Morgunblaðið - 02.06.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.06.1989, Blaðsíða 14
14 f MÖRGUNBLÁÐID FÖáTUDAGUR 2. JÚNÍ 1989 Aðalfimdur SIF - ræða formanns, Dagbjarts Einarssonar: Við sjálfír erum okkar skæðustu keppinautar á Spánarmarkaðinum - útflutning á flöttum fiski til söltunar í markaðslöndum SÍF verður að stöðva Óvenjumikil og gagnrýnin um- ræða hefur átt sér stað um samtök- in okkar á síðustu mánuðum, en hver er ástæðan? Jú, að mínu mati stafar þessi mikla umræða og oft á tíðum neikvæða umræða ekki af því að stjóm SÍF, eða starfsmenn þess, hafi staðið sig eitthvað verr en áð- ur, heldur stafar hún fyrst og fremst af því, að við höfum verið að fara í gegnum sérstaklega erfitt tímabil. Tímabil þar sem allt hefur lagst á eitt að gera okkur lífið leitt. Við skulum rifja upp atburðarásina síðustu misseri. Eftir nokkra niðursveiflu á árun- um 1983—1985 fór að rofa til á nýjan leik í saltfiskiðnaðinum. Árin 1986 og þó einkum árið 1987 voru góð saltfiskár. Þorskaflinn fór vax- andi á nýjan leik og sífellt meira var saltað. En batinn stafaði fyrst og fremst af því að markaðimir snérust okkur í hag. Eftirspumin fór vaxandi og verðið hækkaði jafnt og þétt og náði hámarki í árslok 1987. Þrátt fyrir vaxandi verðbólgu hér innanlands og hækkandi fiskverð tókst okkur að ná endum saman og vel það, þrátt fýrir að 4-6% af sölu- verðmætinu væri tekið til hliðar og sett í Verðjöfnunarsjóð. Já, þetta vom nokkuð góðir tímar og það skynjuðu það fleiri en við sem stóð- um í þessum slag. Framleiðendum fjölgaði og þegar Bandaríkjamark- aður veiktist sífellt, var minna fryst af þorski og þeir sem vom í fryst- ingu, hölluðu sér æ meir að söltun. Falsað gengi Afkoman var þokkaleg á okkar mælikvarða og það sem afgangs var, fór í það að greiða upp hluta af eldri skuldum. 0g ríkisvaldið lét ekki sitt eftir liggja, með þá hugsjón að leiðarljósi að hér á landi megi enginn græða, og með alls kyns þrýsti- og kröfuhópa á bakinu tókst að ná stómm hluta þess til sín sem hinir erlendu markaðir reiddu af hendi í hækkandi verði. Hvemig fór ríkisvaldið að því? Jú, eins og svo oft áður — með því að skrá gengi íslensku krónunnar allt of hátt. M.ö.o. þá komst stór hluti ávinn- ingsins aldrei í okkar hendur. Með kolröngu gengi fengum við allt of fáar krónur í okkar hlut, en þess í stað fóm þessar krónur beint út í íslenska neysluþjóðfélagið. Með föl- suðu gengi var hægt að halda verð- bólgunni niðri að hluta til og þannig var hægt að auka við og halda uppi kaupmætti almennings á kostnað kaupmáttar útflutningsfyrirtækj- anna. Þessi kaupmáttur almennings sem mælist sá 4. til 5. mesti í heimi getur aldrei varað lengi eins og nú kemur sífellt betur í ljós, því að hann var byggður á röngum gmnni. Auk þess að vera myndaður að hluta með erlendum eyðslulánum var hann myndaður með því fjármagni sem átti að greiða niður skuldir físk- vinnslufyrirtækjanna. Það kom líka á daginn, því að þegar harðna fór á dalnum í ársbyijun 1988 vomm við á engan hátt undir það búnir að mæta þeim erfiðleikum sem á eftir fylgdu. Nú má enginn skilja orð mín svo, að ég sjái ofsjónum yfir kaupi laun- þega. Það er af og frá, og allra síst kjömm fiskvinnslufólksins sem í reynd gerir okkur kleift að halda fyrirtækjum okkar gangandi. En