Morgunblaðið - 18.12.1988, Síða 22

Morgunblaðið - 18.12.1988, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1988 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1988 23 JHirfgiuinMalíií Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, BjörnJóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ÁgústlngiJónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. Kúvending á afstöðu til PLO Fáir hefðu vænst þess að í tengslum við fund allsherj- arþings Sameinuðu þjóðanna sem haldinn var í Genf tækist að koma á sambandi milli PLO, Frelsissamtaka Palestínu- manna, og Bandaríkjastjórnar. Þessi fullyrðing tekur einkum mið af því hvemig til fundarins var stofnað. George Shultz, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, stóð fast gegn því að Yasser Arafat, leiðtogi PLO, fengi vegabréfsáritun til Banda- ríkjanna. Til þess að PLO- maðurinn gæti ávarpað alls- heijarþingið varð því að flytja þingheim frá New York til Genfar. Var- ákvörðun Shultz mótmælt víða og meðal annars hér á þessum stað. Til að rökstyðja andstöðu sína við PLO hefur Bandaríkjastjóm lagt áherslu á þrjú atriði. í fyrsta lagi að samtökin hafi ekki af- neitað hryðjuverkum. í öðm lagi að PLO hafí ekki viðurkennt til- vemrétt ísraelsríkis. Og í þriðja lagi að PLO hafí ekki fallist á tvær lykilályktanir Sameinuðu þjóðanna (númer 242 og 338) um friðargerð fyrir botni Mið- jarðarhafs. Yasser Arafat ræddi um þessi þrjú atriði í ræðu sinni í Genf. Að ræðunni lokinni ítrek- aði Bandaríkjastjóm enn and- stöðu sína. Á miðvikudag var blaðamannafundi Arafats frest- að frá morgni fram á kvöld. Þegar fundurinn var loks hald- inn talaði hann á þann veg að Bandaríkjastjóm taldi skilyrðum sínum fullnægt. Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, sendi frá sér yfírlýsingu sem Shultz kynnti á blaðamannafundi. Á föstudag hittust síðan sendiherra Banda- ríkjanna í Túnis ogfulltrúi PLO. Forystumenn ísraela hafa kallað yfírlýsingu Arafats „ein- stæða blekkingu" og segjast hvergi hvika frá fyrri afstöðu. PLO séu hryðjuverkasamtök, óalandi og ófeijandi. í ísrael er hins vegar stjómarkreppa um þessar mundir og enn ekki séð fyrir endann á henni. Fulltrúar stóm flokkanna sem mynduðu síðustu ríkisstjóm þar hafa ræðst við annað veifíð um það, hvort þeir eigi að taka upp þráð- inn þar sem frá var horfið fyrir kosningamar. Hvaða stjóm sem verður mynduð í ísrael verður að taka mið af hinum óvæntu atburðum í samskiptum PLO og Bandaríkjastjómar. í umræðum um lausn deilna fyrir botni Miðjarðarhafs em lykilorðin „friður“ og „land“. Sáttahugmyndir ganga út á það, að ísraelar láti af hendi hertekin ll.í HVER ER *þessi hái, glæsilegi maður sem gnæfir yfir fólkið og páfann? spurðum við þar sem við stóðum í klausturkirkjunni í Assísí og virtum veggmyndina fyrir okkur. Giotto, svaraði leiðsögumað- urinn, listmálarinn sjálfur. Hann var krypplingur. Þannig birtist hugmynd Giottos um Giotto í málverkinu. Og hann hafði rétt fyrir sér, því mikil list er áþreifanlegri vitnisburður um drauminn en fallvaltur vemleiki rykmýs í regni. Og samt heldur bitmýið það sé Mývatns virði. En það var í listinni sem Giotto var stór og eilífur; draumnum sem andstæðu við