Morgunblaðið - 18.12.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 18.12.1988, Blaðsíða 44
ffjgtmlritafrife X-Iöföar til XI fólks í öllum starfsgreinum! GÆÐANNA VEGNA! MORGUNBLAÐIÐ. AÐALSTRÆTI 6. 101 REYKJAVÍK TELEX 2127, PÓSTFAX 6S1S11, PÖSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR. Ellefu fiski- skip á sjó um jól og áramótin Ellefu skip, sem selja afla sinn i Bretlandi og Vestur-Þýska- landi, verða á sjó um jólin og ára- mótin, að sögn Vilhjálms Vil- hjálmssonar full- trúa hjá Lands- sambandi íslenskra útvegs- manna. Einungis þau skip, sem selja afla sinn á erlendum mörk- uðum, mega vera á sjó um jól og áramót en þó er það mismun- andi eftir sjómannafélögum hvort skip, sem selja á erlendum mörkuðum, mega vera á sjó yfir jólin, að sögn Vilhjálms. Samkvæmt kjarasamningum mega fiskiskip ekki vera á sjó frá klukkan 12 á hádegi á Þorláks- messú til klukkan 24 á annan í jólum og frá klukkan 16 á gamlárs- dag til klukkan 24 á nýjársdag, að sögn Kristjáns Ragnarssonar formanns LÍÚ. Loðnu-, síld- og rækjuveiðiskip mega ekki vera á veiðum frá 20. desember til 2. jan- úar, að sögn Kristjáns. Þá mega smábátar undir 10 tonnum ekki stunda línu- og handfæraveiðar frá 10. desember til 15. janúar, að sögn Arna Kolbeinssonar ráðu- neytisstjóra í sjávarútvegsráðu- neytinu. DAGAR TILJÓLA SEX DAGAR eru til jóla og í dag, sunnudag, kemur jóla- sveinninn Hurðaskellir til byggða. A morgun kemur svo bróðir hans, Skyrgámur, til byggða. Hurðaskellir heimsækir Þjóðminjasafnið klukkan 11 í dag og Skyrgámur heimsækir safnið á sama tíma á morgun. Tvennt á slysadeild eftir bruna Karl og kona um þrítugt voru flutt á slysadeild vegna gruns um reyk- eitrun eftir að eldur kviknaði í íbúð á annarri hæð í fjögurra hæða blokk að Meistaravöllum 23, laust fyrir klukkan hálfníu á laug- ardagsmorgun. Þegar slökkviliðið kom á staðinn hafði fólkið forðað sér fáklætt út á svalir ibúðarinnar og stóð þar í reykjarkófí. Slökkviliðsmenn settu lausa stiga að svölunum og forðuðu fólkinu þannig niður. Eldur logaði í hluta stofu íbúðarinnar og tók slökkvistarf skamma stund. Að sögn slökkviliðs urðu miklar skemmdir á íbúðinni af eldi, reyk og hita. Fjárlaga&rtm- varpiðfertil þriðju umræðu Frumvarp til fjárlaga var af- greitt til þriðju umræðu á fúndi sameinaðs þings í gær. Breyting- artillögur §ár- veitinganefhdar voru allar sam- þykktar en Borgaraflokkur dró tillögur sinar til baka. Minnihluti fjárveitinganefndar lagði engar breytingatillögur fram við aðra umræðu heldur geymir þær til þeirrar þriðju. Umræðum um frumvarpið lauk upp úr miðnætti á föstudag og fór atkvæðagreiðsla fram í gær- morgun. Var frumvarpið samþykkt með 30 atkvæðum af 63 en aðrir þingmenn voru ýmist fjarverandi eða sátu hjá. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, vakti athygli á því, í þingskaparum- ræðu eftir atkvæðagreiðsluna, að frumvarpið hefði verið samþykkt með minnihluta atkvæða. Veðurboði: Ný tækni í veðurþjón- ustu við skip og flugvélar ur er nú með á lokastigi. Pétur sagði að hugsanlega þyrfti að stækka tölvu Veðurstofú Islands vegna þessarar þjónustu, en þeir sem hefðu fylgst með málinu teldu að um byltingu í þessari þjónustu væri að ræða. Ennfremur er sér- staklega gert ráð fyrir þjónustu við fjölmiðla í þessu tölvuforriti og varðandi flug t.d. er gert ráð fyrir gagnkvæmum upplýsingum, það er að segja að flugmaður sem er tif dæmis á flugleiðinni Akur- eyri — Reykjavík, getur sent inn upplýsingar um ísingu eða áðrar hættur á leiðinni. etur m ua jumiHeii Veðurboði heitir nýtt tölvuforrit sem verið er að prófa hjá Flugmálastjórn og víðar.en forritið er byggt þannig upp að allir, sem eru mcð PC-tölvur í tengingu við tölvunet Pósts og síma, geta kallað upp nýjustu upplýsingar um veður og veðurspá á Islandi og Atlantshafinu og einnig beðið um upplýsingar frá öðr- um heimshlutum. Miðað er við að mjög ítarlegar upplýsingar komi um hæl á skjáinn. Upphafið að hönn- un Veðurboðans er ákvörðun Flug- málastjómar um að kanna mögu- leika á slíkri þjónustu, en eftir flugslysið í Ljósufjöllum fyrir tveímur árum var málið tekið til umfjöllunar og fyrirtækið Hug- búnaður beðið að skrifa forrit, sem gerði kleift að ná veðurupp- lýsingum frá tölvu Veðurstofunn- ar. Pétur Hjaltason hjá Hug- búnaði sagði í samtali við Morgun- blaðið að fyrirtækið hefði þá ný- lega skrifað skeytadreifingakerfi fyrir Veðurstofuna þar sem hægt er að kalla fram skeyti veðurat- huganamanna. Nú er þetta sama kerfi notað til þess að kalla fram upplýsingar fyrir flugmenn og ekkert því til fyrirstöðu að skip og aðrir sem þurfa á veðurupplýs- ingum að halda njóti þessarar þjónustu. Varðandi flug er til dæmis hægt að kalla fram veður- útlit og spá á ýmsum svæðum, flugvallaspá, veðurhorfur á flug- völlum og hafinu, upplýsingar um hættur, ísingu eða önnur atriði. Einnig á að vera hægt að biðja um upplýsingar frá öðrum löndum í þeim Veðurboða sem Hugbúnað-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.