Morgunblaðið - 29.12.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.12.1988, Blaðsíða 12
i MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR* 29. DESEMBER 1888« Höfundar Ijóðanna auki varð Rimbaud ungum mönnum persónuleg fyrirmynd. Skáldin í Kráarljóðunum eru sum hver tengd Medúsuhópnum. Ljóðlist þeirra er byltingarkennd án þess að vera beinlínis pólitísk. Öll hafa skáldin orðið fyrir meiri eða minni áhrifum af nýsúrrealisma. Þau eru öll í uppreisn gegn venjubundnu lífsmynstri og hefðbundnum tján- ingarmáta. Þau yrkja því á máli sem skilst best innbyrðis en er fráleitt ætlað að höfða beint til hins al- menna lesanda! Þó eru ljóð þessi hreint ekki óræð á neinn hátt, að minnsta kosti ekki öll, Þetta er bara þeirra tungutak. Þægindaþjóð- félagið fer í taugamar á þeim. Ljóð þeirra fela gjarnan í sér ögrun við borgaralegt siðgæði (sem er nú ekki alltaf sem sýnist!). Sumt ber þarna keim af anarkisma. Skáldin gretta sig framan í virðulega menn- ingarásjónu samtíðarinnar, gefa al- vömsvipnum langt nef. Þversagnir og óvænt hugmyndatengsl setja svip á Ijóðin. Stundum er líkingamá- lið þó ekki langsóttara en svo að það jaðrar við að hafa almenna og allt að hefðbundna skírskotun. Tök- um sem dæmi ljóð Braga Ólafsson- ar, Hólsfjöll, sem jafnframt er hið fyrsta í.bókinni (á eftir Rimbaud): Á hestinum sem leiðist að bera mig hlusta ég á brestina í flöllunum Kippi í tauminn við svarta krá og bind hestinn við myrkrið Er þetta svo óralangt frá réttum og sléttum symbólisma? Fáein prósaljóð eru í bókinni, þar á meðal eitt nokkuð langt eftir Jóhamar, Ripp Rapp og Rúpp bar 1723. Jó- hamar er ádeiluskáld, beinir skeyt- um að þeim sem láta stjórnast af lágkúru og aumingjaskap og getur verið neyðarlegur. Sjón er lika með prósaljóð, örstutt. Hann er dulúð- ugri en mildari. Vegna hins síðar- nefnda, hefur honum gengið nokk- uð vel að hljóta svokallaða viður- kenning. Þarna eru og Þór Eldon, Jón Hallur Stefánsson, Ólafur Eng- ilbertsson, Einar Melax og Einar Öm. Síðastur er svo Þorri Jóhanns- son með tvö ljóð. Þorri gerir upp reikningana við samfélagið vegna brostinna vona sinnar kynslóðar sem lifði í: SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300 Kráar- ljóðin Bókmenntir Erlendur Jónsson KRÁARLJÓÐIN. Smekkleysa sm. hf. Reykjavík, 1988. Cicero þreyttist ekki á að telja upp forréttindi þau sem maður nyti þegar hann væri orðinn gamall. Það vill stundum gleymast að því fylgja líka forréttindi að vera ungur. Þá fýrirgefst t.d. ungæðishátturinn. Galsi og »stælar«, sem gömlum er bannað, leyfist eins og hver vill. Níu ungskáld eiga hver eitt til tvö ljóð í Kráarljóðunum. Þetta eru allt strákar, engin skáldkona. Aðeins fjögur þessara ungu skálda em í Ljóðaárbók 1988. Fremst er ljóð eftir Rimbaud, Au cabaret-vert, ort 1870; eins konar stefnuviti' fýrir safnið. Kannski líka staðfesting á því að þeim sé alvara, piltunum. Þeir leggja líka út af því með ýms- um hætti; þetta em allt kráarljóð. Athyglisvert að ungskáld undir lok 20. aldar skuli þannig taka mið af meira en hundrað ára gamalli ljóð- list. En er það svo furðulegt ef haft er í huga að nútímaljóðlistin, modemisminn, hefst í Frakklandi á síðustu áratugum 19. aldar. Þar að Falsframtíðum fyrrverandi tilfínningum dreymandi bams. »Brostinna vona«, eftir á að hyggja, svo útþvælt orðalag mundi ungskáld seint iáta sér um munn fara enda orðar Þorri það með öðr- um hætti. En hvað um það, annað ljóð sitt — og þar með síðasta ljóð bókarinnar — nefnir Þorri Beija á barnum. Ekki vil ég nú meina að það sé sýnishorn af því sem hann hefur best ort en það er á þessa leið: Á bamum barinn til að búa sér yrkisefni. Þegar vormávar garga hulin nöfn á grágrænni nóttu. Flýg ég yfir borgina og rispa mig á svölum blokkanna. Flýg ég í leit að æti. Á barinn til að berja, beija úr mér svita sjálfsins í svefni. Teyga viskíið í björtum vakandi svefni. En á bamum vinna pöddur sem afgreiða pödduheilahristinga fyrir nóttina. Kráarljóðin er kilja í litlu broti en eigi að síður