sársaukafullan veru- leika. ■J rt ÉG ER AÐ HUGSA UM i. hvort sjónvarpið sé ekki svona bjalla einsog Kafka lýsir, sem fyllir tómið í huga okkar og um- hverfi og hættir ekki að þenjast út fyrr en hún hefur hrakið burt allan þann veruleika sem er áþreifanlegur og einstæður, ef við upplifum hann HELGI spjall ingu dýrsins, heldur er ég að hugsa um sjónvarpsbjölluna sem einhvers konar óum- flýjanlegt atvik í margbreytilegri reynslu sem er í raun einungis endurtekning með tilbrigðum. Það er margt skemmtilegt í Nizza, en þar er einnigýmislegt sem hverfur inní huga manns einsog mýsnar í garðveggnum utan við Hótel Royal og minna á músagang- inn í sálarlífi gestanna. Þessi litlu dýr hlupu svo hratt úr einu myrkri í annað að ég efaðist um þau væru annað en eigin ímyndun mín, svo ég tengi þau nú ekki þeim hugsun- um sem dyljast í holum huga okk- ar, þar sem einnig er rúm fyrir nokkra hella og mergð af blóðsug- um í myrkum frumskógi mannlegra freistinga, en þá hvarflar að mér hvað margt fólk hefur verið skugg- ar af úlfgráum leyndardómi eigin vitundar, ekki einn dag eða eina nótt heldur svo óralengi að það hefur glatað þeim skugga sem er skuggi þess sjálfs og þá er ekkert eftir nema myrkrið. Og þá er ekk- ert eftir nema illskan eða auðurinn. á annað borð. Þó ekki með sama hætti og klámmynd í sjónvarpinu á Hótel Westminster Concord i Nizza og ætlar sér það hlutskipti að af- greiða allt kynlíf á einu bretti svo það sé vandræðalaust viðfangsefni uppfrá því, néi ekki þannig upplifun sem breytir okkur í ömurlega áhorf- endur að ástríðulausri endurtekn- Ekkert nema ástríðulaus sókn í ófullnægjandi endurtekningu. Og þá er athugasemd Ferraris ekki langt undan: Bílar eru einu vinimir sem ég treysti(I). Fer að hugsa um þessi orð líka og skima af svölunum til norðurs, þangað sem hann var grafinn í Modena nokkrum dögum áður, níræður að aldri, og sé fyrir landsvæði og hljóti í staðinn grið eða friðargerð. Intifada eða uppreisn Palestínumanna gegn yfírráðum Israela á herteknu svæðunum, Vesturbakkanum og Gasa-svæðinu, hefur í rúmt ár verið stöðug áminning um þann mikla vanda sem Israelar eiga við að etja í þessu efni. Hefur sú barátta öll skapað Israelum veruleg vandræði bæði heima fyrir og út á við. í ályktun Sameinuðu þjóð- anna númer 242 er hvatt til þess að ísraelar kalli herafla sinn frá hemámssvæðinu á Vesturbakkanum. í ályktun 338 er hins vegar hvatt til þess að aðilar að deilunum fyrir botni Miðjarðarhafs hefji samninga- viðræður um réttlátan og varan- legan frið. Bandaríkjastjóm hef- ur um langt árabil verið einskon- ar sáttasemjari á þessum slóð- um. Vissulega heftir það verið þröskuldur í því starfi, að í 13 ár, eða síðan Henry Kissinger, þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, setti ofangreind skilyrði Bandaríkjastjómar, hafa fulltrúar hennar ekki rætt beint við PLO. Viðræðumar í Túnis á föstudag em skref í rétta átt en þær hafa það alls ekki sjálfkrafa í för með sér að friður komist á eða varanlegar sættir. Deilur um landamæri ísraels em langt frá því að vera leyst- ar, þótt PLO standi við þá yfír- lýsingu Arafats að viðurkenna tilverarétt ísraels. Reynslan ein sker úr um það, hvort hryðju- verkum