Morgunblaðið - 02.06.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.06.1989, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2: JÚNÍ '1-989 Cesare Alfieri stjórnandi, Natalie Rom sópran og Kristján Jóhansson tenórsöngvari. Morgunbiaðið/Þorkeii Styrktartónleikar Krabbameinsfélagsins á laugardag: „Fullviss um að Kristján á eftir að vinna mikil aft*ek“ - segir Cesare Alfieri stjórnandi við La Scala í Milano „MÉR Iíður sannast sagna eins og heima hjá mér. Okkur hefur verið tekið opnum örmum og vinarþelið sem við finnum hvarvetna gerir þessa dvöl einstaklega ánægjulega," sagði Cesare Alfieri stjórnandi við óperuna La Scala í Milano í samtali við Morgunblaðið. Alfieri sljóm- ar Sinfóníuhljómsveit Islands á styrktartónleikum Krabbameinsfélags íslands i Háskólabíói á laugardag. Þar syngur sovéska sópransöng- konan Natalia Rom með hlómsveitinni ásamt Kristjáni Jóhannssyni, en hann var hvatamaður að' því að Iistamennimir kæmu hingað og gæfii vinnu sína í þágu þessa málefnis. Aldarafinæli Þór- bergs Þórðarsonar: Minningar- skjöldur af- hjúpaður o g málþing haldið Minningarskjöldur um Þór- berg Þórðarson rithöfund var afhjúpaður í gærmorgun. Skjöld- urinn er festur á vegg hússins númer 45 við Hringbraut og minnir vegfarendur á að þar lifði og starfaði skáldið um þijátiu ára skeið. Félag áhugamanna um bókmenntir efiiir til málþings um Þórberg á Hótel Sögu á morgun, laugardag. Þingið hefst klukkan tíu fyrir hádegi og er öllum opið. Efnt er til málþingsins um Þór- berg Þórðarson á aldarafmæli skáldsins. Ástráður Eysteinsson flytur erindi sem hann kallar Átrún- að og endurfæðingu, Sigfús Daða- son ræðir um „Sveiflur og jafn- vægisleit" og erindi Þorsteins Gylfasonar ber yfírskriftina „Hundrað og eitt ár“. Ýmis styttri erindi verða flutt á málþinginu í Súlnasal Hótel Sögu, sem lýkur annað kvöld klukkan 18. Að málþinginu stendur Minning- arsjóður Þórbergs Þórðarsonar og Margrétar Jonsdóttur, og Mál og menning auk Félags áhugamanna um bókmenntir. Sömu aðilar létu festa upp minningarskjöldinn um skáldið. Helga Jóna Ásbjarnardóttir eða Lilla Hegga söguhetja í Sálmin- um um blómið svipti hulunni af skildinum, en Pétur Gunnarsson rit- höfundur flutti ávarp. Pétur sagði m.a. að hann myndi eftir einu húsi öðru í borginni með minningarskildi um skáld, það væri Dillonshús sem nú stæði í Árbæjar- safni. „Ég á ekki von á að Hring- braut 45 verði nokkum tíma flutt upp að Árbæ, en ef ætti að slá á það hvort endast muni betur þau verk sem Þórbergur reit í þessu húsi eða húsið sjálft - þá myndi ég ekki treysta mér til þess nema eftir vandlega úttekt sérfræðinga um endingarmátt steinsteypu." „En hvað bækur Þórbergs varðar þá telja sumir að þær muni enn verða lesnar um langa hríð og ekki er ólíklegt að sú bók sem hafði þetta hús gagngert að sögusviði, Sálmurinn um blómið, muni enn verða höfð um hönd eftir þúsund ár - ef almættið lofar og tungan heldur.