Morgunblaðið - 23.05.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.05.1989, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MAI 1989 23 Sovétmenn reknir frá Bretlandi vegna njósna - Bretum svarað í sömu mynt í Moskvu London. Daily Telegraph. SOVÉSK sljórnvöld skipuðu á sunnudag átta breskum stjórnarerind- rekum og þremur blaðamönnum að hverfa frá Sovétríkjunum innan tveggja vikna. Með þessu voru Sovétmenn að svara breskum sljórn- völdum, sem á föstudag ráku 11 Sovétmenn frá Bretlandi fyrir að hafa gerst sekir um verknaði, sem „samræmdust ekki stöðu þeirra“ en þetta orðalag er venjulega notað um njósnir. Breska stjórnin hefur sagt, að Sovétmenn hafí gripið til gagnaðgerða, sem þeir geti alls ekki réttlætt. í gær var síðan skýrt frá því í Moskvu, að ætlun stjórnvalda þar væri, að ekki yrðu fleiri Bretar við störf í Sovétríkj- unum en Sovétmenn í Bretlandi sem þýðir að tæplega 200 Bretar verða að hverfa frá Sovétríkjunum. Þessi ágreiningur milli ríkis- stjórna Bretlands og Sovétríkjanna gýs upp aðeins sex vikum eftir að Míkhaíl Gorbatsjov, Sovétleiðtogi, heimsótti Bretland og ræddi þar við Margaret Thatcher forsætisráð- herra og Elísabetu Bretadrottningu, sem hann bauð að heimsækja Sov- étríkin. Var þá látið í veðri vaka, að heimsókn Gorbatsjovs væri upp- haf nánari og vinsamlegri sam- skipta ríkjanna. Breska utanríkisráðuneytið skýrði ekki frá því á föstudag, að Sovétmönnunum 11 hefði verið vísað frá Bretlandi, Iíklega í þeirri von, að Sovétmenn myndu ekki svara í sömu mynt. Hins vegar var það breski sendiherrann í Moskvu, Sir Rodric Braithwaite, sem skýrði frá atburðunum á sunnudag. í hópi beggja eru embættismenn í miðl- ungsstöðum og þrír blaðamenn. Bretamir starfa hjá Sunday Times, BBC og sjónvarpsstöðinni ITN. Bretar hafa ekki rekið Sovét- menn úr landi síðan 1985, þegar 25 sovéskum stjómarerindrekum og blaðamönnum var skipað að hafa sig á brott, eftir að háttsettur KGB-foringi, Oleg Gordievskij, hafði gengið á hönd vestrænum leyniþjónustum. Þegar Sovétmenn svöraðu með brottrekstri 25 Breta, ráku Bretar 6 Sovétmenn til við- bótar og var 6 Bretum þá vísað frá Moskvu. Sir Geoffrey Howe, utanríkisráð- herra Breta, sagði að ákvörðunin um brottreksturinn nú hefði verið erfíð. Samskipti þjóðanna væru góð um þessar mundir og af þeim sökum bæri að harma, að starfsemi Sovét- manna á einu sviði varpaði enn skugga á þau. Ákvörðunin hefði verið byggð á óhrekjanlegum sönn- unum. Breska stjómin hefði ekki viljað að neitt áróðursbragð yrði af málinu eða unnt yrði að skýra það á nokkum hátt sem ögran. Utanrík- isráðherrann hafði engin orð um það, hvað Sovétmennimir höfðu unnið sér til saka. Chapman Pincher, sem hefur sérhæft sig í rannsóknum á njósna- starfsemi Sovétmanna, sagði að þeir hefðu fært sig upp á skaftið á því sviði á undanfömum áram, þrátt fyrir opnun í stjómkerfínu heima fyrir. Þeir Iegðu sig sérstaklega fram um að afla upplýsinga um tæknibúnað og nýjungar til að auð- velda sér vopnaframleiðslu og efla iðnað sinn. Á undanförnum mánuð- um hafa bresk stjórnvöld oftar en einu sinni hvatt Sovétmenn til að draga úr njósnastarfsemi sinni á Bretlandi. Reuter Jeremy Harrís, fréttamaður BBC í Moskvu, á skrifstofú sinni i Moskvu skömmu eftir að honum, tveimur öðrum fréttamönnum og átta stjómarerindrekum hefði verið vísað úr landi. Grænland: Samstarf við Quebec-Inúíta Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. GRÆNLENSKA landstjórnin vinnur nú að gerð samstarfs- samnings við Quebec-fylki í Kanada. Markmiðið með samn- ingnum er að stofíia til náinnar samvinnu þessara aðila á sviði físksölu, menningarmála og námarekstrar. Raymond Savoie, sem fer með málefni frumbyggja á vegum fylk- isstjómarinnar í Quebec, er stadd- ur í Grænlandi um þessar mundir, og segir Jonathan Motzfeldt, for- maður landstjómarinnar, að samn- ingurinn sé í burðarliðnum. í norð- anverðu Quebec-fylki er fjölmenn Inúítabyggð í 14 bæjarfélögum. Motzfeldt sagði í viðtali við grænlenska útvarpið, að hann von- aðist til, að Grænlendingar gætu lært námarekstur af ættbræðram sínum í Quebec. Motzfeldt hefur verið boðið þangað í haust til að kynna sér þessa atvinnugrein. Samstarfið á einnig að taka til menntamála, þar sem Grænlend- ingar era á undan Quebec-Inúítum, og menningarmála, þar sem stefnt er að gagnkvæmum heimsóknum listamanna o.fl. í Grænlandi er einnig gestkom- andi Tikuli Kleist, sem er formaður „þings" Inúítabæjanna 14. Hann er Grænlendingur, en fluttist til Quebec fyrir 15 áram. Hann segir, að Inúkar í Quebec vilji kaupa sjáv- arafurðir frá Grænlandi, og hefur átt framkvæði að því að koma á viðskiptatengslum milli þessara aðila. í aprílmánuði síðastliðnum skrif- aði grænlenska landstjómin undir samstarfssamning við Inúíta á Al- askasvæðinu, og svipaði honum til þess, sem nú er að fæðast. Áætlan- ir hafa verið gerðar um að koma á sameiginlegu Inúíta-ritmáli, sem grandvallist á grænlensku og nái til alls Inúíta-svæðisins í Kanada og Alaska. S.IONVARPŒ) MEÐ FORYSTU - enda miðill allra landsmanna. Sjónvarpsnotkun um landið allt, miðvikudaginn 17. maí. Athyglisverðar upplýsingar fyrir auglýsendur! % ■iilaiRúv Dagana 17.-18. maí kannaði SKÁÍS sjónvarpsnotkun um landið allt. Mæld voru sex 30 mínútna tímabil hvorn dag. Eins og þetta dæmi ber með sér nýtur Sjónvarpið yfirburðavinsælda. SJONVARPIÐ ekkert rugl: .ms8?ftn?8'30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.