Morgunblaðið - 03.02.1989, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.02.1989, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1989 C 3 'Þonna,- ntatcin Þorramaturinn settur ítrog. F.v. Slgurður Ól- afsson, Ragnar Sverrísson og Súrínn er gömul geymslunðferð Það sem í dag er kallað hefð- bundinn þorramatur, er ekkert annað en sú fæða sem þjóðin lagði sér til munns hér í gamla daga þegar orðin ísskápur og frystikista voru ekki til í málinu. Þegar slátrað var á haustin var allt nýtilegt tekið af kindinni og það lagt í súr eða reykt svo það geymdist óskemmt fram á vorið. Múlakaffi hefur tuttugu og fimm ára reynslu í því að búa til þorramat fyrir þorrablót og ein- staklinga og því fengum við þá Stefán Ólafsson, eiganda Múla- kaffis, og Ingva Jónsson, mat- reiðslumann, til þess að segja nánar frá súrsuninni og fleiru tengdu þorramatnum. Undirbúningurinn við þorra- matinn hefst í lok sláturtíðar á haustin, að sögn þeirra Stefáns og Ingva. „Þegar allt ertilbúið eru hrútspungar, sviðasulta, bringu- kollar, lundabaggar, blóðmör og lifrarpylsa sett í súr. Það tekur mánuð að koma öllum tegundum í stórar plastámur og setja í sér- stakan kæli. Sýran sem er notuð er skyrmysa, kölluð súrsunar- mysa, og ætluð til að geyma í mat. Þetta er lifandi mysa svo sýrugerlarnir haldi áfram að gerj- ast. Eftir að búið er að setja í ám- urnar skiptir miklu máli að fylgjast með gerjuninni næstu tvo mánuð- ina. Herberginu er lokað og eng- inn fer inn néma sá sem sér um að fylgjast með súrnuninni. Það þarf að gæta vel að hitastiginu og skipta um mysu eftir ákveðinn tíma.“ Sumir bæta ediki i mysuna. Gerið þið það? „Nei, við 4iotum aldrei edik,“ segir Stefán ákveðið. „Það drepur alla gerlamyndun enda er það ekki sá gamli góði súr. Bragðið verður ekki rétt.“ Og Ingvi bætir við: „Bringubeinið í bringukollun- um verður meyrt eftir að það er búið að liggja í mysunni og það er hægt að renna hníf í gegnum bringuna. Enda verða efnabreyt- ingar á hráefninu þegar það liggur allan þennan tíma í súrnum. Mestu breytingarnar verða fyrsta mánuðinn þegar hráefnið breytist úr fersku hráefni í súrmat. Eftir það væri í raun hægt að geyma það í marga mánuði." Súrmatur er heldur ekki það eina sem tilheyrir þorramatnum. Mörgum finnst ómissandi að hafa með hvalkjöt og kæstan hákarl. „Við fáum hvalinn frá Hval hf., en þeir sjá um að verka hann og súrsa sjálfir. Hákarlinn höfum við aftur á móti fengið verkaðan úr Hnífsdal sl. 3 ár.“ Hangikjöt, saltkjöt, harðfiskur og flatkökur eru líka ómissandi í þorramatinn. Einnig reykt svið og ný sviðasulta. Meðlæti er svo yfir- leitt rófustappa og kartöflustappa eða -salat. „Þorravertíðin" hjá Múlakaffi, eins og flestum öðrum, stendur fram á konudag, enda eru birgð- irnar hjá þeim þá uppurnar. „Við erum komnir niður á vissan staðal og framleiðum því alltaf ákveðið magn á hverju hausti. Við erum farnir að vita nokkurn veginn hversu mikið þarf til að anna eftir- spurninni," segja þeir Stefán og Ingvi. En þó mesta annríkið sé þá búið er nauðsynlegt að hafa stöðugt eftirlit með ámunum sem súrmaturinn er lagður í, því ekk- ert má út af bera ef allt á að tak- ast vel að ári. MEO Herbergishitinn hættulegastur Rætt við Franklín Georgsson, gerlafræðing um eitranir af völdum þorramats Meðferð á súrmat er afskaplega viðkvæm og því hefur Heilbrigðiseftirlitið á hverjum stað séð um að fylgjast með framleiðslunni út um landið. Sýni eru tekin og þau send til athugunar hjá Gerlaeftir- litinu. Franklín Georgsson, gerlafræðingur hefur það starf með höndum að taka á móti slikum sýn- um og fékkst hann til þess að segja stuttlega hvað helst bæri að varast f þessu sambandi. „Sýnin sem við fáum til athugunar eru oftast í lagi, þó það komi fyrir að svo sé ekki. Það er líka okkar að meta gæði og geymsluþol matarins, en heilbrigðiseftirlitið tekur ákvarðanir um framahaldið ef það kemur í Ijós að eitthvað er ekki í lagi.