Morgunblaðið - 23.05.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.05.1989, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1989 Tónlistarskóli EyjaQarðar: Færðar út kvíarnar á næsta skólaári FYRSTA starfsán Tonlistarskola Ejrjaqarðar lauk fyrir skömmu, en aðsókn að skólanum var mjög góð í vetur. Um 200 nemendur voru skráðir í skólann. Allir nemendur voru á grunnskólaaldri og fór aðsóknin upp í um 60% í einum grunnskólanna. Kennt var á flest blásturshljóð- færi, píanó, orgel, gítar og slag- verk, en auk þess störfuðu forskóla- deildir á öllum þeim stöðum sem kennt var á, en þeir voru sex, Þela- merkurskóli, Hrafnagilsskóli, Sól- garður, Laugarlandsskóli, Barna- skólinn á Svalbarðseyri og á Grenivík. Starfsemi skólans Iauk með þrennum vortónleikum, þar sem flestir nemendur skólans komu fram og lúðrasveit skólans lék á öllum tónleikunum. í fréttatilkynningu frá skólanum kemur fram að eftir góða byrjun sé ætlunin að færa út kvíamar, bæði með því að fjölga námsgrein- um og að bjóða fullorðnum upp á kennslu. Bætt verður við söng- kennslu, fiðlu- og harmonikku- kennslu. Fimm kennarar störfuðu við skólann í vetur auk skólastjóra, Atla Guðlaugssonar, en á næsta skólaári er búist við að þeim fjölgi nokkuð miðað við þann fjölda nem- enda sem þegar hefur skráð sig í nám. Lögreglan: I nógu að snúast LÖGREGLAN á Akureyri hafði í ýmsu að snúast um helgina. Tvö umferðarslys urðu aðfaranótt laugardags og eitt á sunnudagsmorg- un. Þá voru níu kærðir fyrir að A sunnudagsmorgun ók maður á ljósastaur ofarlega í Þómnnar- stræti. Hlaut hann höfuðhögg og kvartaði um eymsli í hálsi og baki. Bíllinn skemmdist töluvert. Að- Í-Hranótt laugardags urðu ryskingar milli tveggja manna í Kjallaranum og tveir menn fundu sig knúna til slagsmála í miðbæ Akureyrar. Brotnaði kjálki annars þeirra og kærði hann til rannsóknarlögreglu. Tveir sextán ára piltar tóku bif- reið ófrjálsri hendi og hugðust fara sveitaferð. Sú fór öðmvísi en ætlað var og lenti bíllinn utanvegar og :a of hratt. skemmdist mikið, en piltarnir sluppu með skrekkinn. Þá var einn- ig ekið á ljósastaur við Drottningar- braut aðfaranótt laugardags og er ökumaður granaður um ölvun við akstur. Lögreglan á Akureyri kærði níu ökumenn fyrir of hraðan akstur um helgina og sagði varðstjóri lögregl- unnar mikið um hraðaakstur þessa dagana. Hann sagði að fljótlega yrði farið að hnippa í þá ökumenn sem enn keyrðu um götur á negld- um hjólbörðum, þar sem nú mætti gera ráð fyrir að vorið væri komið og þeirra ekki þörf lengur. Embættismenn JC-hreyfingarinnar á landsþinginu á Akureyri. Morgunbiaðið/RunarÞor Landsþingi JC-íslands lokið á Akureyri: Þorsteinn Fr. Sigurðs- son nýr landsforseti LANDSÞING JC-íslands er ný- lokið Akureyri og voru þátttak- endur um 200, en 21 aðildarfé- lag myndar JC-ísland og eru félagsmenn um 600. Þingið var sett í Akureyrarkirlyu og með- al gesta var Sigfús Jónsson bæjarstjóri. Kjörorð þingsins var „JC bætir byggðarlagið", en í gegnum tíðina hafa JC-félögin unnið