Morgunblaðið - 03.02.1989, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.02.1989, Blaðsíða 8
8 C MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1989 ^ UM ÞRÓUN DALEIBSLU EÐLI NOTAGILDI einhver tækjaútbúnaður fyrir utan I einstaklinginn sjálfan. James Braid var líka sá, sem fyrstur lagði niður I hugtökin „mesmerism" og „animal magnetism" og kom í staðinn með hugtakið „hypnotism", sem hann fann sjálfur, en það þýðir eiginlega svefn og er hugtakið sótt í grísku goðafræðina, en Hypnos var svefn- Tískufatnaður • vinnufatnaður • barna- og ungl- ingafatnaður • sængur, koddar • sængurvera- sett • fóðraðir og ófóðraðir jogginggallar • barnaúlpur • skíðasamfestingar • fata- og gardínuefni • snyrti- vörur • skartgripir • gjafavara • garn og prjónavörur • gallabuxur • skór • og margt margt fleira. Fjöldi góðra fyrirtækja á aðild að Risaútsölumarkaðnum. Eingöngu vandaðar vörur ( boði, á stór- lækkuðu verði. Nú er tækifærí, sem seint býðst aftur, til að gera góð kaup. Allt á að seljast! Við höfum opið mánudaga til föstudaga frá kl. 12:00 til 18:00 og á laugardögum frá 10:00 til 16:00. n ........................... Allt að 80% afsláttur RISAÚTSÖLUMARKADURINN Bíldshöfða 10 (þessi með stjörnunni) guðinn. Nokkru seinna kom Liébeault til sögunnar í Frakklandi. Liébeault er talinn vera sá aðili sem virkilega sýndi fram á gagnsemi dáleiðslu í læknisfræðilegum og meðferðarleg- um skilningi. Sumir vilja því telja hann föður nútíma dáleiðslu. En enn fleiri komu til sögunnar. Taugalækn- irinn Bernheim heyrði af velgengni Liébeaults og fór til að hitta hann, reyndar í gremjukasti yfir því að Li- ébeault hafði heppnast að ná góð- um árangri í að meðhöndla krónísk- an „ischies‘‘-sjúkling sem Bernheim hafði lengi glímt við án árangurs. En eftir að hafa kynnst nánar starfi hins fyrrnefnda sneri hann við blað- inu og varð hann sjálfur brátt mjgö virkur á sviði dáleiðslunnar. Og 1886 gaf hann út bókina „ De la Sugesti- on“ (Sefjun), en í henni voru mörg dæmi um meðhöndlunarkraft dá- leiðslunnar, sem hann skynjaði nú,. að var af sálrænum toga spunnin. Bernheim setti fram sínar eigin kenningar um eðli dáleiðslu, en það gerði einnig annar taugalæknir, Charcot við Salpétriere-spítalann í París. En hann er af seinni tíma mönnum hvorki talinn hafa verið nægilega vandvirkur né skilið eðli dáleiðslunnar á réttan hátt, því hann áleit dáleiðsluástandið vera sjúk- (egt. Um líkt leyti og þeir Bernheim og Charcot störfuðu, eða jafnvel aðeinsfyrr, 1880, kom Breuer, starf- andi læknir í Vín, fram á sjónarsvið- ið. Hann kom fram með mjög þýð- ingarmikla nýjung í sambandi við dáleiðslumeðferð, þá að aðferðina mætti nota á víðari grundvelli, en einungis til að sefja burtu sjúk- dómseinkenni. Af tilviljun sá hann að einn sjúklinga hans, sem tjáði sig óheft í dáleiðsluástandi og gat samtímis losað um tilfinningar sínar, losnaði einnig við mikið af þeim sjúk- dómseinkennum sem hún hafði haft. Sigmund Freud, sem var sam- tímamaður Breuers og margir þekkja, í það minnsta að nafninu til, setti sig í samþand við Breuer, en þeir voru báðir læknar í Vín. Um tíma unnu þessir tveir saman og Freud reyndi að tileinka sér dá- leiðslutæknina og hagnýta hana í meðferð á sjúklingum sínum. Freud náði hinsvegar aldrei almennilegum tökum á dáleiðslu og varð hálf von- svikinn þegar honum heppnaðist ekki að framkalla eins djúpan trans og hann áleit að væri nauðsynleg- ur. Hann lagði því dáleiðsluna end- anlega á hilluna, en þróaði þess í stað sitt eigið meðferðarform, sál- greininguna (psychoanalyse), sem hann er vel þekktur fyrir. Það er því nokkuð sérkennilegt að margir sem ekki þekkja mikið til dáleiðslu tengja hana helst við nafn hans. En vegna þess að Freud var virtur læknir og þekktur víða um álfuna, er talið að afstaða hans til dáleiðslu hafi orðið til að hefta framgang á því sviði um