Morgunblaðið - 02.06.1989, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.06.1989, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1989 31 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir SVEIN SIGURÐSSON Efiiahagsmálatillögxir dönsku stjórnarinnar; Tekst að hætta bruðli og pólitískri óráðs- íu síðustu áratuga? Eftiahagsmálatillögur dönsku ríkisstjómarinnar hafa eins og áður er komið fram fengið misjaftiar undirtektir hjá stjórnar- andstöðunni en það er þó eins og rauður þráður í allri umræð- unni, að Danir almennt gera sér grein fyrir, að nú er komið að skuldadögunum, lengra verður ekki gengið á þeirri braut, sem farin hefiir verið síðustu áratugina. Þá kemur það einnig til, að Dönum er nauðugur einn kostur að Iaga sig að þeim veruleika, sem við tekur með innri markaði Evrópubandalags- ins árið 1992. Tillögurnar einkennast fyrst og fremst af skatta- lækkunum, sem ætlað er að ýta undir einkaframtakið, en fyrir- hugað er, að ríki og sveitarfélög mæti tekjumissinum með stór- auknum sparnaði. Hér á eftir verður vikið nánar að einstökum liðum tillagnanna. Ef vikið er að skattalækkun- unum má nefna, að eftirla- unaþegar, hjón, sem hafa 741.000 ísl. kr. í árslaun, munu koma til með að greiða 20.000 kr. minni skatt en áður var og iðnlærð hjón með tæpar 2,6 millj- ónir kr. í laun fá um 30.000 kr. minni skatt. Hjón með tæpar fjórar milljónir kr. í laun lækka um 80.000 kr. í sköttum og hjón, sem hafa langt í átta milljónir ísl. kr. í laun, þurfa að greiða rúmlega 1,5 milljónir minna en áður. Dönsk skattaparadís? Eins og á þessu má sjá eru skattalækkanimar í krónum taldar mestar hjá þeim, sem hæstu launln hafa, og af þeim sökum halda stjórnarandstæð- ingar því fram, að með tillögun- um sé verið að auka bilið á milli ríkra og fátækra. Stjórnin bendir hins vegar á, að skattalækkan- irnar séu hlutfallslega jafn mikl- ar á öll laun auk þess sem skatta- lækkanir á hálaunafólki skili sér yfirleitt betur í nýjum fjárfest- ingum í atvinnulífínu. í tillögun- um er gert ráð fyrir, að hæsta skattþrepið verði 52% í stað 68% nú en á það hefur lengi verið bent, að skattlagning af þessu tagi drepi eðlilegt framtak í dróma og stuðli að skattsvikum. Skattar á fyrirtækjum og fé- lögum verða lækkaðir um 40 milljarða ísl. kr. en á móti kem- ur, að flóknar afskriftarreglur verða einfaldaðar. Verður skatt- urinn lækkaður úr 50% í 35% og verður þá með því lægsta innan Evrópubandalagsins. Með þessu á að koma í veg fyrir land- flótta danskra fyrirtækja, sem hefur verið mikill á síðustu árum, og gera Danmörk eftirsóknar- verðari í augum útlendra fjár- festenda og fyrirtækja. Ríkisstarfsmönnum fækkað Þessar skattalækkanir verða fyrst og fremst fjármagnaðar með því að fækka um 40.000 heilsdagsstörf hjá ríki og sveitar- félögum á næstum ijórum árum. Verður sveitarfélögunum gert að fækka um 28.000 störf og kreíj- ast að auki greiðslu fyrir ýmsa Poul Schluter með efhahags- málatillögurnar. Æ fleiri hall- ast nú að því, að á það verði látið reyna hvort fyrir þeim er borgaralegur meirihluti á þingi. þjónustu, sem þau létu áður í té endurgjaldslaust. Ríkið mun fækka um 12.000 störf og auka sparnað á mörgum öðrum svið- um, meðal annars verður fjár- framlögum .til eftirlauna, at- vinnuleysisbóta og námsstyrkja haldið óbreyttum þótt viðtakend- um fyölgi. Raunar er talið, að ríki og sveitarfélög geti sparað meira en 50 milljarða ísl. kr. með því að stokka upp atvinnu- leysisbótakerfið og margir tals- menn jafnaðarmanna og verka- lýðshreyfingarinnar eru sam- mála um, að kerfið sé alvarlega gallað. Hafa sveitarfélögin sér- staklega verið sökuð um að mis- nota það. Eins og áður segir eiga not- endur eiga nú að greiða að hluta fyrir ýmsa opinbera þjónustu og má af því nefna, að vatnsskattur verður hækkaður og innheimtur samkvæmt vatnsnotkun og þungaskattur á bílum verður tvö- faldaður. A móti kemur, að bensínverðið verður lækkað nokkuð en hins vegar verða menn að greiða fyrir afnot af vegum og brúarmannvirkjum. Er fyrirhugað, að sá skattur verði greiddur fyrir mislangan tíma í einu og kvittað fyrir með tilsvarandi merki á bílrúðunni. Landflóttinn