Morgunblaðið - 29.12.1988, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.12.1988, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1988 21 Kína: Kynþáttaóeirðir meðal námsmanna í Nanking Reuter Á myndinni sjást afrískir námsmenn í kínversku borginni Nanking þar sem þeir hafa leitað skjóls á jarnbrautarstöð undan ofsóknum kínverskra kollega sinna á sunnudag. Kínverskir námsmenn eru óánægðir með samband Afríkumannanna við kínverskar stúlkur. Peking. Reuter. KÍNVERSKIR námsmenn gengu á miðvikudag fylktu liði þúsundum saman um götur í Nanking, þriðja daginn í röð, og kröfðust þess, að gripið yrði til harðra aðgerða gegn afrískum námsmönnum í borginni er eiga kínverskar vin- konur. Mörg hundruð lögreglu- menn voru við öllu búnir, margir vopnaðir kylfum og öðrum bún- aði, en ekki kom til átaka. Úr lög- reglubílum var því beint til náms- mannanna með hátölurum að þeir skyldu forðast að láta „fólk með annarlég markmið í huga“ egna sig til óhæfuverka. Um helgina kom til mikilla slagsmála milli námsmannahópanna og meiddust þá 13 manns, þar af tveir Afríku- menn. Vestrænir menn í Nanking sögðu, að mörg hundruð kínverskra náms- manna hefðu efnt til mótmæla í mið- borginni. „Þeir hafa ekkert amast við hvítum mönnum en er greinilega mikið í nöp við svertingja," sagði bandarískur námsmaður í Nanking. Einn kínversku námsmannanna sagði að þeir krefðust þess einungis að yfirvöld tækju á málinu „af rétt- læti.“ Yfirvöld hafa vísað sögusögn- um þess efnis að aldraður Kínvetji hafi látist eða slasast mikið af völd- um átakanna á laugardag á bug. Kínversku námsmennimir hafa m.a. krafist þess að þeim Afríkumönnum, sem beri ábyrgð á þessu, verði refsað harðlega. Upphaf átakanna var það, að síðastliðinn laugardag var efnt til dansleiks í háskólanum og vildu þá sumir afrísku námsmannanna sækja hann ( fylgd kínverskra vinkvenna sinna. Það þoldu Kínvetjamir ekki og í ófriðnum, sem á eftir fylgdi, leituðu 130 blökkumenn hælis í járn- brautarstöðinni í borginni. Kínversk stjómvöld leggja mikla áherslu á samstöðu með þriðja- heimsríkjum en afrískir námsmenn í Kína hafa samt orðið fyrir ýmsu aðkasti. í janúar sl. gengu 300 Afríkumenn að marokkanska 'sendi- ráðinu í Peking og kröfðust þess að verða sendir heim vegna meðferðar- innar. Settust að á landamæra- stöð handan Járntjalds ^ Hof. Reuter. ÁTJÁN vestur-þýpkir umhverfis- verndarsinnar komu sér fyrir á varðstöð við landamæri Austur- Þýskalands og Tékkóslóvakiu í gær til að mótmæla súru regni og annarri mengun. Að sögn landamæralögreglunnar í Bæjaralandi fóm tólf af mótmæl- endunum yfir landamærin til Aust- ur-Þýskalands. Austur-þýskir landamæraverðir nálguðust þá og báðu þá að snúa við en að því búnu hurfu verðimir á braut án þess að aðhafast frekar. Mótmælendumir, sem tilheyra umhverfisverndarsamtökunum Robin Wood, slepptu blöðmm og breiddu úr mótmælaborða sem á var letrað: „Mengun virðir engin landamæri" og „Stöðvið súrt regn". Talsmenn hópsins kváðust ætla halda til á landamærastöðinni í þijá daga. Bandaríkin og EB: Hætta á viðskiptastríði vegna nautakjötsdeilu Honda 89 Accord Sedan 