Morgunblaðið - 18.12.1988, Page 6

Morgunblaðið - 18.12.1988, Page 6
6 FRÉTTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1988 Sanngjarn og réttsýnn Haraldur Henrysson hæstaréttardómari HARALDUR Henrysson sem nýlega var skipaður í embætti Hæstaréttardómara er mun betur þekktur meðal almenn- ings fyrir störf sín að öryggis- málum sjómanna en dómstörf- um. Raunar er ekki hægt að bregða upp svipmynd af manninum án þess að greina frá þessu helsta baráttumáli hans allt frá fyrstu mann- dómsárunum. Það þarf ekki að leita langt til að fínna ástæður þess að Haraldur er skeleggur baráttu- maður fyrir öryggismálum sjó- manna og hefur starfað um ára- tugaskeið innan Slysavarnafé- lags íslands. Faðir hans, Henry Hálfdánarson, var mjög virkur í starfí SVFÍ og var upphafsmað- ur að Sjómannadeginum hér- lendis. Raunar má geta þess að Haraldur er jafngamall þeim degi. Náinn samstarfsmaður Har- aldar innan SVFÍ segir að undir þessum áhuga hans á hagsmuna- málum sjómanna standi styrkar stoðir Qölskyldu hans því nefna megi að móðurbróðir Haraldar, Ragnar Þorsteinsson sjómaður, skáld og bóndi á Höfðabrekku, lét þessi mál ekki síður til sín taka. Haraldur starfaði lengi með slysavarnasveitinni Ingólfí, var í stjórn hennar og síðar í stjóm SVFÍ þar sem hann tók við stöðu forseta þess 1982. Þá má einnig nefna að hann var formaður Rannsóknamefndar sjóslysa um 10 ára skeið frá árinu 1973. Allir viðmælendur Morgun- blaðsins, vinir og samstarfsmenn Haraldar, nefndu að hann væri fyrst og fremst sanngjam og réttsýnn maður, viðkvæmur í skapi en skapstilltur, ágætis ræðumaður og að gott væri að eiga samstarf við hann. Sverrir Einarsson sakadómari segir að vart sé hægt að hugsa sér betri samstarfsmann en Har- Nafn: Haraldur Henrysson F.dagur og ár: 17. febr- úar 1938. Menntun: Cand. juris frá Háskóla íslands 1964 með I. einkunn Starf: Hæstaréttar- dómari Fyrri störf: Fulltrúi bæjarfógeta í Keflavík og Kópavogi. Saka- dómari í Reykjavík. Átti sæti í fram- kvæmdastjóm Sam- taka ftjálslyndra og vinstri manna. Vara- þingmaður Reyk- víkinga á Alþingi 1968 og 1971. Forseti Slysa- vamafélags íslands frá 1982. Heimilishagir: Giftur og á einn son SVIPIVIYNP eftir Fribrik Indribason ald. Hann sé ákaflega þægilegur í umgengni og réttsýnn í öllum sínum gerðum. Innan embættis sakadóms sé hann almennt vel liðinn. Lögfræðingur einn sem spurð- ur var um Harald segir að það sé kannski lýsandi dæmi um stöðu hans innan sakadóms að honum séu yfírleitt falin erfíð verkefni eins og til dæmis Haf- skipsmálið. Hann þyki á stund- um fullrólegur, en láti hinsvegar aldrei mál dragast úr hömlu og ljúki sínu verki á sinn yfirvegaða hátt. „Bæði veijendur og sækjendur við sakadóm em að mínu mati sammála um að gott sé að hafa hann sem dómara í máli. Hann er ákaflega viðræðugóður og á ekki til neinar kenjar eins og sumir aðrir dómarar. Almennt fer mjög gott orð af honum meðal lögfræðinga," segir einn af viðmælendum blaðsins úr lög- fræðingastétt. Sem fyrr segir er Haraldur þekktari meðal almennings fyrir störf sín á vettvangi SVFÍ. Einn þeirra sem átt hafa náið sam- starf með Haraldi á vettvangi SVFÍ segir að hann sé fylginn sér ef svo ber undir en sann- gjam. Það sé gott að leita til hans með mál því vanda allra sem til hans leita vilji hann leysa eins vel og kostur er