Morgunblaðið - 29.12.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.12.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1988 Framkvæmdaslj óri fjárhagsdeildar Sambandsins: Tap kaupfélaga hefur aukist í ár AFKOMA smásöluverslana í dreifbýlinu var snöggtum lakari fyrstu níu mánuði ársins en á sama tíma í fyrra, að sögn Kjart- ans P. Kjartanssonar, fram- kvæmdastjóra fjárliagsdeildar Sambandsins. Ekki liggur fyrir samantekt um afkomu kaupfé- laganna á landinu þetta árið. Aðalstjórn Borgaraflokksins: Skattaálögur stjórnarinn- ar harmaðar AÐALSTJÓRN Borgara- flokksins samþykkti ályktun á fundi í gærkvöldi þar sem harmaðar voru „þær stórau- knu skattaálögur á þjóðina sem samþykktar voru á Al- þingi fyrir jól,“ eins og segir i ályktuninni. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir þingmaður flokksins sat ekki fundinn, en hún greiddi atkvæði með stærstu tekjuöflunarfrum- vörpum ríkisstjórnarinnar. Júlíus Sólnes formaður flokksins sagði við Morgun- blaðið að þessi fundur hefði hreinsað andrúmsloftið í flokknum og undirstrikað stefnu hans, og menn hefðu farið af honum samstilltir. Hann sagði að stjómin hefði verið sammála um að ef leitað yrði eftir viðræðum um þátt- töku flokksins í ríkisstjóm, þá myndi hann ekki skorast undan því, og niðurstaða slíkra við- ræðna yrði síðan metin með tilliti til hagsmuna flokksins. Aðalstjómin setti Júlíus Sól- nes formlega inn í embætti formanns flokksins, en Albert Guðmundsson lét af því starfi fyrir jólin. Frestað var að skipa í embætti varaformanns til næsta reglulegs aðalstjórnar- fundar, en fyrir lá túlkun á skipulagsreglum sem segir að aðalstjóm sé heimilt að fela einhvetjum að gegna starfi varaformanns ásamt öðrum trúnaðarstörfum ef sétstakar ástæður eru fyrir hendi. Sam- kvæmt lögum flokksins á að kjósa í stjóm flokksins á Iands- fundi. í fyrra nam samanlagt tap kaup- félaganna 358 milljónum króna, en árið áður var 69 milljón króna hagn- aður af þeim. Kjartan sagði að rekstrarumhverfið væri mun erfið- ara á þessu ári en í fyrra og það hefði ekki bara komið niður á sam- vinnuhreyfingunni, heldur líka einkarekstrinum í landinu. Ástandið hefði eitthvað skánað nú með lækk- un vaxta. Kaupfélögin voru 36 talsins þeg- ar aðalfundur Sambandsins var haldinn í júní síðastliðnum, en erfíð- ur rekstur þeirra hefur meðal ann- ars komið fram í því að Kaupfélag Ámesinga hefur tekið yfír rekstur Kaupfélags Skaftfellinga og Kaup- félags Vestmannaeyja síðan þá. Þá fékk Kaupfélag Norður-Þingeyinga greiðslustöðvun til þriggja mánaða nú í desember, en viðræður um samstarf hafa staðið yfir á milli fulltrúa KNÞ og Kaupfélags Eyfirð- inga á Akureyri og Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík. Frá slysstað í Elliðavogi. Morgunblaðið/Ingvar Þrír fluttir á slysadeild HARÐUR árekstur varð á mót- um Elliðavogs og Dugguvogs síðdegis í gær er tveir bílar skullu þar saman. Þrennt var flutt á slysadeild en meiðsli voru ekki talin alvarleg. Bilarn- ar skemmdust mikið. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni gekk umferðin á höf- uðborgarsvæðinu annars stór- slysalaust fyrir sig í gærdag og gærkvöldi miðað við færð. Loðnuverð mun hærra erlendis: Einni og hálfiri milljón get- ur munað á einum farmi Lægra olíuverð erlendis bætir lengri siglingu ríflega upp VERÐMUNUR á ferskri loðnu á íslandi annars vegar og í nágranna- löndunum hins vegar er á annað þúsund krónur fyrir hvert tonn. Mun lægra verð á olíu til Sskiskipa erlendis gerir meira en að vega upp lengri siglingu með loðnuna. Þvi kemur mismunurinn á verðinu rúmlega sem hreinar tekjur umfram sölu heima. Miðað við 1.000 tonna farm getur verðmunurinn orðið allt að 1,5 milljón króna. Miðað við að stærri skipin landi um hálfúm kvóta sinum erlendis, um 12.000 tonnum, geta verðmæti þess hluta kvótans aukizt um nær 17 milljónir króna frá löndun heima. Sé miðað við að 1.000 tonn komi verðmæti nálægt 7,9 milljónum til vinnslu hér innanlands má reikna með því að þau gefí í útflutnings- © INNLENT króna. Fyrir sama farm erlendis seldan ferskan fengjust hins vegar 5,8 til rúmlega 6 milljónir. Ávinn- ingur af lægra olíuverði skiptir þama máli og vegur mismuninn hugsanlega upp, en erfítt er að reikna það út vegna mismunandi olíuverðs erlendis, sem miðast