2,0 EX Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgnnblaðsins. Um áramótin taka gildi nýjar reglur m.a. um notkun vaka (hormóna) við framleiðslu á nautakjöti innan Evrópubandalags- ins. Samkvæmt reglunum verður öll sala á kjöti sem vakar hafa verið notaðir til framleiðslu á bönnuð innan bandalagsins. Bann- ið nær til innflutts kjöts jafnt sem kjöts sem framleitt er innan EB. Helstu innflytjendur á kjöti af þessu tagi til EB eru Banda- rikjamenn. Þeir hafa mótmælt þessari ákvörðun og hóta að setja hömlur á innflutning frá EB er svari til útflutningsverðmætis bandaríska nautakjötsins til EB. Þau verðmæti sem hér um ræð- ir eru næsta lítilfjörleg í saman- burði við heildarviðskipti þessara aðila, hlutfallið rúmlega Viooo, en bent er á af beggja hálfu að málið snúist um grundvallaratriði en ekki verðmæti. Þessi deila hefur verið alllanga hríð í uppsiglingu og nokkrar árangurslausar tilraunir hafa verið gerðar til að komast að málamiðlun. Fyrir jólin fóru Bandaríkjamenn fram á að gildistöku reglugerðar EB yrði frestað um þrjá til sex mánuði til að gefa nýrri ríkisstjórn þar í landi færi á að taka afstöðu í málinu. Þessu hefur verið hafnað af Evrópubandalaginu en talsmenn þess leggja áherslu á að þetta bann byggist á umhyggju fyrir heilsu- fari íbúa bandalagsins og bera fyr- ir sig niðurstöður vísindamanna. Bandaríkjamenn fullyrða á hinn bóginn að vísindalegar forsendur bannsins séu næsta hæpnar og það eina sem vinnist verði umtalsverð ólögleg notkun vaka til framleiðslu á nautakjöti. Með því móti sé verið að bjóða hættunni heim og aug- ljóst sé að miklu heillavænlegra sé að hafa opinbera stjórn á notk- un þessara efna heldur en að bændur séu að pukrast með þau. Á ráðherrafundi EB fyrir jól var ákveðið að láta bannið ekki ná til nautakjöts sem ætlað er í gælu- dýrafóður. Það mun eiga við um fimmtung þess kjöts sem flutt er til bandalagsins frá Bandaríkjun- um. Litið er svo á að gæludýrin skipti minna máli í þessu sam- bandi auk þess sem þau nái ekki þeim aldri að þeim verði meint af. Báðir deiluaðilar hafa nú þegar tilgreint þær vörutegundir sem eiga að lúta viðskiptahömlum. Evr- ópubandalagið hyggst setja hömlur sínar jafnóðum og gagnaðgerðir Bandaríkjamanna taka gildi. Hótanir um viðskiptastríð eru ekki nýjar af nálinni í samskiptum EB og Bandaríkjanna. Skemmst er að minnast deilna sem komu upp vegna fyrirætlana EB um sér- stakan skatt á feiti og olíur, þ.á m. lýsi og jurtaolíur. Sá skattur var lagður á hilluna m.a. ,fyrir þrýsting frá Bandaríkjunum og Islandi. Verð frá 1053 þúsund, miðaö við staðgreiðslu-á gengi 1. nóv. 1988 NÝ AFBORGUNARKJÖR ÁN VAXTA OG VERÐBÓTA. (H VATNACÖRÐUM 24, RVÍK., SÍMI 689900 Fjölskyldupakkarnir okkar fást ekkí annars staðar Þú getur valið um þrjár stærðir. Sá minnsti kostar millistærðin kostar ■Kmiril krónur og sá stærsti kostar Þú borgar minna en í fyrra! 1200- 2500- krónur, krónur. OPIÐ: flmmtudag 8-18:30, föstudag 8-21:00 og gamlársdag 9-12:00. VERIÐ VARKÁR UM ÁRAMÓTIN Auðvitað tökum við greiðslukort. Grandagarði 2, sími 28855, Rvík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.