vex Af mörgu öðru er að taka og hér hefur aðeins verið stiklað á stóru. í dönsku blöðunum má hins vegar lesa, að þúsundir Dana kæri sig kollótta um tillög- ur stjórnarinnar. Þeir kæri sig hvort eð er ekkert um að greiða reikninginn fyrir 25 ára bruðl og pólitískan vesaldóm og séu nú á förum frá Danmörku fyrir fullt og allt. í fyrra var land- flóttinn meiri en nokkru sinni fyrr og á fyrstu þremur mánuð- um þessa árs jókst hann um 21,5%. Sögðu þá 6.000 manns skilið við fóstuijörðina. Þetta má þó ekki skilja svo, að íbúun- um fari fækkandi því að í staðinn koma útlendingar, fólk frá þriðjaheimsríkjunum, sem vill njóta dönsku velferðarinnar. Þeir, sem flytjast frá Dan- mörku, fara flestir til Svíþjóðar og vegna þess, að þar er atvinnu- ástandið skárra, en næstflestir fara til Bretlands. Fyrir þá eru það skattarnir, sem mestu máli skipta. Þá vekur það athygli, að ásoknin í góða veðrið í Suður- Evrópu minnkar stöðugt og fluttust þangað aðeins 216 manns á fyrsta ársfjórðungnum. Svend Auken, leiðtogi jafnað- armanna, segist tilbúinn til við- ræðna við ríkisstjórna um leiðir út úr efnahagsvandanum en vill lítið gefa fyrir tillögurnar, sem stjórnin hefur nú lagt fram. Um afstöðu Sósíalska vinstriflokks- ins þarf raunar ekki að spyija en talsmenn Framfaraflokksins virðast nokkuð beggja blands. Borgaralegur meirihluti? Pia Kjærsgaard, talsmaður Framfaraflokksins á þingi, segir til dæmis, að fremur hefði átt að skattleysismörkin og auk þess telur hún, að ekki sé nóg að gert með því að fækka um 40.000 störf hjá ríki og bæ. Þá segir hún, að það sé hneyksli, að Radikale Venstre, einn stjórn- arflokkanna, skuli hafa sett sam- ráð við jafnaðarmenn sem skil- yrði fyrir stuðningi sínum við tillögurnar. Með því hafi stjórnin afhent jafnaðarmönnum neitun- arvald. Svo virðist sem sumir radikal- ar séu komnir með bakþanka vegna þessa skilyrðis og innan íhaldsflokksins og Venstre vex því nú fylgi, að á það verði látið reyna hvort á þingi sé borgara- legur meirihluti fyrir tillögunum og þá með stuðningi Framfara- flokksins. Ragnhildur Theódórsdóttir sópransöngkona og Guðbjörg Siguijóns- dóttir undirleikari. Söngtónleikar í Vinaminni eftir Birgi Einarsson AKURNESINGAR fengu góða lista- menn í heimsókn laugardaginn 27. maí sl. Hingað kom Ragnhildur The- ódórsdóttir sópransöngkona og hélt tónleika í safnaðarheimilinu Vina- minni. Undirleikari Ragnhildar var Guðbjörg Siguijónsdóttir píanóleik- ari. Ragnhildur er borinn og barn- fæddur Akurnesingur en hefur búið í Reykjavík síðustu tvö árin og svo sannarlega hefur hún notað tímann vel til að þroska söng sinn. Undir handleiðslu Ágústu Ágústsdóttur hefur henni farið stórkostlega fram og ánægjulegt er að sjá og heyra þessa Skagakonu koma fram með persónulegan söngstíl sem er í senn bamslega einlægur en jafnframt full- ur þroska. Auðvitað á hún ýmislegt eftir ólært í tæknilegu tilliti, en því hefur hún náð sem allir listamenn sækjast eftir; — einlægni í túlkun. Efnisskráin var nokkuð fjölbreytt, norræn fyrir hlé en þýsk söngljóð eftir hlé. Auk þess að nema hjá Ágústu Ágústsdóttur, eins og fyrr er sagt, hefur Ragnhildur notið leiðsagnar Wagner-söngkonunnar þýzku, Hanne-Lore Kuhse. Ragnhildur hef- ur verið mjög virk í tónlistarlífinu á Akranesi og er ein af þeim fjölmörgu sem hafa orðið fyrir áhrifum hins þjóðkunna tónlistarfrömuðar og söngmálastjóra, Hauks Guðlaugs- sonar. Allt frá því 1972 hefur Ragn- hildur sungið með Kirkjukór Akra- ness. Hún lærði söng hjá Unni Jens- dóttur í Tónlistarskóla Akraness og tók m.a. þátt í uppfærslu Tónlistar- skólans á söngleiknum „Sjórænin- gjamir frá Pensance". Hingað á Akranes koma oft marg- ir góðir gestir á listasviðinu og menn- ingarlífinu bætast stöðugt rósimar, þessar rósir ilmuðu sérlega vel. Takk fyrir komuna. Höfundurinn erkennari & Akrmwsi Hornsófi með óklæði, 2ja sæta horn + 3 sæti. Verð aðeins kt. 80.000 stgr. Mikið úrval af hornsófum klæddum leðri eða leðurlúx. Góð kjör. Kreditkortaþjónusta Vanti Hig hornsófa. þá fæið dú iiann hja okkur. VALHÚSGÖGN Ármúla 8, símar 82275 og 685375.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.