gegn Israelum verður hætt og hvort lát verður á mann- drápum ísraelsmanna á her- teknu svæðunum. Irsaelar halda fast í yfírráð sín yfír Jerúsalem, ekkert Arabaríki hefur horfíð frá kröfunni um að ísraelar láti Jerúsalem af hendi. Atburðir síðustu daga sýna hvað sem öðm líður að fljótt skipast veður í lofti. Hvarvetna í heiminum er meiri vilji en áður til að leysa svæðisbundin deilu- mál. Það verður fyrsta utanrík- is-verkefni nýs forseta Banda- ríkjanna, George Bush, að reyna að greiða úr þessari flækju allri. Honum er auðveldað verkið með þeim ákvörðunum sem þeir Reagan og Shultz hafa nú tekið. mér líkbílinn sem flutti hann að opinni gröf, það hlaut að hafa verið eftirminnilegur og sérstæður bíll, en þó ekki kappakstursbíll því eng- um liggur á að opnum moldum. Finn ilm af jörð og krónumikil tré fylla huga minn þungri angan þess- arar jarðar og það er hlýtt og mann- eskjulegt andrúm þama á svölunum þar sem við sitjum í geislum sem vitja okkur á leið sinni frá mistruð- um himni til jarðar sem er jafn ung og Iðunn, jafn fögur og þessi kröfu- harða gyðja æskuþokkans. Finn ég hef beyg af ellinni og rejmi að beij- ast við hana af sama hetjumóði og einkenndi foma kappa sem léku hlutverk sitt til loka í anda kyrr- leiksástríðunnar og af sama til- gangsleysi. Um það hugsa ég og þá auðvitað einnig það stórlæti sem elur af sér þessa ástríðu sem er mér ógnvekjandi en heillandi um- hugsunarefni. Andspænis elli og tortímingu eignast hver maður sitt stórlæti, sína þögn; sinn hamar og sína þjöl til að smíða þann persónu- leika sem ekki má undan líta, þegar Óðinn hvíslar í eyra Baldurs á bál- inu og við erum minnt á að til er ein spuming, aðeins ein spuming sem varðar líf og dauða. En ekkert svar. Þessi hvíslandi dul er sá eldur sem hugleysi mitt er að herðast í og öllu öðm er nauðsynlegra, þegar Iðunn er á brott og sjálfir guðimir standa eftir æskulausir. Og Þór glímir við Elli kerlingu. M. (Meira í næsta sunnudagsblaði.) REYKJAVIKURBREF Laugardagur 17. desember HALLDÓR Blöndal, al- þingismaður og vara- formaður þingflokks' sjálfstæðismanna, gerði nokkrar athuga- semdir hér í blaðinu sl. þriðjudag við hug- leiðingar, sem birtust á þessum vettvangi fyrir viku. Upphafsorð greinar Halldórs Blöndals vom þessi: „Ég varð mjög undr- andi á efni Reykjavíkurbréfs 10. desember sl. Ég hygg að óhjákvæmilegt sé fyrir rit- stjóra Morgunblaðsins að gera ítarlega grein fyrir stefnu þess í þjóðmálum, því að ekki fer fram hjá neinum, að áherzlur blaðsins em aðrar en áður í veigamiklum atriðum.“ Þingmaðurinn gerir fyrst og fremst at- hugasemdir við tvö atriði í Reykjavíkur- bréfi. Annars vegar virðist hann taka. umfjöllun um nauðsyn ábyrgðar í störfum stjómmálamanna, jafnt stjómarsinna sem stjómarandstæðinga, svo og í störfum fjöl- miðla, sem gagnrýni á stefnu og störf Sjálfstæðisflokksins í stjórnarandstöðu. Hins vegar lítur hann svo á, að Morgun- blaðið hafi ekki gert sér grein fyrir eðli núverandi ríkisstjómar vegna þess, að í Reykjavíkurbréfi sagði, að „enn sem kom- ið er hefur mynd núverandi ríkisstjórnar ekki skýrst nægilega mikið til þess að hægt sé að fialla um stefnu hennar og störf að nokkm ráði“. Athugasemdir Hall- dórs