Morgunblaðið - 15.06.1989, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 15.06.1989, Blaðsíða 33
~32~ MORGUNBLAÐI©"FIMM.TUI)AGUR 15. JÍJNÍ -1989 Pltrgamlílalíií Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakið. „Brýnt er að efiia til kosninga sem fyrst“ -segir Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins „VIÐ teljum brýnt að efha til kosninga sem fyrst, þannig að hægt verði að mynda starfhæfa ríkissljóm fyrir haustið,“ sagði Þorsteinn PáJsson, formaður Sjálfstæðisflokksins í samtali við Morgunblaðið í gær, í tilefni ályktunar miðstjómar Sjálfstæðisflokksins. Þorsteinn sagði að fyrir þessari ályktun miðstjórnarinnar væru mörg rök: „Vinstri stefna þessarar ríkisstjórnar hefur leitt til mikils ófarnaðar í atvinnumálum og fyrir heimilin í landinu. Ríkisstjórnin hef- ur tekið hagsmuni ríkissjóðs fram yfir hag heimila og þarfir atvinnu- fyrirtækja. Um þetta er grundvall- arágreiningur við okkur sjálfstæðis- menn,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn sagði að margflokka ríkisstjórn af því tagi sem nú sæti gæti ekki skapað þá festu sem nú væri þörf á og enn síður með því að fara að taka það sem hann nefndi „máttlausan og nánast horf- inn stjórnmálaflokk“ inn í ríkis- stjórnina og átti þar við Borgara- flokldnn. „í þessu ljósi og til þess að koma á festu og breyttri stjórnarstefnu teljum við nauðsynlegj; að það verði unnt að mynda nýja ríkisstjórn áður en Alþingi kemur saman í haust,“ sagði Þorsteinn. Aðspurður um það með hveijum Þorsteinn vildi mynda ríkisstjórn, sagði hann: Það ræðst af málefnum að loknum kosningum. Við leggjum áherslu á að það verði horfíð frá þessari vinstri stefnu með þessum gengisfölsunum, millifærslu- og íhlutunarsjóðum. Við viljum beita almennum ráðstöfunum til þess að byggja upp atvinnuvegina.“ Er útilokað að spara í skólakerfinu? Ifyrradag var frá því skýrt í Morgunblaðinu, að skóla- menn væru almennt sammála um, að útilokað væri að ná að fullu spamaði, sem nemur 126 milljónum í grunnskólum landsins og stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um. Fram kom í fréttinni, að afleiðing slíks niðurskurðar yrði, að hver nemandi fengi einni kennslu- stund færra á viku en verið hefur, ekki yrði af lögboðinni aukningu á kennslu forskóla- barna og nemendum í einstök- um bekkjardeildum mundi fjölga. Þá kemur fram í frétt Morgunblaðsins, að nokkrir ónafngreindir skólastjórar hefðu haft á orði, að mátulegt væri að minnka íslenzku- kennsluna um eina stund á viku til þess að vekja athygli á þessum niðurskurði á sama tíma og rætt væri um að auka þyrfti og bæta móðurmáls- kennslu. Ástæða er til að vekja at- hygli á þessari frétt. Hún sýn- ir í hnotskurn þau vandamál, sem við er að etja, þegar kem- ur að því að skera niður ríkisút- gjöld. í allmörg ár hefur ríkis- sjóður verið rekinn með mikl- um halla. Hver ríkisstjórnin á fætur annarri hefur reynt að ná tökum á þessum halla- rekstri m.a. með því að leggja nýja stórfellda skatta á þjóðina ár hvert. Hverjum fjármálaráð- herranum á fætur öðrum mis- tekst að skera niður ríkisút- gjöld að nokkru marki. í hvert sinn, sem það er reynt rísa hagsmunaöfl af ýmsu tagi upp og segja, að