“ til breytinga rann út sólarhring fyrir aðalfundinn," sagði Stefanía Trau- stadóttir, sem var endurkjörin for- maður ABR á fundinum. „Það var þess vegna engum hafnað á aðal- fundinum." Stefanía sagði að sér fyndist sorg- legt, að þeir sem hefðu verið óánægð- ir með uppstillingu stjómarinnar, skyldu ekki hafa gert aðrar tillögur og farið fram á kosningu frekar en að ætla að stofna nýtt félag. „Mér finnst þau ekki hafa reynt þær leið- ir, sem lög félagsins bjóða upp á,“ sagði hún. Aðspurð sagðist Stefanía „Það kom mér þægilega á óvart að heyra hversu heilsteypt Sinfóníu- hljómsveitin er og hljóðfæraleikar- amir agaðir og hæfileikaríkir. Við höfum náð mjög góðu sambandi og ég vænti mikils af tónleikunum á laugardag," sagði Alfieri. Tónleikamir verða að mestu helg- aðir verkum Giuseppe Verdi, en Alfi- eri er skyldur tónskáldinu í móður- ætt og fæddist spölkom frá húsi meistarans í bænum Busseto. Sungn- ar verða aríur úr ópemnum Á valdi örlaganna, La Traviata og II Trovat- ore eftir Verdi, auk þess sem Natala Rom og Kristján Jóhannson syngja dúettana „Mario - Mario“ og „To ma falle gli occhi neri“ úr Tosca eft- ir Puccini. „Mér hefur ávallt verið einstaklega hlýtt til Verdis og lagt sérstaka rækt við verk hans. Einhveijir hafa rakið ættir mínar til meistarans en skyld- leikinn er fyrst og fremst andlegur, mér finnst ég skilja Verdi betur þar sem við eigum sömu rætur, ólumst upp á sama stað. Þar líkur samlíking- unni því Verdi var snillingur en ekki líta á stofnun nýs Alþýðubandalags- félags í Reykjavík sem klofning flokksins í borginni. Hún sagði að reynt hefðj verið að leita sátta við Árna Pál Ámason, varaformann fé- lagsins með því að bjóða honum áframhaldandi setu í stjóminni, en hann hefði hafnað sáttum og sett skilyrði sem uppstillingamefnd hefði ekki getað sætt sig við, þar á meðal að verða formaður félagsins. Árni Páll var einn fárra stuðnings- manna flokksfoiystunnar sem mætti á aðalfundinn, en þar boðaði hann stofnun nýs félags. Að sögn Áma Páls liggur ekki fyrir hvenær stofn- fundur nýja félagsins verði, en hann verði á næstu dögum. Alltént muni ég,“ sagði Alfieri. „Það er lítill vandi að útskýra af hveiju Verdi er svona vinsæll meðal listunnenda um alla veröld. Hann var fullur mannúðar. Áletrunin á leg- steini Verdis, segir allt sem segja þarf: „Hann grét og elskaði fyrir alla“. Slík list þekkir engin landa- mæri og Verdi, eins og aðrir snilling- ar, er jafn mikill íslendingur og It- ali. Hann er hluti af menningu sem okkur er sameiginleg." Kristján hefiir náð langt fyrir eigin verðleika Alfieri kvaðst fyrst hafa heyrt í Krisljáni Jóhanssyni á tónleikum söngnema í Busseto fyrir liðlega níu ámm. Hann hefði þegar hrifíst af fagurri og hljómmikilli rödd hans. „Ég hef verið svo heppinn að kynn- ast Kristjáni og við höfum æft saman um árabil. Kristján er einstakur maður og frábær söngvari. Hann hefði aldrei náð svona langt nema fyrir eigin verðleika. Heimur söngs- ins er vægðarlaus og ekkert fæst draga til tíðinda um helgina. Auk Áma Páls era helztu áhugamenn um stofnun nýja félagsins Össur Skarp- héðinsson varaborgarfulltrúi, Kristín Ólafsdóttir borgarfulltrúi, Gestur Guðmundsson blaðamaður, Margrét S. Bjömsdóttir, fyrrverandi formaður ABR, Mörður Ámason, fráfarandi ritstjóri Þjóðviljans, og Óskar Guð- mundsson ritstjóri Þjóðlífs. Óskar hefur nú sagt sig úr Alþýðubandalag- inu. Hann sagði í samtali við Morg- unblaðið að hann hefði ekki verið virkur í flokknum lengi og að hann myndi starfa í nýja félaginu sem óflokksbundinn áhugamaður um sameiningu vinstri sinnaðra og fijáls- lyndra afla. Sameining vinstri aflanna mun vega þungt í stefnuskrá nýja Al- þýðubandalagsfélagsins að sögn Áma Páls Amasonar, enda