þessir launþegar undirstöðuatvinnu- greinanna em aðeins brot af heildar- dæminu og það kemur sífellt betur í ljós, að þeirra hlutur af því fram- lagi sem við fiskframleiðendur leggjum til samfélagsins verður ætíð minni og minni. Nýjustu kjara- samningar era gott dæmi. Forysta Verkamannasambands- ins skildi að ekkert var til skiptanna að þessu sinni hjá fiskvinnslunni, og hún skildi það líka, að ef hún hefði efnt til ófriðar á vinnumarkað- inum hefði það gengið að ótöldum fyrirtækjum dauðum og ekki telst aukið atvinnuleysi góð kjarabót. Því var sæst á að laun fiskvinnslufólks hækkuðu um 2.000 kr. á mánuði, sem fulltrúar fiskvinnslunnar urðu að sætta sig við, eftir að hafa feng- ið fyrirheit hjá ráðhermm um geng- issig til þess að mæta þessari hækk- un. En varla var blekið þomað á samningsblöðunum þegar ýmsir langtum hærra launaðir opinberir starfsmenn og hópar úr þjónustu- geiranum umreiknuðu þessa 2.000 kr. kauphækkun yfir í prósentur miðað við taxta fiskvinnslukonunn- ar og yfirfærðu þá prósentuhækkun yfir á sína langtum hærri taxta. Og hverjir fá að borga þann reikn- ing? Jú, að hluta verður hann greiddur með erlendum lántökum og að hluta með hækkandi sköttum og þjónustugjöldum sem fyrirtækin fá fyrst og fremst að kenna á. Hvemig ætla t.d. bankamir að mæta auknum launakostnaði sínum? Ætli við fáum ekki að kynn- ast því og þykir þó flestum vaxta- ánauðin ærin fýrir. Því segi ég, að heldur vildi ég sjá á eftir þeim krón- um beint ofan í launaumslag starfs- fólks míns heldur en í síhækkandi vexti og þjónustugjöld bankanna, sem stafa af því að krónutöluhækk- un fiskvinnslutaxta hefur verið breytt í prósentuhækkanir á langt- um hærri launataxta þjónustugeir- ans. Því minnist ég á þetta hér að mér svíður þessi ranga skipting þjóðarteknanna og ég veit að þið emð sammála mér. En snúum okkur aftur að SÍF, þar sem frá var horfíð. Þrengingar á mörkuðum Mikil breyting til hins verra átti sér stað á saltfiskmörkuðum SÍF á árinu 1988. Eins og ég sagði áðan, fóm á undan tvö góð ár, 1986 og 1987, þegar varla var hægt að sinna eftirspum eftir saltfiski, markaðs- verð steig jafnt og þétt og tollakvót- ar Evrópubandalagsins vom það rúmir að innflutningstollar á salt- fiski bitnuðu ekki nema að litlu leyti á útflutningi SÍF. Á síðustu mánuð- um 1987 og á þeim fyrstu 1988 veiktist Bandaríkjadalur sífellt gagnvart öðmm gjaldmiðlum, verð á frystum afurðum lækkaði á Bandarílqamarkaði og stór saltfisk- markaður sem Brasilía, nær lokað- ist. Líkt og íslendingar, lögðu ýmsar aðrar fiskveiðiþjóðir aukna áherslu á Evrópumarkaðinn og söltun jókst víðast hvar, einkum hjá helstu sam- keppnisaðilum okkar, Kanadamönn- um og Norðmönnum. Við þetta bættist að aukið magn af ferskum fiski streymdi inn á Evrópumarkað- inn sem leiddi m.a. til aukinnar sölt- unar í viðskiptalöndum SÍF. Afleið- ing aukins framboðs á saltfiskmörk- uðum kom í ljós strax á fyrstu mánuðum ársins. Markaðsverð lækkaði, greiðslufrestur lengdist og Evrópubandalagið herti á tolla- pólitík sinni. Þrátt fyrir þessar þrengingar á mörkuðum flutti SÍF út á árinu 1988 61.331 tonn af saltfiski að verðmæti 223 milljóna Bandaríkjad- ala. Miðað við gengið í dag svarar útflutningsverðmætið til 12,6 millj- arða króna. Útflutningsmagnið minnkaði um 