Morgunblaðið - 29.12.1988, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 29.12.1988, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐŒ) ÍÞRÓTTIR FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1988 47 IÞROTTAMAÐUR ARSINS 1988 EinarVilhjálmsson íþróttamaðurársins 1988: yyHef9i viljad skipta á tólf gullpemngunum og einum - sagði Samúel Örn Erlingsson, formaðurSamtaka íþróttafréttamanna, þegar Einar Vilhjálmsson var kjörinn íþróttamaðurársins 1988 u EINAR Vilhjálmsson var út- nefndur íþróttamaður ársins 1988 í gær í hófi sem Samtök íþróttafréttamanna og Flug- leiðir stóðu fyrir að Hótel Loft- leiðum. Það er óþarfi að kynna Einar, sem er í hópi bestu spjótkastara heims og á fjórða lengsta kast heims — 84.66 m. Einari gekk mjög vel á þessu ári. Hann setti tvívegis íslands- met, það fyrra á sterku móti í Tex- as, 83,36 metra, og hið síðara á Meistaramóti íslands 25. júní er hann kastaði spjótinu 84,66 metra. Einar sigraði á 12 mótum á ár- inu: 6 alþjóðlegum mótum, tvívegis í landskeppni, tveimur meistara- mótum hérlendis og tveimur innan- landsmótum. Á Ólympíuleikunum í Seoul gekk hinsvegar ekki jafn vel. Það var 13. mót Einars og má vel trúa að það sé óhappatala því Einar hafnaði í 13. sæti. Hann vantaði aðeins 8 sentimetra til að komast í úrslit, en þess má geta að íslandsmet Ein- ars var mun lengra en hjá þeim er sigraði í Seoul. Þeir sigrar sem bera hæst voru á tveimur stigamótum f Svíþjóð og Finnlandi. Á þessum mótum, Gala mótinu í Stokkhólmi og Heimsleik- unum í Helsinki, sigraði Einar alla fremstu spjótkastara heims, m. a. þá sem röðuðu sér í fimm efstu sætin á Ólympíuleikunum í Seoul. Einar kom, sá og sigraði í Hels- inki — kastaði spjótinu 82,68. Frá Finnlandi hélt Einar til Stokkhólms 5. júlí, þar sem hann kastaði 83,44 metra á Galamótinu og stóð uppi sem sigurvegari. „Maður gullsins" „Einar er maður gullsins á árinu, en hefði sjálfsagt viljað skipta á gullpeningunum sínum tólf á þessu ári og þeim eina sem hann náði ekki í Seoul. Þrátt fyrir það er hann íþróttamaður á heimsmælihvarða, 9g hefur verið lengi," sagði Samúel Öm Erlingsson, formaður Samtaka íþróttafréttamanna, þegar hann til- kynnti kjör Einars. Þetta er í þriðja sinn sem Einar er útnefndur íþróttamaður ársins. Hann var einnig útnefndur 1983 og 1985. yvKom mer ekki a óvart að Einar var útnefndur" - sagði Ágúst Ásgeirsson, formaður FRl Það kemur mér ekki á óvart að Einar Vilþjálmsson hafí verið útnefndur íþróttamaður árs- ins 1988. Það vom geysilegar kröfur gerðar til hans. Einar stóð uppi sem sigurvegari í tólf mótum, en heppnin var ekki með honum í því þrettánda - Ólympiuleikun- um í Seoul. Þar var hann aðeins átta sentimetrum frá því að kom- ast í úrslit, en hann kastaði 78.92 metra. Einar var inni sem tólfti maður þegar fáir spjótkastarar áttu eftir að kasta - aðeins einn þeirra var í hópi fremstu menna heims, Finn- inn Tapio Kotjus, sem hafði áður kastað lengst 78.26 m. Hann náði að kasta 81.42 m og komast fram fyrir Einar og síðan tryggði Kotj- us sér gulfyerðlaun í Seoul,“ sagði Ágúst Ásgeirsson, formaður Ftjálsíþróttasambands íslands Ágúst sagði að Einar hafi náð stórkostlegum árangri þegar hann kastaði 84.66 m, sem er fjórða lengsta kast heinis og vann síðan sigur á stónnótum í Helsinki og Stokkhólmi í sömu vikunni. HANDKNATTLEIKUR / LANDSLEIKIR Island - Danmörk í kvöld kl. 20.30: „Treystum á stuðning áhorfenda nú sem fyrr - sagði Gunnar Kjartansson gjaldkeri HSÍ áðir leikirnir fara fram í Laug- U „UMRÆÐAN hefur frekar verið á neikvæðu nótunum síðan í Seoul, en við vonum að fóik skilji að í íþróttum skiptast á skin og skúrir eins og gengur og gerist. Stefnan hefur verið sett á að komast í