Morgunblaðið - 15.06.1989, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 15.06.1989, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1989 .... ■ . Málvamir íslands • • Orfáar hugmyndir að bættum vörnum eftirLárus Jón Guðmundsson íslensk þjóð á í vanda. Vandinn er málið. Þetta er vandamál. Sólin er hætt að koma einsömul upp í austrinu. Aragrúi hjásóla fylg- ir í humátt á eftir henni dag hvern árið um kring og fer fjölgandi. Af himnum fellur mannabrauð nútím- ans að metta þúsundir í eyðimörk- inni. Mállausir óvitarnir heyra og sjá það sem fyrir þeim er haft. „Manna, manna“ umlar I fullorðnum með munninn fullan af andlegu fóðri. „Manna, manna“ babla börnin og hrifsa sér bita þó bragðið sé fram- andi. „Manna, manna, meira manna“ er jarmað í kór og miskunn- samur drottinn ljósvakans gefur þrælum sínum merki um að losa úr annarri tunnu. Hvað er til ráða? Hvernig bregst smáþjóð við atlögu að móðurmáli sínu? Því vissulega er um atlögu að ræða þar sem gervihnattasjón- varpið er annars vegar. Formaður nefndar sem endurskoða skal út- varpslögin, Ögmundur Jónasson, segir í grein sem birtist í Þjóðviljan- um 10. febrúar sl.: „Á hitt ber að líta að tilvera íslensku þjóðarinnar er tungan og henni megum við ekki tapa.“ Þróunin verður ekki stöðvuð. Það dugir ekki að loka augunum og halda að með því hreinsist loftið af endurvarpsgeislum erlendra sjónvarpsstöðva. Augu þjóðarinnar þarf að galopna. Því betur sem óvinurinn sést því auðveldara er að verjast honum. Ymsar hugmyndir hafa komið fram til að efla málvarnirnar. Fyrr- nefndur Ögmundur Jónasson segir í sömu Þjóðviljagrein: „Eina leiðin til þess að mæta þessari samkeppni erlendis frá er með framleiðslu íslensks efnis.“ Þessi hugmynd er góð eins langt og hún nær. Það er hins vegar ekki sjálfgefið að þó hlutfall inn- lends dagskrárefnis aukist muni áhorfendum fjölga. Óvissuþátturinn er gæði efnisins. Með auknu úrvali sjónvarpsrása eru líkur á að hlut- fallslega færri horfi á íslensku rás- irnar en gera í dag. Nei, málvarnim- ar þarf að byggja upp mun fyrr. Barni sem hefur fengið góða þjálfun í málbeitingu og hefur þroskaðan málskilning er óhættara að horfa á útlendar sjónvarpsrásir en barni sem minna kann í móðurmálinu. Sem sagt, hér gilda hin gömlu sann- indi að betra er að byrgja brunninn áður en bamið dettur ofaní. Hér verða örfáar hugmyndir, ekki allar nýjar, til eflingar mál- varna reifaðar lauslega: — Auka íslenskukennslu í yngri bekkjum gmnnskóla á kostnað kennslu í erlendum tungumálum. Ensku- og dönskukennsla hefst venjulega í 5. eða 6. bekk, ef tungu- málakennslan hæfist ekki fyrr en í 7. bekk þá fengjust aukalega a.m.k. 3-4 kennslutímar á viku í tvö ár sem nýttust til íslenskra málvarna. um nokkurra sveitarfélaga en ekki veitir af að fjölga þeim. T.d. bjóða starfsmannafélögum ódýr nám- skeið kostuð/styrkt af ríki eða sveit- arfélagi, ýmist í hádegi eða á kvöld- in. Þetta þykir e.t.v. einhverjum fyndið en alvara málsins gefur tæp- lega tilefni til hláturs ef marka má Lárus Jón Guðmundsson „ Að lokum sting ég upp á nýyrði yfír unnendur íslensks máls í herlausu landi, þeir skulu kallast málaliðar með málvarn- ir íslands að baráttu- máli sínu.