við dagverð á Rotterdam-markaði, og mislangrar siglingar af miðunum til erlendra hafna. Jóhann Antoníusson, útgerðar- maður Hilmis SU og Hilmis II SU, sagði í samtali við Morgunblaðið, að í desember hefðu Norðmenn borgað tæpiega 5.800 krónur fyrir tonnið af loðnu, verð hefði verið heldur lægra í Færeyjum. Frá Dan- mörku hefðu borizt boð um rúmlega 6.000 krónur. Verð á loðnu hér hefði í lok haustvertíðar verið kom- ið í um 4.400 krónur hér og virtist mönnum að verksmiðjurnar hefðu með því spennt bogann til hins ýtr- asta. Vissulega munaði um það að lengri sigling væri til erlendu hafn- anna en heimahafna, en ótrúlegur verðmunur á olíu til fískiskipa gerði meira en að vega siglingakostnað- inn upp. Sem dæmi mætti nefna, að verð á olíu í Noregi hefði á haust- mánuðum verið frá 5,30 krónum upp í 6,30, en væri hér 9 krónur. Svipaða sögu væri að segja um verðið i öðrum löndum í kringum okkur. „Það verða allir að fá sem mest út úr kvótanum. Eg veit að sumir hafa áhyggjur af því að siglt sé með loðnuna, en um það verður tæpast mikið. Veðrið ræður því hvort stóru skipin sigla, þau litlu gera það ekki. Mér fyndist það hæpið, ætluðu menn að koma í veg fyrir að þeir, sem geta, öðlist meiri möguleika á áframhaldandi útgerð skipa sinni með því að fá hærra verð fyrir afurðimar erlendis en hér heima. í Noregi gerir ríkið verk- smiðjunum kleift að halda uppi háu verði, við það geta íslenzku verk- smiðjumar ekki keppt,“ sagði Jó- hann Antoníusson. Vandi skreiðarframleiðenda óleystur: Vinsamleg viðbrögð en engar aðgerðir - segir Björgvin Jónsson um afstöðu sljórnvalda „VANDI skreiðarframleiðenda er enn óleystur. Síðan í vor hafa borizt hingað frá Nígeríu greiðslur fyrir 2.000 til 3.000 pakka. Stjóm- völd gera ekkert þrátt fyrir vinsamleg viðbrögð og yfirlýsingar í Qölmiðlum um alvarlegt ástand. Þetta er bara leikaraskapur,11 sagði Björgvin Jónsson, formaður hagsmunanefndar skreiðarframleið- enda, í samtali við Morgunblaðið. Fyrir rúmlega ári síðan skipaði þáverandi forsætisráðherra, Þor- steinn Pálsson, sérstaka nefnd að beiðni þáverandi utanríkisráðherra, Steigríms Hermannssonar, til að fara ofan í saumana á skreiðarút- flutningnum og koma með tillögur til úrbóta og bjargar framleiðend- um. Nefndin skilaði af sér á yordög- um þessa árs. Taldi hún útistand- andi skreiðarskuldir í Nígeríu vera um 830 milljónir króna og þar af væru um 440 glataðar. Lagði nefndin til að framleiðendum yrði bættur skaðinn með því að Seðla- bankinn lánaði þeim fé til kaupa á skuldabréfum Seðlabanka Nígeríu, sem fáanleg væru á fimmtungi nafnverðs. Bankinn keypti síðan bréfín aftur af framleiðendum á nafnvirði. Jóhannes Nordal, seðla- bankastjóri, haftiaði þessari lausn með öllu og síðan nefur málið legið í láginni að sögn Björgvins Jónsson- ar. Björgvin sagði að menn hefðu ítrekað borið erindi sín vegna þessa upp við sijómvöld. Undirtektir hefðu verið vinsamlegar, en aðeins í orði, ekki á borði. Staðan færi því bara versnandi. Hann sagði, að Skeiðardeild Sambandsins hefði fengið greitt fyrir útflutning sinn og Skreiðarsamlagið megnið af sínum. Innheimta íslenzku umboðs- sölunnar gengi hins vegar hægar, en megnið af ógreiddum skuldum væri á hennar vegum. Staðan væri því í engu betri en í vor sem leið. Er skreiðamefndin skilaði af sér í vor sagði Björgvin að heildartap skreiðarframleiðenda væri ekki undir tveimur milljörðum króna og tap einstakra framleiðenda allt að 100 milljónir. Viðskiptaráðherra Nígeríu, Al- haji Samaila Mamman, var hér á ferð um mitt þetta ár og sagði þá í samtali við Morgunblaðið, að öll skreið, sem hefði verið flutt löglega inn í Nígeríu yrði greidd. Greiðslur myndu berast á næstu 8 til 10 árum. Þjóðleikhúsið: Getur aldrei greitt skuid sína við ríkissjóð ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ getur aldrei greitt skuld sína við ríkissjóð, að mati Ríkisendur- skoðunar, en þessi skuld nam í árslok 1987 129 miUjónum króna og hafði aukist um 33% Crá árinu á undan. í skýrslu Ríkisendurskoðun- ar um ríkisreikninga 1987 seg- ir að óraunhæft sé að taka ekki á máli Þjóðleikhússins bæði til skamms tíma og lengri tíma, og gera forsvarsmönnum leikhússins kleift að reka það samkvæmt raunhæfum áætl- unum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.