Morgunblaðið - 14.07.1989, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.07.1989, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1989 5 Fjölskylda Hákonar Bjarnasonar við minnisvarðann, frá vinstri Ágiist H. Bjarnason, Guðrún Bjarnason ekkja hans, Björg Bjarnason, Jón H. Bjarnason og Laufey Bjarnason. Heiðmörk: Minnisvarði um Hákon Bjarnason afhjúpaður Afhjúpaður hefúr verið minnis- varði um Hákon Bjarnason, fyrr- um skógræktarstjóra í Heiðmörk á svokölluðu Ferðafélagsplani. Athöfhin fór fram sl. miðvikudag að viðstaddri Qölskyldu Hákonar, stjórn og varastjórn Skógræktar- félags Reykjavíkur. Minnisvarðinn, sem er um það bil mannhæðarhár, er úr grágrýti og á hann hefur verið festur skjöldur þar sem á er ritað nafn Hákonar Bjarna- sonar skógræktarstjóra. Fram kemur á minnisvarðanum að hann var skóg- ræktarstjóri frá árinu 1935 til ársins 1977. í lokin eru rituð orðin „Hann gaf landi sínu nýjan gróður". Þorvaldur S. Þorvaldsson, formað- ur Skógræktarfélags Reykjavíkur, flutti tölu við afhjúpunina og sonur Hákonar, Ágúst H. Bjarnason, þakk- aði fyrir hönd fjölskyldunnar. Hákon barðist m.a. fyrir friðun Heiðmarkar í tíð sinni sem skógræktarstjóri ásamt þeim Einari J. Sæmundsen, fyrrum skógarverði og fyrsta fram- kvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur og Guðmundi Marteins- syni, formanni félagsins frá upphafi og fram til 1979. Minnisvarðar um þá Guðmund og Einar hafa einnig verið reistir í Heiðmörk. Minnisvarðinn er valinn og reistur af Skógræktarfélagi Reykjavíkur, en unninn í Steinsmiðju Sigurðar Helga- sonar í Kópavogi. Ekki er fyrirhugað að reisa fleiri varða af þessu tagi í Heiðmörk. Ný flugvél sýnd Flugleiðamönnum Forraðamenn Flugleiða hf. hafa enn sem komið er ekki tekið ákvörðun um hvaða flugvélategund verði fyrir valinu sem arftaki Fokker F27 Friendship við endurnýjun á innanlandsflugflota félags- ins. Fulltrúar þriggja flugvélaverk- smiðja, Fokker frá Hollandi, Boeing/de Havilland frá Kanada og ATR, sem er frönsk-ítölsk sam- steypa, eru um þessar mundir tíðir gestir á skrifstofum Flugleiða. Flugvélarnar þijár sem koma helst til greina, Fokker 50, de Havilland Dash 8 og ATR-42, hafa allar verið sýndar hérlendis og sumar þeirra oftar en einu sinni. Fyrir skömmu dvöldu hér fulltrú- ar kanadíska fyrirtækisins Boeing/de Havilland. í tengslum við heimsókn þeirra hafði vél af gerðinni Dash 8-300, sem var í ferjuflugi frá verksmiðjunum til kaupenda í Kína, viðdvöl hér föstu- daginn 7. júlí í þeim tilgangi að sýna starfsmönnum Flugleiða nýj- ustu útgáfu af þessari tegund. Kanadíska flugvélin er talin álitleg- ur kostur hérlendis þar sem hún er nú þegar framleidd í tveimur stærðum, Dash 8-100, sem tekur um 36 farþega og Dash 8-300, sem tekur um 54 farþega, en þriðja út- gáfan, sem nú er á þróunarstigi, mun geta flutt um 70 farþega. Fulltrúar Boeing/de Havilland buðu ýmsum forráðamönnum Flugleiða í reynsluflug á vélinni en einnig var farið sérstaka ferð með þjálfunar- flugstjórum innanlandsdeildar fé- lagsins þar sem þeir fengu að sann- reyna ágæti Dash 8-300. Morgunblaðið/PPJ Flugvél af gerðinni Boeing/de Havilland Dash 8-300 á Reykjavíkur- flugvelli. Vélin var kynnt forráðamönnum Flugleiða sem hugsanleg- ur kostur þegar innanlandsflugflotinn verður endurnýjaður. Með öryggið í öndvegi 67,5% Skuldabréf banka og sparisjóða Skuldabréf útgefin af bönktim og stærstu sparisjóðunum. Teljast því með öruggustu verðbréfunum á mark- aðnum. Samsetning eigna í sjóði að baki Skammtímabréfum . 32,5% Spariskírteini ríkissjóðs Öruggustu verðbréfin á markaðnum, Ríkis- sjóður íslands greið- andi. Hvað stendur að baki verðbréfasjóðnum þínum? KAUPÞING HF Húsi verslunarinnar, sími 686988

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.