Morgunblaðið - 15.06.1989, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 15.06.1989, Blaðsíða 45
Lagafrumvarp um listaháskóla Félag aðstandenda alzheimersjúklinga: Mótmælir harðlega lokun sjúkradeilda MENNTAMÁLARÁÐHERRA, Svavar Gestsson, hefur kynnt frum- varp til laga um listaháskóla, sem ætlunin er að leggja fyrir Alþingi í haust. Gert er ráð fyrir að listaskólarnir starfi áfram sjálfstætt, en undir sameiginlegri stjórnarnefhd. Að sögn Ragnars Arnalds, for- manns undirbúningsnefndar frum- varpsins, er listaháskólinn hugsað- ur sem eins konar regnhlíf yfir myndlistar-, tónlistar- og leiklistar- háskóla. Svavar Gestsson segir að frumvarpið geri ekki ráð fyrir um- byltingu á starfi listaskólanna, miklu frekar hagræðingu þeirrar starfsemi sem fyrir er. Segir hann að kostnaður ríkis- sjóðs ætti því ekki að þurfa að auk- ast mikið vegna listaháskólans. í fylgiskjali frumvarpsins segir, að ljóst sé þó að kostnaður aukist nokkuð vegna myndlistar- og tón- listarháskóla þar sem ríkissjóður muni greiða starfsemi þeirra að fullu. Nú taki Reykjavíkurborg verulegan þátt i rekstrinum. Verði frumvarpið að lögum munu þau taka gildi í áföngum; tónlistar- háskóli yrði stofnaður á næsta ári, myndlistaháskóli 1991 og leiklistar- haskóli ári síðar. Inntökuskilyrði í listaháskólann verða samkvæmt frumvarpinu á valdi skólaráðs hvers skóla. í frumvarpi til laga um listahá- skóla segir að menntamálaráðu- neyti verði heimilt að stofna til kennslu í byggingarlist í tengslum við myndlistarháskólann, þegar fé verði veitt til þess á fjárlögum. í undirbúningsnefnd frumvarps- ins sátu þrír fyrrverandi mennta- málaráðherrar; Gylfi Þ. Gíslason og Ingvar Gíslason auk Ragnars Am- alds. Með nefndinni störfuðu af hálfu menntamálaráðuneytisins Ámi Gunnarsson, skrifstofustjóri, og Stefán Stefánsson, deildarsér- fræðingur. Morgunblaöiö/íSvemr Alls voru 208 nemendur brautskráðir frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti við athöfii í Fella- og Hóla- kirkju laugardaginn 10. júní. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti: 208 nemendur brautskráðir FJÖLBRAUTASKÓLANUM í Breiðholti var slitið þann 10. júní í Fella- og Hólakirkju. Við athöfhina voru 208 nemendur brautskráðir, 148 úr dagskóla og 60 úr kvöldskóla. Á vorönn stunduðu alls 2230 nám við skólann 1390 í dagskóla og 840 í kvöldskóla. Kennarar við Fjöl- brautaskólann voru alls 138 og skólameistari er Kristín Arn- alds. Tólf nemendur brautskráðust í vor af eins árs námsbrautum við Fjölbrautaskólann, 39 af tveggja ára námsbrautum og 78 af þriggja ára brautum; snyrtifræðinámi, sjúkraliðanámi, sérhæfðu verslun- arprófi, matartæknaprófi og sveinsprófi í bóklegum og verkleg- um greinum. Stúdentsprófi í vor luku 83, en 22 þeirra voru ekki viðstaddir skólaslitin, þar sem þeir em á ferðalagi erlendis. Þar að auki hyggjast 5 taka stúdentspróf í haust. Bestum árangri á stúd- entsprófi náði Svala Sigurðardótt- ir, sem stundaði nám á viðskipta- sviði. 42 stúdentar voru brautskráðir frá Flensborgarskólanum í Hafiiarfirði laugardaginn 10. júní. Flensborgarskólinn Hafnarfírði; 42 stúdentar brautskráðir Laugardaginn 10. júní sl. voru 42 stúdentar brautskráðir frá Flensborgarskólanum. Flestir brautskráðust af viðskiptabraut eða 13, 9 af málabraut, 9 af fé- lagsfræði- eða uppeldisbraut, 8 af náttúrufræðibraut og 3 af eðl- isfræðibraut. Bestum námsárangri náði Marta Einarsdóttir, viðskiptabraut, nem- andi í öldungadeild skólans, en hún hlaut 36 A og 8 B í einkunn. Við brautskáningarathöfnina tóku til máls auk skólameistara, Kristjáns Bersa Ólafssonar, Lúðvík Kristjánsson sagnfræðingur, sem flutti kveðjur og gjöf frá þeim sem luku gagnfræðaprófi frá skólanum fyrir 60 áram, séra Bjami Sigurðs- son sem flutti kveðju og gjöf frá 50 ára gagnfræðingum, og einn úr hópi hinna nýju stúdenta, Páll Jakbo Malmberg. Kór Flensborgarskólans, undir stjóm Margrétar J. Pálmadóttur, söng við athöfnina. (Fréttatilkynning) í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi FAAS, félags aðstand- enda alzheimersjúklinga, er harðlega mótmælt lokunum hjúkrunar- og öldrunardeilda á sjúkrahúsum í sumar. í fréttatilkynningu frá FAAS segir að í sumar séu fyrirhugaðar umfangsmeiri lokanir deilda en ver- ið hafi undanfarin sumur. Þetta þýði að sjúklingar verði útskrifaðir eftir því sem fært þyki eða færðir á milli deilda. Óneitanlega hafi það mikla röskun í för með sér fyrir sjúklingana, en bitni þó ekki síður á sjúklingum í heimahúsum og að- standendum þeirra. Á undanfömum áram hafí verið reynt að aðstoða þá mörgu sem annast sjúklinga í heimahúsum með því að taka sjúkl- inga til skammtímavistunar til að létta undir með aðstandendum þeirra. í sumar sé hins vegar útlit fyrir að ekki verði um neinar slíkar innlagnir að ræða. Steindór Sendibfiar 18 101 Reykjavík ' Simi: 91-25855 Feröaskrifstofa íslands skipuleggur vikuferð í Atomic skíðaskólann í Hintertux 9. júlí. Flogið ertil Salzburg og þaðan er ekið til Hintertux. Þátt- takendur dvelja á Hótel Klausnerhof sem er fyrsta flokks skíðahótel. Kennari í Atomic skíðaskólanum er hinn heims- frægi skíðakappi Hugo Nindl sem varfélagi í austur- ríska skíðalandsliðinu í átta ár, fimmfaldur austur- rískur meistari og heimsmeistari 1974. Hver og einn fær kennslu og þjálfun við sitt hæfi. Einnig er lögð áhersla á þrekþjálfun, hlaup, líkams- og heilsurækt. Dvölinni lýkur með skíðamóti, verðlauna- afhendingu og grillveislu. Þátttakendur eru á öll- um aldri og mislangt á veg komnir í skíðaíþrótt- inni. Innifalið; Flug til Salzburg Akstur til Hintertux Gisting og fulltfæði á Hótel Klausnerhof Skíðakennsla og lyftur Aðgangur að sundlaug, gufubaði og tennisvöllum ' KR. 49.500,- Sportvaj / SKÓLA MEISTARANNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.