“ Undirritaður hefur það sterklega á tilfinningunni að þessi seinkun á tungumálakennslunni muni ekki þýða umtalsvert minni kunnáttu nemenda í ensku og dönsku við útskrift úr grunnskólanum. — Bjóða uppá stutt námskeið í Jslensku fyrir alla aldurshópa. Slík námskeið eru í boði hjá námsflokk- títtnefndan Ögmund Jónasson. — Bjóða uppá sumarskóla í íslensku, börn eru send erlendis á dýr sumarnámskeið að læra útlend tungumál. Er minni ástæða að senda börn afsíðis til að læra eigin tungu til hlítar? — Örva grunnskólanemendur til ritgerðarskrifa með samkeppni og hafa vegleg verðlaun í boði. — Koma á mælskukeppni grunn- skólanemenda í svipuðum stíl og framhaldsskólar hafa gert, sbr. MORFÍS-ræðukeppnina sem er í gangi þessa dagana. Samtök eins og JC hafa þekkingu og reynslu á þessu sviði og væru e.t.v. fáanleg að veita aðstoð við skipulagningu. — Hafa stutta þætti um íslenskt mál og sérstaklega málnotkun á teiknimyndasíðum dagblaðanna (þær síður lesa allir) sniðna við hæfi barna sem eru að móta málvit- und sína. Slík fræðsla ætti að vera keppikefli hvers alvöru dagblaðs. — Birta stutta fræðslupistla utan á umbúðum mjólkurvara, svo sem kókómjólkur, nýmjólkur, jógúrts o.fl. Jafnvel efna til samkeppni meðai nemendanna sjálfra um besta pistilinn (sbr. samkeppni um teikn- ingar á Z< 1 mjólkurfernum). Verð- launin verða að vera vegleg til að vekja almennan áhuga, bömin hafa lært að gera kröfur að hætti fullorð- inna. Það ætti að vera metnaðar- mál hjá Mjólkursamsölunni að birta þessa pistla ókeypis. — Örva grunnskólanemendur til nýyrðasmíði, til dæmis á leikföng- um en margvísleg leikföng eru aug- lýst undir erlendum heitum. Inn- flytjendur leikfanga gætu jafnvel efnt til slíkrar samkeppni. Hveijir eru hæfir til að koma þessum hugmyndum í verk? Enginn hörgull er á hæfileikafólki á máleyj- unni okkar. Sem dæmi má nefna kennara, fóstrur, leikara, ræðu- menn í stjómmálaflokkunum (af hveiju ekki „bamastarf“ í þeim • söfnuðum eins og til dæmis trúar- söfnuðum, alltaf og alls staðar er þörf fyrir skelegga ræðumenn), _____________________________37 skipuleggjendur í hreyfmgum eins og JC, Dale Carnegie, skátahreyf- ingunni, áhugasama nemendur í íslensku í Kennaraháskólanum og Háskóla íslands og svo mætti lengi telja. Nóg um þetta, og þó. Eitt atriði téngt þessu málefni þarfnast umræðu en það em þætt- irnir „Brávallagata 92“ á útvarps- stöðinni Bylgjunni. Skemmtigildi þáttanna er óumdeilanlegt en setja má spurningarmerki við uppeldis- gildið. Nú er undirrituðum ekki kunnugt um aldursskiptingu þeirra sem hlusta á þessa fyndnu þætti en trúlega em börn þar innan um. I þessum þáttum er gjaman snúið útúr málsháttum og orðatiltækjum sem getur verið drepfyndið ef mað- ur veit í hveiju útúrsnúningurinn felst en það krefst þess að maður þekki málsháttinn eða orðatiltækið. Þessi forsenda er sjaldnast fyrir hendi hjá yngstu hlustendunum. Þeir heyra einungis útúrsnúninginn og ef hann er endurtekinn nógu oft getur bamið álitið útúrsnúninginn vera réttan en