Morgunblaðið - 03.02.1989, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.02.1989, Blaðsíða 6
6 C MORGUNBLABIÐ, FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1989 , UM ÞRÓUN DALERtSUI veislunni. En hvað getur þá komið í staðinn? Fyrir jólin kom út bók eftir Björgu Árnadóttur sem heitir „Ég amma, hvað eru fimmtíu og fjórir dagar lengi að líða? Á Onni afmæli á undan mér? Viltu baka bílatertu fyrir mig og hafa hana með bláum og rauðum kertum alveg eins og var síðast? Eigum við kannski líka hafa stóra sjóræningjaköku? Lítill snáði verður fimm ára í mars og eftirvæntingin er mikil. Það var strax eftir jólin að hann fór að hlakka til að eiga afmæli. Hann erfarinn að undirbúa þennan merkisdag í marsmánuði þó fimmtíu og fjórir dagar séu enn til stefnu. Það líða ekki margir dagar án þess að einhverri afmælisspurn- ingu sé varpað fram, annaðhvort um gestina, terturnar, afmælis- gjafirnar eða leikina sem fara eigi í. Jafnvel vikulegu innkaupaferðirn- ar í Hagkaup snúast upp í skoðun- arferðir á servíettum og sælgæti sem kaupa á, — þegar að því kem- ur. Sinn er siðurinn á hverju heimili og það á líka við þegar afmæli eru annarsvegar. Ein fjölskylda byrjar. kvöldið fyrir afmælisdaginn með kakói og pökkum á meðan næsta hefur það fyrir fasta venju að færa afmælisbarninu í rúmið kræsingar og glaðning þegar það vaknar. Flestir hafa þó vanist því að blása á kerti á afmælistertu um leið og afmælissöngurinn ómar. Oft vantar fólk hugmyndir að leikjum eða meðlæti í barnaaf- mæli. Kannski eru einhverjir sem vilja breyta út af venjunni, sleppa árlegu pylsu— eða súkkulaðiköku- Þróun dáleiðslu Dáleiðsluástand er gamalþekkt fyr- irbæri þótt notað hafi verið í mis- munandi tilgangi á ýmsum stöðum og gengið undir ýmsum nöfnum. Ástand það sem hinn dáleiddi er í er aðskiljanlegt frá venjulegum svefni, en einnig frá venjulegu vöku- ástandi. Einkennandi fyrir einstakl- ing í dáleiðsluástandi er aukið sef- næmi og tilfinningatengsl (rapport) við dáleiðandann. Vegna aukins sefnæmis getur dáleiðandinn fram- kallað ýmiskonar ástand, sem stundum er mjög sérkennilegt og virkar oft furðulega, bæði á dáþeg- ann sjálfan og þá sem kunna að vera viðstaddir. Á egypsku papýrusriti sem talið er frá því fyrir 300 f.Kr. er að finna lýsingu á aðferð við dáleiðslu. Einn- ig er vitað að Medar, Kaldear og Indverjar til forna þekktu vel dá- leiðsluástand og síðar Grikkir. Heil- un undir dáleiðsluástandi er ein af elstu lækningaraðferðunum. Ýmsir frumstæðir þjóðflokkar fyrr og síðar hafa reynt að hagnýta dáleiðslu- ástand (trans) til að ná fram ástandsbreytingum hjá dáþega. Oft var álitið, og er reyndar sumstaðar enn, að dáleiðsluástand (trans) sé af guðdómlegum uppruna og því var framkvæmd dáleiðslu oft hluti af trúarathöfn. Sefjunarmáttur var þekktur á bibl- íutímanum og margir spámenn og svokallaðir heilagir menn notfærðu sér þennan mátt og álitu hann guð- dómlegan. Á miðöldum trúðu menn að heilun gæti átt sér stað við snert- ingu heilagra mynda, böðun í heilsu- lindum, snertingu flísa úr krossi fljótlega þekkt um alla Evrópu og þar meðhöndlaði hann allskonar sjúkdóma. Stutt lýsing á hvernig hlutirnir gengu fyrir sig í móttöku Mesmers getur hjálpað okkur til að skilja þau grundvallaratriði