“ Kemur það oft fyrir að heilsuspillandi örverur leyn- ast í þessum sýnum? „Það hafa komið fyrir eitranir af völdum þorra- mats, en slíkum tilfellum hefur fækkað vegna þess að eftirlit er betra og framleiðendur hafa orðið betri þekkingu á þessum hluturn." Hvað er það sem einkum sem veldur þessum matareitrunum? „Það er margt sem ber að varast þegar hráefnið er meðhöndlað. Það sem er soðið verður að vera nægilega vel soðið og verkun á hráefninu verður að fara fram við rétt skilyrði. Það verður að gæta fyllsta hreinlætis, bæði á áhöldum, tækjum og svo persónulegs hreinlætis, og nota fyrsta flokks hrá- Franklín Georgs- son efni, sem hefur verið meðhöndlað rétt og geymt við aðstæður sem útiloka fjölgun örvera. Það sem hefur verið fryst á helst að þýða í kæli. Það er s.s. vinnslan sjálf sem er mikilvægust. Það sem er soðið, eins og lifrarpylsa og blóðmör á ekki að sjóða skemur en í þrjá tíma. Það á að nota skyrmysu, ekki osta- mysu við sýringuna, og hún verður að vera góð með virkum mjólkur- sýrugerlum. Þess verður að gæta að maturinn súrni nægjanlega vel, en það tekur tíma. Mikilvægt er að sýringin sé góð vegna þess að hún hindrar fjölgun heilsuspillandi baktería. Þegar maturinn er kominn á borðið verður að gæta þess að hann standi ekki of lengi við herbergis- hita. Því alltaf er hugsanlegt að í matvælunum leyn- ist heilsuspillandi bakteríur og koma þarf í veg fyrir að þær fjölgi sér í matvælunum við heppileg skil- yrði, eins og t.d. herbergishita. Varast ber því að láta matinn standa í fleiri klukkutíma við slikar að- stæður. Þetta á sérstaklega við um ósýrða matinn og matvælum sem halda þarf heitum. Heitum mat- vælum þarf að halda við hærra hitastig en 60° C. Öll viðkvæm matvæli þarf að geyma í kæli, við 0-4° C. Allavega þarf að tryggja að hitastig sé und- ir 10° C til að hindra fjölgun heilsuspillandi örvera.“ MEO Eiturefni matvæ um - frá náttúrunnar hendi Þ Margir álíta að allt sem sett er saman á efnafræðilegan hátt sé skaðlegt og aðeins náttúrulegt fæði sé öruggt. Sudhir K. Agarval frá háskólanum í Shillong á Indlandi, segir það ekki vera rétt í grein sem hann skrifar í tímari- tið Biochemical Education 16(4) 1988. Hann segir að þeir sem hefji til skýja gæði náttúrulegs fæðis og hafi áhyggjur af iblöndun efna í matvæli geri sér ekki grein fyrir því að mörg efnasambönd f náttúrlegri fæðu geti verið eitraðri en mörg íblöndunarefnin sem sett eru í matvælin. Þessi efni og efnasambönd geta skipt þúsundum. au efni og efnasambönd sem tekin eru fyrir í greininni eru: Alkaloidar: Það eru þekkt eit- urefni eins og stryknín, atropin sem einnig er notað sem lyf, scopalamin sem notað er í sann- leiksprautu og solanine sem finnst í stöngli og laufi kartöfl- uplöntunnar og ertil stað- ar í öllum kartöflum. Þegar kart- öflur eru látnar standa í Ijósi (eins og allt- of algengt er í „matvöru- verslunum hér) fá þær grænan litog myndast &.i mikið magn af solanini í græna hlutanum. Þetta efni getur valdið verkjum, uppköstum, gulu og niðurgangi, í kjölfar neyslu. Oxalsýra: Þetta efnasamband getur bundið kalk og komið í veg fyrir að það nýtist í líkamanum. Efnasambandið finnst m.a. í spínati, steinselju, kakói, tei og möndlum. í stöngli og blaði