ekki sé hægt að skera niður útgjöld ríkisins nema það hafi einhveijar óskaplegar afleið- ingar. Það gildir einu, hvort ráðherrar reyna að takast á við niðurskurð í heilbrigðis- kerfinu, skólakerfinu eða ein- faldlega að takmarka yfirvinnu í þeim ráðuneytum, sem þeir eiga að stjórna. Viðbrögð kerf- isins eru alltaf hin sömu: Þetta er ekki hægt. Ef þetta verður gert verða afleiðingarnar þess- ar. Auðvitað er hægt að spara 126 milljónir króna í grunn- skólum landsins, ef vilji er fyr- ir hendi. Auðvitað er það hægt án þess, að það hafi örlagarík- ar afleiðingar fyrir nemendur. En til þess, að það takist þarf viljinn að vera fyrir hendi. Starfsmenn grunnskólanna verða að vera tilbúnir til að verða aðilar að sameiginlegu átaki í öllu opinbera kerfinu til þess að skera niður kostnað. Það kemur þeim sjálfum til hagsbóta alveg eins og öðrum skattgreiðendum og neytend- um. Hins vegar er ekki hægt að búast við því, að starfsmenn grunnskóla eða starfsmenn heilbrigðiskerfisins verði til- búnir til þess að taka á út- gjaldavanda ríkisins, ef þeir sjá svo merki um óhófseyðslu á öðrum vígstöðvum hjá hinu opinbera. Það er aldrei hægt að fá fólk til þess að vinna að spamaði, hvort sem er í opin- berum rekstri eða einkarekstri, ef menn sjá, að sparnaðurinn nær bara til sumra en ekki allra. Það er virðingarvert, að nú- verandi ríkisstjórn gerir ein- hveijar tilraunir til sparnaðar í ríkisrekstri. Það er ástæða til að veita þeim Ólafi Ragnari Grímssyni og Svavari Gests- syni stuðning í viðleitni þeirra til þess að ná fram sparnaði í skólakerfinu. Of mikil eyðsla í ríkiskerfinu er efnahagslegt böl, sem þjóðin verður að tak- ast á við. Þess vegna má það ekki gerast, að hver ríkisstjórn- in á fætur annarri og hver ráð- herrann á fætur öðrum gefist upp við að skera niður opinber útgjöld. Þvert á móti eiga ráð- herrarnir að einbeita kröftum sínum að því að fá opinbera starfsmenn til liðs við sig í spamaðarviðleitni. Um ieið og tekst að sannfæra opinbera starfsmenn um það, að sparn- aður í ríkiskerfinu sé ekki sízt þeirra hagur er sigurinn unn- inn. Stór einkafýrirtæki ná litl- um árangri í niðurskurði út- gjalda, ef starfsmenn þeirra taka ekki almennt þátt í þeirri viðleitni. Það er skiljanlegt, að skóla- mönnum sé sárt um margt í skólakerfinu. Hið sama á við um foreldra. En við verðum að horfast í augu við það, að takmörk em fyrir því, hvað þjóðin getur leyft sér. Fjárfest- ing í þekkingu er áreiðanlega bezta fjárfesting, sem þessi þjóð getur lagt í, en það eru líka takmörk fyrir því, hvað sú fjárfesting getur verið mikil. „Finnst skemmti- legt að taka þátt í stjórnmálum“ - segir Sigríður Anna Þórðardóttir, for- maður Landssambands sjálfstæðiskvenna „MÉR finnst mjög skemmtilegt og eftirsóknarvert að taka þátt í stjórnmálastarfi, enda gefst þar ríkulegt tækifæri til að taka þátt í mótun umhverfis síns,“ segir Sigríður Anna Þórðardóttir, kennari í Grundarfirði, sem kjörin var formaður Landssambands sjálfstæðis- kvenna á þingi sambandsins í Viðey um síðustu helgi. „Mér finnst mikilvægt að breyta neikvæðu viðhorfi fólks til sljórnmálanna og fá fleiri til að taka þátt í starfi á þeim vettvangi," bætir hún við. Sigríður