Blöndals gefa tilefni til að fjalla nokk- uð ítarlegar um þessi mál en gert var fyr- ir viku. RÍKISSTJÓRN VirKítri Steingríms Her- v mannssonar er auð- stjórnir vitað hefðbundin vinstri stjóm. Þeir flokkar, sem að henni standa, em hinir sömu og mynduðu ríkis- stjóm Hermanns Jónassonar 1956-1958. Frægt er orðið í stjómmálasögu samtím- ans hve hörð stjómarandstaða Sjálfstæðis- flokksins og Morgunblaðsins var í tíð þeirr- ar vinstri stjómar, enda var þá mikið í húfi. Sú ríkisstjóm hafði á stefnuskrá sinni, að rifta vamarsamningnum við Bandaríkin. Fljótlega kom í ljós, að Al- þýðuflokkurinn qg þá ekki sízt utanríkis- ráðherra hans, Guðmundur í. Guðmunds- son, hafði ekki í hyggju að framfylgja þeirri stefnu. Vinstri stjóm Hermanns Jón- assonar notaði tækifærið, þegar uppreisn varð í Ungveijalandi 1956 og Bretar og Frakkar gerðu innrás í Egyptaland ásamt ísraelsmönnum til þess að hverfa frá þeim áformum á þeirri forsendu, að ófriðvæn- legt væri í heiminum. Þessi vinstri stjóm féll svo vegna þess, að hún náði engum tökum á efnahagsmálum þjóðarinnar. En strax við myndun hennar vora víglínur í stjómmálunum mjög skýrar. Stjómarandstaða Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðsins var líka býsna harð- skeytt í tíð vinstri stjómar Ólafs Jóhannes- sonar 1971-1974. Alþýðuflokkurinn átti ekki aðild að þeirri vinstri stjórn heldur Samtök fijálslyndra og vinstri manna, sem þá lutu forystu Hannibals Valdemarsson- ar. Sú ríkisstjóm hafði það einnig á stefnu- skrá sinni að segja vamarsamningnum við Bandaríkin upp. Það ákvæði málefna- samnings stjómarflokkanna vakti strax í upphafí mestar deilur. Það var því ekki við öðra að búast en að þeir aðilar, sem töldu það miklu skipta að halda því varnar- samstarfí áfram, brygðust hart við áform- um þeirrar ríkisstjómar í utanríkismálum. Vinstri stjóm Ólafs Jóhannessonar hrökkl- aðist frá völdum vorið 1974. Sú stefna hennar að segja vamarsamningnum við Bandaríkin upp var ein helzta ástæða þess, að hún féll fyrir lok kjörtímabils vegna þess að deilur milli stjórnarflokka og ráð- herra um það mál og blendin afstaða Fram- sóknarflokksins veiktu stjómarsamstarfið mjög, þótt fleira kæmi til að lokum og þá ekki sízt efnahagsmálin. í báðum þessum tilvikum var mynd þessara vinstri stjóma mjög skýr í upphafi og markaðist af and- stöðu við grandvallarstefnu Sjálfstæðis- flokksins og Morgunblaðsins í utanríkis- málum. Sú vinstri stjóm, sem Steingrímur Her- mannsson myndaði í haust, hefur ekki uppi áform um að segja vamarsamningn- um við Bandaríkin upp. Stefná utanríkis- ráðherra þessarar ríkisstjórnar í utanríkis- málum, a.m.k. hingað til, er í öllum megin- atriðum hin sama og Sjálfstæðisflokksins, hvað sem síðar kann að koma fram. Stað- festir það bezt, hve víðtæk samstaða hefur náðst um þá stefnu, sem Sjálfstæðisflokk- urinn hefur haft forystu um að móta. Þess vegna þurfa hvorki sjálfstæðismenn né Morgunblaðið að hafa sömu áhyggjur af þeim málaflokki og í tíð fyrri vinstri stjómanna tveggja. Stefnumótun ríkis- stjómar Steingríms Hermannssonar að öðra leyti er með þeim hætti, að ákaflega erfitt er að henda reiður á því, hvað hún vill. Innan hennar era skoðanir mjög skipt- ar um