rétta málsháttinn útúrsnúning!! Undirritaður veit dæmi þess að fullorðið fólk er farið að efast um að það kunni máls- hættina rétt eftir að hafa hlustað á þessa annars meinfyndnu þætti. Það er ef til vill óþarfi að mála skrattann á vegginn (eða mála með skrattanum á vegginn, eins og Bibba á Brávallagötunni myndi segja) en það skaðar engan að hugsa um þetta. Að lokum sting ég upp á nýyrði yfir unnendur íslensks máls í her- lausu landi, þeir skulu kallast mála- liðar með málvarnir íslands að baráttumáli sínu. Það væri kannski við hæfi að skilgreina starfssvið varnarmáladeildar utanríkisráðu- neytisins upp á nýtt og snúa nafn- inu við að auki, hún gæti heitið málvamardeild utanríkisráðuneyt- isins . . . Höfundur er nemi í sjúkraþjálfun. SKAGAROKK í síðustu Músíktilraunum Tónabæjar vakti athygli að fjórar Skagasveitir tóku þátt. Þrjár þeirra komust reyndar í úrslit og tvær hrepptu þriðju og fjórðu verðlaun. Rokksiðuútsendari brá sér til Akraness fyrir stuttu og hitti þar sveitirnar Bróðir Dar- wins, sem hlaut þriðju verðlaun í Músíktilraununum og Battery, sem ekki var langt frá verðlauna- sæti. Bróðir Darwins og Battery æfa báðar í skipasmíðastöð á Akra- nesi. Ekki ber á öðru en að sam- komulagið sé í góðu lagi þó tónlist- in sem sveitirnar leika sé ólík; gítar- popp og þungarokk. Bróðir Darwins Bróðir Darwins skipa Orri Harð- arson gítarleikari, Logi Guðmunds- son trommuleikari, Anna Halldórs- dóttir söngkona og Lárus Halldórs- son bassaleikari. Sveitin er ekki gömul, stofnuð í nóvember sl., en meðlimir hennar hafa þó flestir verið að fást við tónlist allléngi. Hvernig varö sveitin til? Orri og Logi voru meö hijóm- Battery sveit sem sigraði í árlegri hljóm- sveitakeppni hér á Skaganum seint á síðasta ári. Þeir voru þá þegar búnir að ákveða að stofna sveit með Önnu og það var gert strax eftir keppnina. Nafnið á sveitinni er svo þannig til komið að Orri hringdi í Önnu og stakk upp á nafninu Bróðir Stalíns. Henni heyrðist hann segja Bróðir Darwins og þar var nafnið komið. Eruð þið sátt við niðurstöðu Músíktilraunanna ? Við berum engan kala til keppn- innar, en Bootlegs áttu skiyrðis- laust að vinna og við hefðum þá verið ánægð með annað sætið. Er mikið að gerast í tónlistarlífi Skagamanna? Það voru haldnir tónleikar í haust undir yfirskriftinni Skagarokk og þá komu fram sex hljómsveitir og vitum um sveitir sem ekki spil- uðu. Líklega hefur hljómsveitar- keppnin mikið að segja í þessu sambandi, en þetta vindur upp á sig. Það eru allar tónlistarstefnur í gangi og hér eru starfandi góð pönksveit, tölvusveit, þugarokk- sveit og poppsveitir. Þið unnuð hljóðverstíma á Músíktilraununum. Verður gert eitthvað við þá? Við ætlum að taka upp þrjú- fjögur lög og fara með þau til útgef- enda, enda ætlum við okkur að koma frá okkur plötu og það helst á þessu ári. Hver semur? Orri semur nær allt, en tromm- arinn á eitt lag. Anna semur alla texta utan einn, Shakespeare í baði, sem Orri samdi um fegurðar- drottningu. Framtiðin? Það er á hreinu að eftir nokkra mánuði verður þessi hljómsveit búin að gera eitthvað merkilegt. Það er