Anna segist hlakka til að takast á við formannsembættið. Starfið innan Landssambands sjálf- stæðiskvenna hafi að undanfömu verið öflugt, ekki síst vegna ósér- hlífni og mikils dugnaðar fráfarandi formanns, Þórunnar Gestsdóttur. Hún segir, að konur í Sjálfstæðis- flokknum séu óánægðar með sinn hlut innan flokksins. „Við teljum að flokkurinn þurfi mjög nauðsyn- lega að fela fleiri konum ábyrgðar- störf og það verði til þess að efla hann. Flokkurinn verður að átta sig á því, að breytinga er þörf hvað þetta varðar. Það hefur mikið verið rætt um þetta á undanförnum árum en í rauninni hefur afar lítið breyst. Það er löngu orðið tímabært að saman fari orð og athafnir.“ Hún segist vona, að nokkur árangur hafi náðst í vor, þegar miðstjórn Sjálfstæðisflokksins sam- þykkti tilmæli til kjördæmisráða, um að konur yrðu í að minnsta kosti einu sæti af hverjum þremur á framboðslistum flokksins. „Ég bind þær vonir við þessa samþykkt, að hún veki menn til umhugsunar og einhverra aðgerða, því auðvitað er eðlilegt að skiptingin milli kynja sé sem jöfnust á framboðslistunum. Það er hins vegar ástæða til að leggja áherslu á, að hér er um að ræða tilmaéli, en ekki kvóta.“ Þær raddir hafa heyrst, að óeðli- legt sé að konur starfi í sérstökum félögum innan Sjálfstæðisflokksins. Varðandi þetta mál segir Sigríður Anna, að fólk, sem tekur þátt í stjórnmálastarfi, eigi að velja sér þær leiðir, sem því henti best. „Ef konum hentar, að starfa í sérstök- um félögum, þá eiga þær að mínu mati að gera það. Mín skoðun er hins vegar sú, að í framtíðinni komi að því, að kvennafélögin verði óþörf. En á meðan við finnum að konurnar hafa áhuga á að starfa á þessum vettvangi og jafnvel að sumar þeirra kæmu ekki til starfa í flokknum nema gegnum þessi fé- lög, þá eiga þau fullan rétt á sér.“ Hún bætir því við að lokum, að í Morgunblaðið/Einar Falur Sigríður Anna Þórðardóttir, ný- kjörinn formaður Landssam- bands sjálfstæðiskvenna. raun eigi konur og karlar samleið í stjórnmálum og ekki sé því ástæða til þess að konur bjóði fram sérstak- lega. Sigríður Anna Þórðardóttir er búsett í Grundarfirði og kennir þar við Grunnskóla Eyrarsveitar. Hún hefur átt sæti í sveitarstjóm í 11 ár, var oddviti 1978 til 1982 og frá 1986 til 1988. Frá þeim tíma hefur hún gegnt embætti varaoddvita. Hún hefur átt sæti í miðstjórn Sjálf- stæðisflokksins frá árinu 1987. Sigríður Anna er gift séra Jóni Þorsteinssyni sóknarpresti og eiga þau þijár dætur. A Ungmennafélag Islands: Hugrnyndasamkeppni um skipulag Þrastaskógar UNGMENNAFÉLAG íslands hefur ákveðið að efiia til hugmyndasam- keppni um skipulag og notkun Þrastaskógar en hann er syðst í vest- urlduta Grímsneshrepps í Árnessýslu. Verðlaun í samkeppninni verða 800 þúsund krónur og þar af verða fyrstu verðlaun eigi lægri en 450 þúsund krópur. Auk þess er dómnefiidinni heimilt að kaupa til- lögur fyrir allt að 200 þúsund krónur. Verðlaunaupphæðin er miðuð við vísitölu byggingakostnaðar í apríl 1989. Trúnaðarmaður dómnefndar er Ólafur Jensson, framkvæmdastjóri Byggingaþjónustunnar á Hallveig- arstíg 1 í Reykjavík. Tillögur í sam- keppnina skulu hafa borist honum fyrir 20. september næstkomandi en