Morgunblaðið - 23.05.1989, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 23.05.1989, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1989 47 Bör Börs- sonjúníor á Bíldudal Morgunblaðiö/Þorkell Eigendur hins nýja veitingastaðar, Anna Peggy Friðriksdóttir og Einar Óskarsson. Indverskt ogjapanskt veitingahús opnað NÝLEGA var opnaður nýr veit- ingastaður á Laugavegi 34A þar sem áður var kjöthúðin Kjötbær. Eigendur staðarins eru hjónin Einar Óskarsson og Anna Peggy Friðriksdóttir en þau reka einnig veitingahúsið Ítalíu á Laugavegi 11. Heiti nýja staðarins er „Taj Mah- al Tandoori & Sushi bar“ eða „Veit- ingahúsið Laugavegi 34“. Eins og nafnið bendir til er matargerðin tvenns konar, indversk og japönsk. Indverski veitingastaðurinn Taj Mahal var áður til húsa á efri hæð Fógetans í Aðalstræti 10 en hefur nú verið fluttur í þetta nýja hús- næði við Laugaveginn. Velja má úr meira en 50 réttum, forréttum, indverskum brauðum bökuðum í sérstökum leirofni, karríréttum, tandoori-réttum, kjöt-, fisk- og grænmetisréttum sem allir eru matreiddir á indverska vísu af sér- Sushi-réttimir em nýmæli hér á landi. Sushi er að mestu leyti fisk- réttir gerðir úr hrísgijónakúlu og hráum, reyktum og soðnum físki auk sérstakra japanskra krydd- tegunda. Þá er algengt að nota egg og grænmeti, t.d. gúrkur í sushi. Sushi-réttimir eru bomir fram við svokallaðan sushi:bar þar sem fólk getur fylgst með matreiðslu- fólkinu við matargerðina, en hún er í höndum Japana sem búsettir em hér á landi og gjörþekkja til verka. Þess má og geta að í Japan er sushi vinsæl megrunarfæða sökum fárra hitaeininga og ríks næringar- gildis slíkra rétta. Taj Mahal & Sushi bar er opinn mán.- fös. frá 11.45-14.30 og frá 18.00-23.00. Á laugardögum og sunnudögum er opið frá 18.00- 23.00. . 1 ■* 11 1 1 J (Fréttatilkynning) Bíludal. LEIKFÉLAGIÐ Baldur á Bíldud- al frumsýndi nýlega leikritið Bör Börsson jr. eftir sögu Johans Falkberget. Um þessar mundir . eru 95 ár frá því að fyrst var ' sett upp leikrit á Bildudal og um 25 ár síðan Bör Börsson var síðast á flölunum á BUdudal. Leikritið fékk mjög góðar við- tökur á frumsýningarkvöldinu og er fyrirhugað að fara í nokkrar sýningarferðir um Vestfírði og Vesturland. Núverandi uppsetning er undir leikstjórn Þrastar Guð- bjartssonar og á hann heiður skilinn fyrir hugmyndaríki við notkun lítils leiksviðs og einfaldrar leikmyndar. Leikmyndin er öll unnin af heima- mönnum og koma fram í henni góðir listhæfíleikar Hafliða Magn- ússonar og þeirra, sem unnu að smíði hennar. Leikarar skila flestir hlutverkum sínum með ágætum án teljandi byij- endabrags. Það er í mikið ráðist fyrir leikhóp í 400 manna sjávarþorpi að setja upp jafn veigamikla sýningu og Bör Börsson jr. er. Ákveðnir eðlisþættir aðalsögupersónunnar eru e.t.v. enn í nokkrum mæli fyrir hendi hjá ís- lendingum. Þó verður með sanni sagt að góður árangur leikfélagsins Baldurs byggist fyrst og fremst á þrotlausri vinnu og ágætum hæfi- leikum, en ekki á heppni eða tilvilj- un. 1 ‘ 1 ■.f ,c- ...... " Vogar: Islenskur rörabátur sjósettur í fyrsta sinn Vogum. NÝR ÍSLENSKUR rörabátur var sjósettur I fyrsta sinn f Vogum fyrir skömmu. Báturinn er smíðaður úr plaströrum úr PEH- -plasti, sem er sama efhi og Reykjalundur hefúr notað f lang- an tíma f vatnsrör, en þau hafa ekki verið notuð f báta áður hér á Iandi. Félagar úr björgunar- sveitinni Skyggni í Vogum voru fengnir til að reyna bátinn í sinni fyrstu ferð ásamt Sigurði Jóns- syni tæknifræðingi og voru menn sammála um að báturinn hafi reynst firamar vonum, en nauð- syn sé á smávægilegum breyting- um. Framieiðendur bátsins eru Einar Guðmundsson pípulagningameist- ari og Sigurður Jónsson tæknifræð- ingur, en báturinn er framleiddur eftir teikningum hans. Hugmyndin var að gera vinnubát fyrir fískeldi þar sem vinna byggist mikið á bát- um, en slöngubátar hafa þótt gefa mikið eftir. Fyrir tveimur mánuðum gerði Sigurður skissu af svona báti, sem er líkur slöngubáti að byggingar- lagi. Allir sem sáu skissumar sýndu hugmyndinni mikinn áhuga og und- irtektir fískeldis- og togarasjó- manna voru góðar. Að sögn þeirra Einars og Sigurðar var næsta skref að smíða fyrsta bátinn, en Einar rekur verkstæði þar sem unnið er með svona efni og hefur reynslu af slíkri vinnu í yfír tuttugu ár. Næsta skref segja þeir vera að smíða minni bát sem er meðfæri- legri. Hann verði hæfilega þungur fyrir tvo menn, stöðugur og svo verður hann ósökkvandi þar sem flotholtin verða fyllt með einangr- unarefni. Fullsmíðaður rörabátur er talinn kosta af verði sambærilegra gúmmíbáta. - EG Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson Rörabáturinn i fyrstu reynslusiglingunni á Vogavik. Á innfelldu myndinni eru Sigurður Jónsson tæknifræðingur og Einar Guðmunds- son pípulagningameistari. þjálfuðum matreiðslumönnum. - FM HEFURÐU VERDSKYN? Þá skaltu líta nánar á þetta... VM 930 þvottavélin Stiglaus hitastilling. Hrað-, ullar- og gardínuþvottur, E sparnaðarþvottur. Áfangavinding. 600/900 sn. íslensk handbók. "i w t:|5v i ..._ ■" TT 320 þurrkarinn 90 lítra þurrkrými. Næg niðurkæling á þvotti. 2 hitastig. Blomberg Verð kr. 34.900»- | Staðgr. 33.160,- j GÓP KJÖR Einar Farestveit&Co.hf. BORQARTÚN 28, SÍMAR: (91) 1699S OQ 622900 - NÆO BÍLASTÆDI STEYPT NBURFÖLL, RISTAR, KARMAR 0GL0K Sérsteypum einnig annaö eftir pöntun. JÁRNSTEYPAN HF. ÁNANAUSTUM 3, SÍMAR 24407 - 624260 JÁRNSTEYPA - ÁLSTEYPA - KOPARSTEYPA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.