Morgunblaðið - 23.05.1989, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.05.1989, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1989 37 Helgi Árnason sjó- maður — Minning Fæddur 21. nóvember 1939 Dáinn 14. maí 1989 Með þessum fátæklegu orðum ætla ég að minnast tengdaföður míns, Helga Árnasonar, er lést á hvítasunnudag, eftir nokkurra mán- aða baráttu við ólæknandi sjúkdóm. Helgi var sonur hjónanna Árna Stefánssonar og Sigríðar Helga- dóttur, sem nú sjá á eftir góðum og hjálpsömum syni. Missir þeirra, sem og annarra ættingja er mikill, en þau hafa eins og svo margir aðrir, látið erfiðleikana efla sig og það á aðdáunarverðan hátt. Æskustöðvar Helga voru í vest- urbænum. Sem bam og unglingur lék hann sér mikið á Grímsstaða- holtinu og áttu boltaleikir hug hans allan. Það lá því beinast við að stunda æfingar og keppni með Þrótti, sem á þessum árum hafði félagssvæði sitt þar. Þeir urðu margir leikirnir hans Helga fyrir félag sitt, bæði í knattspymu og handknattleik. Eftir að Helgi hætti þátttöku í íþróttum sjálfur, fylgdist hann með þeim af miklum áhuga allt fram til dauðadags og skipti þá ekki máli hvaða íþróttagrein var um að ræða. Mjög gaman var að ræða við Helga um þær íþrótta- greinar er hann sjálfur hafði lagt stund á, enda var hann vel að sér þar, bæði hvað varðaði innlenda og erlenda atburði. Mikið hamingjuspor steig Helgi er hann gekk að eiga Katrínu Ein- arsdóttur, en hún reyndist honum stoð og stytta á meðan erfiðleikar síðustu mánaða gengu yfir. Af ástúð og umhyggju hugsaði hún um Helga og hélt í hönd hans fram yfir hinstu kveðjustund. Helgi og Katrín eignuðust þijár dætur. Elst er Sigríður, sambýlis- kona undirritaðs. Eigum við tvær ungar stúlkur, Emu Yr og Katrínu Helgu, sem sjá nú á bak góðum afa eftir alltof stutta samleið. Næst elst er Brynja Pála og yngst er Helga. Lengst af starfsævinnar var Helgi hjá Eimskip, fyrst sem far- maður til margra ára, en hin síðari ár sem flokksstjóri í landi. Eins og gefur að skilja urðu það Helga mik- il viðbrigði að þurfa að hætta vinnu vegna sjúkdómsins, en þó fór hann eins oft og heilsan leyfði niður á Sundahöfn til að heilsa upp á kunn- ingjana. Helgi var maður hæglátur og nægjusamur. Hjálpsemin var hon- um í blóð borin og fengum við oft að kynnast henni. Helgi var hand- laginn og úrræðagóður og var því jafnan leitað til hans þegar verk- manns þurfti við. Um leið og ég bið Guð að styrkja ættingja Helga í sorg þeirra er nú ríkir, vil ég færa starfsfólki Borg- arspítalans þakkir fyrir þeirra störf, sem gerðu Helga lífið léttara á erf- iðum stundum. Að lokum vil ég geta þess að jarðarför Helga Ámasonar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Guðjón Ingi Eiríksson Með örfáum orðum langar mig að kveðja mág minn og vin Helga Árnason. Helgi er fæddur og uppal- inn í Reykjavík, sonur hjónanna Árna Stefánssonar og Sigríðar Helgadóttur. Hann átti einn bróður Björgvin Laugdal Ámason. Helgi giftist Kötu systur minni 10. febrú- ar 1962. Þau eignuðust þijár dæt- ur, Sigríði, Brynju og Helgu. Helgi starfaði hjá Eimskip í 26 ár, lengst sem háseti á millilandaskipum og síðustu árin sem flokksstjóri í áhaldadeild fyrirtækisins. Helgi var mikill mannvinur og helgaði krafta sína fjölskyldu sinni og starfi. Góðmennska hans og umhyggja er ógleymanleg. Alltaf mundi hann eftir okkur systmnum er hann kom úr siglingum færandi hendi. Fyrir bernskuhugann voru gjafirnar og góðgætið sem fjársjóð- ur enda oft um að ræða þa_ð sem ekki þekktist hér á landi. Á sinn hógværa hátt dekraði hann við sína nánustu og mundi eftir öllum, stór- um sem smáum. Kata og Helgi vöktu ávallt eftir- tekt fyrir glæsileika, ekki einungis í útliti heldur líka innri fegurð. Á