1% frá árinu áður en það ár var, sem kunnugt er, að magni til mesta útflutningsár í sögu SÍF. Þá varð útflutningsverðmætið, mælt í Bandaríkjadölum, um 4% minna árið 1988 en 1987. Já, þrátt fyrir sífellt hærri toll- múra, vaxandi samkeppni og lækk- andi markaðsverð tókst þetta og ég bendi á, að þrátt fyrir þessar hindr- anir þá lækkaði meðalsöluverð okk- ar aðeins um 3% milli áranna 1987 og 1988. Hvemig mátti þetta verða? Svar mitt er einfalt. Við höfðum SÍF og með samtakamætti SÍF tókst að milda þau boðaföll sem við urðum fyrir. Má ég nefna dæmi: Þegar verðlækkanir og undirboð hófust í upphafi árs 1988 kom stærð okkar sér vel. Með yfírsýn yfír alla markaðina, með stanslausum ferð- um sölumanna okkar til markaðs- svæðanna og með því að nýta okkur aðstöðu og þekkingu starfsmanna okkar og umboðsmanna í markað- slöndunum, höfðum við yfirsýn yfir alla evrópsku saltfiskmarkaðina og gátum því hagað vamaraðgerðum okkar í samræmi við það. Einnig vil ég nefna, að þegar Dagbjartur Einarsson, formaður stjórnar SÍF. tolllausi kvóti Evrópubandalagsins var uppurinn strax á fyrstu vikum þessa árs, vom háværar raddir inn- an Bandalagsins um engan kvóta með minna en 13% tolli en þeir hófsamari fóra fram á 9% toll. SÍF beitti sér fyrir þvi að allir kaupend- ur okkar í hinum ýmsu löndum inn- an Bandalagsins beittu áhrifum sínum í þá vem, að ná fram hag- stæðari niðurstöðu hjá fram- kvæmdanefnd EB sem fjallaði um málið. Ég efa ekki að þessi þrýsting- ur vó þungt og átti sinn þátt í því að niðurstaðan varð ekki verri en raun bar vitni eða tæplega 50.000 tonna kvóti með 6% tolli. Samtök atvinnurekenda í sjávarútvegi Ég er einnig þess fullviss að hið þrotlausa starf framkvæmdastjóra SÍF, Magnúsar Gunnarssonar, við að reyna að opna augu íslenskra stjómmálamanna og embættis- manna fyrir því hvað sé að gerast innan EB og hvaða áhrif það mun hafa á íslenskan sjávarútveg á kom- andi tímum, hafi einnig skilað þó nokkmm árangri. Að sjálfsögðu verða menn að hlusta á og taka til- lit til skoðana forsvarsmanna svo stórra samtaka sem SÍF er. Og við minnumst þess, að á tveimur síðustu aðalfundum okkar höfum við sam- þykkt að stjórn SÍF beitti sér fyrir stofnun hagsmunasamtaka atvinnu- rekenda í sjávarútvegi. Slíkt hefur nú átt sér stað. Samtök atvinnurek- enda í sjávarútvegi em orðin að vemleika og bind ég miklar vonir við þessi samtök. Þegar fulltrúar frystingarinnar og útgerðarinnar fóra þess á leit við okkur, að Magn- ús Gunnarsson tæki að sér for- mennsku í þessum nýju samtökum, féllst stjóm SÍF á það enda var vit- að að eitt aðalviðfangsefni þessara nýju samtaka yrði að fjalla um tolla- mál Bandalagsins. Einnig var það með samþykki stjórnar SÍF, að Magnús tók að sér formennsku í Útflutningsráði íslands, því að allir framsýnir menn sáu í hendi sér að það yrði SÍF mikils virði að eiga góðan talsmann saltfiskiðnaðarins þar í forsvari. Það er eitt af hlut- verkum öflugra samtaka sem okkar að hafa áhrif á öllum þeim stöðum sem einhveiju máli skipta. Fjórða og síðasta dæmið sem ég vil nefna er glíma okkar við stjóm Verðjöfnunarsjóðs. Sameinaðir mættum við fyrir hönd allra saltfísk- framleiðenda á íslandi og ktiúðum á um, strax í upphafi árs 1988, að greiðslur í sjóðinn yrðu lagðar af og það varð að við fengum