veigamikil mál. Utanríkisráðherra og samgönguráðherra virðast hafa mjög ólíkar skoðanir á byggingu varaflugvallar. Iðnaðarráðherra þessarar ríkisstjórnar og einstakir þingmenn Alþýðubandalagsins virðast hafa mjög ólíkar skoðanir á bygg- ingu nýs álvers. Aðalatriði málsins er þó það, að þessi ríkisstjórn hefur ekki lagt nein spil á borðið enn sem komið er. Hið eina, sem hún hefur gert, er að basla við að koma saman fjárlögum og finna leiðir til þess að hækka skatta á þann veg, að stjómin geti tryggt sér aukinn stuðning í neðri deild Alþingis. Staða atvinnuveganna er slæm. Ekkert liggur fyrir um það, hvemig ríkisstjórnin hyggst taka á þeim vanda. Væntanlega kemur það í ljós fljótlega eftir áramót. Ríkisstjómin hefur beitt sér fyrir lækkun vaxta með handafli og rökstutt það með því, að verðbólgan sé nú nánast engin. Ástæðan fyrir því er hins vegar verðstöðv- un sem í gildi er. Ekkert liggur fyrir um það, hvemig þessi ríkisstjóm ætlar að taka á málum í lok verðstöðvunartímabilsins. Hvað gerist, þegar því lýkur og verð- hækkanir bijótast fram eins og flóð gegn- um stíflu, en af slíkri stefnu höfum við slæma reynslu, svo ekki sé meira sagt. Hver verður vaxtastefna ríkisstjórnarinnar þá? Hvemig verður tekið á vanda atvinnu- veganna? Með gengisfellingu? Með niður- færslu? Þetta era m.a. þær staðreyndir, sem liggja til grandvallar því mati Morgun- blaðsins, að „mynd núverandi ríkisstjórnar [hefur] ekki skýrzt nægilega mikið til þess að hægt sé að fjalla um stefnu hennar og störf að nokkra ráði“. Það er hægt að gagnrýna aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í málefnum atvinnuveganna. Á hinn bóg- inn hefur hún ekki setið nema tvo og hálf- an mánuð og sanngjamt, að hún fái tæki- færi til að átta sig á stöðunni. Umræður innan fyrrverandi ríkisstjómar um ráðstaf- anir til aðstoðar atvinnuvegunum stóðu í nokkuð margar vikur áður en í ljós kom, að aðilar þeirrar ríkisstjómar náðu ekki saman. Það er ekki ástæða til að gera meiri kröfur til annarra en sjálfs sín. Vel má vera, að þingmönnum Sjálfstæðis- flokksins þyki það full mikil þolinmæði af hálfu Morgunblaðsins að vilja bíða eftir því að sjá í verki hver stefna ríkisstjómar- innar verður í þessum veigamiklu málum. Þá er að taka því. En það mætti kannski minna á þá sögulegu staðreynd, að Sjálf- stæðisflokkurinn náði engum raunveraleg- um tökum á stjómarandstöðu sinni gegn ríkisstjóm Ólafs Jóhannessonar fyrr en í nóvember 1973 rúmum tveimur áram eft- ir, að sú ríkisstjórn var mynduð. Þá og þá fyrst komst sú ríkisstjóm í þá varnar- stöðu, sem að lokum leiddi til falls henn- ar. Þegar hér var komið sögu var frammi- staða Sjálfstæðisflokksins í stjómarand- stöðu líka glæsileg og kosningasigur flokksins sumarið 1974 í samræmi við það. Nú má vel vera, að menn þurfi ekki að bíða lengi eftir falli þessarar vinstri stjómar. Framtíð hennar sýnist ekki björguleg um þessar mundir! En stundum er skynsamlegt að flýta sér ekki um of. Eftir upplausn fyrrverandi ríkisstjómar, sem byggðist sízt af öllu á gagnkvæmum samstarfsvilja, þarf Sjálfstæðisflokkurinn líka að fá ráðrúm til að sannfæra kjósend- ur um að hann hafi burði til að takast á við vandamálin. Enn skortir