á. „Haraldur hefur brennandi áhuga á öllu því er lýtur að ör- yggismálum sjómanna og hann fylgist glöggt með því sem ger- ist á þeim vettvangi. Hann hefur aflað sér mikillar og góðrar reynslu í þessum málum og ég tel að í huga þeirra sem þar hafa átt við hann samstarf sé hann talinn fyrst og fremst drengur góður," segir þessi sam- starfsmaður. Skeiðsfossvirkjun í Fljótum sem Rafveita Siglufíarðar reisti. Raf- veitan heldur í dag hátíðlegt 75 ára afmæli sitt. 75 ár liðin frá stofnun Rafveitu Sigluflarðar 75 ár eru í dag, 18. desember, liðin frá stofhun Rafveitu Siglufjarð- ar. Fyrsta virkjun veitunnar var reist við Hvanneyrará í Siglufirði og var afl hennar 40 hestöfl. í dag rekur veitan Skeiðsfossvirkjun, sem sér Siglufjarðarkaupstað fyrir rafmagni ásamt Ólafsfirði, Fljót- um og allt inn að Sléttuhlíð í Skagafirði. Orkuvinnslugeta beggja áfanga Skeiðsfossvirkjunar er 19 Gwst. Fyrsta virkjunin var einkum not- uð til ljósa, en einnig var reynt að nota rafmagnið til iðnaðar, til dæmis fékk tunnuverksmiðjan sem reist var 1917 skammtað rafmagn. Undirbúningur Skeiðsfossvirkjunar hófst 1921, þegar bæjarstjórn beitti sér fyrir kaupum á jörðinni Skeiðum i Fljótum með hálfíim vatnsréttind- um. Hún kostaði 20.000 krónur, sem þótti geypifé og þótti ekki fært um langt skeið að kaupa öll vatnsréttindin og leggja út í frekari undirbúning. 30 maí 1942 samþykkti bæjar- stjórn Siglufjarðar að afla fjár til framkvæmdanna. 29. apríl 1945, klukkan 19.05 var Skeiðsfossvirkj- un tekin í notkun. Mesta raforku- framleiðsla virkjunarinnar var árið 1962, þá voru framleiddar 11 Gwst. Seinni virkjunin við Skeiðsfoss, Neðri virkjun, var tekin í notkun 20 október 1976. Fyrsti formaður Rafveitunefndar Siglufjarðar var séra Bjarni Þor- steinsson. Núverandi rafveitustjóri er Sverrir Sveinsson. Rafveita Sigluijarðar býður Sigl- fírðingum til kaffisamsætis í tilefni afmælisins í dag, sunnudag, að Hótel Höfn klukkan 14.00 til 16.00. Hækkun vörugjalds: Mjög slæm skatt- heimtuaðferð - segir Olafiir Davíðsson framkvæmda- stjóri Félags íslenskra iðnrekenda „ÞAÐ Á eftir að koma í ljós hvort tillit verður tekið til sjónarmiða okkar, en við vonum að þingmenn sjái að þetta er mjög slæm skatt- heimtuaðferð," segir Ólafur Davíðsson framkvæmdastjóri Félags íslenskra iðnrekenda. FÍI hefíir ritað Qárhags- og viðskiptanefíid neðri deildar Alþingis bréf með athugasemdum og mótmælum gegn fyrirhuguðum hækkunum á vörugjaldi úr 14% í 20 til 25%. Fulltrú- ar FÍI hafa ennfremur fíirið á fúnd nefhdarinnar og átt viðræður við þingmenn vegna þessa. Olafur segir í samtali við Morg- unblaðið að áhrif hækkunar vörugjaldsins á íslenskan iðnað verði einkum tvíþætt. Annars vegar kemur þáð tímabundið illa við sam- keppnisstöðu iðnaðarins þar sem vörugjaldið leggst strax á innlendar vörur, en innfluttar vörur verði án þess þar til næsta sending til lands- ins kemur. Þetta segir Olafur vera sérstaklega viðkvæmt um jól og áramót þegar verslun er í hámarki. Hins vegar rýri vörugjaldið sam- keppnisstöðu hverrar vöru fyrir sig gagnvart öðrum vörum. „Flestar vörur eru í samkeppni við aðrar og þegar búið er að skattleggja þær mjög mikið er verið að rýra mjög samkeppnisstöðu þeirra. Hvað fyr- irhuguðu vörugjaldi viðvíkur á þetta sérstaklega við um íslenskan sæl- gætis- og drykkjarvöruiðnað og húsgagna- og