gleðistundum var Helgi ávallt besti dansherrann og herramaðurinn. Helgi var myndalegur heimilisfaðir enda var fjölskyldan áhugamál hans. Síðastliðið haust veiktist Helgi, styrkur hans og hógværð einkenndi þá baráttu sem endra- nær. Helga vil ég þakka samfylgd- ina, góðvildina og hjartahlýjuna og bið guð að styrkja Kötu, dæturnar, foreldra hans og bróður. Lind Einarsdóttir Okkur langar að minnast hans Helga nokkmm orðum. Hann tengdist Ijölskyldu okkar þegar þau Katrín systir okkar og hann gengu að eiga hvort annað ung að ámm, ákaflega falleg og glæsileg bæði, svo eftir var tekið. Helgi var annar sonur_ hjónanna Sigríðar Helgadóttur og Árna Stef- ánssonar bifreiðastjóra, hinn er Björgvin sem búsettur er hér í borg, kona hans er Rakel og eiga þau einn son, Ragnar. Helgi spilaði fót- bolta á yngri ámm með knatt- spyrnufélaginu Þrótti og var alla tíð mikill áhugamaður um fótbolta sem og handbolta. Þau Katrín og Helgi bjuggu alla tíð hér í Reykjavík, þau byijuðu smátt en vom einstaklega dugleg og samhent að koma sér upp fal- iegu heimili. Mest af starfsaldri Helga var á sjónum, hann var á millilandaskip- um Eimskips, en síðustu árin vann hann sem flokksstjóri inn í Sunda- höfn. Þau Katrín, dóttir Einars Ólafs- sonar og Þorbjargar Sigurðardótt- ur, eignuðust þijár dætur sem em: Sigríður, fædd 18.7. ’61, gift Guð- jóni Inga Eiríkssyni kennara og eiga þau tvær dætur, Ernu Ýr og Katrínu Helgu. Brynja, fædd 8.8. ’64, starfar við endurskoðun, og Helga, fædd 20.2. ’72, sem er við nám. Það sem einkenndi Helga mes+ var prúðmennska og glæsileiki, hann var líka ákaflega greiðvikinn. Það var eins og hátíð á Miklu- brautinni þegar Helgi kom í land og þær vom ófáar gjafirnar sem foreldrar okkar og systkini fengu frá honum. Oft heyrði maður mömmu segja, „ég var að baka köku“, hann Helgi minn er að koma í land“. Okkur þótti öllum vænt um Helga enda var hann góður tengdasonur og mágur og eigum við honum margt að þakka. Síðasta árið er búið að vera erfiður tími fyrir Helga vegna þess sjúkdóms sem hann lést úr. Kata og dætumar svo og for- eidrar hans gerðu sem þau gátu til að létta honum stundirnar. Hann vildi vera heima eins lengi og hægt var og það má segja að hann hafi staðið meðan stætt var. Við látum fylgja með vísu úr gamalli afmælisdagbók sem mamma á, og er við afmælisdaginn hans Helga. Sæt er heit og saklaus ást, sárt er hana að dylja, eins og það er sælt að sjást, sárt er lika að skilja. (Páll Ólafsson) Við biðjum guð að blessa og styrkja ljolskyldu Helga. Blessuð sé minning hans. Mágkonur t Þökkum innilega auðsýnda samúö og vináttu viö andlát og útför mannsins míns, föður, tengdaföður og afa, HELGA BERGVINSSONAR, Miðstrœti 25, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Vestmannaeyja fyrir góða umönnun og hiýhug. Lea Sigurðardóttir, Viktor Helgason, Stefanfa Þorsteinsdóttir, Sigrfður E. Helgadóttir, Rósa Helgadóttir, Páll Kristjánsson, Sigrún Birna Helgadóttir, Sólrún Helgadóttir, Oddur Thorarensen og barnabörn. HVERSVEGNASMB? ; á það Saab öðru fremur að þakka að ég er ofar moldu í dag. Ég er sannfærður um að enginnbíll hefði varið mig jafnvel og Saabinn gerði þegar ég fékk Skodann á fullri ferð inn í hliðina -bflstjóramegin.“ Ragnar Júlíusson, skólastjóri. SAAB aí ótal áslæðum - ciíla síst örygpsástæfaii. Vortflboð Saabl989 Nr.5 Saab 9000 Turbo 16 ventla, 175 hestöfl, sjálfskiptur 4 gíra. Rafdrifin gler sóllúga, rafdrifnar rúður - speglar - læsingar og loftnet, sjálfvirk hraðastilling, ökutölva, álfelgur, ABS hemlar, kjamakveikja o.fl. o.fl. Verð Afsláttur Vortífboð kr. 2.377.000,00 kr. 237.000,00 kr. 2.140.000,00 G/obusn i Lágmúla 5, s. 681555

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.