ra- barbara er svo mikið af þesssu efni að það getur valdið truflun á þarmastarfseminni. Útfelling á oxalkristöllum í nýr- um og blöðru getur valdið skaða á þvagpípum. Nítrat, nítrit og nitrosamín: Nítrat er náttúrulegt efni sem m.a. er í laufmiklu grænmeti eins og spínati, radísum, salati, rauð- rófum og eggaldini. Við neyslu þessara fæðutegunda breytist nítratið í nítrít í munnvatni. Nítrat og nítrít hafa að jafnaði verið notuð sem rotvarnarefni og til að gefa matvælum lit eins og beikoni, pylsum, saltkjöti og reyktum fiski. Við ákveðnar að- stæður getur nítrít myndað nítrósamín í maga og valdið krabbameini í maga og lifur. í einstaka tiifellum getur nítrat breytt rauðu blóðkornunum hjá ungbörnum í methemoglobin sem heftir flutning súrefnis til vefjanna. (Það var ástæðan fyrir því að bannað var að setja nítrat og nítrít í barnamat um 1970.) Hormónavirk efni (östrog- ens): Þessi efnasambönd eru al- geng íjurtum, má þar nefna gulr- ætur, sojabaunir og kartöflur. Lítið magn hefur einnig fundist í hveiti, grjónum, byggi, eplum, plómum, kirsuberjum og í græm- netisolíum eins og maís-, hnetu- og bómullarfræsolíum. Mikið magn af östrógeni getur valdið öndunartruflunum hjá sauðfé. Þessi efnasambönd eyðileggjast við suðu. Skjaldkirtisvirk efni (goitrog- ens): Þessi efni hafa áhrif á starf- semi kjaldkirtilsins og valda í 4% tilfella stækkun í skjaldkirtli, sem hrjáir um 8 miljónir manna. Þau finnast í brokkolí, grænkáli, hvítkáli, salattegundum, spínati, hnetum og mjólk. Efnin hafa ekki skaðleg . áhrif nema þessara fæðutegunda sé neytt í miklu magni. Verði þær aðaluppistað- an í mataræðinu getur það haft neikvæð áhrif á starfsemi skjald- kirtilsins. Vítamín eru nauðsynleg fyrir eðlilegan vöxt og þroska ein- staklings, en geta verið skaðleg þegar þau eru tekin í mjög miklu magni. And-vítamín: Einstaka efnasambönd geta komið í veg fyrir að vítamín nýt- ist í líkamanum og geta þau vald- ið vítamínskorti. Sem dæmi má nefna að sojabaunir innihalda lipoxidasa sem dregur úr áhrifum karotínefna, thiaminasa sem finna má í hráum fiski og geta valdið thiamínskorti (B-vítamín skorti). Avidin í eggjahvítunni bindur biotín, sem er vítamín, og kemur í veg fyrir upptöku efnis- ins. Venjulega eyðileggjast þessi efni við suðu. Heamaglutin: Þessi efni eru eggjahvítuefni sem hafa hæfi- leika til að stuðla að samloðum rauðu blóðkornanna. Efnið er belgjurtum (baunum) en geta einnig verið í kartöflum og korn- meti. Lathyrismi sem er tauga- sjúkdómur hefur komið upp á Indlandi og í mörgum Evrópul- öndum eftir mikla neyslu á baunategundum. Eggjahvítuef- nið í nýrnabaunum hefur reynst sérstaklega illmeltanlegt og hef- ur það valdið eitrunum hjá mönn- um. Snefilefni: Mörg snefilefni eru nauðsynleg næringarefni, en sum hver geta valdið eitrunum. Það eru efni eins og kopar, flú- or, magnesíum, seleníum og zink. Efni eins og blý, kvikasilfur, kóbalt og kadmíum eru alvarlegir mengunarvaldar umhverfisins. Þessi snefilefni geta raskað efna- skiptum með því að hefta starf- semi efnahvata, með því að binda næringarefnin og með því að breyta frumustarfseminni. Fleiri skaðteg efni eru til stað- ar í fjölmörgum matvælategund- um sem við borðum daglega, jafnvel þó þessi varasömu efni séu í náttúrulegri fæðu valda fæst þeirra eitrunum vegna þess að eiturefnið er of lítið til að valda skaða nema þess sé neytt í miklu magni. Heilsuskaðar verða að- eins ef um ofneyslu er að ræða eða ef fylgt er öfgafullum matar- kúrum. Þýtt og endursagt Margrét Þorvaldsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.