nokkuð á, að svo sé, hvað sem verður! Vonandi era Halldór Blöndal, -og aðrir, nú nokkra nær um það, hvaða ástæður lágu að baki þeim sjónarmiðum, sem sett vora fram í síðasta Reykjavíkurbréfi um núverandi ríkisstjóm og fóru svo mjög fyrir bijóstið á bráðlátum hugsjónamönnum á hægri væng stjórn- málanna. Um ábyrga stjórnar- andstöðu HALLDÓR Blöndal lítur svo á, að um- fjöllun síðasta Reykjavíkurbréfs um ábyrgð og ábyrgðaleysi stjómmálamanna, stjómarandstöðu og fjölmiðla hafi verið einhvers konar gagn- rýni, og þá væntanlega óbein, á stjómar- andstöðu Sjálfstæðisflokksins. Þetta er mikill misskilningur. Vilji Morgunblaðið gagnrýna störf þingmanna Sjálfstæðis- flokksins í stjómarandstöðu verður það gert opinskátt og hispurslaust. í umræddu Reykjavíkurbréfi sagði: „í stuttu máli sagt verður að líta svo á, að breyttir tímar og annað þjóðfélagsumhverfí kalli á ný vinnu- brögð bæði stjómmálaflokka og fíolmiðla." Um þetta skal nú farið nokkram orðum. Ástandið í þjóðmálum okkar íslendinga er mjög alvarlegt um þessar mundir. Óþarfi er að lýsa því sérstaklega. Menn greinir ekki á um, að ástandið er alvar- legt, heldur hvort hér er á ferðinni djúp- stæður samdráttur eða raunveraleg kreppa. í hvora tilvikinu sem er má auðvit- að ljóst vera, að þetta ástand gerir aðrar og meiri kröfur til stjórnmálamanna í öllum flokkum en venjuleg og hefðbundin efna- hagsvandamál okkar Islendinga. Ef við stöndum t.d. frammi fyrir veralegu at- vinnuleysi eftir áramótin verður krafa þjóðarinnar um ríka samstöðu allra stjóm- málaflokka til þess að finna lausn á þeim vanda mjög sterk. Sú krafa mun við slíkar aðstæður líka beinast að samtökum at- vinnurekenda og launþega og fjölmiðlum. Á þessari augljósu staðreynd var athygli vakin hér í Reykjavíkurbréfi fyrir viku og svo skýrt talað, að tæpast var hægt að misskilja á nokkum hátt. í þessu sambandi er ekki úr vegi að minna á, að haustið 1968 var kreppan, sem þá steðjaði að, orðin svo alvarleg, að Við- reisnarstjórnin, sem þá var við völd, beitti sér fyrir formlegum viðræðum við þáver- andi stjómarandstöðuflokka til þess að kanna möguleika á samstöðu um nauðsynlegar aðgerðir. Þessar viðræður hóf- ust í byijun september það ár og stóðu í tvo mánuði. Þeim lauk hinn 9. nóvember og vora árangurslausar vegna þess, að þáverandi stjómarandstöðu- flokkar reyndust ófáanlegir til að skýra frá því hvaða leiðir þeir vildu fara til þess að tak- ast á við hinn alvarlega efna- hagsvanda, sem þá blasti við. Þótt ekki hafi náðst samkomu- lag milli stjómar og stjórnar- andstöðu sýndi þessi viðleitni, að Viðreisnarstjómin, sem þá hafði öraggan meirihluta á Alþingi, taldi, að við svo alvarlegar aðstæður hlytu menn að slíðra sverðin og snúa bökum saman. Þetta framtak Viðreisnarstjómarinnar má gjaman vera stjórnmálamönnum nokkurt umhugsunarefni nú. Þótt ekki sé hægt að líkja efnahagssamdrætti nú við verðfall og kreppu í sjávarútvegi þá, getur verið nauðsynlegt á stundum að víkja sundur- lyndinu til hliðar og taka höndum saman á erfiðum tímum. Önnur meginástæðan fyrir umfíollun Morgunblaðsins hér á þessum vettvangi um ábyrgð og ábyrgðarleysi í stjómmálum er allt annars eðlis. Það er staðreynd, að hinum almenna