Morgunblaðið - 23.05.1989, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.05.1989, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ VlDSKIPrLMVlNNUIÍF þriðjudagur 23. maí 1989 Fólk í atvinnulífinu Nýttskipurit tekur gildiá Hótel Sögu ÞÆR breytingar hafa verið gerðar á rekstri Hótel Sögu, að hótel- ið sjálft tók aftur við öllum veitingarekstri eftir sjö ára hlé. Einnig hefiir verið tekið í notkun nýtt skipurit og skipulag. Á undanfömum misserum hefur reksturinn smám saman verið að færast meira út í funda- og ráð- stefnuhald af ýmsu tagi, bæði fyrir innlenda og erlenda aðila, enda hefur hótelið lagt áherslu á þennan hluta starfseminnar. í frétt frá hótelinu segir, að eigendur og stjóm hótelsins muni enn færa út kvíamar á þessu sviði á næstu mánuðum og misserum og sé í gildi sérstök langtíma áætlun í þessu skyni. Hótelstjóri er eftir sem áður Konráð Guðmundsson, sem verið hefur hótelstjóri Hótel Sögu allt frá 1963. í nýjum störfum eru meðal annars: Jónas Hvannberg, markaðs- og sölustjóri, 36 ára háskólamenntaður í spænsku, og enskum og amerískum bókmenntum. Jónas starfaði sem móttökustjóri á Hótel Sögu 1977—’79 og aftur 1980—’82, en þá var hann ráðinn aðstoðarhótelstjóri. 1. desember 1976 réðst hann sem hótelstjóri til Holiday Inn í Reykjavík, en kom aftur til Hótel Sögu 31. mars í ár. Snorri Snorrason, fjármálastjóri, er 27 ára viðskipta- og hagfræðing- ur. Hann var deildarviðskiptafræð- ingur hjá Pósti & síma 1985—’86 og tók við starfi sem hagfræðingur hjá Vinnuveitendasambandi íslands um áramótin 1987/88. Hann réðst til Hótel Sögu 1. september 1988. Karen Þórsteinsdóttir, forstöðu- maður hóteldeildar, er 38 ára mynd- listarmenntuð. Karen starfaði við gestamóttöku á Hótel Sögu 1972—’80, varð síðan læknaritari á sjúkrahúsinu á Akranesi og kom aft- ur til Hótel Sögu í árslok 1985. Hún varð móttökustjóri 1. september 1987. Halldór Skaftason, forstöðumað- ur veitingadeildar, er 47 ára. Hann lauk prófi sem framreiðslumaður frá Hótel- og veitingaskóla íslands 1965 og réðst sama ár til Hótel Sögu. Halldór starfaði sem framreiðsiu- meistari og veitingastjóri til ársins 1987, en þá varð hann sölustjóri hjá Gildi hf., sem annaðist veitingarekst- ur á Hótel Sögu um sjö ára skeið. Sveinbjörn Friðjónson, fram- leiðslustjóri, er 35 ára matreiðslu- maður frá HVSÍ. Hann hóf stöf á Hótel Sögu 1987, var aðstoðaryfir- matreiðslumeistari 1980—’82 og yfirmatreiðslumeistári frá 1982. Sveinbjöm hefur verið einn af eig- endum Gildis hf. frá 1986. Þorvarður Óskarsson, yfirmat- reiðslumeistari, er 34 ára. Hann lauk námi frá HVSI 1976, var aðstoðar- yfirmatreiðslumeistari á Hotel St. Olav í Sarpsborg í Noregi 1979—’81, yfirmatreiðslumeistari á Naustinu 1981—’84, Gauki á Stöng 1984—’88 og aðstoðaryfirmatreiðslumeistari á Hótel Sögu frá síðustu áramótum. Sigurbjörg Bjamfinnsdóttir, gjaldkeri, er 25 ára. Hún lauk versl- unarprófi frá Fjölbrautarskóla Sel- foss 1983, starfaði um eins árs skeið hjá Eyrarbakkahreppi og var bókari hjá Meka hf. í tvö ár. Hún var ráðin sem gjaldkeri hjá Gildi hf. 1. janúar 1988. BREYTIIMGAR — Konráð Guðmundsson hótelstjóri Hótel Sögu ásamt starfsfólki sínu, gömlu og nýju. Fjármál Hagnaður Iðnþróunarsjóðs 111 milljónir króna í fyrra Lánveitingar 900 milljónir á árinu HAGNAÐUR Iðnþróunarsjóðs á síðastliðnu ári nam rúmum 111 milljónum króna. Sjóðurinn afgreiddi ný lán að íjárhæð 900 millj- ónir króna á árinu 1988, en synjað var umsóknum að Qárhæð 600 milljónir króna. Á ársfundi Iðnþróunarsjóðs fyrir