sem lágu að baki meðhöndluninni. í bók sinni „Sálfræðileg heilun" (Les medications psychologique) lýsir Pierre Janet aðferðum Mesm- ers. Mesmernotaðiýmiskonartæki. Sumar af venjum þeim sem hann viðhafði minntu á helgisiði. Farið var með sjúklinginn inn í sal, en þar var dregið fyrir alla glugga með þykkum tjöldum svo mjög rokkið var inni. Angurværir tónar píanóleiks fylltu loftið. í miðjum salnum stóð stórt eikarkar (baquet). Karið var fyllt með blöndu af vatni, járnspónum og muldu gleri. Vfir eikarkarinu var lok með götum sem járnstengur voru festar í. Sjúklingarnir voru hvattir til að vera hljóðir, haldast í hendur og láta járnstengurnar snerta hinn veika líkamshluta. Þegar hér var komið birtist Mesmer venjulega íklæddur bleikri skikkju og með langt járnspjót í hendi. Hann gekk hægt fram hjá röðinni, beindi sjón- um sínum að sjúklingnum, lagði hönd yfir veika líkamshluta, eða snart þá með járnspjótinu. Sumir sjúklingar uppástóðu að þeir fyndu engan mun, en aðrir lýstu áhrifunum eins og að skordýr skriðu á húð þeirra og sumir fengu krampa- köst. Eftir 2—3 meðferðir af þessu tagi töldu margir sig hafa fengið bata af hinum aðskiljanlegustu meinsemdum. Það sem fór fram á lækninga- stofu Mesmers minnti að sumu leyti á leiksýningu. En þó að Mesmer Árið 1765 varði Mesmer doktors- ritgerð sína með góðum vitnisburði. Ritgerð hans fjallaði um áhrif plantn- anna á heilsu manna. Hann áleit að þessi áhrif ættu sér stað í gegnum einskonar segulgas sem umlyki allar lífverur. Hann byrjaði að rannsaka áhrif þessara segulkrafta með því að meðhöndla sjúklinga með segl- um sem voru þannig sniðnir að þeir féllu að ólíkum líkamshlutum. Árangur hans var oft undraverður. Sjúklingar sem liðu af þvagfærastí- flun, tannpínu, hlustarverk, þung- lyndi, tímabundinni blindu og lömun losnuðu margir alveg við sjúk- dómseinkenni sín. Slíkar uppákomur vöktu eðlilega athygli en margir af starfsbræðrum Mesmers í læknastétt urðu honum svo fjandsamlegir vegna velgengn- innar að hann varð að hætta starf- semi sinni í Vín og flytjast til Parísar eftir að sérstök nefnd hafði fjallað um starfsemi hans. En í París opn- aði hann lækningastofu sem varð Mesmer við eikarkarið (baquet). Frá alþjóðadáleiðsiuþinginu í Haag sumarið 1988. EÐU i í 1 NOTAGILDI Krists, eða beina úr heilögum mönn- um. Bæði í Englandi og Frakklandi trúðu menn því að konungarnir gætu stuðlað að bættri heilsu með handayfirlögn, eða snertingu. Og enn þann dag í dag trúa þúsundir manna á undramátt lindarinnar í Lourdes í Frakklandi, en þar gerast fyrirbæri sem eru ekki ólík þeim er áttu sér stað í Eskulapius-musterinu í Grikklandi mörgum öldum fyrir Krists burð. Annarra skýringa var svo ekki leitað fyrr en 1530, þegar Paracels- us kom fram með kenningar sínar um áhrif himintunglanna á heilsu- farsástand manna. Seinna bætti hann svo við kenningar sínar því að menn gætu einnig haft áhrif hver á annan með hagnýtingu segulsviðs. En það fyrirbæri sem í dag er kallað dáleiðsla (hypnosis) varð í reynd ekki almennt þekkt á Vesturlöndum fyrr en á síðari hluta 18. aldar er austurríski læknirinn Frans Anton Mesmer (1734-1815) kom fram á sjónarsviðið í Vín. eflirHH Víói Hafberg Kristinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.