pökkuð í öskju eins og dýrlegustu viðhafnarútgáfur. Myndir eru af skáldunum, bæði hveiju fyrir sig og öllum saman, þar sem sjá má að þau eru búin að fá sér einn léttan á barnum. Styrk- ur þeirra felst meðal annars í því að þau koma fram sem hópur, leggja sjálf sig að jöfnu. Þó þau hafi kannski vandað sig mismikið ber heildarsvipur bókarinnar með sér að hópurinn ætlar sér sýnilega talsverðan hlut í ljóðlistinni. Olíufélagið hf.: Vöntun á svartolíu og birgðastöð á Seyðisfírði Bæjarstjórn Seyðisfjarðar sam- þykkti samhljóða ályktun þann 13. desember sl. þar sem krafist er að olíufélögin tryggi loðnuverksmiðj- um næga svartolíu. Ástæðan fyrir þessari ályktun er sú fullyrðing bæjarstjórnarinnar að vandræða- ástand hafi skapast hjá loðnuverk- smiðjum vegna síendurtekinnar vöntunar á svartolíu. Ennfremur er það eindregin ósk bæjarstjórnarinn- ar samkvæmt ályktuninni að nýti olíufélögin sér ekki olíubirgðatank Olís á Seyðisfirði eigi loðnuverk- smiðjurnar sjálfar að sjá um inn- flutning á svartolíu. Þar sem ályktun þessi hefur ver- ið send helstu dagblöðum landsins vill Olíufélagið hf. taka eftirfarandi fram. 1. Það hefur aldrei skapast vand- ræðaástand hjá loðnuverksmiðjum sem eru í viðskiptum hjá Olíufélag- inu hf. vegna vöntunar á svartolíu. Þvert á móti hefur Olíufélagið hf. ávallt tryggt loðnuverksmiðjum næga svartolíu. Fullyrðingar bæjar- stjórnarinnar um annað er vísað á bug. Loðnuverksmiðjur á Seyðis- firði eru ekki í viðskiptum hjá Olíu- félaginu hf. 2. Svartolíunotkun á Austurlandi árið 1987 var um fjóðungur af heildarnotkuninni. Að mati Olíufé- lagsins hf. er ekki hagkvæmt fyrir olíufélögin að nýta olíubirgðatank Olís á Seyðisfirði, þó það geti verið hagkvæmt fyrir Seyðisfjarðarkaup- stað vegna hærri tekna af hafnar- gjöldum. Sá kostnaður sem hlýst af því að gera Seyðisfjörð að við- bótar innflutningshöfn og dreifa svartolíunni þaðan til Austurlands er töluvert hærri en kostnaðurinn við að dreifa svartolíunni frá Reykjavík til Austurlands. Þar kem- ur til auk flutningskostnaðar frá Seyðisfirði til Austfjarðarhafna aukaflutningsgjald sem erlend skipafélög taka vegna viðkomu á Seyðisfirði, rekstur olíubirgðastöðv- arinnar, verulegar lagfæringar á olíubirgðatankinum svo gerlegt sé að geyma svartolíuna, fjármagns- kostnaður vegna aukningar birgða, lakari nýting flutningaskipa og nú- verandi innflutningshafna. 3. Auk áreiðanleika gagnvart viðskiptavinum verður við olíudreif- ingu og birgðahald að leitast við að gæta fyllstu hagkvæmni. Ljóst er að eftirspurn eftir svartolíu getur verið sveiflukennd einkum á loðnu- vertið, þar sem aflamagn og veður hafa áhrif á svartolíunotkunina. Þessi óvissa í notkun gerir birgða- hald erfiðara. Nýting birgða hlýtur að verða lakari og dreifíng óáreið- anlegri ef innflutningshafnir eru fleiri en færri undir slíkum kring- umstæðum. Reykjavík 22. desmeber. (Frá Olíufélaginu hf.) UPPLYSINGAOLDIN ER GENGIN í GARÐ - TELEFAXTÆKIN FRÁ SIEMENS ERU HÉR! Við bjóðum tvær gerðirtelefaxtækja frá einum virtasta framleiðanda fjarskiptabúnaðar í heiminum. HF 2301 Fyrirferðarlítið skrifborðstæki Tækið býður m.a. upp á eftirfarandi möguleika: ■ 16 stiga gráskali. Fínstilling, andstæðustilling. ■ Sjálfvirk móttaka. ■ 5 blaðsíðna sjálfvirk mötun. ■ Tekur álíka rými á borði og símaskráin. Á nýju ári eru strengd heit um hagkvæmni í rekstri, hröð og vönduð vinnubrögð. Kynntu þér verð og kosti telefaxtækjanna frá SIEMENS. HF 2303 Öflugt og fjölhæft tæki Sömu aðgerðir og HF 2301 og auk þess m.a.: ■ Klukkustýrð sending. ■ Sjálfvirkt endurval númers fjórum sinnum á þriggja mín. fresti ef móttakandi er á tali. ■ Skammval og hraðval. ■ Sendir skjöl upp í A-3 stærð. ■ Sjálfvirkur skjalamatari fyrir 30 bls. ■ Stafaskjár. ■ Valskífa á tæki. ■ Pappírshnífur. ’89 Honda Civic 3ja dyra 16 ventla i»V Oo 0 Verð frá 623 þúsund, miðað við staðgreiðslu á gengi 1. nóv. 1988 NÝ AFBORGUNARKJÖR ÁN VAXTA OG VERÐBÓTA. H) VATNAGÖRÐUM 24, RVÍK., SÍMI 689900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.