nokkur ár. Árið 1914 skall svo fyrri heims- styrjöldin á og þá skapaðist þörf fyrir fljótvirka meðhöndlunartækni og fór því vegur dáleiðslunnar vax- andi á ný. Á þessu tímabili var dá- leiðslan notuð til að fjarlægja og minnka sjúkdómseinkenni, en einn- ig til að ná upp á yfirborðið gleymd- um, angurvekjandi upplifunum úr hugskoti sálrænt truflaðra einstakl- inga. Og sú jákvæða afstaða sem skapaðist til dáleiðslu á þessu tíma- bili hefur farið stöðugt vaxandi, allt fram á þennan dag, í flestum lönd- um Vestur-Evrópu, Bandaríkjunum og Ástraiíu. Einstaka lönd hafa þó af einhverjum sérkennilegum ástæðum orðið utanveltu við þessa þróun og má þar á meðal nefna ísland, en hér á landi er dáleiðsla helst þekkt sem skemmtiatriði á trúðasýningum, en einungis í litlum mæli verið notuð sem meðferðar- tæki. Sá áhugi sem er á dáleiðslu í dag tengist líka tilraunastarfsemi sál- fræðingsins Clark L. Hulls við Yale- háskólann um 1930. Fleiri þekktir sálfræðingar eins og Ernst S. Hill- gard við Stanford-háskólann hafa einnig orðið til að hefja dáleiðsluna til virðingar á ný, en tilraunir þess- ara aðila hafa skýrt eðli og notagildi dáleiðslu. Árið 1955 mælti „British Medical Association" með dáleiðslu til lækn- inga á taugaveiklun og sem deyfing- artæki. 1958 mælti „The American Medical Association" með því að dáleiðsla yrði kennd við læknaskóla í Bandaríkjunum og í framhaldsnámi lækna. 1973 var haldin alþjóða- ráðstefna um dáleiðslu og sál-líkam- lega læknisfræði (psychosomatic medicine) í Uppsölum í Svíþjóð. Slíkar alþjóðaráðstefnur höfðu verið haldnar áður á eftirtöldum stöðum: í París 1895, 1900 og 1955. Fjórða ráðstefnan var svo haldin í Kyoto í Japan 1967, en sú fimmta í Mainz í Þýskalandi 1970. Sjötta ráðstefnan var svo haldin í Uppsölum í Svíþjóð 1973. Síðan hafa ráðstefnur m.a. verið haldnar í Melbourne 1979, Glasgow 1982, Toronto 1985 og nú síðast 13.—19. ágúst sl. í Haag í Hollandi og var sú ráðstefna mjög umfangsmikil Næsta alþjóðaráð- stefna í dáleiðslu verður svo haldin í Jerúsalem 11,—17. ágúst 1991. Á ráðstefnunni í Svíþjóð var þess- ari starfsemi komið í fastara form með því að stofna alþjóðadáleiðslu- samtökin „International Society of Hypnosis" (ISH), sem er samsteypa margra þjóðlegra dáleiðslusamtaka. Stærstu samtökin eru „American Society for Clinical Hypnosis" (ASCH) og „Society for Clinical an Experimental Hypnosis" (SCEH). Þessi tvenn samtök gefa út tímarit með vísindalegri umfjöllun um dá- leiðslu. í Bretlandi eru starfandi tvenn stór dáleiðslusamtök önnur, sem voru upphaflega fyrir lækna og tann- lækna, en eru nú einnig fyrir sál- fræðinga (British Society of Medical and Dental Hypnosis) og gefa þau út umfangsmikið tímarit er þer nafn félagsins. Hitt félagið er eingöngu ætlað sálfræðingum. Á Norðurlöndum eru Svíar komn- ir lengst í notkun dáleiðslu. Þeirra samtök heita „Den svenska fören- ingen för klinisk og experimentell hypnos“ og voru þau stofnuð 1965. Sænsku samtökin munu hafa ná- lægt 1.000 meðlimi. Þessi samtök gefa út tímarit sem koma samtímis út með efni á sænsku, „Hypnos Nyt“ og á ensku „Hypnos-Swedish Journal of Hypnosis in Psycho- therapy and Psychosomatic Medi- cine". Sænsku samtökin annast sjálf þjálfun sinna meðlima og segj- ast Svíar sjálfir vera að verða öðrum þjóðum fremri á þessum vettvangi. Nokkur Evrópuríki hafa svo myn- dað Evrópusamtök dáleiðenda og hafa þau haldið Evrópuráðstefnur. Sú síðasta og sú fjórða í röðinni var haldin í Oxford sumarið 1987, en þar var einnig mikið af fólki frá öðr- um heimshlutum, einkum þó Banda- ríkjunum og Ástralíu, en Ástralíu- menn eru nú sagðir framarlega á þessum vettvangi. Næsta Evrópur- áðstefna verður svo 18.-24. ágúst 1990 í háskólanum í Constance í Þýskalandi. Víðir H. Kristinsson Niðurlag greinar birtist næsta föstu- dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.