Morgunblaðið - 18.12.1988, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 18.12.1988, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1988 25 Babb í bátínn Framsalsbeiðni Breta þótti ekki nógn nákvæm. Ryan var aðeins bor- inn þeim sökum að hafa tekið þátt í samsæri um að myrða óþekkta menn ásamt óþekktum mönnum ein- hvem tímann á tímabilinu 21. maí 1975 til 1. júlí 1988. Hann var einn- ig ákærður fyrir að hafa tekið þátt í samsæri með óþekktum mönnum á tímabilinu 1. febrúar 1986 til 1. júlí 1988 í því augnamiði að beita sprengiefni til að stofna mannslífum í hættu eða valda alvarlegu eigna- tjóni í Bretlandi. Martens, forsætisráðherra Belga, sagði á fundinum á Rhódos.að beiðni Breta hefði verið svo óljóst orðuð að ekki hefði annað komið til greina en að hafna henni. Heimildarmenn The Observers hafa þó aðra skýr- ingu. Að þeirra sögn höfðu Ryan eða vinir hans í hótunum við Belga. Þessu er neitað í Brussel og þar er sagt að Ryan hafi komið vel fram og verið vingjamlegur og kurteis. Um svipað leyti og ríkisstjórnar- fundurinn í Bmssel fór fram fékk Scotland Yard þau skilaboð þaðan að babb væri komið í bátinn. Síðan var hryðjuverkadeildinni tilkynnt opinberlega að Ryan yrði ekki fram- seldur og sendur til Dyflinnar. Scot- land Yard flýtti sér að fara þess á leit við írsk yfirvöld að þau hand- tækju prestinn, en dræmt var tekið í það. Margrét Thatcher brást reið við afstöðu Belga og íra og sakaði yfir- völd í Dyflinni um sofandahátt. Það undarlega gerðist að hörð afstaða hennar varð til þess að stjórnarand- stöðuflokkamir í Dyflinni lýstu yfir stuðningi við Charles Haughey for- sætisráðherra, sem hefur sjaldan staðið eins vel að vígi og nú. ímm finnst hann hafa sýnt hugrekki í málinu og auk þess nýtur hann sam- úðar vegna þess að hann þjáist af nýrnaveiki að sögn The Observers. írskir ráðamenn segja nú að þeir hafí séð þetta vandamál fyrir. Þeir segjast hafa sett sig í samband við ríkissaksóknarann í Lundúnum og reynt að „hafa vit fyrir honum“. Þeir segja líka að þeir hafi sagt Bretum að ef þeir vildu fara fram á framsal yrðu þeir að hafa hraðan á og orða beiðnina svo greinilega að ekkert væri hægt að setja út á hana. Ekki framseldur Svo fór að írum bámst tvær fram- salsbeiðnir og báðar gallaðar að þeirra dómi, segir The Observer. Þótt Bretar séu reiðir ímm viður- kenna sumir ráðamenn í Lundúnum að fátt sé eins erfitt fyrir írska ráða- menn og að framselja írska þegna. Bretar segjast aðeins vilja'fá hryðju- verkamenn framselda, en kaþólskur klerkur í mótmælasvelti vekur upp minningar hjá ímm um aldalanga baráttu þeirra gegn Bretum. Bretar virðast verða að sætta sig við að fá ekki Ryan framseldan og þeir sitja eftir með sárt ennið. Þeir hugga sig við að hann geti ekkert illt j^ert af sér, a.m.k. í bili. A fundinum á Rhódos var frú Thatcher ekki síður hörð í garð Haugheys en Martens. Hún varð sjálf fyrir barðinu á sprengjuárás IRA á landsfundi íhaldsflokksins IRA í Blackpool 1984, þegar fimm biðu bana og segist ekki hafa áhyggjur af áhrifum málsins á sam- búð Breta við önnur ríki. „Það sem ég tel mestu varða er að beijast gegn hryðjuverkum," hefur hún sagt. Um 3.000 manns hafa beðið bana síðan óöldin á Norður-írlandi hófst fyrir 20 ámm og Thatcher segir: „Ef þið fengjuð svipuð bréf og ég fæ frá mæðmm, sem hafa misst syni sína, munduð þið taka nákvæmlega sömu afstöðu og ég.