Morgunblaðið - 14.07.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.07.1989, Blaðsíða 36
36 iáðt i,mi .m .i'jiíACiUT&öM ni(3Aa{i/jtí;)>iOM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1989 Lokahóf Smekkleysu Öndvegissveitin Bless. Ljósmynd/BS Don og Son í Ham. Ljósmynd/BS stórræðanna og engin ástæða góðir fulltrúar þess merkasta til annars en ætla að þær nái sem er að gerast í íslensku að hrífa þá sem á hlýða, enda rokklífi um þessar mundir. Smekkleysa % gerist nú ali umsvifamikið fyrirtæki og þegar þetta birtist eru á veg- um fyrirtækisins þrjár hljóm- sveitir staddar í New York til tónleikahalds og sú fjórða að Ijúka tónleikaferð um Banda- ríkin. Sveitirnar þrjár eru Ham, Bless og Risaeðlan, en sú fjórða er Sykurmolarnir, sem ekki verður fjallað frekar um hér að sinni. Föstudagskvöld fyrir skemmstu hélt Smekkleysa lokahóf sumarvertíðar tónleika- halds með sveitunum þremur og einni betur. Fram komu sveit- irnar Ham, Bless, Risaeðlan og Bootlegs, en þjár þær fyrst- nefndu hafa verið iðnar við tón- leikahald í sumar og lagt sitt- hvað á sig til undirbúnings ferð- arinnar. Ham var fyrsta sveitin á svið og hóf leikinn af miklum krafti. Gaman var að heyra hve nýju meðlimirnir tveir, sem leika á trommur og gítar, eru komnir vel inn í sveitina. Tónlistin hefur tekið nokkrum stakkaskiptum; orðið hraðari og þyngri og meira ber á klassískum þungarokk- frösum. Það kunnu og viðstadd- ir þungarokksaðdáendur að meta og létu óspart í Ijós. Bootlegs kom næst á svið, en sveitin er ekki á förum til Risaeðlur Bandaríkjanna. Hún er aftur á móti að fara að senda frá sér plötu á vegum Smekkleysu og hefur verið iðin við að kynna þá skífu. Eitthvað voru áheyrendur tregir að taka við sér til að byrja með, en sveitarmeðlimir létu það ekki á sig fá og hófu leikinn með miklum látum. Það fór og svo að fyrir rest voru þeir búnir að koma róti á hópinn framan við sviðið og koma honum vel af stað. Bless, þriðja sveitin, virtist ekki til stórræða í fyrsta laginu eða svo. Eftir því sem á leið jókst þó þunginn í keyrslunni og í lok- in var allt komið á góða ferð. Áheyrendur kvörtuðu nokkuð yfir því að fá ekki að heyra gamla Ljósmynd/BS slagara, en sveitin lét sig ekki og lék mest efni í nýrri kantinum, sem lofaði mjög góðu. Risaeðlan byrjaði einnig á að leika nýrri lög, sem hljómuðu mjög vel. Því er spáð hér að Eðlan verði næsta sveit sem nái fótfestu á markaðið ytra, ef vel er á málum haldið, enda er tón- listin aðgengileg, óvenjuleg og lífleg vel. Ekki verður annað að segja en að Smekkleysa hafi úr miklu að moða í útlandinu, enda er tónlistarbreiddin meiri hjá fyrir- tækinu en venja er hjá íslensk- um útgáfufyrirtækjum og ævin- týrahugur og ímyndunarafl til staðar. Sveitirnar þjár sem eru nú ytra eru allar vel búnar til Bootlegs á miklum hraða. Magnús Tómasson við eitt verka sinna sem hann sýnir í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis í Alfabakka 14. Magnús Tómasson sýn- ir í SPRON Álfabakka Yfirlýsing frá Vinnueftirlitinu Árétting frá stjóm BÍ: