Morgunblaðið - 05.01.1989, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 05.01.1989, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1989 37 Jón Kristjánsson Akureyri — Minning Fæddur 21. maí 1891 Dáinn 27. desember 1988 Langafi okkar, Jón Kristjánsson, andaðist í hárri elli á Dvalarheimil- inu Hlíð á Akureyri á þriðja degi jóla. Hann fæddist í Landamótsseli í S-Þingeyjarsýslu 21. maí 1891 og hefði því orðið 98 ára í vor. Hann var uppalinn á ýmsum bæjum þar en fluttist til Akureyrar 1915. Þar fékkst hann við ýmis störf, m.a. hótelrekstur, jarðræktarstörf, var fylgdarmaður ferðamanna í byggð- um og óbyggðum, jafnframt hafði hann mikil afskipti af fegrunarmál- um á Akureyri í fjölda ára. Jón langafi kvæntist Laufeyju Jónsdóttur 1917 og áttu þau átta böm. Hún dó 1963 og auðnaðist okkur ekki að sjá hana. Þegar við kynntumst langafa okkar var hann hættur flestum störfum öðrum en að binda inn bækur fyrir vini og kunningja. Á hvetju ári heimsóttum við hann vor og haust, þegar við komum og fór- um úr sveitinni okkar fyrir norðan. Alltaf fylgdist hann með ferðum okkar. Jón langafi bauð ávallt ávexti og ijóma og varð heldur leið- ur, ef við vorum lystarlitlir. Stund- um sagði hann okkur sögur frá því, þegar hann var ungur maður og fékkst við ýmsa hluti, harla ólíka þeim, sem við þekkjum. Hann ákvað á unga aldri að standa sig vel í lífinu, en mest um vert fannst hon- um að hver maður væri traustsins verður og heiðarlegur. Annars tal- aði hann mest um það sem efst var á baugi hverju sinni og var ótrúlegt hvað hann fylgdist vel með. Hann hafði mikinn áhuga á búskap og jafnan spurði hann okkur um bú- rekstur í Kelduhverfi, hvemig hefði heyjast og hvort lömbin væru fal- leg. Hann var greinilega mjög hneigður fyrir skepnur, enda átti hann marga hesta og stundaði öku- mennsku á Akureyri í eina tíð. Meðal annars hafði hann á hendi sjúkraflutninga og flutti sjúklinga í snjó að vetrarlagi í sérsmíðaðri sjúkrakörfu. Jón langafi bar sig ætíð vel, var teinréttur og sagði að hann skyldi aldrei bogna. Við vomm famir að trúa því, en í sumar sem leið sáúm við, að honum hafði farið mikið aftur. Þá var hann sofandi í rúmi sínu, þegar við komum, en hann þekkti okkur um leið og hann vakn- aði. Það leið þó ekki á löngu þar til hann fór að spyijast fyrir um bústörfin og síðan byijaði hann að tala um hvar taka þyrfti til hendi á Akureyri til þess að bærinn liti vel út. Þetta var hans hugarheim- ur, kannski ekki ýkja stór í augum sumra en hreinni og fegurri en margra annarra. Hann var í allri framgöngu eins og höfðingi, bar aldurinn vel og var sívökull við að bæta og prýða umhverfi sitt. Við bræður viljum þakka Jóni langafa ánægjustundimar, sem við áttum með honum, og munum ávallt minnast hans með þakklæti og virðingu. Söknuður okkar er mikill. Hvíli hann í friði. Hákon og Björn Víkingur Lát afa, Jóns Kristjánssonar, barst okkur til Danmerkur fyrir fáum dögum. Niðjar hans hér í Danmörku eru tvær dætur, sjö bamabörn og sjö barnabarnaböm. Þrátt fyrir háan aldur hans, vissuna um það að enginn lifir að eilífu og að síðustu æviár voru honum