sé hún eitt þeirra atriða, sem ágreiningur hafí verið um milli hans og annarra stjómarmanna í síðustu stjórn ABR. Ámi Páll vildi halda fund um samein- gefins. Þar ná aðeins þeir bestu jafn langt og hann hefur náð. Islendingar hafa fulla ástæðu til þess að vera ánægðir með Kristján. Ferill hans er rétt að byija og ég er fullviss um að hann á eftir að vinna mikil afrek í náinni framtíð." „Það era mikil forréttindi að fá að vinna með jafn færam listamönn- um og Kristjáni og Natalie Rom. Raddir þeirra era eins og skapaðar hver fyrir aðra,“ sagði Alfieri. „Þeg- ar Kristján spurði mig fyrir tíu dög- um hvort ég væri til í að koma til Islands í þessu skyni svaraði ég því játandi umhugsunarlaust. Á síðasta ári stjómaði ég hljómsveit Scala- óperannar á styrktartónleikum fyrir Krabbameinsfélag Ítalíu í Parma og hef ég það fyrir reglu að halda eina slíka tónleika á ári í þágu góðs mál- efnis. Að sjálfsögðu heillaði það mig einnig að fá að koma til íslands, sem ég hef heyrt svo mikið um. Alúðlegt viðmót flugfreyjanna í vélinni á leið hingað fullvissaði mig um að hér yrði gott að vera og það gekk eftir. Við hjónin eram þegar búin að ákveða að koma hingað fljótt aftur, annaðhvort til tónleikahalds eða sem ferðamenn. Þá verður dóttir okkar eflaust með í för, hún hafði lært allt um ísland í skólanum og var afjáð að koma með þótt ekki gæti af því orðið í þetta skipti," sagði Cesare Alfíeri. ingu A-flokkanna með Félagi fijáls- lyndra jafnaðarmanna, en varð undir í stjóminni. Árni sagðist eiga von á að nýja félagið myndi hafa samstarf við hóp innan Alþýðuflokksins um fundahald og ráðstefnur um vinstri samvinnu. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur borið á því undanfam- ar vikur að fólk hefur sagt sig úr Alþýðubandalaginu vegna óánægju með flokksforystuna, ekki sízt eftir afstöðu Ólafs Ragnars Grímssonar í kjarasamningunum við háskóla- menntaða ríkisstarfsmenn. Aðspurð- ur sagðist Árni Páll ekki telja að nýja félagið myndi höfða til þessa fólks, heldur ætlaði nýja stjórnin í ABR að róa á þau mið. Meðal ann- ars þess vegna hefðu þær verið kjörn- ar í stjóm þær Sólveig Ásgríms- dóttir, eiginkona Páls Halldórssonar formanns BHMR og Guðrún Guð- mundsdóttir kona Asmundar Stef- ánssonar forseta Alþýðusambands- ins. Yfírlýsing for- sætisráðherra Forsætisráðherra, Steingrímur Hermannsson, gaf í gær út eftir- farandi yfirlýsingu: „Vegna þeirrar umræðu, sem orðið hefur um áfengiskaup ráðherra, m.a. mín, vil ég taka fram eftirfarandi: Ráðuneyti þau sem ég hef veitt forstöðu hafa látið mér í té áfengi á kostnaðarverði aðeins þegar um er að ræða veitingar sem tengjast starfi mínu sem ráðherra og talið hefur verið eðlilegt í gegnum árin. Við hjónin höfum kosið að halda allmörg slík boð á heimili okkar. Því hefur að sjálfsögðu fylgt mikið álag á heimilið, einkum fyrir eiginkonu mína. Hins vegar hefur okkur virst að gestir meti slíkt mikils. A árinu 1988, sem hefur fyrst og fremst verið til umræðu, vora fyrir utan móttökur og smærri boð eftir- taldir kvöldverðir helstir: 9. febrúar, kvöldverður fyrir aðal- framkvæmdastjóra Atlantshafs- bandalagsins, Carrington lávarð og frú, sem komu hér til að kveðja. 13. mars, kvöldverður fyrir fram- kvæmdastjóra Fríverslunarbanda- lags Evrópu, Per Kleppe og frú, sem vora hér í kveðjuheimsókn. 