Málsmeð- ferðinni mótmælt STJÓRN Blaðamannafélags ís- lands hefiir áréttað, vegna um- ræðna og skrifa um dóm saka- dóms Reykjavíkur í máli Halls Magnússonar blaðamanns, að hún hafí mótmælt málsmeðferð- inni, sem sé að mati sfjómarinn- ar byggð á úreltri hegningar- lagagrein. Sljórnin hafí ekki lagt mat á efnisatriði ákæm ríkissak- sóknara eða skrif Halls. í frétt frá stjóm BÍ segir að hún hafí mótmælt í tveimur ályktunum, að ríkissaksóknari höfði opinber sakamál á hendur einstaklingum vegna skrifa þeirra um þriðja aðila, á grundvelli 108. greinar hegnipg- arlaga, sem að mati stjómar BÍ sé löngu orðin úrelt. Síðan segir: „Stjórn BÍ telur óeðlilegt að opinberir starfsmenn njóti sérstakrar lagaverndar að þessu leyti umfram aðra þjóðfélags- þegna. Þessi Iagagrefn er vísasti vegurinn til að hefta opinbera um- ijöllun um öll gagnrýnisverð mál í íslenskri stjómsýslu. Á efnisatriði ákæmnnar, eða skrif Halls Magn- ússonar hefur stjórn BÍ ekki lagt nokkurt mat.“ SÝNING á verkum Magnúsar Tómassonar stendur nú yfir í Sparisjóði Reykjavíkur og ná- grennis, Álfabakka 14 í Breið- holti. Magnús stundaði nám við Det Kgl. Akademi for de Skonne Kunst- er í Kaupmannahöfn 1963-69 í málaralist, grafík og deildinni fyrir „Mur og Rumkunst". Magnús hefur hlotið ýmis verð- laun ryrir list sína. Hann hefur haldið ijölda einkasýninga, auk þess hefur hann tekið þátt í mörgum samsýningum hér heima og erlend- is, segir í fréttatilkynningu frá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrenn- is. Sýningin í Álfabakka 14 stendur til 1. september nk. og er opin frá mánudegi til fimmtudags kl. 9.15- 16.00 og föstudaga kl. 9.15-18.00. Sýningin er sölusýning. MORGUNBLAÐINU hefúr borizt eftirfarandi yfirlýsing frá Vinnu- eftirliti ríkisins. „ Vegna fréttar í Morgunblaðinu þann 12.7.1989 og ummæla Sveins Ásgeirssonar framkvæmdastjóra Hringrásar um að Vinnueftirlit ríkisins hefði ekki gert athuga- semdir við endurvinnslu á spennum á vinnusvæði fyrirtækisins við Sundahöfn óskar Vinnueftirlit ríkis- ins að koma eftirfarandi á framfæri: Vinnueftirlitið hefur einungis heimilað vinnu við búnað af þessu tagi ef fyrir liggur óyggjandi stað- festing um það að hann innihéldi ekki PCB. Það virðist því gæta misskilnings hjá forráðamanni Hringrásar er hann heldur því fram að Vinnueftir- lit ríkisins hafí ekki gert athuga- semdir við að unnið væri að endur- vinnslu á PCB búnaði í fyrirtæki hans. Að lokum má nefna að Vinnueft- irlit ríkisins hefur á undanförnum árum aðstoðað ýmis fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir vegna förgunar eiturefna, s.s. klórs og PCB.“ Hafrót leik- ur í Þórscafé Hyómsveitin Haírót leikur fyr- ir dansi í Þórscafé um helgina ásamt söngkonunni Mjöll Hólm. „Efnisskrá hljómsveitarinnar byggist á að skemmta sem flestum aldurshópum. Þeir félagar ásamt Mjöll vilja bjóða öllum velunnurum góðrar danstónlistar velkomna í Þórscafé og ættu allir að geta fund- ið eitthvað við sitt hæfi,“ segir í frétt frá Þórscafé.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.