“ Það sem Haughey telur skipta mestu máli er það markmið að sam- eina írland, sem Bretar skiptu 1921. Hann lítur málið í sögulegu ljósi og hefur sagt: „Meðan vandamálið á Norður-írlandi leysist ekki geta Bretar og írar ekki átt eðlileg sam- skipti eins og önnur lýðræðisleg grannríki." Þó var reynt að færa sambúðina í eðlilegt horf með samn- ingnum 1985 og síðan hafa írar gegnt ráðgefandi hlutverki í stjóm Norður-lrlands og þeir em oft hafð- ir með í ráðum, t.d. í sambandi við öryggisgæzlu á landamæmnum og breytingar á dómskerfinu. Regluleg- ir fundir brezkra og írskra ráðherra hafa átt þátt í að draga úr tor- tryggni í sambúð ríkjanna og einn slíkur fundur var haldinn í Storm- ont-kastala á miðvikudaginn. v ■■ C. . - o }■ HEr; f s Viðbúnaöur í Oxford- strœti í London . .. sprenging í íbúð Thatc- hers í Blackpool (1984) . . . sprenging í Woool- wich. Haughey reiður Þegar frú Thatcher skammaði íra á dögunum flýttu nokkrir brezkir stjómmálamenn sér að kveða dauða- dóm yfír samningnum frá 1985. Haughey og Thatcher tóku ekki undir það, en Haughey er greinilega reiður. „Ekki er rétt að bera upp mál einstaklinga á þingi og gera þau pólitísk," sagði hann nýlega um mál Ryans. í London tóku Edward He- ath, fv. forsætisráðherra íhalds- flokksins, og Roy Hattersley, vara- leiðtogi Verkamannaflokksins, í sama streng. írska þingið samþykkti nýlega lög um framsal afbrotamanna og þau eiga að tryggja betur rétt manna, sem óskað er eftir að verði framseld- ir. Samkvæmt þeim verða Bretar að sannfæra dómsmálaráðherra ír- lands, John Murray, um að brezka lögreglan hafi lagt fram nógu traust- ar sannanir áður en framsal er leyft. Þessi lög urðu til þess að írska stjórnin hafnaði beiðninni um fram- sal Ryans á þriðjudaginn. Blöð í Bretlandi jafnt sem írlandi hafa lagt áherzlu á nauðsyn þess að Irar og Bretar gæti stillingar unz aftur verði hægt að koma á gagn- kvæmu trausti. Sunday Times seg- ir:„Bretar og írar verða að hætta gagnkvæmum ásökunum og gera verður nýjar tilraunir til að auka þrýstinginn á IRA ... Ekkert mundi gleðja IRA eins mikið og að Bretum og Irum sinnaðist." Fréttaskýrandi írska blaðsins Sunday Independent skrifaði: „Ráðunautar Haugheys segja hon- um einslega að þeir séu ekki haldnir nokkrum blekkingum um „hin týndu ár“ séra Ryans í Evrrópu... En þeir eru harðir á því að fjalla verði um málið samkvæmt írskum lögum, en ekki eftir duttlungum skapvondra og yfirlætislegra ráðherra Breta.“ Talið er að bezta lausnin á málinu úr þvi sem komið er væri sú að Ryan yrði leiddur fyrir rétt á ír- landi. En Ryan segir að hann muni heldur svelta sig í hel en að mæta fyrir rétti. Thatcher er lítið hrifin af hugmyndinni og Haughey kæmist í vanda, ef presturinn færi í hungur- verkfall. GH Bergstaðastræti 37. HEIÐALAMBIÐ _ UÚFFENGA í hádeginu á sunnudögum Yegna Qölda áskorana höfum við nú ákveðið að endur taka lambakjötskynninguna næstu sunnudaga. 18. desember: Fylltar lambasneiðar m/kryddjurtasósu Ávaxtarjómarönd m/karamellusósu Verð kr. 895.- fyrir fullorðna og kr. 400.- fyrir börn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.