a-flokk á ný og þessir landsleikir við Dani eru spor í þá átt. Við treystum á stuðningsmenn okkar nú sem fyrr og vonandi verða leikirnir við Dani fyrir fullu húsi,“ sagði Gunnar Kjartansson, gjaldkeri Handknattleikssambands ís- lands, aðspurður um landsleik- ina í kvöld og annað kvöld. Leifur, Birgir og Árni í hópinn Bogdan landsliðsþjálfari hefur bætt þremur ungum leikmönnum i landsliðshópinn; Leifí Dagfínnssyni markverði KR, Birgi Sigurðs- syni línumanni Fram og Áma Friðleifssyni leikstjómanda Víkings. „Landsliðsnefndinni finnst að leikmenn þurfi að fá eðlilega samkeppni til að bæta sig rétt eins og í öðrum störfum. Fyrmefndir leikmenn hafa staðið sig mjög vel í vetur og fá því tækifæri með landsliðinu. Auk þeirra eru fjórir leikmenn, sem ekki voru með i Seoul, þannig að ljóst er að menn þurfa að beijast fyrir landsiiðssæti eins og vera ber,“ sagði Gunnar Þór Jónsson, formaður landsliðsnefndar, í samtali við Morgurtblaðið í gær. Birgir og Ámi eru ekki ókunnugir í herbúðum landsliðsins, en Leifur er nýliði. ardalshöll. í kvöld hefst viður- eignin klukkan 20.30 en klukkan 21 annað kvöld. Liðin taka þátt í b-keppninni, sem fram fer í Frakk- landi í febrúar og eru leikimir því liður í undirbúningnum fyrir þá keppni. „Kátt í Höllinni" „Sagt hefur verið að Danir sendi b-lið, en það er ekki rétt. Mikil barátta er um stöður í danska lið- inu, sem hefur ekki endanlega ver- ið valið fyrir b-keppnina. Það á enginn fast sæti frekar en hjá okk- ur og meðan verið er að fínna rétta liðið er eðlilegt að menn fái tæki- færi. Landsleikur er landsleikur, ungir menn fá nú tækifæri í báðum liðum og því má gera ráð fyrir mik- illi baráttu á báða bóga,“ sagði Gunnar. Gjaldkerinn sagði ennfremur að landsliðið kynni vel að meta þann mikla stuðning, sem landsmenn hefðu sýnt því. „Það eru ekki alltaf jólin, en það er bjart framundan og vonandi verður kátt í Höllinni." Pressfoto Seppo Ráty, heimsmeistari frá Róm 1987, játar sig sigraðan í Helsinki. Hér lyftir hann hönd Einars á loft til merkis að Einar hafí unnið á heimsleikunum í Helsinki. KNATTSPYRNA / U-18 Naumt tap gegn Rúmeníu Islenska landsliðið í knattspymu skipað leikmönnum 18 ára og yngri tapaði naumlega, 1:2 fyrir Rúmeníu á alþjóðlegu knattspymu- móti í ísrael í gærdag. Rúmenar skoruðu strax á 17. mínútu og hafði verið jafnræði fram að því, en íslensku piltamir sóttu í sig veðrið og náðu að jafna metin á 30. mínútu. Steinar Guðgeirsson lék þá upp hægri kantinn og gaf knöttinn fyrir markið. Þar kom Amar Guðlaugsson aðvífandi og skoraði með góðu skoti. Snemma í seinni hálfleik fékk Bjarki Gunnlaugsson, sem var ný- kominn inn á sem varamaður, stungusendingu inn fyrir vöm Rúm- ena og var á auðum sjó. Hann ætlaði að vippa knettinum yfir markvörðinn, en brenndi af. Nokkm síðar skomðu Rúmenar sigurmark- ið eftir skemmtilegan einleik í gegn um íslensku vömina. íslensku strákamir fengu enn færi á að bæta stöðu sína er Amar komst á auðan sjó. Hann vippaði yfir mark- vörðinn, en knettinum var sparkað af marklínu á síðustu stundu. -ekW neppn' Sala getraunaseðla lokar kl. 14:45 mánudaginn 2. janúar. 52. LEIKVIKA- 2. JAN. 1988 1 X 2 leikur 1. Coventry - Sheff.Wed. leikur 2. Luton - South.ton leikur 3. Middlesbro - Manch.Utd. leikur 4. Millwall - Charlton leikur 5. Newcastle - Derbv leikur 6. Nott.For. - Everton leikur 7. Q.P.R. - Norwich leikur 8. West Ham - Wimbledon leikur 9. Barnsley - Hull leikur 10. Birmingham - Oldham leikur 11. Ipswich - Leicester leikur 12. Oxford - Chelsea Símsvari hjá getraunum eftir kl. 17:15 á laugardögum er 91-84590 og -84464. Ath. opið gamlársdag til kl. 13:00 lokað á nýársdag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.