greiðslur úr sjóðnum þegar líða tók á árið, jafnvel fyrr en efni stóðu til. Nú vill eflaust einhver spytja sem svo, hvort þetta sé ekki einmitt verk- efni SÍF. Svarið er að sjálfsögðu já — en ég leyfí mér að fullyrða, að þessi flögur mál sem ég hef nefnt sem dæmi, hefðu ekki unnist á jafn farsælan hátt'og raun ber vitni ef SIF hefði ekki verið til staðar. Við verðum að átta okkur á, hvað þessi samtök sem við myndum, em í raun og vem — og hvers konar undur og furðufyrirbæri þau em, svo ég vitni til orða erlends við- skiptamanns, sem hér var á ferð fyrir nokkm. Þessi hátt í sextíu ára gömlu sö- lusamtök vom stofnuð eftir miklar þrengingar meðal íslenskra saltfísk- framleiðenda, vegna óraunhæfrar samkeppni og óeðlilegra undirboða, sem hafði nærri lagt íslenska salt- fiskvinnslu og íslenskt efnahagslíf í rúst við upphaf fjórða áratugarins eins og ég gerði ítarlega grein fyrir í ræðu minni á aðalfundi okkar i fyrra. Samtökin hafa eflst á allan hátt og em stærsti söluaðili á saltfiski í heiminum í dag, og sem slík hafa þau verið í fararbroddi á ýmsum sviðum, bæði hér heima og erlendis. Með samstöðu sinni og samtaka- mætti hafa þau jafnan verið fyrst til þess að ná fram verðhækkunum á erlendum mörkuðum og í skjóli styrkleika síns hafa þau yfirleitt verið síðust til þess að fallast á verð- lækkanir. Þetta skýrist m.a. með þeirri háu markaðshlutdeild okkar á öllum helstu mörkuðum okkar og við höfum hingað til getað selt allan þann saltfisk sem við höfum fram- leitt og þess vegna ekki þurft að leika eftir þann hátt keppinauta okkar að stunda undirboð. í krafti stærðar okkar höfum við getað sett kaupendum okkar skil- yrði. Fyrir hvert tonn af stómm fiski verða þeir einnig að taka ákveðið magn af smáfiski og svo öfugt, og fyrir hvert tonn af 1. flokks fiski verða þeir að taka ákveðið magn af gæðaminni fiski. Þannig höfum við getað selt allan þann saltfisk sem fallið hefur til, hér á landi. Ég efast stórlega um að þetta yrði leikið eft- ir, ef hér á eftir að spretta upp hópur smásala sem fyrst og fremst yrðu reiðubúnir til þess að selja besta fiskinn. Svona mætti halda áfram lengi dags, en við skulum víkja að þeirri gagnrýni í garð samtaka okkar sem heyrst hefur undanfama mánuði m.a. af munni félagsmanna SÍF. Að sjálfsögðu em svo stór samtök sem okkar ekki hafin yfir alla gagn- rýni og við sem höfum verið valdir til að stjóma þeim og þeir sem starfa fyrir okkur era allir mannleg- ir og getur yfírsést sem öðmm. Kaupendamarkaður Eins og ég sagði áðan þá snerist markaðurinn okkur í óhag í upphafi árs 1988 — breyttist úr seljenda- markaði í kaupendamarkað, sem þýðir m.a. að kaupendur ráða frekar ferðinni en ella, einkum þar sem þeir búa þá yfir miklum birgðum af físki. Við þráuðumst við í lengstu lög að lækka verðið sem hafði þess í stað í för með sér hægari afskipan- ir og lengri greiðslufrest, því að eins og við vitum öll þá em greiðslukjör- in hluti af endanlegu samningsverði. Þó rættist betur úr afskipunum þegar líða tók á sumarið og þegar upp var staðið þá fluttum við út aðeins þúsund tonnum — þ.e. einum skipsfarmi — minna en metárið 1987. Á lokamánuðum sl. árs og við upphaf þessa árs fór að bera á óánægju meðal framleiðenda, eink-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.