Morgunblaðið - 02.06.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.06.1989, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ' FÖSTUDAGUR 2. JÚNL 1989 Um „trektir, villigötur og vanhæfa skipulagsráðgjafa“ eftir Bjarna Reynarsson í helgarblaði Þjóðviljans frá 6. maí sl. eru notuð stór orð um ófag- leg vinnubrögð skipulagsyfirvalda varðandi Fossvogsbraut og fullyrt að skipulagsráðgjafar séu á villigöt- um, og ekki starfi sínu vaxnir. Þá er því haldið fram að mikið skorti á faglega forvinnu og lýðræð- isleg vinnubrögð við gerð Aðal- skipulags Reykjavíkur 1984-2004. Blaðamaður Þjóðviljans, Ólg, telur að „grundvallarforsenda" aðál- skipulagsins „sé að fullnægja að- gengisþörf einkabílsins í Kvosina" eiris og hann kemst að orði. Þetta er nýjasta „trektarkenningin". Enn- fremur er fullyrt að skipulagsyfir- völd hafi stillt Reykvíkingum og Kópavogsbúum upp á móti tveimur „afarkostum", þ.e. að megin vest- ur-austur umferð í Reylqavík verði annaðhvort eftir Miklubraut eða bæði Miklubraut og Fossvogsbraut. Þar sem sá er þetta ritar stjóm- aði vinnu við gerð aðalskipulagsins á Borgarskipulagi er mér bæði ljúft og skylt að leiðrétta helstu atriðin sem blaðamður hefur misskilið og benda um leið á nokkrar staðreynd- ir í skipulagsmálum Reykjavíkur. Skipulagssagan og stofhbrautimar Allt frá elstu tillögum að heildar- skipulagi Reykjavíkur frá árinu 1937 til dagsins í dag hafa verið sýndar 3 meginumferðaræðar á nesi því sem meginhluti byggðar í Reykjavík stendur á (Seltjarnarnesi) þær eru; ein braut með norðurströndinni (El- liðavogur-Sætún), önnur um mitt nesið (Miklabraut) og sú þriðja um sunnanvert nesið og upp Fossvogs- dal (Hlíðarfótur- Fossvogsbraut). Þetta byggist að sjálfsögðu á því að miðborgin er vestast á nesinu og þessar brautir eru eðlilegar aðkomu- leiðir að norðan, austan og sunnan. Fossvogsbraut er því ekki nein ný hugdetta. Þótt aðaláherslan í aðalskipulag- inu sé lögð á Miklubraut og Foss- vogsbraut, er einnig bent á að Ell- iðavogur-Sætún muni taka við stór- um hluta af umferð frá nýjum byggðasvæðum norðan Grafarvogs til miðborgarinnar, þegar brú er komin yfir Elliðaárósa. Þetta er ekki í fyrsta skipti í skipuiagssögu Reykjavíkur sem skiptar skoðanir eru um lagningu nýrra akbrauta. Á fimmta áratugn- um höfðu margir vantrú á því að leggja Miklubraut í beina stefnu yfir mýrarsvæði. í dag þökkum við fyrir beina og breiða Miklubraut. í lok sjöunda áratugarins voru mikil mót- mæli vegna brúar og vegagerðar þvert yfir Elliðaárdal (Höfðabakka). Ég tel að flestir séu ánægðir með þá framkvæmd og þá samgöngubót sem henni fylgir. „Við á höfuðborgar- svæðinu erum heppin með hvað skipulagsyfír- völd í Reykjavík hafa verið framsýn að taka frá breiðar landspildur fyrir stofíibrautir, við stöndum því ekki frammi fyrir afarkost- um hvað það varðar.