skömmu kom fram að þróun útlána hefúr orðið sú að þau hafa dreifst í ríkari mæli á fleiri atvinnugreinar. Almennt virtist eftirspum eftir lánsfé fara minnkandi er líða tók á siðastliðið ár. Fleiri at- vinnugreinum en áður býðst nú Iánsfé frá sjóðnum í kjölfar útvíkk- unar á verksviði hans. Heildareignir Iðnþróunarsjóðs námu um 3.582,6 milljónum króna í árslok 1988 og þar af námu úti- standandi lán rúmum 3.087,9 millj- ónum króna. Skuldir sjóðsins í lok ársins námu 1.724,2 milljónum og eigið fé 1.858 milljónum. Eigið fé skiptist í stofnframlög hinna Norð- urlandanna, 477 milljónir og íslands 23 milljónir og óráðstafað eigið fé 1.359 milljónir. Iðnþróunarsjóður stóð á síðast- liðnu ári fyrir 150 milljón króna skuldabréfaútboði. Auk þess voru undirritaðir tveir lánssamningar við Norræna fjárfestingarbankann að flárhæð 450 milljónir í dollurum en af samningsupphæðinni voru 350 milljónir til ráðstöfunar á árinu. Öll erlend lán sjóðsins hafa til þessa verið tekin hjá Norræna fjárfesting- arbankanum. Iðnlánasjóður stofnaði seint á árinu 1987 sérstakt dótturfélag sem hefur það að markmiði að stuðla að þróun hlutabréfamarkaðar. Upp- haflegt hlutafé var 150 milljónir sem er nánast að öllu leyti í eigu sjóðsins. Á fyrsta starfsári félagsins í fyrra festi það kaup á hlutabréfum í nokkrum fyrirtækjum. Áhersla er lögð á fjárfestingu í hlutabréfum starfandi fyrirtækja, þar sem engar Fjötrar og miðstýring kosta hagvöxtinn 1,82% á ári eftir Bjarna Sigtryggsson Mistúlkaðasta orð stjómmála- sögunnar er sennilega hugtakið „frelsi". Boðberar allra stjómmála- kenninga hafa tekið sér einkaleyfi á túlkun þess, en lúmskust allra slíkra pólitískra blanda er kokkteill eftir forskriftinni: Frelsi Jafnrétti Bræðralag. Þessi drykkur á það sameiginlegt með vodka í appelsínusafa, að ávaxtabragðið deyfir spírann og fyrr en varir er neytandinn heillum horfinn og endar svo veisluna ósjálf- bjarga, láti hann bragðið blekkja sig til lengdar. Hagfræðin skoðar hins vegar hugtakið „frelsi" með augum bind- indismannsins, svo áfram sé haldið líkingamáli, og þeir þjóðarleiðtogar, sem ná að skilja eðli hins görótta drykkjar, ná jafnan að öðlast skiln- ing á þeim mikla mætti til fram- fara, sem býr í frelsi fólks til at- hafna. Hraðfara umbætur í efna- hagskerfí austantjaldsríkja og frétt- ir um að nú sé að rofa til í stjóm- málalífi sömu ríkja bera vott um það að æ fleiri skilji nú samhengið. Meðal hagvöxtur á mann í löndum ólíkra stjórnkerfa 1960—80. Einkenni kerfis Hagvöxtur Einkenni kerfis Hagvöxtur Munur Stjómmálalegt frelsi 2,53% Stjómmálalegt ófrelsi 1,41% 1,12% Frelsi einstaklinga 2,75% Skert frelsi einstaklinga 1,23% 1,52% Efiiahagslegt frelsi 2,76% Efiiahagslegt ófrelsi 1,10% 1,66% Fijálsræði einstakl- inga, efnahags og stjórnmála 2,73% Ófrelsi einstakl- inga, efnahags og stjóm- mála 0,91% 1,82% Svíar uppgötva sannleikann Kjell-Olof Feldt, ljármálaráð- herra Svía og boðberi hægri- kratisma þar í landi, hefur jafnvel náð að sannfæra róttæklinga í eig- in flokki um að það er frelsið sem skapar velferðina, en ekki öfugt. Efnahagslegt frelsi og minnkandi skattaáþján mun leiða til aukinnar þjóðarframleiðslu, og gera Svíum þannig mögulegt að viðhalda vel- ferð í anda jafnréttis og bræðralags. En hefur nokkur sannað þessa kenningu? Eru áhrif frelsisins á þjóðarframleiðsluna mælanleg? Jú, það hafa hagfræðingar gert. Einn þeirra, Gerald W. Scully, hagfræði- prófessor í Texas, gerði saman- burðarrannsókn á hagþróun 115 ríkja, sem teljast búa við