einmitt á þessum punkti sem flestar hljómsveitir hætta. Við erum það samhent að það er engin hætta á því. Eitthvað að lokum? Sérstakar þakkir til Jóhanns Ár- sælssonar. Battery Battery er önnur Skagasveit sem vakið hefur athygli. Battery leikur rokk af þyngstu gerð og komst í úrslit á Músíktilraunum. Battery skipa Jón Ingi Þorvaldsson bassaleikari, Sigurður Gíslason gítarleikari og söngvari, Guðmund- ur Þórir Sigurðsson gítar og Gaut- ur Garðar Gunnlaugsson trymbill. Battery æfir í sama húsnæði og Bróðir Darwins og er reyndar svip- að gömul; sveitin var stofnuð í desember sl. þegar Sigurður gekk til liðs við þá Jón Inga, Gaut og Guðmund. Þeir höfðu þá verið að Bróðir Darwins gutla í tónlist nokkurn tíma, en all- ir voru þeir í sveitinni Deja Vú, er fram kom á Músíktilraunum 1988. Hvernig varð Battery til og hvað segið þið mér af tónlistinni sem sveitin leikur? Jón Ingi, Gautur og Guðmundur voru að sþá í að setja saman sveit og fréttu af síðhærðum gítarleikara sem nýfluttur var í bæinn. Það var Sigurður og hann vartilleiðanlegur að stofna hljómsveit; hafði reyndar verið í hljómsveit í Svíþjóð. Tónlistina kalla margir þunga- rokk, en það eru deildar meiningar um það innan sveitarinnar hvort hún er nógu þung eða ekki. Það má kannski segja að hún sé samn- efnari fyrir þær ólíku stefnur innan þungarokksins sem við höfum áhuga á hver og einn; einskonar málamiðlun. Það eru margar sveitir á Akra- nesi; eru fleiri rokksveitir í þyngri kantrinum? Það er ein hálfgerð pönksveit, en við erum eina þungarokksveitin. Tíbrá var Skagasveit og átti það til að leika þungt rokk. Það má svo ekki gleyma Dúmbó og Steina. Hvað með þátttökuna i Músiktil- raununum? Við fórum í Músíktilraunirnar vegna þess að við höfðum ekkert annað að gera. Okkur óraði ekki fyrir því að við ættum eftir að kom- ast í úrslit og vorum hæstánægðir með það. Ljósmynd/BS Það hefði verið gott að hafa söngvara, því góður söngvari gefur það mikið og tekur líka pressu af hinum þannig að við hefðum getað gert enn betur. Það virðist ekki vera mikill vilji fyrir þvi hjá íslenskum útgefendum að gafa út þungarokk þrátt fyrir vaxandi áhuga á því meðal plötu- kaupenda. Við höfum ekki miklar áhyggjur af því, við erum svo nýbyrjaðir. Það er best að sjá hvað setur. Við þurf- um að legga á okkur meiri vinnu í útsetningum og lagasmíðum og verða þéttari og það kemur allt með tímanum. Við komum íslend- ingum inn á rétta tónlistarstefnu með timanum. Annars er málið ekki endilega það að spila fyrir sem flesta. Það sem skiptir máli er að spila fyrir þó það sé ekki nema einn áheyr- anda, sem er að hlusta og pæla í því sem við erum að gera. Eru einhverjar íslenskar þunga- rokksveitirsem eitthvaö ervarið i? Bootlegs og Villingarnir eru einu sveitirnar sem eru góðar. Sigurður hefur líka dálæti á Ham. Við þetta má svo bæta að Bróð- ir Darwins og Battery halda sam- eiginlega tónleika í íþróttahúsinu á Akranesi sautjánda júní og full ástæða til að hvetja alla þá sem eiga heimangengt að bregða sér bæjarleið til að sjá sveitirnar spila.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.