Morgunblaðið - 05.01.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.01.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANUAR 1989 17 Musica Nova _______Tónlist____________ Jón Ásgeirsson Nýi músíkhópurinn, sem nú heldur uppi starfsemi Musica Nova, stóð fyrir tónleikum í ís- lensku óperunni sl. þriðjudag og voru flutt fjögur ný íslensk tón- verk og tvö erlend, það fyrra eft- ir Borradori en seinna og það síðasta á tónleikunum eftir Abra- hamsen. Islensku verkin eru Re- sonance, rafverk eftir Kjartan Ólafsson, Sjöskeytla eftir Hilmar Þórðarson, Millispil eftir Atla Ing- ólfsson, Jarðardreki, píanóverk eftir Snorra Sigfús Birgisson. Verkið eftir Pietro Borradori nefnist Dialogues entre métopes en Hans Abrahamsen nefnir verk sitt Márchenbilder. Átján ungir tónlistarmenn stóðu að flutningi verkanna, allt mjög góðir tónlistarmenn, ýmist þegar starfandi hér heima eða í framhaldsnámi erlendis, eins og t.d. stjórnendumir, sem voru Guð- mundur Óli Gunnarsson og Hákon Leifsson. Rafverkið Resonance, eftir Kjartan Ólafsson byggir á hvera- hljóðum sem frumefni. Hvera- hljóðin eru æði mikið mótuð bæði hvað snertir tónstöðu og blæ, þannig að varla má merkja nokk- um skyldleika við tónólgu hve- ranna nema undir það síðasta. Á köflum var hljóðgerð verksins áhrifamikil og eins og talaði það mál er sú mikilfenglega skepna jörðin hefur oftlega þmmað mönnum, þó þeir hafi ekki betur skilið það mál nema til að óttast það. Margt var fallegt að heyra í verkum íslensku tónskáldanna en fráleitt nokkuð nýtt og sérkenni- legt hvað ungu tónskáldin eru hlýðin við að fýlgja forskriftum kennara sinna. Þrátt fyrir lítinn uppreisnaranda var auðheyrt að Hilmar og Atli em að ná valdi á sannfærandi tónmáli og t.d. hjá Atla var töluverður hrynrænn kraftur. Píanóverk Snorra er áferðarfallegt, þó niðurlag þess sé nokkuð endasleppt. Jarðardreki Snorra er mun geðþekkari en slík fyrirbæri gerast að vera austur í Kína. Verk Borradori og Abrahams- ens em hefðbundin nútímaverk, nema hvað sá síðarnefndi minnti nokkuð á Glass hinn bandaríska, sem er frægur fyrir endalausar endurtekningar, er þó taka smátt og smátt ýmsum lævísum breyt- ingum. Flutningurinn var góður enda em flytjendur margir hveijir mjög færir tónlistarmenn og stjórnend- umir stóðu sig vel en báðir stunda nám erlendis í hljómsveitarstjórn og eiga trúlega eftir að sýna enn betur hvað í þeim býr. Fræðslufundur um Grænhöfðaeyjar BRÚ — félag áhugamanna um þróunarlönd — heldur sinn fyrsta fræðslufund á nýbyijuðu ári í dag fimmtudag, 5. janúar í húsi Verkfræðingafélags ís- lands að Engjateigi 9 og hefst hann kl. 20.30. Á dagskrá fundarins er erindi um Grænhöfðaeyjar, land og þjóð, sem Dóra Stefánsdóttir, starfs- maður Þróunarsamvinnustofnun- ar íslands, flytur og sýnir lit- skyggnur frá dvöl sinni þar. Grænhöfðaeyjar hafa um nokkur misseri verið fréttaefni hér á Islandi vegna þróunarverkefnis í fiskveiðum, sem hefur verið íjár- magnað af íslendingum. Lítið hef- ur verið um kynningu á þeirri þjóð, sem eyjamar byggir og er þessu erindi ætlað að bæta þar um. Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis. (Fréttatílkynning) Tölvuskólar Stjórnunarfélags íslands og Gísla J. Johnsen sf. hafa sameinað krafta sína. Námsgögnin verða enn betri en áður og reynd- ir leiðbeinendur tryggja hagnýt og vönduð námskeið. Að baki standa traustir aðilar, sem hafa mikla reynslu í atvinnulífinu og vita hverj- ar þarfir atvinnuvega og einstaklinga í tölvumálum eru. Hver nem- andi hefur tölvu út af fyrir sig. NÁMSSKRÁ í JANtJAR 1989 NÁMSKEIÐ KLST. TÍMI DAGS. KENNSLUSTAÐUR TÖLVUÞJÁLFUN 60 08.30-12.30 23. JAN - 10. FEB. ÁNANAUST 15 TÖLVUGRUNNUR . —40 19.30-22.30 16. JAN. - 17. FEB. ÁNANAUST 15 GRUNNNÁMSKEIÐ 8 13.00-17.00 16.-17. JAN. NÝBÝLAVEGUR 16 DOS STÝRIKERFI 1 12 13.00-17.00 18.-20. JAN. NÝBÝLAVEGUR 16 WORDPERFECT 16 08.30-12.30 16.-19. JAN. NÝBÝLAVEGUR 16 WORD 16 08.30-12.30 10.-13. JAN. NÝBÝLAVEGUR 16 MULTIPLAN 16 13.00-17.00 23.-26. JAN. NÝBÝLAVEGUR 16 EXCEL 16 13.00-17.00 10.-13. JAN. NÝBÝLAVEGUR 16 VENTURA 20 08.30-12.30 30. JAN. - 3. FEB. NÝBÝLAVEGUR 16 Upplýsingar og skráning í símum 621066,641222. Þrefaldur fyrsti yinningur á laugardag! Þreföld ástæða til að vera með! Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685111 KynnJngarþjónustan/SÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.