16. maí, kvöldverður fyrir þing- menn og ýmsa aðra samstarfsmenn að þingi loknu. 29. maí, kvöldverður fyrir utanrík- isráðherra Búlgaríu, P. Mladenov og frú, sem vora hér í opinberri heim- sókn. 10. júní, kvöldverður fyrir fram- kvæmdastjóra Evrópuráðsins, M. Oreja og frú, sem vora hér í opin- berri heimsókn. 29. ágúst, kvöldverður fyrir ut- anríkisviðskiptaráðherra Kína, Zhou Nan, sem var hér í opinberri heim- sókn. 29. nóvember, kvöldverður fyrir starfsmenn utanríkisráðuneytisins hér á landi. Á meðan ég gegni starfi ráðherra munum við hjónin kappkosta að sýna gestum okkar þá gestrisni, sem ís- lendingum sæmir. í því skyni mun heimili okkar verða gestum okkar og embættisins opið áfram eins og við verður komið. 1. júní 1989, Steingrímur Her- mannsson, forsætisráðherra. Yfirlýsing utan- ríkisráðherra Utanríkisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, gaf í gær út eftirfar- andi yfirlýsingu: „Að gefnu tilefni vill undirritaður taka fram eftirfarandi: 1. Það hefur ítrekað verið upplýst, nú síðast við vitnaleiðslur fyrir rétti, að veisluföng vegna afmælisveislu eiginkonu þáverandi ijármálaráð- herra 9. júlí á sl. ári vora ekki feng- in á afsláttarkjöram, heldur greidd fullu verði. 2. Elías Einarsson, veitingamaður, hefur borið fyrir rétti, að hann hafi léð áfengi af lager, en fengið endur- greitt í sama magni, strax næsta mánudag, þ.e. 12. júlí. Reikningar vegna starfsfólks og pinnamats var sömuleiðis greiddur. 3. Móttökur á vegum fjármálaráðu- neytisins kringum dagana 19. júlí og 5. ágúst 1988 vora ekki vegna þingflokks Alþýðuflokksins. Skv. gerðabók þingflokksins var þing- flokksfundur 19. júlí haldinn í Al- þingishúsinu. Þar var ekki einu sinni kaffi á boðstólum. 4. Það er ekki á mínu færi að upp- lýsa í þágu hverra móttökur hafa verið haldnar þessa daga fyrir tæpu ári, þar sem fjármálaráðuneytið kveðst ekki halda skrár yfir það, hversu oft og hvenær það sinnir gest- gjafahlutverki. Venjulega er það þó í tengslum við fundi og ráðstefnur almannasamtaka, og ríkisstofnana eða vegna erlendra gesta. Til saman- burðar má geta þess, að skv. upplýs- ingum utanríkisráðuneytisins vora gestaboð á þess vegum á árinu 1988 112 talsins. Þótt gestamóttökur séu væntanlega mun færri á vegum fyár- málaráðuneytisins eðli málsins sam- kvæmt er á einskis manns færi að leggja þær á minnið — a.m.k. era fæstar þeirra svo ógleymanlegar. Virðingarfyllst, Jón Baldvin Hannibalsson" Tillaga uppstillingarnefiidar samþykkt á aðalfundi ABR: Olafsmenn mættu ekki á fimd- inn - stofiia félag á næstu dögum Alþýðubandalagið í Reykjavík klofið, segir Stefanía Traustadóttir TILLAGA uppstillingarnefiidar um formann og stjóm Alþýðubandalags- félags Reylgavíkur var samþykkt mótatkvæðalaust á aðalfundi félags- ins I fyrrakvöld, og hlutu stuðningsmenn flokksfomiannsins því ekkert stjórnarsæti. Þeir munu ekki hafa talið mögulegt að hnekkja ákvörðun „flokkseigendafélagsins“ og var mæting úr þeirra röðum dræm. í stað þess að fara út í átök á aðalfúndinum hyggjast ýmsir úr hópi stuðnings- manna Ólafs Ragnars Grímssonar, flokksformanns, stuðla að stofiiun nýs Alþýðubandalagsfélags í Reykjavík. Stofiifúndurinn verður á næstu dögum. „Það komu ekki upp neinar tillög- ur um önnur nöfn áður en frestur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.