Morgunblaðið - 05.01.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.01.1989, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B 3. tbl. 77. árg. FIMMTUDAGUR 5. JANUAR 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Morgunblaðið/Sverrir Að áliðnum degi náði eldurinn hámarki og ljóst varð að litlu sem engu yrði bjargað. Hús Gúmmíviimustofunnar og sex annarra fyrirtækja brann til kaldra kola: Tjón nemur hundruðum milljóna Gúmmívinnustofan á Réttar- hálsi, ásamt viðbyggingu, húsi þar sem sex fyrirtæki voru með starfsemi, brann til kaldra kola í gærdag. Erfitt er að áætla tjón- ið af völdum þessa eldsvoða en talið ljóst að það nemi hundruð- um milljóna. Viðar Halldórsson framkvæmda- stjóri Gúmmívinnustofunar segir að tjón fyrirtækisins sé ekki undir 200 milljónum króna. Kristinn Ó. Guð- mundsson forstjóri Húsatrygginga Reykjavíkur segir að lauslegt mat á báðum fasteignunum nemi nokk- ur hundruð milljónum króna. Eldsins varð vart um kl. 15. Slökkviliðið var komið á staðinn um 7 mínútum síðar en er þeir fyrstu sáu hvers eðlis eldsvoðinn var, var stórútkall sett í gang og beðið um aðstoð frá Reykjavíkurflugvelli og Hafnarfírði. Mikið magn eldfímra efna var í Gúmmívinnustofunni og slökkviliðið náði ekki tökum á eldin- um. Rúmri klukkustund eftir að slökkvistarf hófst logaði Gúmmí- vinnustofan stafnanna á milli og síðan braut eldurinn sér leið í gegn- um þak hússins við hliðina. Starfsemi var í fullum gangi hjá Gúmmívinnustofunni er eldurinn kom upp. Breiddist hann svo hratt út að nokkrir starfsmenn áttu fót- um fjör að launa. Aðeins einn þeirra slasaðist, hlaut minniháttar bruna- sár. Slökkviliðsmenn stóðu vakt við húsið í nótt. Sjá ennfremur baksíðu og miðopnu. Frank Carlucci, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna: Líbýsku herþotunum grandað í sjálfsvörn Washington, Sameinudu þjóðunum, Túnis. tteuter. Bandarískar herþotur frá flugmóðurskipinu John F. Kennedy skutu í gær niður tvær líbýskar orrustuvélar yfir alþjóðlegri siglinga- leið á Miðjarðarhafi. Frank Carlucci, varnarmálaráðherra Banda- ríkjanna, sagði, að líbýsku vélarnar hefðu ógnað þeim bandarísku og verið grandað þegar þær sinntu í engu viðvörunum. Sagði hann, að málinu væri þar með lokið og tengdist það ekki á nokkurn hátt þeim ásökunum Bandaríkjastjórnar, að Líbýumenn væru að hefja eiturvopnaframleiðslu. Gaddafi Líbýuleiðtogi hefúr hótað hefndum og krafist fúndar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna en talsmenn ríkisstjórna á Vesturlöndum segjast vona, að atburðurinn dragi eng- an dilk á eftir sér. Arabaríkin flest hafa hins vegar fordæmt hann. Carlucci sagði á fréttamanna- fundi í gær, að atburðurinn hefði átt sér stað í gærmorgun þegar flugmóðurskipið John F. Kennedy- og deild úr Sjötta flotanum hefðu verið stödd á alþjóðlegri siglingaleið 75 km undan norðausturströnd Líbýu. Hefði í ratsjá verið fylgst með tveimur líbýskum herþotum af MiG-gerð frá því þær fóru á loft og þar til þær stefndu á miklum hraða að tveimur bandarískum F- 14-þotum, sem voru í æfingaflugi. „Bandarísku flugmennimir reyndu að forðast líbýsku flugvél- amar. Þeir breyttu um hraða, hæð og stefnu en líbýsku orrustuþotum- ar eltu með ógnandi hætti. Þær vom þá skotnar niður í sjálfsvörn með fjómm eldflaugum og málinu er þar með lokið,“ sagði Carlucci og bætti við, að atburðurinn tengd- ist ekki ásökunum um, að Líbýu- menn væm að koma upp eiturefna- verksmiðju. Tvær fallhlífar sáust líða til sjávar eftir, að líbýsku þot- umar vom skotnar niður og líbýsk björgunarþyrla fór flugmönnunum til hjálpar. Líbýustjórn heldur því fram, að MiG-þotumar hafí verið í eftirlits- flugi og hefur farið fram á, að ■7----- Mtöjaröarhaf <;>.K,F,IT N Syrtu-r .Trípo.( X To^/ } SÝRLAND / y ALSÍR f Efnaverk-1 S smiöja ''V LÍBÝA Libýu- eyöimörkin i; ------ /íé'RA^— lr«rí cl/nr / <' \j JÓRDANÍA . K IJL. SAUDÍ- \ ARABIA Bandariskar F:14 þotur skutu tvær líbýskar MiG-23 þotur niður EGYPTA- LAND S j V\ MiG-23 Orrustuþota, smíðuö í Sovótríkjunum. Áhöfn: 1 F-14 Orrustuþota af flugmóðurskipi Áhöfn: 2 Heimildir: AP, Jane's Aircraft KRTN málið verði tekið fyrir í öryggisráði SÞ. Sakaði Gaddafi Líbýuleiðtogi Bandaríkjamenn um hryðjuverk og hótaði hefndum. Arabaríkin hafa flest fordæmt atburðinn en ríkis- stjórnir á Vesturlöndum hafa verið mjög varkárar í yfírlýsingum sínum. Sovétmenn vömðu Banda- ríkjamenn hins vegar við að ráðast á Líbýu vegna deilunnar um efna- verksmiðjuna og sögðu slíkt geta haft alvarleg áhrif á ástandið í al- þjóðamálum. Sjá „Augljóst að efnavopn ...“ á bls. 24.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.