áætlað er að dómnefnd ljúki störfum 20. október næstkomandi. Skipulagsuppdráttur að svæði Ungmennafélags íslands í Þrasta- skógi á að liggja fyrir næsta þingi' félagsins sem haldið verður í Mos- fellsbæ í lok október næstkomandi. Sýning á tillögum, sem uppfylla skilyrði samkeppninnar, verður haldin við fyrsta tækifæri eftir að úrslit liggja fyrir. Samkeppnissvæðið er 45 hektara land sem Tryggvi Gunnarsson gaf Ungmennafélagi íslands árið 1911. Það var girt árið 1916 en afmark- ast af Soginu að vestan, Álftavatni að norðan og þjóðveginum að sunn- an. Markmiðið með samkeppni um skipulag og notkun svæðisins er að fá fram tillögur um hvernig almenn- ingur geti nýtt það til íþróttaiðkana og útivistar. Rétt til þátttöku í sam- keppninni hafa íslenskir ríkisborg- arar og útlendingar með fasta bú- setu á íslandi. Formaður dómrtefndar er Sæ- mundur Runólfsson skrifstofumað- ur. Aðrir í nefndinni eru Finnur Ingólfsson viðskiptafræðingur, Hafsteinn Pálsson verkfræðingur, Bergljót Einarsdóttir arkitekt og Gunnar Friðbjörnsson arkitekt. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1989 33 Mikið fjölmenni var á almenn- um borgarafundi á Hótel Borg síðastliðið þriðjudagskvöld, þar sem mótmælt var hækkunum á eignarskatti. því eyddi fólk miklum hluta tekna sinna til að koma þaki yfir höfuð- ið. Búið væri að greiða skatta af þeim tekjum. Kristjana Milla taldi að skatt- byrði einstaklinga væri tvöfalt meiri en skattbyrði hjóna. Það væri óeðlilegt, þar sem það væri þjoðhagslega hagkvæmt að sem flestir byggju í eigin húsnæði. Hún sagði að stór hópur hefði haft samband við aðstandendur fundarins vegna hækkunarinnar og hefði komið fram í máli margra, að þeir sæju ekki aðra kosti en að selja íbúðarhúsnæði sitt, sem óvíst væri að sanngjarnt verð fengist fyrir. Leggja á niður eignarskatt af íbúðarhúsnæði Að loknum ræðum frummæl- enda var orðið gefið laust. Ingi- leif B. Hallgrímsdóttir gagnrýndi hækkun eignarskattsins harðlega og sagði að hér væri um eignar- upptöku að ræða. Lagði hún áherslu á, að hér væri um að ræða skattlagningu á heimili fólks, sem það hefði lagj; mikla vinnu á sig til að koma upp. Adda Bára Sigfúsdóttir taldi of mikið gert úr hækkun eignarskatta ekkna og ekki væri tekið tillit til breytingarinnar, sem felst í því að ekkjur og ekklar geti talið fram eins og um hjón væri að ræða, í fimm ár eftir lát maka. Hreggvið- ur Jónsson sagði hækkunina mjög rangláta og að helst ætti að leggja niður eignarskatt á íbúðarhús- næði. Geir H. Haarde minnti á, að ríkisstjórnin hefði upphaflega ætlað sér að miða eignarskattsau- kann við 6 milljónir en ekki 7. Fjármálaráðherra hefði svo á vor- dögum beitt sér gegn tillögu Ragnhildar Helgadóttur, um heimild eftirlifandi maka til að telja fram eins og um hjón væri að ræða. Sú tillaga hefði samt náð fram sem liður í ráðstöfunum -vegna kjarasamninga, eftir að þær breytingar höfðu verið gerðar á henni, að umþóttunartíminn væri fimm ár og að um óskipt bú þyrfti að vera að ræða. Matthías Bjarnason gerði grein fyrir meðferð þessara mála á þingi og sagði að ekki væri hægt að kenna fjármálaráðherra einum um skattahækkunina, hann hefði þurft meirihlutastuðning á