mikið að byggðarlagsverkefnum. Sigurður J. Sigurðsson bæjarfulltrúi flutti erindi um lq'örorð þingsins. Sam- þykkt var að halda áfram vinnu við landsverkefnið „Maðurinn og umhverfið" sem unnið hefur verið að um eins árs skeið. JC-dagurinn verður 28. október næstkomandi og er kjörorð hans „Búum bömum betri framtíð“. Alþjóðlegur JC-dagur verður 11. desember og verður hreyfingin þá kynnt. Ný landsstjóm tók við á þinginu og er landsforseti JC-íslands fyrir starfsárið 1989—90 Þorsteinn Fr. Sigurðsson, JC-Reykjavík. Guðni Þór Jónsson var gerður að al- mannatengslafulltrúa. Leikári LA lýkur í kvöld: Liðlega tíu þúsund manns komu í leikhúsið í vetur félags Akureyrar að veður og færð hafi mjög spillt fyrir aðsókn að sýn- ingunni, en fjölmargir hópar hafi orðið að afpanta miða á sýninguna vegna ófærðar til bæjarins. Síðasta verk leikársins, Sólarferð verður sýnt í fimmtánda og síðasta sinn í kvöld og þar með lýkur leikárinu. Auk áður taldra verka stóð Leik- félag Akureyrar fyrir leiklestri úr verkum Kaj Munk og var hinn fyrsti á kirkjulistaviku á Akureyri, en síðan var farið til Húsavíkur, Ólafsfjarðar, Sigluljarðar og Sauð- árkróks og sagði Sunna að hvar- vetna hefði félaginu verið vel tekið. „Við hlökkum til næsta leikárs og horfum bjÖrtum augum til framt- íðarinnar," sagði Sunna. 130 án atvinnu UM SÍÐUSTU mánaðamót voru 130 skráðir atvinnulausir á Akur- eyri, 60 konur og 70 karlar. A sama tíma fyrir ári voru 50 á atvinnuleysisskrá. Fjöldi atvinnuleysisdaga svarar til þess að 110 hafi verið atvinnu- lausir allan mánuðinn. Gefin vom út 322 atvinnuleysisbótavottorð í apríl með samtals 2.545 heilum bótadögum. Atvinnuástandið hefur heldur skánað á milli mánaðamóta, en 166 voru á atvinnuleysisskrá mánaða- mótin mars-apríl móti 130 um þau síðustu. Sigrún Bjömsdóttir hjá Vinnumiðlunarskrifstofu Akur- eyrar sagði að þó væri atvinnuleysi nokkuð mikið miðað við árstíma. Hún sagði að undanfarið hefði skólafólk mikið hringt á skrifstof- una í leit að vinnu, en hún taldi að nemar hefðu farið fyrr af stað í atvinnuleit nú en oft áður vegna verkfallsins. LEIKÁRI Leikfélags Akureyrar lýkur í kvöld, þriðjudagskvöld með fimmtándu sýningunni á Sólarferð eftir Guðmund Steins- son. Alls komu liðlega 10.000 áhorfendur á 68 sýningar í Sam- komuhúsinu, en auk þeirra stóð Leikfélagið fyrir leiklestri úr verkum Kaj Munk víðsvegar um Norðurland. FJÓRAR NÝJAR BÆKUR! - ÁSKRIFTASÍMI 96-24966 - Fyrsta verk LA, Skjaldbaka kemst þangað líka var sýnt sex sinnum á Akureyri, en að sýningum loknum var farið með verkið suður og það sýnt sex sinnum í Þjóðleik- húsinu. „Strákskrattinn“ Emil í Kattholti átti hug og hjörtu yngri kynslóðarinnar, en leikritið var sýnt á tuttugu og átta sýningum og sáu það tæplega 6000 manns. Hver er hræddur við Virginu Wolf var sýnt þrettán sinnum og sagði Sunna Borg formaður Leik- Til sölu er grunnur að þessu húsi við Aðalstræti á Akureyri. Upplýsingar í síma 96-22006 á kvöldin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.