“ Grundvallarregla í umferðar- skipulagi er að koma sem stærstum hluta umferðar milli borgarhluta á stofnbrautir sem liggja utan íbúða- hverfa til þess að draga úr slysa- hættu. Umferðarskipulag í Reykjavík byggist að sjálfsögðu á þessu. Ef stofnbrautakerfið í Reykjavík væri greiðfært í dag þyrfti ekki allar þessar upphækkanir og hindranir, sem settar hafa verið upp til að draga úr umferðarhraða innan íbúðahverfa. Að taka frá land Önnur mikilvæg regla í byggða- skipulagi er að taka frá land fyrir framtíðarþarfir t.d. stofnbrautir. Skipulagsyfirvöld í Reykjavík og Skipulagsstjórn ríkisins hafa ekki viljað útiloka þann möguleika að hægt væri að koma fyrir umferðar- æð í Fossvogi. Reyndar má nefna tvö önnur dæmi í nýja aðalskipulaginu þar sem tekið er frá land fyrir nýjar götur, þar sem hagsmunir stangast á. Á milli Efra- og Neðra- Breið- holts frá Breiðholtsbraut í suðri að núverandi Höfðabakka í norðri er tekið frá'land fyrir tengibraut. Þessu hefur verið mótmælt af íbúum í nágrenninu en á hinn bóginn hafa þegar komið fram kvartanir frá íbú- um við Vesturberg vegna mikillar umferðar gegnum íbúðarhverfið. Þarna verður að velja milli umferðar gegnum íbúðarhverfið. Þetta er svip- að dæmi og Fossvogsbraut gagnvart Nýbýlavegi-Bústaðavegi. Hitt dæmið er að tekið er frá land undir götur að brú yfir Kleppsvík, sem opnar möguleika á vegateng- ingu yfir í Geldinganes, Álfsnes og Kjalarnes og mun aðallega þjóna nýjum byggðasvæðum í Mosfellsbæ og Kjalamesi á næstu öld. Slík tenging yrði mikil samgöngu- bót fyrir Mosfellsbæ sem losnaði við umferð gegnum miðbæinn. Aftur á móti gerir brúin nýtingu Kleppsvík- urinnar sem hafnarsvæðis mjög erf- iða og mun kljúfa væntanlegt golf- vallarsvæði á núverandi sorphaugum í Gufunesi í tvennt. Hafsteinn Austmann í Nýhöfn Myndlist Einar Hákonarson Það hefur verið athafnasamur tími hjá listmálaranum Hafsteini Austmann undanfarna mánuði. Stuttu eftir áramótin sýndi hann málverk og vatnslitamyndir í Scandinavian Contemporary Art Gallery í Kaupmannahöfn og ný- lega vann hann samkeppni um útilistaverk fyrir Landsvirkjun. Einnig var hann kosinn formaður FÍM á síðasta aðalfundi félagsins. Og nú hefur hann opnað mál- verkasýningu í sýningarsalnum Nýhöfn við Hafnarstræti. Þar sýnir hann 18 olíumálverk, sem gerð hafa verið síðastliðin 3 ár og nokkrar vatnslitamyndir. Samkvæmt sýningarskrá er þetta 16. einkasýning Hafsteins, en hann hélt sína fyrstu sýningu 1956 í Listamannaskálanum við Austurvöll. Frá byijun hefur Hafsteinn við- haft vönduð og öguð vinnubrögð og verið trúr abstrakt-stefnunni, sem hann hreifst ungur af. Hann hefur staðfastlega ræktað sitt myndmál af kostgæfni og ekki látið slá sig út af Iaginu þó stefn- ur af ýmsu tagi hafi gengið yfir og ruglað suma í ríminu. Á okkar tímum ganga stefnur í listum hratt yfir og nú er svo komið að sú stefna sem Hafsteinn hefur fylgt virðist aftur vera að ná upp á yfirborðið í listaheiminum. Myndstíll Hafsteins einkennist af sterkri burðargrind dökkra pensil- stroka, sem halda saman litnum og myndinni í heild. Málarinn hefur lengi notast við sérstaka yfirmálunaraðferð, það er að láta „ii' ■ lit lýsa í gegnum annan og ná með því stemmningu er leiðir hug- ann að Iandslagi. Enda bera myndirnar nöfn sem gefa til kynna landslagsstemmningar. í myndum frá þessu ári einfald- ar Hafsteinn enn frekar mynd- bygginguna og virkuðu þær óvenju sterkt á undirritaðan og voru með því besta á sýningunni. Þessar myndir sýna vel að Haf- steinn hefur náð langt í myndgerð sinni. Að lokum skal þess getið að um mjög vandaða sýningu