borgara ofbýður raglið á vettvangi stjómmálanna. Þess verður mjög vart, að íslendingar, sem setzt hafa að í öðram löndum og koma hingað í heim- sókn, telja, að mun meiri festa og ábyrgð einkenni þjóðfélög nágrannalandanna. Hér á landi er komin til skjalanna ný kynslóð, sem hefur hlotið menntun sína erlendis að töluverðu leyti og þar af leiðandi búið í öðrum löndum um nokkurra ára skeið. Þetta fólk er nú að komast til áhrifa í atvinnulífinu. Menn þurfa ekki að hafa mikið jarðsamband til þess að fínna, að þessi kynslóð stendur beinlínis agndofa frammi fyrir málflutningi og vinnubrögð- um stjómmálamanna og fjölmiðla hér. Slíkt er ruglið og ábyrgðarleysið. Raunar þarf ekki nýja kynslóð til að koma auga á þetta. Allir, sem vilja, sjá þetta. Fjar- lægðir era úr sögunni og þjóðir bera sig saman. íslenzkt þjóðfélag hefur tekið svo stórt stökk fram á við, að fólk gerir meiri kröfur. Þeir stjórnmálaflokkar, sem vilja fylgj- ast með tíman- um og tíðarandan- um, verða að gera sér grein fyrir því, að það er kom- ið nýtt fólk með nýjar kröfur. Það þýðir ekki að leggjast í gamaldags vinnu- brögð í stjórnmálum, löngu úrelt. Það er mikill misskilningur hjá Halldóri Blöndal, að þessum orðum sé beint sérstaklega að Sjálfstæðisflokknum. Þau eiga við um alla stjómmálaflokka og alla fíölmiðla að ein- hveiju leyti. Morgunblaðið er ekki hafið yfír gagnrýni í þessum efnum og Sjálf- stæðisflokkurinn ekki heldur. Enginn er hafínn yfír tíðarandann, því miður! Gagn- rýnin nær til æðstu embætta. Það hefur þótt aðalsmerki bæði Sjálf- stæðisflokksins og Morgunblaðsins í ára- tugi, að þjóðin hefur vænzt meiri ábyrgðar frá þeim en öðram. Á því m.a. hefur styrk- leiki Morgunblaðsins á fiölmiðlamarkaðn- um byggzt og styrkur Sjálfstæðisflokksins meðal kjósenda. Allt má þetta verða þingmönnum Sjálf- stæðisflokksins nokkurt umhugsunarefni vegna þess, að þeim hefur ekki tekizt að efla trúnað með flokknum og kjósendum og sízt á landsbyggðinni, ef marka má skoðanakannanir. Winston Churchill sagði eitt sinn, að það væri hlutverk ríkisstjómar að stjóma og stjórnarandstöðu að veita aðhald þó ekki væri til annars en að tryggja skoðana- skipti í lýðræðisþjóðfélagi. Morgunblaðið er vettvangur slíkra skoðanaskipta. Þing- menn Sjálfstæðisflokksins geta hazlað sér völl á þeim vettvangi með sama hætti og aðrir. Sjálfstæðisstefnan er kjörið vopn í pólitískri hólmgöngu. Þetta vopn eiga þingmenn Sjálfstæðisflokksins að nota á Alþingi og í fjölmiðlum. Það hefur dugað hingað til, hert í eldi mikillar sögu, átaka og hugsjóna. Morgunblaðið/Ámi Sæberg „Þótt ekkí hafí náðst samkomu- lag milli stjórnar og stjórnarand- stöðu sýndi þessi viðleitni, að Við- reisnarstjórnin, sem þá hafði ör- uggan meirihluta á Alþingi taldi, að við svo alvarlegar aðstæður hlytu menn að slíðra sverðin og snúa bökum saman. Þetta framtak Viðreisnarstjórn- arinnar má gjarn- an vera stjórn- málamönnum nokkurt umhugs- unareftii nú. Þótt ekki sé hægt að líkja eftiahags- samdrætti nú við verðfall og kreppu í sjávarút- vegi þá, getur verið nauðsynlegt á stundum að víkja sundurlynd- inu til hliðar og taka höndum saman á erfíðum tímum.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.