Al- þingi til þess að koma henni í gegn. Guðrún Sverrisdóttir sagði að sér ofbyði hækkun eignar- skatts og spurði hvar þingheimur hefði verið þegar hún var sam- þykkt. Kristín Halldórsdóttir gerði grein fyrir afstöðu Kvennalistans til hækkunarinnar, en þingkonur hans sátu hjá þegar hún var sam- þykkt á þingi. Hún sagði hjáset- una ekki hafa skipt máli, þar sem ljóst hefði verið að hækkunin fengi hvort sem er stuðning meiri- hluta þingmanna. Þuríður Páls- dóttir svaraði henni með þeim orðum, að það skipti líka máli að sitja hjá. Sigurður Tómasson tók aftur til máls og gagnrýndi harð- lega ummæli fjármálaráðherra á blaðamannafundi, sem haldinn hafði verið fyrr um daginn. Sagði hann að varast bæri að fara með tölur á þann hátt, sem ráðherra hefði þar gert. Hækkuninni harð- lega mótmælt í lok fundarins var samþykkt ályktun, þar sem harðlega var mótmælt hækkun eignarskatta. Hækkunin var sögð óréttmæt; hún kæmi sérlega illa niður á þeim hópi þjóðfélagsþegna, sem með ráðdeild og sparnaði hefði komið sér upp þaki yfir höfuðið, þar með töldum eldri borgurum. I lok ályktunarinnar segir, að þess sé vænst að ríkisstjómin Iáti ekki við svo búið standa. Borgarafundur um eignarskattinn: Hækkar um 184% á hverja milljón umfram sjö milljóna króna eig*n Oft farið í mál af minna tileíni - segir Sigurður Tómasson, endurskoðandi FJÖLMENNUR borgarafúndur, sem haldinn var á Hótel Borg á þriðjudagskvöldið, mótmælti harðlega þeirra hækkun eignar- skatts, sem samþykkt var á síðasta þingi. Húsfyllir var á fundin- um og var hvert sæti skipað og þurftu margir að standa. Gátu starfsmenn hótelsins þess sér til, að fúndarmenn hefðu verið allt að því 700. Frummælendur á fúndinum voru Qórir; Þuríður Páls- dóttir, óperusöngkona, Sigurður Líndal, lagaprófessor, Sigurður Tómasson, löggiltur endurskoðandi, og Krisljana Milla Thorsteins- son, viðskiptafræðingur. Fundarstjóri var Katrín Fjeldsted, borg- arfúlltrúi. Tímaskekkja að háskatta íbúðarhúsnæði Þuríður Pálsdóttir bauð fundar- menn velkomna fyrir hönd fund- arboðenda. í máli hennar kom fram, að eignarskattshækkunin, sem samþykkt var á Alþingi í vetur, lenti með meira en tvöföld- um þunga á ekkjum, ekklum, frá- skildu fólki og þeim sem kysu að búa einir. Þetta fólk stæði nú frammi fyrir því, að núverandi ríkisstjóm stefndi að því að hrekja það út af heimilum sínum með skattaálögum, sem venjulegt fólk fengi ekki staðið undir. Þuríður sagði, að það væri ömurleg tímaskekkja og gersam- lega misskilin jafnaðarmennska að háskatta óarðbært íbúðar- húsnæði. Það kæmi verst niður á þeim einstaklingum, sem lagt hefðu metnað sinn í að spara og sýna ráðdeild. Þetta fólk hefði greitt fulla skatta af vinnu sinni og öllu því byggingarefni, sem farið hefði í húsnæði þeirra. Með þessu væri ýtt undir þann hugsun- arhátt, að engin ástæða sé til að koma sér út úr skuldum. frekar með því að löggjöfinni um þetta mál yrði breytt. Kynning íjármálaráðherra á breytingunum villandi Sigurður Tómasson fjallaði nokkuð um aðdraganda núgild- andi laga um tekju- og eignar- skatt. Eignarskattur hefði upp- haflega verið lagður á sem skatt- ur á arð af eignum. Það sjónar- mið væri ekki lengur forsenda þessarar