markaðs- búskap, eða að minnsta kosti við blandað hagkerfí. Könnunin náði til áranna frá 1969—80. Ríkin vom flokkuð eftir skilgreiningu prófess- orsins á því hversu mikið frelsi ríkti þar, svo sem efnahagslegt, pólitískt og einstaklingsfrelsi. Hann bar síðan saman efnahagsþróun hinna einstöku ríkjahópa, og komst að þeirri niðurstöðu, sem sést í með- fylgjandi töflu. Niðurstöðurnar bar fyrir augu höfundar þessa pistils í sérprentun úr tímaritinu Journal of Economic Growth, nóvemberhefti 1988, en það er tímarit sem sent er ráða- mönnum í ríkjum þriðja heimsins, og því við hæfi að þar sé að finna góð ráð til að auka hagvöxtinn og bæta velferð þegnanna. Neðst í töflunni, sem hér fylgir, má sjá að á tveggja áratuga skeiði jókst þjóðarframleiðsla á mann í þeim ríkjum, sem bjuggu við al- mennt frelsi til athafna og skoðana- skipta um 2,73 af hundraði á ári að meðaltali. Meðaltalshagvöxtur í þeim ríkjum, sem bjuggu við mark- aðsbúskap eða blandað hagkerfi, en þar sem réttindi þegnanna voru verulega skert, var á sama tima mun minni, eða 0,91% á ári. Dæmi bandaríska prófessorsins er einfalt: Ófrelsið kostaði þessar þjóðir 1,82% hagvaxtarskerðingu á ári. Afleit nýting auðlinda Gerald W. Scully hefur einnig gert hliðstæða rannsókn á nýtingu auðlinda hjá sömu þjóðum, flokkað á sama hátt eftir mælikvarða frels- is. Niðurstaða hans varð sú, að þar sem frelsið ríkir er nýting náttúru- auðlinda helmingi meiri en þar sem fjötrar ráða. Ein af niðurstöðum hans er sú, að þróunaraðstoð við ríki þriðja heimsins verði áhrifaríkust, takist iðnríkjum vesturlanda að stuðla að auknu frelsi til athafna í þróun- arríkjunum. Dæmin frá Ungveijalandi, Pól- landi, Sovétríkjunum og. Svíþjóð benda til þess að fyrr eða síðar renni af ráðamönnum þróunarlanda og ríkja sósíalismans víma miðstýr- ingarkokkteilsins. hömlur eru lagðar á viðskipti með hlutabréf. Heimilt er að auka hlut- afé félagsins um 150 milljónir og er ætlunin að opna það síðar fyrir þátttöku annarra aðila. Sérstakur gestur ársfundar Iðn- þróunarsjóðs að þessu sinni var Rolf Kullberg, formaður banka- stjórnar Seðlabanka Finnlands, en hann er vel þekktur í finnsku at- hafna- og efnahagslífi. Verslun Sérstök lag- erverslun fyr- ir skip opnuð SAMBAND íslenskra samvinnu- félaga, Búvörudeild, hefiir opn- að sérstaka „lagerverslun“, þar sem skip og bátar geta keypt allar mat- og hreinlætisvörur á einum stað. Er verslunin til húsa að Hringbraut 121, (JL- húsinu). Allar vörur sem versl- unin sendir frá sér eru annað hvort á heildsöluverði, svo sem kjötvörur, fatnaður, veiðarfæri og kartöflur eða með 8—10% álagningu, eins og pakkavara, dósamatur og grænmeti. Segir Jens P. Kristinsson verkefiiis- sljóri það ljóst vera, að verðlag sé með allra lægsta móti hjá Skipaversluninni, enda sé ein- ungis selt til rekstraraðila í miklu magni í einu. Skipaverslunin hefur gefið út „kostlista“, sem inniheldur 520 vörunúmer í öllum flokkum mat- vara, hreinlætisvara, sjófatnaðar og ýmiss konar viðhaldsvara fyrir skip. „Eiginlegur skipahöndlari hefur ekki verið starfræktur hér á landi, að því er við best vitum, frá því að Jes Ziemsen hætti með þess háttar þjónustu í kringum 1955. Sambandið vill með þessari nýju þjónustu gera sjómönnum kleift að nálgast vörur á góðu verði án þess að þurfa að hlaupa á eftir þeim út um allan bæ eins og nú tíðkast. í þessu sambandi hefur Skipaverzlunin gert sam- komulag við um 12 fyrirtæki um vöruútvegum“, sagði Jens P. Kristinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.