er hér um að ræða og skemmtileg tilbreytni frá mörgum af þeim sýningum sem í gangi hafa verið að undanförnu. Dr. Bjarni Reynarsson verkfræðingar og landslagsarki- tektar. Lengstu kaflar aðalskipu- lagsins fjalla um umhverfis- og umferðarmál og með aðalskipulag- inu fylgja sér kort um þessa mála- flokka. Miðborgin (Kvosin) og áætlanir um byggðaþróun Forvinna Fjölmargar umferðarspár fyrir höfuðborgarsvæðið hafa verið gerð- ar á undanförnum árum og niður- staðan yfirleitt verið, að ef Foss- vogsbraut væri til í dag færu um hana um 30 þúsund bílar á sólar- hring. Vinna við Aðalskipulag Reykjavíkur 1984-2004 tók rúm 3 ár, í henni tóku þátt margir sér- fræðingar þar á meðal umferðar- lagstillagan var til sýnis fyrir al- menning í 13 vikur, frá 24. júní til 23. september 1987. Áður hafði til- lagan verið kynnt á Kjarvalsstöðum á 200 ára afmæli Reykjavíkur 1986. 26 athugasemdabréf bárust og var reynt að taka tillit til þeirra athuga- semda sem stönguðust ekki algjör- lega á við stefnu skipulagsins. Aðalskipulagið fór lögformlega kynningarleið í lýðræðislega kjörn- um nefndum Reykjavíkur og var að lokum samþykkt af félagsmála- ráðherra 27. júlí 1988. Skipulagsstofa höfuðborgar- svæðisins fylgdist með skipulags- vinnunni og samráð var haft við Vegagerð ríkisins og grannsveitar- félög Reykjavíkur. Eg vísa því al- farið til föðurhúsanna að ekki hafi verið staðið lýðræðislega að þessari skipulagsvinnu á Borgarskipulagi. Lokaorð Það er algengur misskilningur eins og fram kemur í „trektarkenn- ingu“ blaðamanns Þjóðviljans að það sé aðallega uppbygging í Kvos- inni sem kallar á Fossvogsbraut eða aðrar hliðstæðar aðgerðir í um- ferðarmálum. í dag eru aðeins um 6% af atvinnuhúsnæði í Reykjavík í Kvosinni og áætluð uppbygging þar á skipulagstímabilinu (36.000 m2, er aðeins 4% af heildaraukningu atvinnuhúsnæðis í borginni til árs- ins 2004. Skipulagstillagan fyrir miðborgina (Kvosina) byggir á gæðum en ekki magni. Það má heldur ekki gleymast, að yst á Seltjarnamesi er kaupstað- ur í örum vexti, og íbúar þar þurfa að sjálfsögðu að komast að heiman og heim. Gamla höfnin í Reykjavík er ein stærsta fiskihöfn á landinu og er töluverð atvinnuuppbygging fyrirsjáanleg í Örfirisey og ná- grenni. Æðsta menntastofnun landsins, Háskóli íslands, við Suð- urgötu er í örum vexti að ógleymd- um Reykjavíkurflugvelli, og þannig mætti lengi telja. Það er þessi eðli- lega endurnýjun eldri byggðar sam- fara aukinni bílaeign og vaxandi íbúafjölda á höfuðborgarsvæðinu sem kalla á greiðfærar vestur- austur stofnbrautir í Reykjavík. Aðalskipulagið og lýðræðið Engin aðalskipulagsáætlun hér á landi hafi fengið jafn rækilega kynningu og Aðalskipulag Reykjavíkur 1984-2004. Aðalskipu- Það kom aldrei annað til greina í vinnunni við aðalskipulag Reykjavíkur en að halda opnum möguleika á lagningu Fossvogs- brautar, þar sem umferðarspar sýndu að full þörf er þegar á slíkri braut og ekki hafa komið fram aðrir kostir sem leysa betur um- ferðarvanda höfuðborgarsvæðisins. Enda liggur fyrir samningur um að bæði sveitarfélögin, Kópavogur og Reykjavík, verði að fallast á að þessi braut verði felld út í skipulagi. Við á höfuðborgarsvæðinu erum heppin með hvað skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafa verið framsýn að taka frá breiðar landspildur fyrir stofnbrautir, við stöndum því ekki frammi fyrir afarkostum hvað það varðar. Starfsfólk Borgarskipulags sem vann að aðalskipulaginu er fýllilega sátt við úrskurð Skipulagsstórnar ríkisins um að hlutlaus rannsókn fari fram á umhverfis- og umferðar- þáttum í tengslum við Fossvogs- braut. Við gerðum okkur grein fyr- ir því að Fossvogsbraut gæti rýrt útivistargildi Fossvogsdals ef ekki væri vandað til verksins og komum því með tillögu um að brautin yrði niðurgrafin að minnsta kosti að hluta. Við sjáum fyrir okkur ágætt sam- býli yfirbyggðrar götu sem leysti um leið aðkomu að íþrótta- og úti- vistarsvæðum í Fossvogsdal. Það hefur lítið verið fjallað um umferð- ina sem þarf að komast að velnýtt- um útivistardal. Ekki er góður kost- ur að hún fari íbúðahverfin sem liggja að dalnum. Vonandi lægja öldurnar í deilunni um Fossvogsdalinn sem fyrst þann- ig að ofangreind úttekt geti hafist. En skrif eins og þau sem birtust í Þjóðviljanum um síðustu helgi eru ekki til þess fallin að deiluaðilar sliðri sverðin. Höfundur er yfirskipulagsfræð- ingurá Borgarskipulagi Reykjavíkur. Vídalínspostilla væntan- leg í aðgengilegri útgáfii í undirbúningi er ný útgáfa Vídalínspostillu með skýringum og ítar- legum inngangi. Bókmenntafræðistolhun Háskólans hefur fengið dr. Gunnar Kristjánsson, prest á Reynivöllum í Kjós, til verksins sem ætla má að taki eitt til tvö ár. Postillan kom síðast út á íslandi fyrir 44 árum. „Vídalínspostilla var lesin á hveiju heimili á íslandi í hálfa aðra öld og áhrif hennar á menningarlíf hér á landi, málfar og hugmyndafræði, hafa verið geysimikil,“ segir Gunnar Kristjánsson. „Tilgangur endurútg- áfunnar nú er að gera postilluna aðgengilega fyrir lesendur. í inn- gangi verður greint frá verkinu og baksviði þess, bæði hugmyndafræði- legu og hvað bókmenntafræðina varðar. Stafsetning postillunnar verður færð til nútímahorfs og ýmsar skýringar ættu að létta mönnum lest- urinn.“ Vídalínspostilla hefur nokkrum sinnum komið út, fyrst í tvennu lagi 1718 og 1720. Séra Páll Þorleifsson og Bjöm Sigfússon, háskólabóka- vörður, bjuggu bókina síðást til prentunar árið 1945. Að sögn Gunn- ars Kristjánssonar er endurútgáf- unnar að vænta að einu til tveimur árum liðnum. Hann segir mikla vinnu liggja í undirbúningi útgáfunnar, enda geymi Vídalínspostilla 80 pred- ikanir Jóns biskups Vídalín. I I „Þetta eru langar og vandaðar predikanir á auðugu máli, sem lesnar voru í heimahúsum á sunnudögum og öðrum helgidögum,“ segir Gunn- ar. „Þær hafa væntanlega verið samdar til útgáfu frekar en að Jón biskup hafi predikað sjálfur. í þess- um skilningi er Vídalínspostilla bók- menntaverk, eitt hið áhrifamesta á íslandi ásamt Passíusálmunum og svo Islendingasögunum.“ Gunnar segir Vídalínspostillu hafa verið lesna á heimilum fram á þessa öld, þótt notkun hennar hafi minnkað síðari hluta 19. aldar. Hann segir að auðvitað sé hugmyndafræði post- illunnar á ýmsan hátt úrelt, en undir- straumurinn sé sígildur og lesendur verði vart í vandræðum með að velja það úr sem til þeirra höfðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.