Morgunblaðið - 15.06.1989, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 15.06.1989, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JUNI 1989 55 JASS CAB KAYE A BORGINNI Hér á landi er nú staddur jass- píanistinn Cab Kaye. Cab hef- ur áður komið til íslands og er íslenskum jassáhugamönnum að góðu kunnur. Blaðamaður ræddi við Cab í vikunni og bað hann um að rifja upp hvernig það vildi til að hann heillaðist að jassinum. „Þetta bytjaði allt árið 1936 í Lundúnum,“ rifjar Cab upp. „Ég var dansari og söngvari í hljóm- sveit sem kallaði sig Billy Cotton Band Show og var afar vinsæl á þeim tíma. Sveitin, en í henni voru átján tónlistarmenn og þrír dansar- ar lék vinsæl lög úr kvikmyndum og gamanlög og skemmti fólki með söng og dansi. Tveimur árum seinna gekk ég í Ivor Cutchen Big Band. Þetta var fyrst og fremst dans- hljómsveit sem lék lög í ætt við Victor Sylvester en þess konar tón- list er enn vinsæl víða um heim. Það var á þessum árum sem ég kynntist jassinum. í London var mikið af næturklúbbum þar sem jass var leikinn og þangað komu menn eins og Louis Armstrong og Duke Ellington og léku með bresku tónlistarmönnunum. Ég gerðist trommari og lék með Coleman Hawkins, Roy Eldrich, Benny Cart- er og Thomas Fats Waller. Fats, einn af frægustu jassistum allra tíma, var á þessum árum ekki virtur sem skyldi. Fats var eingöngu þekktur af plötum og fólk vissi ekki hvort það ætti að taka hann alvarlega þegar það sá hann á tón- leikum. Hann var mikill, sennilega yfir 150 kíló og gerði sífellt að gamni sínu. „Caby“ sagði hann við mig, „ef þú lærðir að nota fæturna eins og þú notar hendurnar gætirðu orðið ijandi góður trommari." Það var ekki fyrr en seinna þegar ég heyrði í bebop trymblum eins og Max Roach og Kenny Clarke að ég skildi hvað hann átti við. Þessir menn notuðu fæturna jafn mikið og hendurnar. Árið 1939 skall seinni heims- í herinn en fór sem kyndari á vista- skip. Þetta var mjög erfið líkamleg vinna en hún stælti mig og gerði að manni. Eftir slys á skipinu, var ég lagður inn á sjúkrahús í New York. Þar hafði ég samband við vini sem ég hafði leikið með í Bret- land og þeir kynntu mig fyrir því sem var að gerast í Harlem. Síðan hef .ég leikið jass, sem trommari, gítaristi og nú síðast píanóleikari. Þegar maður er einu sinni farinn að leika jass verður ekki aftur snú- ið; maður losnar ekki við jassinn. Ég myndi gjarnan vilja stofna hljómsveit en geri miklar kröfur og því efast ég um að nokkur myndi hafa efni á að fá hljómsveitina. Þess í stað reyni ég að kalla fram hljómsveitina, gegnum hljómborðið. Hún er hluti af persónulegum stíl sem smám saman hefur þróast með mér. Sumir þykjast sjá í honum áhrif frá öðrum jassistum og segja: „Hann hefur hlustað á Art Peter- more, Duke Ellington og Harold Gana,“ og það er satt en ég líki ekki eftir þeim þó verk þeirra hafi óneitanlega áhrif á mig. Ég er hrif- inn af tónlistinni og því er það ekki óeðlilegt. Stundum finnst mér tón- listarmenn eins og Billy Holliday, Fats Waller og Louis Armstrong vera hluti af mér. Það kemur líka fyrir að mig dreymir þessa tónlist- armenn, ég vakna kannski upp á morgnana og segi við konuna rnína:,, Mig var að dreyma Billy Holliday.“ Það kemur líka fyrir að ég finn fyrir návist þeirra þegar ég er að spila og það eina sem ég get sagt er „takk fyrir“. Þessir menn eiga það svo sannarlega skilið.“ Með þessum orðum kvöddum við þennan geðþekka jassista. Cab Kay mun skemmta gestum á Hótel Borg þessa viku og næstu en þá ætlar hann til Akureyrar og dvelja þar í vikutíma áður en haldið verður til Hollands á svokallaða Heineken- hátíð. Enskir,danskirogþýskirherrafrakkar með og án beltis. Yfirstærðir. Aldrei glæsilegra úrval. GEISÍB H TIMKEN KEILULEGUR FAE KÚLU- OG RÚLLULEGUR Ttm LEGUHÚS Eigum á lager allar gerðir af legum f bíla, vinnuvélar, framleiðsluvélar og iðnaðartæki. Allt evrópsk og bandarísk gæðavara. Útvegum allar fáanlegar legur með hraði. Það borgar sig að nota það besta. Þekking Reynsla Þjónusta VIÐ BYGGJUM TÓNLISTARHÚS msi: Dregið 17. júní Við treystum á þig Ferðahappdrætti Samtaka um byggingu tónlistarhúss ULLARFATNAÐUR Tískusýning á sunnudögum Morgunblaðið/Einar Falur Isumar munu Hótel Loftleiðir í samvinnu við Módelsamtökin gangast fyrir vikulegum sýning- um á íslenskum ullarfatnaði í Blómasal Hótels Loftleiða. Sýn- ingarnar, sem undanfarin sumur hafa verið á föstudögum, verða nú á sunnudagskvöldum í tengsl- um við íslensk kvöld á hótelinu. Fyrirtækin sem eiga fatnað á sýningunni eru íslenskur heimilis- iðnaður, Handpijónasambandið, Hilda og Rammagerðin, einnig verða sýndir skartgripir frá Jens Guðjónssyni. Frá tískusýningunni á Hótel Loftleiðum. Morgunblaðið/Sverrir styrjöldin á og þar sem ég var orð- inn breskur ríkisborgari var ég skyldugur til að gegna herþjónustu. Ég hafði engan áhuga á að ganga {FALKINN SUÐURLANDSBRALTT 8 SiMI 84670 MHtíliMHHttHNttMaiat
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.