skattheimtu, þar sem íbúðarhúsnæði væri nú skattlagt. Slíkur skattur væri í rauninni eignaupptaka. Álagning hans væri margsköttun, þar sem sömu skuldlausu eignirnar væru skatt- lagðar ár eftir ár, auk þess sem búið væri að greiða skatt af tekj- unum, sem notaðar hefðu verið til að eignast húsnæðið. í máli Sigurðar kom fram, að kynning ijármálaráðherra á eign- arskattshækkuninni hafí verið villandi. Hann hefði kynnt það sem hækkun um 0,25%, úrU,95% í 1,2%. Hins vegar væri hækkunin í raun 26%. Hækkun skatta á skuldlausri eign yfir 7 milljónum væri úr 0,95% í 2,7% og sú hækk- un næmi 184% á hveija milljón umfram þá eign. í stað þess að greiða 9.500 kr. af hverri milljón umfram 7 milljónir, ætti fólk nú að greiða 27.000 kr. Sigurður bætti við, að auk hækkunar á álagningarhlutfalli hefði fasteignamat íbúða hækkað, en það er stærsti hluti eignar- skattstofnsins. Sú hækkun næmi um 25 af hundraði og væri hún mun meiri en hækkun skattleysis- marka. Hann sagðist telja að eignar- skattshækkunin kæmi ekkjum og ekklum sérstaklega illa. Reyndar hefði verið dregið nokkuð úr því með lagabreytingu, sem sam- þykkt var á þingi í vor og felur í sér, að einstaklingur, sem misst hefur maka sinn og býr í óskiptu búi, geti í fimm ár talið fram eins og um hjón væri að ræða. Þetta væri vissulega til bóta, en nýttist ekki þeim, sem misst hefðu maka sinn fyrir 6 árum eða fyrr. í lok máls sins vék Sigurður Tómasson að muninum á skatt- leysismörkum einstaklinga og hjóna. Taldi hann, að taka þyrfti tillit til þess, að dýrustu herbergi hverrar ibúðar, eldhús, bað og þvottaherbergi, væru jafn dýr, hversu stór sem íbúðin væri og hvort sem hana ættu hjón eða einstaklingur. Taldi hann að at- huga þyrfti, hvort ekki væri ástæða til að færa skattleysis- mörk einstaklinga nær skattleys- ismörkum hjóna. Þjóðhagslega hagkvæmt að fólk búi í eigin húsnæði Kristjana Milla Thorsteinsson tjallaði í ræðu sinni almennt um áhrif eignarskattshækkunarinn- ar. Hún nefndi að eignarskattur- inn aflaði ríkinu sem svaraði 1,7% af heildartekjum þess. Breytingar á eignarskattinum hefðu því lítið að segja fyrir afkomu ríkisins en gætu haft mikil áhrif á hag ein- staklinga. Vegna legu landsins væri þörf á góðu húsnæði hér og Næstur tók til máls Sigurður Líndal. Hann fjallaði um lagalega hlið þessarar skattlagningar og velti meðal annars fyrir sér, hvort hún stangaðist á við 67. grein stjórnarskrárinnar, sem vemdar eignarréttinn og enn fremur, hvort hún væri í samræmi við óskráðar grundvallarreglur um jafnræði þegnanna og að lög skuli ekki vera afturvirk. Niðurstöður Sigurðar voru á þá leið, að íslenskir dómstólar hafi viðurkennt, að löggjafinn hafi allfijálsar hendur við skatt- lagningu. Hann gæti ekki svarað hvort þessi skattlagning stæðist að lögum, en það væri fyllilega skoðunarvert að láta reyna á það fyrir dómstólum. Oft hefði verið farið í mál af minna tilefni. Hann sagði þó að lokum, að hann mælti Morgunblaðið/Þorkell Þuríður Pálsdóttir ávarpar fúndargesti á Hótel Borg fyrir hönd fúndarboðenda. Við borðið sitja Katrín Fjeldsted, fimdarsljóri, og Ingibjörg Pálsdóttir, fundarritari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.