innréttingafram- leiðslu," sagði Ólafur Davíðsson. Steingrímur er alltaf Steingrímur ÞINGMÖNNUM finnst sem breyting Steingríms Hermannssonar, forsætisráðherra á afstöðunni til banns við verkfollum sé skondin í meira lagi. Að þessu sinni er hugarfarsbreyting hans skýrð á þann veg að hann hafí nýverið frétt af því að tveir þingmenn Alþýðu- flokksins, þeir Karvel Pálmason og Karl Steinar Guðnason hafi þeg- ar í haust látið bóka að þeir myndu aldrei greiða því atkvæði, að Alþingi bannaði verkföll. Því hafi það legið fyrir, að þetta ákvæði í bráðabirgðalögunum fengi aldrei meirihluta atkvæða á þingi og Steingrímur hafi átt þann kost einan, að venda sínu kvæði í kross. Stjómarandstæðingar hafa það í flimtingum, að það sé næsta hlá- legt hversu lengi og hversu vel Jóni Baldvin Hannibalssyni, form- anni Alþýðuflokksins hafi tekist að halda þessari afstöðu tveggja þingmanna sinna leyndri fyrir forsætisráðherra. Steingrímur fær tvær stjömur. Eins og kunnugt er, voru bráða- birgðalögin samþykkt í efri deild Alþingis sl. miðvikudagskvöld, en þar með er ekki öll sagan sögð. Stjómarandstæðingar telja borð- liggjandi að þau verði felld í neðri deild og því blasi það við stjómarlið- um að verða að kyngja breytingart- illögu Kvennalistans sem felld var í efri deild. Tillaga Kvennalistans gerir ráð fyrir að samningsréttur verði fijáls og að samningamir taki gildi frá og með þeim degi sem lög- in verði sainþykkt. Þingmenn Sjálf- stæðisflokks og Borgaraflokks eru hlynntir þessari breytingartillögu Kvennalista. Stjórnarandstæðingar telja mikl- ar líkur á að 2/3 hlutar vörugjalda- frumvarpa fjármálaráðherra verði felldir, þannig að einungis verði samþykkt hækkun vörugjalds á sælgæti, gosdrykki og ávaxta- drykki. Þetta hefði í för með sér um eins milljarðs króna minni tekj- ur í ríkiskassann, en fjármálaráð- herra stefnir að. Stjórnarandstæð- ingar telja líka allar líkur á að frum- varpið um hækkun tekjuskatts verði fellt, þ.e.a.s. sá hluti frumvarpsins sem fjallar um hækkun tekjuskatts einstaklinga. Það komi því til með að standa lítið eftir af tekjuöflun- aráformum fjármálaráðherra, þeg- ar fjárlögin komi til atkvæða- greiðslu síðar í vikunni. Forsætisráðherra segir um þetta atriði: „Það eru fleiri dæmi þess að fjárlög væru afgreidd, án þess að telquöflunarhliðin væri afgreidd. Vitanlega vildi ég hafa röðina þann- HMCBÓKn stiórnmAl efiir Agneti Bragadbttur ig, að tekjuöflunin væri frágengin, þegar fjárlagafmmvarpið er af- greitt, en líklega verður þetta að vera svona.“ Spumingunni um það hvað ríkis- stjórnin hyggist gera ef bráða- birgðalögin og tekjuöflunarfrum- vörpin verða felld svarar Steingrím- ur: „Ég vil ekki gera því skóna að svo verði. Ef það verður ofan á, tel ég að ekkert sé annað að gera en efna til kosninga." Við orð hans er því einu að bæta - svo ég leyfí mér nú að fara í smiðju til sjálfskipaðs bókmennta- rýnis þjóðarinnar og sjónvarpsstjóra Stöðvar 2, en hann sagði í Sviðs- ljósi sínu á fimmtudagskvöld: „En Þórarinn er alltaf Þórarinn og ég gef bók hans tvær stjörnur." Þar var Jón Óttar að vísa til Þórarins Eldjám og skáldsögu hans Skuggabox, sem sjónvarpsstjóran- um fannst bæði skemmtileg og tor- skilin. Steingrímur er alltaf Steingrímur og ég gef honum tvær stjörnur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.