmenn fyrir rúmar fimm milljónir punda á þessum tíma. Þá kom í ljós að fjór- ir leikmenn liðsins voru með 75-85 þúsund pund í árslaun (6,4-7,2 millj. ísL kr.) en ekki var gefið upp hvaða leikmann það voru. Einn leik- maður var þó með langhæstu laun- in, um 170.000 pund (14,5 millj.). Það mun hafa verið Jesper Olsen. Ástæðan fyrir því að laun hans voni svo há er sú að þegar hann var keyptur frá Ajax fékk hann ekki hluta af upphæðinni, eins og venjan er í Engiandi. Loks kom það fram að síðsta vetur voru að- eins 39.151 áhorfandi að meðaltali á heimaleikjum liðsins, en sú talá hefur ekki verið lægri í 23 ár. Martin Edwards, stjómarformað- ur Manchester United, sagði þó að enn væri nóg af 'peningum á Old Trafford og að hluthafar þyrftu ekki að hafa neinar áhyggj- ur. ■ TREVOR Francis verðúr að öllum líkindum næsti framkvæmda- stjóri Q.P.R. Hann mun líklega taka við af Peter Shreeve eftir rúman mánuð. Shreeve sem var þjálfari liðsins, tók við framkvæmdastjórá- “ stöðunni fyrir skömmu og var þá lofað mánuði til reynslu. Að þessum mánuði loknum er reiknað með að Francis taki við sem framkvæmda- stjóri samhliða því að leika með lið- inu. B RON Atkinson, fram- kvæmdastjóri Atletico Madrid, vill fá Mark Lawrenson til Spánar og láta hann leika með liðinu. Law- renson hefur ekki leikið knatt- spymu í rúmt ár vegna meiðsla, en Atkinson sagðist hafa séð hann í æfingaleik fyrir skömmu og þá hafi hann leikið mjög vel. Liverpo- ol, sem á samningsrétt Lawren- sons, mun hinsvegar ekki sam- þykkja að hann fari til Spánar o£- — talið er líklegt að hann fari aftur til Anfield sem einn af þjálfurum Liverpool. ■ WIMBLEDON bauð fyrir skömmu 650.000 pund í Niall Qu- inn, leikmann Arsenal. Hann hefur ekkert leikið með liðinu í vetur en þrátt fyrir það hafnaði George Graham, framkvæmdastjóri Arse- nal, þessu tilboði. Wimbledon vill fá Quinn í stað John Fashanu sem líklega er á förum frá liðinu. B ÞRJÚ ítölsk félög hafa áhuga á skoska leikmanninum Mo Jo- hnson sem leikur með Nantes í Frakklandi. Það eru Fiorentina, Inter Mílanó og Róma. Útsendarar frá þessum liðum munu fyigjasí með vináttulandsleik Itala gegn Skotum síðar í þessum mánuði. B HELSING0R tapaði 21:17 á heimavelli fyrir TUSEM Essen um helgina í fyrri leik liðanna í Evrópu- keppni bikarhafa. Aðeins 507 áhorfendur létu sjá sig, en leikurinn var í beinni útsendingu sjónvarps., „Ég gat ekki hafnað peningunum, sem í ,boði voru,“ sagði Henning Riis, formaður Helsingor og Gert Andersen, þjálfari, sagði að ekki væri hægt að keppa við sjónvarpið — Danir tækju beina útsendingu fram yfir að vera á staðnum. Félag- ið fékk 30 þúsund danskar krónur (um 200 þús. ísl. kr.) fyrir réttinn og um 200 þúsund danskar (tæp- lega 1,4 milljónir ísl. kr.) fyrir aug- Iýsingaspjöld í höllinni. B RICARDO Serna, vamar- maður hjá Barcelona, hefur verið valinn í spænska landsliðshópinfl . fyrir leik gegn Norður-írum í und- ankeppni HM.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.