þung- bær, er okkur mikill söknuður í huga. Afi okkar varð 97 ára og bjó síðustu árin á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri. Þar naut hann ástúðar og umhyggju starfsfólks, sem við þökkum. Móðir mín og ég vorum á Akureyri í þijár vikur 1987 og nut- um þess að geta heimsótt hann dag hvem. Við höfum oft saknað þess, „Danirnir" í fjölskyldunni, að hafa ekki haft hann nær okkur á hans langa starfsdegi. Dugnaður hans, réttsýni og mannkærleikur skilur eftir í huga okkar fagurt fordæmi, og er um leið hvatning til þess að styrkja og efla ijölskylduböndin. Við minnumst oft ættföður okkar og konu hans, Laufeyjar Jónsdóttur og þökkum þeim alla umhyggju og kærleika. Fyrir hönd fjölskyldu minnar, Susanne Bendtsen. t Eiginmaður minn, GUÐMUNDUR KARL SVEINSSON, írabakka 10, andaðist að heimili sínu að kvöldi 1. janúar. Ólöf Ragnarsdóttir. t FRÚ STEINÞÓRA CHRISTENSEN, Gnoðarvogi 70, Reykjavík, andaðist í öldrunardeild Borgarspítalans að kvöldi 3. janúar. HallfríAur Böðvarsdóttir, Sigurlaug Kristjánsdóttir. t Unnusta mín, dóttir, dótturdóttir og systir, ANNA JÓHANNESDÓTTIR, Öldugötu 47, lést í Landspítalanum þann 3. þ.m. Hafsteinn Karlsson, Jóhannes Þ. Jónsson, Jón Ólafur Jóhannesson, Anna Pálsdóttir. ar 30. starfsárið er runnið upp. HRESSINGARLEIKFIMIKVENNA OG KARLA Vetrarnámskeið hefjast mánudaginn 9. janúar 1989. Kennslustaðir: Leikfimisalur Laugamesskóla og íþróttahús Seltjarnamess. Fjölbreyttar æfingar Músík Dansspuni Þrekæfingar Slökun Innritun og upplýsingar í síma 33290. Gleðilegt nýtt ár! [Ástbjörg S. Gunnarsdóttir, íþróttakennari. Bestu verð í bænum? A sídastliðnum árum heíur Griffill vaxið mjög liratl og er nú ein stærsta sérhæfða ritfangaverslunin. Það þökkum við fyrsl og fremst því að við reynum ávallt að bjóða mjög góða vöru á sem hægstæðustu verði hverju sinni. Janúarlilhoð Eins og undanfarin ár bjóðum við viðskiptavinum okkar ákveðnar vörur á sérstöku janúartilboði, sé keypl í heilum pakkningum. Fjöldi Verð Tilboðsverð í kassa pr. stk. pr. stk. Bantex bréfabindi 1450 20 190,- 154,- Bantex bréfabindi 1451 25 190,- 154,- Geymslukassar A4 25 83,- 74,- Stafróf A—Ö 25 184,- 165,- Plastmöppur A4 50 25,- 22,- Bréfabakkar A4 10 274,- 246,- Bréfabakkar A4 10 237,- 213,- Gatapokar A4 100 5,- 4,50 L-möppur A4 100 9,- 7,80 Tímarita box A4 50 38,- 34,- Kúlutúss Uniball 100 12 45,- 40,- Kúlutúss Micro point 12 51,- 43,- Tússpenni m/filtboddi Boxy 12 45,- 40,- Reiknivélarúllur 5,7 cm 10 31,- 28,- Skýrslublokkir A4 .10 68,- 58,- Þá minnum við á inikið úrval af rekstrarvörum fyrir tölvur, svo sem disklinga, prentborða, tölvulímmiða, tölvupappír o. fl. Heiniseiuliugarþj ónust a Nú er eilt ár síðan við fyrstir buðum fyrirtækjum að símpanta vörunmr og við sendum þær um hæl. Þessi þjónusta hefur notið síaukinna vinsælda og sparar fyrirtækjum tíma og fyrirhöfn. Pöntunarsími er 688911. Breytt og betri búð Við bjóðum alla velkomna í breytta og betri búð, þar sem allt skipulag er nú betra og vöruúrval fjölbreyttara. om Meö nýjungarnar og nœg bilastœöi Síðumúla 35 — Sími 36811

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.